Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 20
20 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ENSKA ER OKKAR MÁL
• Talnámskeið - 7 vikur
• Viðskiptanámskeið
• Einkatímar
• Enskunám erlendis
• Kennt á mismunandi stigum
• Barnanámskeið (5-15 ára)
• Málfræði og skrift
• Þjóðfélagsleg umræða
• Kvikmyndaumræða
• Frítt kunnáttumat og ráðgjöf
Enskunámskeið að hefjast
Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is
B
æjarstjórn Seltjarn-
arness hefur sett
fram tillögu um
breytingu á deili-
skipulagi sem mið-
ar að því að byggð
rísi á Suðurströnd
og Hrólfsskálamel.
Þar er hugmyndin að rísi fjölbýlis-
hús á þremur til fimm hæðum sem
rúma eiga 165 íbúðir alls. Ekki eru
allir Seltirningar sáttir við þennan
ráðahag og telja húsin munu verða
í ósamræmi við þá lágreistu byggð
einbýlis- og raðhúsa sem einkennir
stóran hluta sveitarfélagsins. Þeir
fulltrúar ósáttra Nesbúa sem
blaðamaður ræddi við óttast skipu-
lagsslys og saka bæjaryfirvöld um
að stunda hálfgerðar blekkingar og
reyna að láta líta út fyrir að
byggðin sem rísa mun sé minni en
hún verður í raun. Bæjarstjórinn
kveðst taka þær ásakanir afar
nærri sér og hvetur fólk til að fara
dómstólaleiðina sé það sannfært
um að bæjaryfirvöld séu að reyna
slíkt.
Áhugahópur um betri byggð á
Seltjarnarnesi afhenti bæjarstjóra
á föstudag mótmæli „gegn tillögu
að breytingu á útrunnu aðalskipu-
lagi og nýju deiliskipulagi“ und-
irrituðum af 924 Seltirningum, eða
37,3% af gildum atkvæðum í bæj-
arstjórnarkosninum.
Bæjarstjórinn segir í samtali að
tillit verði tekið til málefnalegra at-
hugasemda sem fram koma en
furðar sig á því að þær hafi ekki
komið fram fyrr, enda hafi Seltirn-
ingum átt að vera kunnugt um að
til stæði að byggja á þessum reit-
um í meira en ár.
Andstæðingar framkvæmdanna
telja þau rök bæjaryfirvalda að
fjölga þurfi fólki í bænum ekki
standast og segja Seltirninga sátta
við bæjarfélagið eins og það er.
Bæjarstjórinn segir það misskiln-
ing að með byggðinni sé ætlunin að
fjölga íbúum. Markmiðið sé miklu
frekar að viðhalda þeim íbúafjölda
sem hefur verið undanfarið.
Í samtölum við þá sem að málinu
koma kemur fram að ekki eru allir
á eitt sáttir um það hvers konar
byggð eigi að rísa á reitunum og
reyndar ekki um það hvort yfirleitt
sé ástæða til að reisa hús á þessum
stöðum.
Raunar er um þrjú byggingar-
svæði að ræða: við Suðurströnd
þar sem nú er knattspyrnuvöllur
eiga að rísa 114 íbúðir sem verða
80–120 fermetrar að stærð, á
Hrólfsskálamel þar sem Bónus er
núna verður miðsvæði með bland-
aðri byggð og á mótum Suður-
strandar og Nesvegar verður þjón-
ustustarfsemi.
Í ágústmánuði var borinn út í
hvert hús á Nesinu kynningar-
bæklingur þar sem gerð er grein
fyrir breytingu á deiliskipulagi. Í
bæklingnum kemur fram að und-
irbúningur að gerð deiliskipulags
fyrir fyrirhugað byggingarsvæði
hafi hafist sl. haust. Í öðrum bæk-
lingi sem barst Seltirningum í
fyrravor var það kynnt að byggja
ætti á þessum svæðum. Í lok apríl
sl. var svo haldinn opinn fundur
fyrir íbúa í Seltjarnarneskirkju til
að kynna þá tillögu að deiliskipu-
lagi sem nú er komin á lokastig.
Til grundvallar deiliskipulaginu
liggur lýðfræðigreining ráðgjafar-
fyrirtækjanna Alta og John Thom-
son, mannfjöldaspá Hagstofu Ís-
lands og Svæðisskipulag höfuð-
borgarsvæðisins.
Í bæklingnum kemur fram að
börnum hafi fækkað í sveitarfé-
laginu og þjónustustofnanir bæj-
arins eins og bókasafn og sundlaug
geti tekið við aukinni aðsókn. Þá
segir að þar sem sátt hafi verið um
að byggja ekki á svokölluðum vest-
ursvæðum sé landrými til nýbygg-
inga á Nesinu mjög takmarkað.
Fram kemur að umferð um Suður-
strönd á kaflanum frá Nesvegi og
að Steinvör aukist um 20% í kjölfar
uppbyggingarinnar en breytingar
á hljóðstigi því samfara séu vart
merkjanlegar.
Endurnýjunar húsnæðis þörf
Arkitekt og verkfræðingur sem
unnið hafa að tillögunum segja
húsin verða „hógvær“ og telja þau
alls ekki vera úr takt við þá byggð
sem fyrir er. Útsýni segja þeir
ekki skerðast að neinu marki nema
í örfáum tilvikum og engin dul hafi
verið dregin á það í kynningu.
„Húsnæði úreldist í öllum bæjar-
félögum. Seltjarnarnes er engin
undantekning hvað þetta varðar.
Jafnvel þótt íbúum myndi ekkert
fjölga þá kemur að þeim punkti að
endurnýja þarf það húsnæði sem
fyrir er. Það gengur úr sér eins og
hverjir aðrir hlutir. Það er ákveð-
inn misskilningur að halda að
menn þurfi ekkert að aðhafast.“
Þetta segir Ögmundur Skarphéð-
insson arkitekt hjá Hornsteinum
sem ásamt dönsku arkitektastof-
unni Schmidt, Hammer og Lassen
og verkfræðistofunni VSÓ ráðgjöf
hefur unnið að skipulagstillögunum
frá því í október í fyrra.
Þegar þessum hópi sem unnið
hefur að hönnun og útfærslu svæð-
isins var falið verkefnið var lagt
upp með tvennt, að sögn Ögmund-
ar. „Þegar við komum að þessu
verkefni þá fáum við býsna frjálsar
hendur um hvernig hægt er að
móta þetta. Þær forsendur sem
lagt var upp með voru að á þessum
svæðum skyldu rísa allt að 180
íbúðir og það að fótboltavöllur
skyldi staðsettur á Hrólfsskálamel.
Alta og Thompson [ráðgjafarfyr-
irtæki] voru búin að gera úttekt á
því að þetta svæði þyldi 180 íbúðir.
En það var aldrei neinn þrýstingur
á okkur um að þarna þyrfti að vera
nákvæmlega þessi fjöldi íbúða. Það
var farið í gegnum margar hug-
myndir en staðnæmst við þessa
lausn sem talin var sú heppilegasta
miðað við forsendur,“ segir Ög-
mundur.
Skuggahverfið ákveðin fyrirmynd
Grímur Már Jónasson verkfræð-
ingur hjá VSÓ bætir við að bæði
stýrihópur skipulags- og mann-
virkjanefndar bæjarins svo og
nefndin sjálf hafi verið einhuga um
að leggja þessa lausn til grundvall-
ar breytingum.
Hornsteinar, Schmidt, Hammer
og Lassen og VSÓ hafa unnið að
skipulagi og hönnun Skuggahverf-
isins. „Þeim á Nesinu þótti spenn-
andi að fá þetta teymi til að glíma
við þetta verkefni, því sú aðferða-
fræði sem er notuð í Skuggahverf-
inu er talsvert öðruvísi en almenn
aðferðafræði í skipulagsmálum
vegna þess að þar vorum við að
móta sjálfa íbúðakostina um leið og
skipulagið.“
Ögmundur og Grímur segja að
þeim komi á óvart að gagnrýni á
forsendur deiliskipulagsins hafi
ekki komið fram fyrr. „Ég held við
getum fullyrt það að það skipu-
lagsverkefni þekkist vart sem hef-
ur verið kynnt jafnrækilega eins
og þetta úti á Nesi. Það er til fyr-
irmyndar, hvernig svo sem þessu
máli lyktar er gaman að hafa tekið
þátt í jafnviðamikilli kynningu,“
segir Ögmundur.
„Það sem kemur á óvart er að
verið sé að gera athugasemdir við
sjálft prinsippið, það að byggja eigi
á Suðurströnd og Hrólfsskálavör.
Þær hafa komið seint fram,“ segir
Grímur.
Skipulagsmál eru jafnan við-
kvæm, enda nátengd tilfinningum
íbúa á svæðinu. Þeir sem hafa van-
ist því gegnum árin að geta horft
út á sundin meðan þeir drekka
Þessi mynd er tekin frá Suðurströnd og sýnir hlutföll nýbygginganna miðað við húsin tvö til vinstri, sem standa við Bakkavör.
Þessar myndir birtust í bæklingi sem áhugahópurinn bar út í öll hús á Nesinu
fyrir helgi. Þannig telur hópurinn eðlilegt að sýna húsin, en í bæklingi bæjaryfir-
valda var sjónarhornið víðara.
Deilt um deiliskipulag
Gerð deiliskipulags fyrir Hrólfsskálamel og Suður-
strönd og tilfærsla knattspyrnuvallar Seltjarn-
arness á lóð Ísbjarnarins hefur vakið hörð við-
brögð. Seltirningarnir Stefán Örn Stefánsson og
Þór Whitehead eru ósáttir við skipulagið. Bæj-
arstjórinn, Jónmundur Guðmarsson, undrast
hversu seint gagnrýni á það kemur fram. Ög-
mundur Skarphéðinsson arkitekt og Grímur Már
Jónasson verkfræðingur segja nýbyggingar á Nes-
inu nauðsyn. Gert er ráð fyrir 165 nýjum íbúðum.