Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 25 hann einmitt leikið á sínum 10.000. tónleikum. Gott lag er einfaldlega gott lag Ekki sat Ray Charles auðum höndum þó hann væri hættur tón- leikahaldi, á síðasta ári tók hann upp gospel-plötu, sem bíður útgáfu, og lauk við sína síðustu hljóðversplötu, Genius Loves Company, þar sem hann syngur með gömlu vinum sín- um og nýjum, Norah Jones, BB King, Willie Nelson, Michael McDonald, Bonnie Raitt, Gladys Knight, Johnny Mathis og James Taylor, Natalie Cole, Elton John, Diana Krall og Van Morrison. Þó Ray Charles hafi tekið upp fjölmargar plötur á ferlinum er Genius Loves Company, fyrsta dúettaplata hans og um leið fyrsta plata hans í nokkur ár. Hann sagði í viðtali sem tekið var á meðan platan var í smíðum að það hefði vissulega verið gaman að vinna með sínum gömlu tónlistarvinum og nýjum listamönnum einnig, en helst hefði vakað fyrir honum að gefa út plötu þar sem allar þær tónlistarstefnur sem hann kynni að meta fengju að njóta sín, rytmablús, sálartónlist, popp, blús og sveitatónlist. „Ég hef aldrei fellt mig við það að vera skip- að á ákveðinn bás í tónlistinni, gott lag er einfaldlega gott lag.“ arnim@mbl.is ’Ray Charles fann sér fróun í tónlist, var sannkallaðundrabarn á því sviði, var með frábæra söngrödd, lék á fjölda hljóðfæra, samdi lög og útsetti.‘ Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Kýpur - Jólaferðir 17. og 22. desember frá kr. 85.233 Kýpur, eyjan fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar sem er að finna minjar frá árdögum evrópskrar hámenningar. Sólríkar strendur ylja fölum frónbúum og furuvaxin fjöllin eru ævintýri líkust. Afslappað andrúmsloft, góðir veitingastaðir, spennandi skemmtistaðir, glæsileg hótel, góðar gönguleiðir, íþróttir í úrvali jafnt á sjó sem landi. Kýpverjar eru heiðarlegt og vingjarnlegt fólk sem dáir börn og fjölskyldan er í fyrirrúmi. Hér geta allir aldurshópar sameinast í fullkomnu fríi og fyrir þá sem þess óska eru siglingar til Egyptalands rúsínan í pylsuendanum. 17 des. - 3. jan. 17 dagar 22. des - 3. jan. 12 dagar Verð kr. 85.233 á mann Miðað við 2 fullorðna og 2 börn í 12 nætur í íbúð m/1 svefnh. á Atlantica Balmyra Beach. Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 89.990 á mann Miðað við 2 í stúdíó í 12 nætur á Estella Hotel Apartments. Innifalið: flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst fimmtudaginn 9. september með glæsilegum tónleikum þar sem kynnt er til sögunnar ný íslensk söngstjarna sem er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum: Maríus Sverrisson. Maríus hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi undanfarið þar sem hann hefur m.a. verið í lykilhlutverki í verðlauna- söngleiknum Titanic, sem gekk fyrir fullu húsi í Hamborg í 10 mánuði samfleytt. Tryggðu þér miða á upphafstónleikana og góða byrjun á menningarvetrinum! Glæsileg byrjun Erich Wolfgang Korngold ::: Robin Hood Maury Yeston ::: Kyndarasöngurinn úr Titanic Jón Þórarinsson ::: Þrír mansöngvar Marlcolm Arnold ::: Tam O´Shanter, op. 51 Jón Leifs ::: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni Kurt Weill ::: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni Stephen Sondheim ::: Broadway Baby úr Follies Richard Strauss ::: Til Eulenspiegels lustige Steiche Upphafstónleikar Fimmtudaginn 9. september kl. 19.30 Háskólabíói, miðaverð: 2.800 / 2.400 kr. Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Maríus Sverrisson M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.