Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 26
26 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska • franska • spænska • stærðfræði
enska • þýska • danska • efnafræði • eðlisfræði
Nemendaþjónustan sf
s. 557 9233 www.namsadstod.is
Frönskunámskeið
hefjast 13. september
Innritun stendur yfir
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík, fax 562
3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Innritun í síma
552 3870
S
íðustu áratugina hefur
miklu púðri verið eytt
í samræðuna um eðli
menningar og sýnist
sitt hverjum, öfug-
snúin hagsmuna- og
hentistefna ásamt
markaðri hugmyndafræði einnig inni í
myndinni. Mikið borið á tilhneigingu
til að þurrka út skilin milli hámenn-
ingar og lágmenningar í nafni lýðræð-
is, frelsi og framfara. Hugtakið há-
menning jafnvel orðið að viðlíka
lágkúru í munni sumra og lágmenning
í munni annarra á árum áður. Sýnist
stefna hratt í þá átt að menning eins
og hún hefur verið meðtekin um þús-
undir ára fari sömu leið ef slíkir
mættu ráða. Þá hefur einslit þjóð-
félagsumræða og nakinn hvunndag-
urinn í og með verið funheit tugga í
róttækum núlistum, sem ásamt leik-
rænum gjörningum og mynd-
bandalist,
ratað inn á
listasöfn sem
aldrei fyrr.
Yfirleitt
meint ígildi
einhvers sem
á að vera eitthvað alveg nýtt og ferskt
innan þeirra, en yfirleitt um gamal-
kunn fyrirbæri utan þeirra að ræða,
jafnvel aldagömul. Þá gerðist það í
húsagerðarlist fyrir nokkrum áratug-
um að menn fóru með gangstéttirnar
og aðra litlausa grámósku hvunn-
dagsins inn í byggingarnar. Áður
hafði grandlausum verið talin trú um
að fornaldir hafi verið svo gott sem
litlausar, meint sannindin jafnvel rat-
að í fræðirit, en allt annað komið á
daginn.
Ekkert vont um hvunndaginn, gald-
ur listarinnar hefur lengi verið að
tendra almenna hluti lífi og gæða þá
dulmögnum, nálgast þá frá óvæntu
sjónarhorni, opna augu fólks. Allir
hlutir búa á einhvern hátt yfir ákveð-
inni fegurð, viðhorfið til þeirra það
sem gildir ásamt andrúminu kringum
þá. Skeði ennfremur að fegurðin var
gerð útlæg af sama fólki, burtkústuð,
einnig tilfinningarnar og skynjunin,
að ekki sé minnst á þjálfuð vinnu-
brögð. Alla hluti er mögulegt að svipta
lífsmögnum sínum með því að nálgast
þá af neikvæðni og andvaraleysi gera
svo skelfilega leiðinlega. En engin
orðaleikfimi getur bætt upp andlausa
framsetningu og ónáttúru né áróður
og samfélagsumræða blásið lífsneista
í blóðlausa hluti.
Misvísandi skilgreining nú á dög-
um, að setja samasemmerki við há-
menningu og yfirstéttir, en lágmenn-
ingu við neðri þrep þjóðfélagsins, um
fullkomlega úreltan framslátt að
ræða. Frekar að öll menning beri í
sér mannrækt og framkvæmd hug-
sjóna en lágmenning þekkingarskort
og andvaraleysi, úrkynjun. Markast
engan veginn við ákveðna stétt.
Menningu má finna meðal allra þjóð-
félagshópa, klæði og vefir eigna-
lausra hirðingja geta búið yfir mikl-
um töfrum og yndisþokka, og hallir
auðmanna borið andlegri fátækt og
úrkynjun vitni. Í þá veru er menn-
ingin ekki stéttbundin, öllu heldur um
að ræða innbyggt og eðlislægt ferli
sem hverjum einum býðst að þróa ef
vill og aðstæður eru fyrir hendi.
Íkjarna sínum er þetta liður íþeirri viðteknu og miðstýrðuáráttu að hræra hugtökumsaman eftir hentisemi, sam-
hæfa þau eins og harðir fylgismenn
orða það, útjafna í nafni framfara og
nýhugsunar. Einn liður þess er að
þurrka út skilin milli hálista og af-
þreyingar, dægurmenningu skipað
við hlið hins varanlega, dægurflugan
sem lifir sig sett að jöfnu við hið jarð-
tengda og sígilda. Hugmyndarík
formfesta skal ekki rétthærri form-
leysu, hinn dugmikli einstaklingur
ekki rétthærri amlóðanum, að hluta
lögfest. Má líkja við að formlaust
kleinudeigið sé sett að jöfnu við hinar
fullmótuðu kleinur, sem í gerð sinni
og lögun eru aldrei nákvæmlega eins
frekar fingraförum mannsins. Eðl-
islægt bragðskynið er þó sem betur
fer engan veginn með á nótunum,
hermir í þá veru klárt af yfirburðum
skynjunarinnar og brjóstvitsins, hér
duga engar kennisetningar né reglu-
stikufræði. Þó næsta auðvelt að færa
gild og heimspekileg rök fyrir því, að
efnasamsetning og grunnur klein-
unnar sé einmitt formlaust deigið, um
leið fersk og rökrétt nýjung að
þurrka út skilin, hálfnað verk þar
með ígildi þess sem lokið er. Bjóða
fólki þar næst ómótað deigið til
neyslu með fulltingi orðavaðals og
torræðrar heimspeki.
Þá virðist það vera framtíðarsýnin
að hörðu nýtigildin skuli gefa tóninn í
uppeldismálum en þeim mjúku út-
hýst, einungis forma ungviðið eftir
heppilegu hnappamáti, hvort heldur í
raungreinum, málvísindum eða list-
um. Víða verið að slá af kröfum,
stytta ein- og samhæfa nám, hafna
fortíðinni fyrir hagkvæmni og við-
skiptahætti núsins og meta framfarir
í ljósi efnislegra, síður andlegra gilda.
Vitaskuld er skammtíma hagnaður af
dægurmenningu margfalt meiri en
hámenningu, svo hefur lengi verið og
aldrei eins og á tímum hátækni, sem
ásamt útsmoginni markaðssetningu
gerir jafnvel gæði að afstæðu hug-
taki. Um leið verður sú spurning
áleitin hvort skapa eigi fyrir núið,
hraðann, skyndihagnað og óþrosk-
aðan fjöldann, jafnt ríka sem snauða.
Eða það sem eftir stendur og heldur
áfram að tendra gleði í brjóstum
þeirra sem geta fundið til, eins og
skáldið orðaði það svo fallega, samtíð
og óbornum kynslóðum til upptendr-
unar og blessunar. Þegar allt kemur
til alls virðist menning vera fyrirbæri
sem fólk almennt lætur sér fátt um
finnast, hafnar jafnvel, en getur þó
ekki án verið frekar en lífsloftsins.
Dags daglega hefur það ei heldur
neinn sýndarlegan áhuga á súrefninu
sem heldur í því lífi, andar því ein-
ungis að sér. Loks má slá því föstu að
menninguna er ekki með öllu hægt að
einangra og miðstýra frekar en skap-
andi kenndum, til sögu koma jafn-
aðarlega tilviljanir víxlverkanir og
stökkbreytingar, án slíkra fyrirbæra
ekkert líf, hvorki á jörðu hér né í al-
heimi.
Þessar hugleiðingar urðu í ogmeð til eftir Menningarnótt2004, þar sem 100.000manns komu saman í mið-
bænum. Enn og aftur ekkert illt um
fyrirbærið sem tíðkast víða í Evrópu,
sömuleiðis í aðskiljanlegustu mynd
um allan heim. Margt mátti gott um
dagskráratriðin segja þótt mikið bæri
á eins konar örsögum í listformi,
gjarnan með skemmtigildi svipað
disney-löndum útlandsins. Megin-
veigurinn þó líkast til að virkja
fjöldann, glæða áhuga hans á einu og
öðru sem varanlegt gildi hefur, en þá
þurfa einnig að koma til úrskerandi
viðburðir. Fjöldinn sótti skiljanlega
helst á rokktónleika á Miðbakka svo
og flugeldasýninguna í lokin, verði
honum að góðu. Engin mikilsháttar
listsýning sem slagkraftur var í lauk
upp dyrum sínum eða einstæð op-
inberun í öðrum listgeirum. Minnist
nú þess er ég nálgaðist menning-
arnótt í Antwerpen fyrir tveim árum
og var ásamt gestgjöfum mínum
mættur snemma kvölds að Rubens-
húsi, þar sem skömmu seinna átti að
opna sýningu á fágætum teikningum
frá síðmiðöldum og endurreisn. Hóp-
ur fólks þegar fyrir og við strax með á
nótunum að samlagast honum, var þó
ekki málið heldur hef ég sjaldan séð
biðröð stækka með viðlíka hraða er
opnunarstundin nálgaðist. Hrukkum
frá enda með öllu vonlaust að smá-
myndir gætu skilað sér í viðlíka
þrengslum og í vændum voru innan
dyra, leituðum í þess stað uppi kirkj-
una sem geymir frægar altaristöflur
Rubens. Þar og í nágrenninu var að
vísu gífurlegur mannfjöldi fyrir, ein-
hver hátíðardagskrá í gangi með sít-
arspili og söng. Hins vegar voru
myndflekar meistarans það stórir að
þeir komust allir til skila tók þó tím-
ann sinn að mjaka sér áfram og nálg-
ast þá.
Summan af þessu er að þráttfyrir augljósan áhuga fólks ádagskráratriðum Menning-arnætur höfðu dægurgamnið
og eldglæringarnar ótvírætt vinning-
inn enda í flestum tilvikum helst vand-
að til þeirra. Örfá myndverk hér og
þar, ásamt smásýningum ekki megn-
ug að veita slíkum sjóum samkeppni,
en tilefni að minna á gífurlegt að-
streymi á sýningu á verkum Andy
Warhols í listhúsinu Fold á Menning-
arnótt fyrir ári. Artótek í einu horni
borgarbókasafnsins þ.e. kraðak
mynda í mjög afmörkuðu rými í það
heila lítið uppörvandi. Sjálf hug-
myndin sótt til Finnlands, en ekki trúi
ég að slík kolaportasjónarmið í með-
ferð myndverka varði á þeim slóðum
veginn, og einu gleyma viðkomandi,
að Finnar munu um og yfir 5 milljónir
en Íslendingar einungis tæp 300 þús-
und. Hér á landi svo til með öllu
óskipulagður örmarkaður, rugl, ásamt
því að mikið verk er óunnið í mann-
réttindamálum sem frændur vorir
hafa löngu að baki, klárað. Til að
mynda að tryggja að listamenn kom-
ist til vinnu sinnar, séu ekki þrúgaðir
af brauðstriti. Í Finnlandi tíðkast ekki
tveggja, eins árs eða fimm mánaða
starfsstyrkir, heldur fimm, tíu, og
fimmtán ára og þeim fylgja iðulega
vinnustofur og íbúðir.
Gefur auga leið að hér á landi hefur
ekki tekist að skapa þá gagnsæju
stemmningu né áhuga og skilning á
myndlist sem menn verða svo berlega
varir við á hinum Norðurlöndunum.
Að sjónum sé ekki líka beint sunnar í
álfuna og vestur um haf, listir ennþá
öðru fremur skrautfjöður og upp-
sláttur á hátíðarstundum. Síður við-
urkennd sem hagnýt andleg upp-
tendran og lífsnauðsyn líkt og hjá
þjóðfélaginu sem við einkum drögum
dám af, lyftum hins vegar afþreyingu
og dægurmenningu þess í öndvegi.
Frá sjónarhóli myndlistarinnar
standa lánakjörin sem KB banki býð-
ur til listaverkakaupa upp úr, hlið-
stæður finnast víða og vel að merkja í
Bandaríkjunum, þar sem lán til kaupa
á einstökum verkum geta hlaupið í
hundruð milljóna króna, einnig varð-
andi útfærslu stærri verkefna. Í fram-
haldinu verður þróunin vonandi að
stuðningur við listir uppeldis og
mannúðarmál verði frádráttarbær til
skatts, svona líkt og verðbréf. Þá
nokkur von á þáttaskilum um aðstöðu
og kjör myndlistarmanna og rismikla
döngun. Hins vegar veit ég ekki til
þess að magn almennra listviðburða
sé nokkurs staðar í heiminum tekið
sem viðmið og dæmi um raunveruleg
gæði. Eitt er „kvalitet“ annað „kvant-
itet“ er algengt orðtak í útlandinu.
Magn getur nefnilega allt eins verið
hið gagnstæða, tákn grunnhyggni út-
flatningar og sýndarmennsku.
Eðli og döngun menningar
Morgunblaðið/Ómar
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is