Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.09.2004, Qupperneq 29
1969) var skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal í júní 1946. Hann sagði mér eftirfarandi sögu um framboðs- fundinn í þinghúsinu að Skógum í Fnjóskadal: Leifur Auðunarson frá Dalseli var ekki eingöngu skrifari, heldur bráðsnjall harmonikuleikari. Þegar hann hugðist flytja fram- boðsræðu sína, þá var strax gripið fram í fyrir honum og rödd úr saln- um mælti: „Hættu þessu íhaldsbulli, komdu heldur með nikkuna.“ Gekk þá Leifur úr pontu og settist við orgel, sem í þinghúsinu var, og sagði: „Ef þið viljið syngja, þá er ég til.“ Stóðu þá allir viðstaddir upp og sungu nokkur ættjarðarlög. Að því loknu stóð upp gamall framsókn- armaður og mælti: „Við skulum leyfa honum að tala, hann hefur hjartað á réttum stað.“ V. Við Siggi Lúther hittumst aðeins einu sinni. Var það á Landsmóti hestamanna á Skógarhólum í Þing- vallasveit sumarið 1958. Árinu áður, 1957, hafði ég keypt minn fyrsta hest af Kristjáni Vigfússyni frá Úlfsbæ í Bárðardal (1904–1979). Hann hét Villingur og var fæddur Skúla Thorarensen (1892–1963) út- gerðarmanni, sem þá rak bú að Geldingarlæk á Rangárvöllum. Hlaut hann nafnið af því, að 5 menn náðu honum ekki inni í hesthúsi, þegar átti að temja hann. Ég ríð á Villing innum mannfjöldann í Skóg- arhólum, þegar maður einn grípur um tauminn og segir: „Er þetta ekki Villingur Stjána bróður?“ Ég svara: „Jú, ef þú ert Siggi Lúther.“ Siggi Lúther var þá þegar orðinn þjóðsagnapersóna og birti ég þó nokkrar sögur um hann, er ég rak Sagnabanka minn í Lesbók Mbl. ár- in 1983–7, og tel ég ekki ástæðu til að endurtaka þær hér. Í XXVI. ár- gangi Árbókar Þingeyinga, er út kom 1983 er aftur á móti afbragðs- grein um Sigga Lúther eftir Andrés Kristjánsson (1915–1990), fyrrum ritstjóra Tímans, er hann nefnir: „Leiftur grárra daga“ – Ógleyman- legur maður. Þannig hefst grein Andrésar: „Sumir menn eru eins og segulstál- ið, en þeir eru fáir. Þeir draga allt að sér, og allt snýst um þá. Það er eins og eitthvert náttúrulögmál geri þá að sveifarási alls byggðarlagsins. Tal manna snýst um þá, gamanyrði þeirra eru annari fyndni betri, eng- in skemmtun er nema hálf gleði án þeirra. Engin hjálp eins góð og þeirra. Þegar þeir nálgast grípur menn kitlandi tilhlökkun eins og von um ævintýri, og þegar þeir fara, brosir hversdagsleikinn enn drjúga stund í vitund manna, af því að þeir hafa skilið eftir eitthvað, sem glitrar, eitthvað sem vermir og geymist. Svona var Sigurður Lúth- er.“ -------- Andrés lýkur grein sinni á eft- irfarandi hátt: „Og svo var Sigurður Lúther allur. Og þó eiga minning- arnar um hann svo undarlega sterka samfylgd með manni. Hann er einn þeirra manna, sem verður ógleymanlegur, meðan maður á minni sjálfur. Þessar minningar vitja manns, þegar minnst varir. Allt í einu getur hversdagslegt at- vik kallað fram glettið tilsvar, stríðnishlátur eða gamansögu frá Sigurði Lúther. Þannig birtist hann ljóslifandi í minningunni og heldur áfram að miðla okkur gleðinni, auka trúna á mennina og bregða leiftri á gráa daga.“ Árbók Þingeyinga 1983, XXVI. árg. Byggðir og bú, Aldarminning Búnaðar- samtaka Þingeyinga, Akureyri 1963. Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Tröð, Prenthús og Oddi hf. 1986. Alþingismannatal 1845–1995, Reykjavík 1996, Skrifstofa Alþingis gaf út. Spegillinn, 21. árg., jólablað forsíða, Reykjavík 1946. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Kraká 25. okt. Kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1. Sorrento 30. sept. Kr. 79.900 7 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Barcelona 24. okt. Kr. 29.990 4 nætur, 2 fyrir 1. Róm 6. okt. Kr. 69.900 4 nætur, flug, hótel, skattar. Netverð. Prag 4. okt. Kr. 29.990 Flugsæti með sköttum. Budapest 11. okt. Kr. 29.990 Flugsæti með sköttum, 3 nætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.