Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 41

Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 41 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA EINBÝLISHÚS Í EINSTÖKU UMHVERFI VIÐ YTRI-RANGÁ WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali Um er að ræða fallegt 4ra herb. 102 fm einbýlishús á landi Svínhaga við Ytri-Rangá. Húsið er allt nýuppgert bæði að innan sem utan. Falleg 100 fm verönd við húsið með heitum rafmagnspotti. Glæsilegt útsýni. Húsið stendur á 7,7 ha. landspildu (eignarland) möguleiki á stækkun. Landspilda þessi á land að Selsundslæk sem er vatnsmikil bergvatnsá. Einnig er 300 fm útihús, nýmálað og snyrtilegt. Áhv. 8,0 m. í húsbr. Möguleiki á frekari lánum. V. 18,4 m. Nánari uppl. á www.heklubyggd.is sjá spildur Ás-4. Nánari uppl. hjá eig- anda, Gretti, s. 898 8300. Einnig hjá Þórarni hjá Eignaval, s. 585 9999. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Glæsileg 3ja herbergja 79 fm íbúð á efstu hæð í þessu vel staðsetta húsi sem er rétt við smábátahöfnina. Íbúðin snýr að höfninni og er með glæsilegu útsýni. Allar innréttingar vandaðar og sem nýjar. Þvottahús og geymsla í íbúðinni. Verð kr. 14,5 millj. SUÐURBRAUT 2 - HFJ. Útsýnisíbúð á efstu hæð - sem ný Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon, Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir. Eigendur fasteigna athugið: Lífleg sala • Skoðum og verðmetum samdægurs Opið virka daga kl. 9–18 Myndir í gluggum MÓABARÐ - FALLEGT HÚS MEÐ ÚTSÝNI Fallegt TALSVERT ENDURNÝJAÐ 122 fm EINBÝLI á einni hæð, ásamt 26 fm BÍLSKÚR, samtals 148 fm. LAUST STRAX. Húsið hefur verið mikið endurnýjað að utan sem inn- an. Arinn í stofu. Parket og flísar. GÓÐ EIGN Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ. 2743 Njörvasund 4 - 104 Reykjavík Björt og falleg 4ra herb. 94 fm hæð ásamt 27,5 fm bílskúr í rólegu og grónu hverfi í Sundunum. Þrjú svefnherbergi. Eign hefur verið töluvert endurnýjuð að sögn seljanda, m.a. nýlegar raflagnir og tafla, nýlegar svalir, bílskúr með nýlegu þaki ásamt gólfi. Hús verður málað á næstu mánuðum á kostnað eiganda. Opið hús verður í dag milli kl. 16:00 og 18:00. Sigrún og Jón taka á móti gestum. 6660 Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Hörpugata 4A - Skerjafirði Opið hús í dag Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Höfum í einkasölu stórglæsilegt ein- býlishús á fallegum útsýnisstað. Hús- ið er 156,6 fm ásamt 32,2 fm bílskúr. Húsið er til afhendingar nær strax, tæplega tilbúið til innréttinga. Eignar- lóð. Mahóní-gluggar og útihurðir. Gólfhiti. Gert ráð fyrir halogen-lýs- ingu. Allar lagnir í bílskúr þannig að hægt sé að vera þar með litla stúdíó- íbúð eða vinnuaðstöðu. Frábær staðsetning, ekkert byggt í vestur af hús- inu. Verð 33,9 m. Seljendur verða á staðnum í dag milli kl. 13 og 17. STJÓRN Landverndar telur að hafna beri áformum um rafskautaverk- smiðju við Katanes í Hvalfirði vegna mikillar mengunar sem hún mundi valda. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar. Stjórn Landverndar telur að fram- lögð skýrsla um mat á umhverfis- áhrifum vegna áforma um rafskauta- verksmiðju við Katanes í Hvalfirði sýni að starfsemi af þessu tagi mundi hafa afar neikvæð áhrif á umhverfið og valda meiri losun heilsuspillandi fjölhringa kolvatnsefna (PAH-efna) en dæmi eru um áður vegna stóriðju hér á landi. „Fjölhringa kolvatnsefni eru talin mjög varasöm í umhverfinu og mörg hver krabbameinsvaldandi. Í skýrslunni kemur fram að árleg losun PAH-efna geti orðið allt að 680 kg á ári. Líklega yrði þessi verk- smiðja stærsta einstaka uppspretta PAH-efna á Íslandi. Í skýrslunni er ekki dregin dul á að PAH-efni geta verið skaðleg heilsu manna og dýra. Stjórnin minnir á að það var talinn mikill kostur að fallið var frá áform- um um að reisa rafskautaverksmiðju í tengslum við álver í Reyðarfirði. Áformuð verksmiðja myndi að auki losa umtalsvert magn gróðurhúsa- lofttegunda,“ segir í m.a. í ályktun- inni. Stjórn Landverndar óttast áhrif verksmiðju af þessu tagi svo nálægt þéttbýli, að hún hafi neikvæð áhrif á ímynd landsins og telur því rétt að stjórnvöld hafni áformum um raf- skautaverksmiðju við Katanes. Ályktun stjórnar Landverndar Hafna ber áformum um rafskauta- verksmiðju Fáðu úrslitin send í símann þinn FARTÖLVUHÁTÍÐ framhaldsskól- anna var haldin í Pennanum í Hall- armúla nýlega. Á hátíðinni var sýnt það nýjasta og besta sem boðið er upp frá HP, Dell, IBM og Apple. Aðrir sem sýndu á hátíðinni voru Námsmannaþjónusta Sparisjóð- anna, Margmiðlun, VÍS, Mjólkur- samsalan, Egill Skallagrímsson, Sporthúsið og tónlist.is. FM957 var með beina útsendingu á staðnum og Og Vodafone var einnig á svæðinu. Guðrún Lilja Númadóttir vann stærsta vinninginn,HP Compaq nx9105-fartölvu. Vann tölvu á fartölvuhátíð ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.