Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 46
MINNINGAR
46 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ýr Viggósdóttirfæddist í Stykkis-
hólmi 3. júlí 1934.
Hún lést á Landspít-
alanum – háskóla-
sjúkrahúsi 10. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru María
Þórðardóttir hús-
freyja, f. 15. ágúst
1904, d. 13. júlí 1980
og Viggó Bjarnason
sjómaður, f. 26. sept.
1901, d. 15. mars
1977. Þau slitu sam-
vistum. Sambýlis-
maður Maríu var Páll Helgason, f.
23.11. 1904, d. 28.3. 1987. Ýr var
næstyngst sex systkina en hin eru,
Erlingur R., f. 28. apríl 1928,
Bjarni, f. 5. júlí 1929, d. 27. apríl
1988, Eysteinn J., f. 20. ágúst 1931,
Kristján, f. 26. júní 1933, d. 2. sept.
1986 og Kolbrún, f. 20. des. 1935.
Ýr giftist 23. desember 1953
unnusta Rebekka Ingadóttir, f.
21.03. 1983. c) Emilía Ólöf, f. 8.11.
1988. 3) Dóttir óskírð, f. 2. ágúst
1963, d. 4. ágúst 1963. 4) Ægir Þór,
f. 7.10. 1965, maki Eydís Bergmann
Eyþórsdóttir, f. 18.1. 1967. Sonur
Ægis er Eyþór, f. 30.1. 1986. Dóttir
Eydísar er Björg Guðrún Einars-
dóttir, f. 9.2. 1992. Börn Ægis og
Eydísar eru Ólafur Þórir, f. 2.8
1997 og Ari Bergmann, f. 23.9.
2003. 5) María Bryndís, f. 12.4.
1967, maki Ásgeir Héðinn Guð-
mundsson, f. 3.3. 1968. Dóttir Mar-
íu, Herdís Teitsdóttir, f. 2.7. 1985,
unnusti Ólafur Ingi Bergsteinsson,
f. 5.9 1983. Börn Maríu og Ásgeirs
Ólöf Rún, f. 4.8. 1989 og Vignir Þór,
f. 28.7. 1994. Uppeldissonur Ýrar
og Ólafs er Eggert Bjarni Bjarna-
son, f. 18.8. 1953, maki Hafdís
Sverrisdóttir, f. 2.5. 1960. Börn
þeirra Brynja S., f. 30.3. 1980, maki
John Olav Silnes, Ævar, f. 10.2.
1986 og Ýr, f. 28.8 1987.
Ýr stundaði lengst af húsmóður-
störf, en á yngri árum vann hún á
hinum ýmsu stöðum þ.á m. á elli-
heimilinu Grund.
Ýr var jarðsungin frá Stykkis-
hólmskirkju 18. ágúst.
Ólafi Þóri Sighvatssyni
skipstjóra, f. 30. maí
1929 og bjuggu þau all-
an sinn búskap í Stykk-
ishólmi að undantöldu
tveimur árum er þau
áttu heimili í Reykja-
vík. Eignuðust þau
fimm börn, en þau eru:
1) Sævar Berg, f.
22.2. 1959, maki Hjálm-
fríður Guðjónsdóttir, f.
15.3. 1962. Sonur
þeirra er Óðinn Örn f
25.10. 1988. Sonur
Hjálmfríðar Gunnlaug-
ur Már Briem, f. 5.1. 1983. 2) Guð-
björg Halldóra, f. 5.2. 1961, maki
Þorvarður Einarsson, f. 21.11. 1957.
Börn þeirra eru a) Elín María, f. 27.7.
1978, maki Steinar Már Þórisson, f.
9.9 1968, börn þeirra Rósmary Ýr, f.
24.4. 2001 og Þórir Steinn, f. 26.4.
2003, sonur Steinars Ingólfur Örvar,
f. 16.3. 1995. b) Einar, f. 12.5. 1982,
Elsku amma mín, hvað ég sakna
þín sárt, hjarta mitt er brotið og það
tekur tíma að byggjast upp aftur. Ég
veit ekki hvað ég á að gera án þín. Ég
vildi að þú værir hér hjá mér, en þú
ert hjá mér, ég finn fyrir þér og ég
veit að þú vakir alltaf yfir mér og
passar mig þegar mér líður illa.
Afhverju þú? Þetta er spurning
sem ég spurði en nú veit ég afhverju
þú fórst svona fljótt, þú þurftir að
fara að passa litla strákinn þinn og ég
hef haft þig svo lengi hjá mér en hann
hefur aldrei haft þig hjá sér og hann
er örugglega búinn að sakna þín sárt.
Elsku amma, ég get samt ekki
hætt að gráta, það getur ekkert þerr-
að tárin mín, ég sakna þín svo mikið.
Ég á aldrei eftir að gleyma þér og
hvernig þú varst við mig og alla í
kringum þig, og amma, viltu gera mér
einn greiða? Viltu biðja Guð um að
taka ekki afa alveg strax, ég vil ekki
missa hann strax, og eitt enn, viltu
skila kveðju til Alexíu frá mér og Óla,
hann saknar hennar svo sárt líka.
En elsku amma, hvíldu í friði. Ég
elska þig endalaust. Þín
Herdís.
Elsku Ýra frænka, ekki átti ég von
á því að kallið kæmi svo fljótt til þín
og ég þyrfti að kveðja þig í hinsta sinn
aðeins örfáum vikum eftir að við hitt-
umst á Lýsuhóli í sumar á niðjamóti
og 70 ára afmæli þínu, og þakka ég
fyrir þá stund sem við áttum þá sam-
an.
Það var svo sjálfsagt að koma við á
Skúlagötunni hjá Ýru og Óla. Mörg-
um stundum sat ég við eldhúsborðið
með systkinunum á Skúlagötunni að
spjalla um heima og geima. Alltaf sat
Ýra og tók þátt í umræðunni, hlustaði
á bullið í okkur þegar við vorum
krakkar, og þegar við urðum eldri og
þóttumst vera að tala um mikilvægari
mál, þá fussaði í henni öðru hvoru og
hún sagði, þið eruð nú meiri vitleys-
ingarnir, og svo hló hún sínum hlátri.
Á heimili Ýru og Óla hefur oft verið
mikill gestagangur og þá sérstaklega
á Dönsku dögunum.
Alltaf lagði Ýra á borð fyrir alla,
kynstrin öll af brauði og kökum, svo
ekki sé minnst á ómissandi brúntert-
una sem ég fékk aldrei nóg af. Stund-
um var talið í kvöldmatinn, 21, var
einu sinni kallað fram úr stofu, einu
læri bætt við í ofninn og ekki tekið
annað í mál en að ég og mín fjölskylda
settumst við borðið.
Ýra var sérstaklega hraðmælt eins
og nokkrir aðrir í fjölskyldunni og
eigum við það sameiginlegt sem ól-
umst upp saman, að vera það líka
þegar við hittumst, sérstaklega
heima hjá Ýru.
Þá var svo hratt talað að Svein-
björg mín sagðist ekki hafa náð nema
helmingnum af því sem sagt var við
eldhúsborðið, fyrstu skiptin sem hún
kom með mér.
Það er mér líka minnisstætt þegar
ég var á skel hjá Óla, þá 17 ára og
gisti í kjallaranum hjá þeim, að mér
leið eins og ég væri heima hjá mér,
svo velkominn var ég á heimilinu. Þó
dvölin hefði verið styttri en ætlunin
var, og ég á stefnulausu reki um
framtíðina, áttum við Ýra oft löng
samtöl fram eftir nóttu, þar sem ég
kynntist Ýru frænku betur og hennar
kynslóð.
Ég vil þakka þér fyrir allar sam-
verustundirnar og ég mun varðveita
minningu þína í hjarta mínu.
Elsku Óli, Baddi, Sævar, Dóra,
Ægir, María og fjölskyldur, mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja,
Arnar.
ÝR
VIGGÓSDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
frú FJÓLU VALDÍSAR BJARNADÓTTUR
húsmóður.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar, Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Freyja Sverrisdóttir, Helgi Eiríksson,
Kristín Valdís Sigurðardóttir, Bjarni Þór Guðmundsson,
Bjarni Sigurðsson, Kristín Bessa Harðardóttir,
Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Sveinbjörn Halldórsson.
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
okkar ástkæru móður, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
MAGNÚSÍNU OLSEN.
Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar
FSÍ. Guð blessi ykkur öll.
Inga Ruth Olsen,
Snjólaug Guðmundsdóttir,
Lilja Sigurgeirsdóttir,
Aðalsteinn Richter,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð,
hlýhug og elsku við andlát og útför ástkærrar
dóttur okkar, systur, mágkonu, móður, barns-
móður og barnabarns,
ÓLAFAR ALDÍSAR BREIÐFJÖRÐ
GUÐJÓNSDÓTTUR.
Einnig viljum við koma á framfæri innilegu
þakklæti til allra þeirra aðila sem komu að leit
hennar.
Finnbjörg Skaftadóttir, Guðjón Ólafsson,
Erna Rós Ingvarsdóttir, Hörður Óskarsson,
Guðrún Karólína Guðjónsdóttir, Birgir Már Guðmundsson,
Tinna Breiðfjörð Guðjónsdóttir, Reynir Hilmisson,
Víkingur Glói Breiðfjörð Grétarsson, Grétar Már Bjarnarson,
Erna Hannesdóttir, Helgi Arnlaugsson,
Jóhanna Ingimundardóttir,
Skafti Jóhannsson, Susana Níelsen.
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
frá Otradal,
Hrafnhólum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til heimaþjónustunnar
Karitasar og Sigurðar Böðvarssonar krabbameinslæknis.
Ingrid Guðmundsson,
Elsa Nína Sigurðardóttir, Jónas Sigurðsson,
Svanhvít Sigurðardóttir, Kjartan Eggertsson,
Guðmundur Otri Sigurðsson, Lára Grettisdóttir
og barnabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa auðsýnt okkur samúð, hlýhug og
vinarþel við fráfall okkar ástkæru foreldra, tengdaforeldra, ömmu og afa,
HJÖRDÍSAR GUNNARSDÓTTUR
og
FINNBOGA SIGMARSSONAR,
Garðavegi 15,
Hafnarfirði.
Birgir Finnbogason, Hrafnhildur Blomsterberg,
Lilja María Finnbogadóttir, Árni Baldursson,
Valgerður Birgisdóttir, Davíð Smári Jóhannsson,
Hjördís Birgisdóttir,
Elva Árnadóttir,
Finnbogi Árnason.
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu
okkur hlýhug og hluttekningu við fráfall elsku
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu okkar,
HELGU INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
Suðurhlíð 38d.
Björn Sigurbjörnsson,
Unnur Steina Björnsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
Björn Kristinsson,
Kristín Helga Kristinsdóttir.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu
okkur hlýhug og vináttu vegna andláts
INGÓLFS VIKTORSSONAR
loftskeytamanns
frá Flatey á Breiðafirði,
Lynghaga 7,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar
Karitasar.
Unnur Fenger,
Ingólfur H. Ingólfsson, Bärbel Schmid,
Jens Ingólfsson, Brynhildur Bergþórsdóttir,
Viktor Arnar Ingólfsson, Valgerður Geirsdóttir,
Guðmundur K.G. Kolka, Kristín Halla Sigurðardóttir,
Guðni Ingólfsson, Sigrún Ámundadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands