Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 47
ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 47
Tómas Jónsson, báts-
maður á Karlsefni, var
fæddur í Neðradal í Mýr-
dal 5. september 1904.
Hann andaðist á Hrafn-
istu í Reykjavík 5. októ-
ber 1998. Tómas var eitt
af sex börnum hjónanna
Þórunnar Gísladóttur og
Jóns Árnasonar, er
lengst af bjuggu í Norð-
ur-Hvammi í Mýrdal.
Systkini Tómasar í ald-
ursröð voru: Gísli, Árni,
Sigríður tvíburasystir
hans, Sveinn og Her-
mann.
Tómas kvæntist hinn 6. október
1933 Karenu Júlíu Júlíusdóttur sem
fæddist á Ásgautsstöðum í Stokks-
eyrarhreppi 21. júlí 1909. Hún lést
fyrir aldur fram 13. október 1955.
Foreldrar hennar voru hjónin Júlíus
Gíslason og Katrín Þorkelsdóttir, er
lengst af bjuggu á Syðsta-Kekki á
Stokkseyri. Tómas og Karen eignuð-
ust þrjú börn: 1) Þórunn fyrrv. síma-
maður, f. 8.6. 1934. Börn hennar eru:
Tómas rafmagnstæknifræðingur, f.
28.4. 1959, og Jónína Steinunn, kenn-
ari, f. 6.8. 1961. 2) Júlíus, flugstjóri, f.
9.9. 1936, d. 19.2. 1968. Börn hans eru:
Runólfur Hilmar athafnamaður, f.
11.8. 1959, Karen Júlía hjúkrunar-
fræðingur, f. 8.12. 1960, Ásta Ragn-
heiður sálfræðingur, f. 30.6. 1962, og
Þórunn Brynja kennari, f. 10.1. 1964.
3) Gísli flugmaður, f. 26.9. 1946, d.
19.2. 1968. Tómas flutti með foreldr-
um sínum að Norður-Hvammi í Mýr-
dal árið 1911 og ólst þar upp. Hann
fór ungur til starfa sem sjómaður og
varð það hans ævistarf, lengst af á
togurunum Karlsefni og í fjöldamörg
ár sem bátsmaður.
Afi Tómas, alnafni minn og ein
stærsta fyrirmynd mín í lífinu, var
einstakur maður, allt í senn, afar
mjúkur, tillitssamur, glettinn og ein-
lægur en gat einnig verið fastur fyrir
ef með þurfti. Lífið fór ekki mjúkum
höndum um afa en hann kunni alltaf
að meta til fullnustu það sem hann
átti, fjölskylduna sína, góða heilsu og
góða vini.
Afi elskaði sína átthaga í Mýrdaln-
um umfram aðra staði landsins enda
átti hann þar djúpar rætur. Hann
heimsótti Mýrdalinn eins oft og hann
hafði möguleika á og varð ég þeirrar
ánægju aðnjótandi að vera bílstjóri
hans og ferðafélagi í hans síðustu ferð
þangað. Foreldrar hans og systkini
voru miklar dugnaðar- og mann-
kostamanneskjur sem fæddust og ól-
ust upp í ægifagurri náttúru undir
Kötlurótum. Katla hefur enda ekki
bært á sér síðan á uppvaxtarárum
systkinanna í Hvammi, árið 1918.
Fallegar heiðarlendur með snar-
bröttum klettabeltum, þröngum
löngum giljum og rennisléttum enda-
lausum söndunum mynda ramma um
æskuslóðir hans. Þegar við þetta bæt-
ist nánast óendanlegt fuglalíf með
gargandi sjófuglunum, hvellandi vað-
fuglunum og syngjandi mófuglum
auk íslensku húsdýranna og villtra
spendýra áttar maður sig betur á
hvers vegna bernskuslóðir afa míns
voru hans paradís sem hann í huga
sér geymdi á meðan hann lifði. Ís-
lenski hesturinn var alltaf í miklum
metum hjá afa enda var hann af mikl-
um hrossaræktendum og hestamönn-
um kominn í marga ættliði. Þrátt fyr-
TÓMAS
JÓNSSON
ir að hafa alist upp við
hafnlausa sandströnd-
ina með Dyrhólaey og
Reynisdranga sem
sterklega brimbarða
minnisvarða um alda-
gömul eldsumbrot, átti
sjórinn og sjósókn hug
hans nánast óskiptan
frá unga aldri. Alltaf
notaði hann þó hvert
tækifæri sem gafst til
þess að „koma heim“
og aðstoða föður sinn
og bræður við bústörf-
in.
Skólagangan varð
ekki löng en afi fór ungur til sjós á
vertíð í Vestmannaeyjum. Á þeim
tíma var aðbúnaður ekki upp á marga
fiska; sjófötin fituborin þykk skinn-
föt, lúkarinn þröngur og kuldinn og
lyktin drepandi. Árið 1926 urðu kafla-
skipti í lífi hans. Hann réð sig til út-
gerðar Geirs Thorsteinsson í Reykja-
vík á vetrarvertíð og var þar þrjár
vertíðir. Var það upphafið að áratuga-
löngu, farsælu samstarfi afa og Geirs
og síðar sonar hans Ragnars. Þetta
samstarf var báðum aðilum ómetan-
legt enda allir sannir heiðursmenn.
Afi Tómas byrjaði á togaranum
Karlsefni árið 1932 og átti hann eftir
að vera, með stuttum hléum á þessum
fyrstu árum, á þremur togurum sem
báru nafn landnámsmannsins. Afi tók
þátt í þróun togaraútgerðar Íslend-
inga nánast frá upphafi og vann á ný-
sköpunartogara, síðutogara og að
lokum á nýtískulegum skuttogara.
Árin á Karlsefni urðu hvorki fleiri né
færri en fimmtíu og sjómannsferillinn
í heild varði í tæpa sex áratugi. Á
þessum langa tíma var hann til sjós
með ótölulegum fjölda bæði yfir- og
undirmanna. Margir voru honum
mjög eftirminnilegir og reyndust
honum vel og hann þeim. Margur
ungur sveinninn naut styrkrar leið-
sagnar hans á sínum fyrstu vikum á
sjó enda var afi óþreytandi að miðla
sinni áratugalöngu reynslu í réttum
handbrögðum og framkomu við Ægi,
konung hafsins. Einnig held ég að
betri fyrirmynd en hann hafi verið
erfitt finna bæði hvað varðar reglu-
semi og annálaðan dugnað og ósér-
hlífni.
Þrátt fyrir langar útiverur fjarri
heimili sínu átti fjölskyldan, hans
heittelskaða kona, Karen Júlía og
börnin, hug hans dag hvern. Í þá daga
var ekki boðið upp á nútíma samskipti
með síma eða rafpósti. Þá voru skila-
boð lengi á leiðinni og einungis send
ef mjög mikið lá við. Ömmu mína og
eiginkonu sína sá afi fyrst er hún kom
sem ung kaupakona að Hvammi. Þau
áttu farsælt og ástríkt hjónaband og
eignuðust þrjú mannvænleg börn,
þau Þórunni, Júlíus og Gísla. En
sorgin barði dyra er síst varði, amma
Karen veiktist rétt rúmlega fertug af
krabbameini er leiddi hana til dauða í
október 1955. Mikill var harmur afa
og barnanna en hann lét þau njóta
ástríkis síns óskipt og síðan tengda-
börnin og barnabörnin. Hann var
okkur öllum alltaf besti og umhyggju-
samasti verndari, huggari og óbilandi
stoð og stytta í lífsins öldugangi. Á
móti fékk hann okkur óskipt því að
ástríki hans var ausið úr ótæmandi
lind góðmennsku og umhyggju. Hann
var stoltur af hópnum sínum og þegar
hann var í stuttum landlegum áttum
við hug hans allan og hann okkar. En
ótrúlega þungt högg var höggvið í
litlu fjölskylduna þegar synir hans
báðir fórust í hörmulegu flugslysi á
Reykjavíkurflugvelli, í febrúar 1968.
Sterkur og traustur sjómaðurinn,
vanur óblíðri vetrarveðráttunni á
Norður-Atlantshafinu, bognaði en
bugaðist ekki. Nú var lagst enn fastar
á árarnar til þess að sinna öllum þeim
sem áttu um sárt að binda og gefa
ríkulega af manngæskubrunni sínum.
Á þessum erfiðu tímum naut hann
styrks frá mjög mörgum, dóttur
sinni, tengdabörnum, systkinum,
systkinum eiginkonu sinnar og fjöl-
mörgum öðrum. Bóklestur, aðallega
þjóðlegur fróðleikur og ljóð voru
meðal aðaláhugamála hans og hann
var uppspretta fjölmargra sagna
einkum frá heimaslóðum hans á Suð-
urlandi. Einnig hafði hann lesið allar
Íslendingasögurnar nokkrum sinnum
og Njála var þó í mestu uppáhaldi. Afi
bjó lengi á heimili foreldra minna og
við áttum mjög margar samveru-
stundir. Ég keyrði hann austur í Mýr-
dal og margsinnis austur í Flóa þar
sem tveir bræður hans bjuggu og
einnig tvö systkina ömmu. Þrátt fyrir
okkar nánu samskipti og samveru var
afi lengst af dulur um sjálfan sig og
sína líðan. Skopskynið og létt lund
fylgdi honum þó alltaf og hann átti
auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar
mannlífsins. Afi missti heilsuna 1982
og fór þá á dvalarheimili fyrir aldraða
sjómenn á Hrafnistu, þar sem hann
naut bestu umhyggju góðs starfsfólks
til síðasta dags. Afi var mjög raunsær
og aldrei vék hann orði að því að
skaparinn hefði verið honum þungur í
skauti en þakkaði Guði góðar gjafir.
Ég þakka afa kærleika hans, lífsgleð-
ina og væntumþykjuna fyrir öllum
hans afkomendum, sem áttu allir sinn
sess í hjarta hans þann tíma sem
hann lifði. Hann og Sigríður tvíbura-
systir hans eiga 100 ára fæðingar-
afmæli í dag og þeirra vil ég minnast
með þessum orðum.
Tómas Jónsson yngri.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSABET F. KRISTÓFERSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 28. ágúst, verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju þriðjudaginn 7. september
kl. 13.30.
Guðmundur H. Franklínsson,
Guðný Helga Örvar,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Ástarþakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KARLS THEÓDÓRS SÆMUNDSSONAR,
Aflagranda 40.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Æ. Karlsson, Anna M. Snorradóttir,
Auður Edda Karlsdóttir,
Örn Jónsson, Steinunn H. Theodórsdóttir,
Helgi Jónsson, Helga M. Þorbjarnardóttir,
Andri Þór Sigurgeirsson,
Marel Snær og Jón Steinar.
Þökkum af alhug öllum þeim sem auðsýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför ástkærs sambýlismanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður,
PÉTURS SVAVARSSONAR
tannlæknis,
Meistaravöllum 15.
Auður Ragnarsdóttir,
Pétur Jóhann Pétursson,
Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Bas Mijnen,
Hrafnhildur Pétursdóttir, Thijs Jacobs,
Ólöf Bolladóttir, Guðmundur Pálsson,
Nina Mijnen,
Hanna Pétursdóttir,
Sigurður, Ágúst og Sigrún Svavarsbörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÖNNU PÁLÍNU JÓNSDÓTTUR
frá Sauðhúsum,
Ögurási 3,
Garðabæ.
Egill Jón Benediktsson,
Birgir Símonarson, María Kristín Lárusdóttir,
Johnny Símonarson, Hugrún Ásta Elíasdóttir,
Helen Gunnarsdóttir,
Benedikt Egilsson, Sigrún Eyjólfsdóttir,
Jón Egilsson, Sigurborg Valdimarsdóttir,
Herdís Egilsdóttir, Brynjólfur Garðarsson,
ömmu- og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GÍSLA SIGURTRYGGVASONAR
bifreiðarstjóra,
hjúkrunarheimilinu Skjóli,
áður Steinagerði 2.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Skjóls.
Tryggvi Gíslason,
Kristín S. Gísladóttir, Hannes S. Kristinsson,
Valgeir K. Gíslason, Pálína Sveinsdóttir,
Ævar Gíslason, Hrönn Petersen,
Eygló Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Englasteinar
Legsteinar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta