Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 48

Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 48
AUÐLESIÐ EFNI 48 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DÍS – ný íslensk kvikmynd – er komin í bíó hér á landi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu sem seldist mjög vel þegar hún kom út árið 2000. Dís fjallar um sumar í lífi 23 ára stelpu sem býr ein í miðborg Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni. Hún er í háskólanum en veit samt ekki hvað hún vill gera við líf sitt. Hún er ekki heldur tilbúin að gifta sig og eignast börn eins og vinkonur hennar. Það er Álfrún Örnólfsdóttir sem leikur Dís en Silja Hauksdóttir er leikstjóri. Hún skrifaði bókina um Dís ásamt Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýju Sturludóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Álfrún sem leikur Dís og Silja sem leikstýrir myndinni. Íslensk kvikmynd frumsýnd GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hér með eiginkonu sinni, Lauru, eftir að hann flutti ræðu á flokks-þingi repúblikana á fimmtudag. Bush lofaði að auka öryggi Bandaríkjanna yrði hann endur-kjörinn í kosningunum í nóvember. Hann gagnrýndi forseta-efni demókrata og varði stríðið í Írak. Bush lofar auknu öryggi ÞJÓÐMINJA-SAFN Íslands var opnað formlega á ný á miðvikudags-kvöld. Var safnið þá opnað eftir miklar endurbætur sem staðið hafa frá árinu 1997. Um 700 gestir voru viðstaddir opnunina. Þeirra á meðal var forstöðumaður þjóðminja-safns Dana, Carsten U. Larsen. Larsen afhenti safninu Grundarstól að láni. En stóllinn er forngripur sem var áður í eigu sonar Jóns Arasonar biskups. Davíð Oddsson forsætis-ráðherra opnaði safnið formlega. Var það hans fyrsta embættis-verk frá því hann lagðist á sjúkrahús vegna veikinda þann 21. júlí síðastliðinn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var viðstaddur athöfnina ásamt eiginkonu sinni, Dorrit Moussaieff. Fengu þau hjónin ásamt forsætis-ráðherra og konu hans leiðsögn um safnið með þjóðminja-verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra segir að hún voni að lán danska þjóðminja-safnsins á Grundarstól sé fyrsta skrefið í að fá þjóðar-gersemar Íslendinga heim aftur. Það verði þó ekki gert nema í miklu bróðerni við Dani. Í ræðu sinni við opnun safnsins sagði Þorgerður að Íslendingar ættu að vera stoltir af fortíð sinni og menningu. Fólk yrði að muna að hún væri ekki bara viðfangs-efni fornleifa-fræðinga og sagn-fræðinga, heldur hluti sjálfs-myndar Íslendinga. Þess vegna væri mikilvægt að vekja áhuga fullorðinna og barna á því sem mætti finna í Þjóðminja-safninu. Þjóðminjasafnið opnað á ný Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, nutu leið- sagnar Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar um safnið. TALIÐ er að minnst 150 manns hafi beðið bana á föstudag þegar rússneskir hermenn réðust inn í skóla í bænum Beslan í Norður-Ossetíu. Ríkið er sjálfstjórnar-lýðveldi í Kákasus-héraði í Rússlandi. Sautján vopnaðir menn höfðu þá haldið mörg hundruð manns í gíslingu í skólanum í tvo daga. Hundruð barna voru frelsuð úr höndum mann-ræningjanna. Mörg þeirra særðust þó alvarlega. Yfir 400 manns voru flutt á sjúkrahús eftir árás hermannanna. Voru að minnsta kosti 150 börn í þeim hópi. Nokkrir mann-ræningjanna féllu í átökum við hermenn þegar þeir reyndu að flýja. Nokkrir mann-ræningjanna höfðu þá vafið sprengju-beltum um sig og voru sagðir hafa sprengt sig í loft upp. Vopnuðu mennirnir réðust inn í skólann á miðvikudaginn var. Talið var að þeir væru úr röðum aðskilnaðar-sinna í grann-héraðinu Tétsníu. Þeir kröfðust þess að Rússar kölluðu hermenn sína í Tétsníu heim. Þeir hótuðu að myrða börnin og sprengja upp skólann ef ráðist yrði á þá. Gíslarnir fengu hvorki vott né þurrt. Sumir þeirra voru orðnir svo örmagna að þeir gátu varla staðið. Gíslataka endar með blóðs-úthellingum Reuters Rússi heldur á særðu barni sem var frelsað úr höndum mann- ræningja í skóla í Rússlandi. Miðill. Ég hef hafið aftur störf sem sjálfstætt starfandi miðill. Upplýsingar og tímapantanir í síma 891 9218. Ingibjörg R. Þeng- ilsdóttir. 6 Labrador-hvolpar. Sérræktaðir og líklegir til að verða extra stór- ir. Ekki ættbókarfærðir en forel- drastaðfesting fylgir. Upplýsingar í síma 895 0020. Trjáfellingar, trjáklippingar, önnur garðverk. Garðyrkjufræð- ingur, vönduð vinna. S. 843 9058. 40 feta gámur fæst gefins ef sóttur. Lélegur en nothæfur. Árni, s. 868 0242. Ég missti 11 kg á 9 vikum - www.heilsulif.is Aukakg burt! Ása 7 kg farin! Anna 10 kg farin! Frí próteinmæling! Alma, s. 694 9595 - www.heilsulif.is Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15. www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. Upledger stofnunin á Íslandi auglýsir: Byrjendanámskeið í Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð verður haldið 3. og 4. nóvember 2004 í Reykja- vík. Nánari uppl. í síma 466 3090 eða á www:upledger.is . Hársnyrtimeistarar og sveinar ath.: Stóll til leigu á stofu mið- svæðis í Reykjavík. Áhugasamir hafi samband á feima@mi.is eða í síma 552 1375. Nýlegt Yongchang-píanó í fullri hæð. Lítið notað og vel með farið. Svart pólerað. Upplýsingar í síma 863 5351. Til sölu vegna flutnings: Skatthol (antik), sófaborð, eldhúsbekkur og eldhúsborð, vefstóll og rak- grind, unglingarúm, unglingaskrif- borð, þrektæki, uppþvottavél, sumarhjólbarðar o.fl. Upplýsingar í síma 692 5969 eftir kl. 16. Til sölu nýlegt rúm 135x200 (Kósý húsgögn), mjög vel með farið, fataskápur IKEA með skúff- um frábær hirsla. Uppl. 820 2137. Þarftu að auglýsa bílinn þinn? Mundu eftir bílablaðinu á mið- vikudögum. Auglýsing með mynd á kr. 1.500. Komdu með bílinn og við tökum myndina þér að kost- naðarlausu. Pantanafrestur í bíla- blaðið er til kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.