Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 50

Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 50
Grettir Grettir Smáfólk HEFURÐU EINHVERN TÍMAN UPPLIFAÐ DAGA ÞAR SEM ÞÚ KEMUR ENGU Í VERK? DAGA ÞAR SEM ÉG KEM ENGU Í VERK? NEI... ÁRATUGI... JÁ! ÞAÐ REYNIR EKKI MIKIÐ Á HJÁ ÞÉR AÐ VERA LATUR? NEI! EF ÞAÐ MYNDI GERA ÞAÐ ÞÁ VÆRI ÉG ÞAÐ EKKI NEI FRÖGEN. TÍMARNIR HJÁ ÞÉR ERU EKKI LEIÐINLEGIR... ÉG VAR BARA ÞREYTTUR... ÉG ER MEÐ TILLÖGU... EF ÉG SOFNA AFTUR, ÞÁ GÆTI ÉG SKIRFAÐ RITGERÐ UM ÞAÐ SEM MIG DREYMDI... HENNI LÍKAR ALDREI VIÐ TILLÖGURNAR MÍNAR! Risaeðlugrín SVONA BYFLUGA, SESTU HÉR Á TRJÁBOLINN © DARGAUD NEI! EKKI Á ANDLITIÐ Á MÉR. ÉG SAGÐI Á TRJÁBOLINN!! Í HVAÐA LEIK ER HANN? HANN ER AÐ REYNA AÐ ÞJÁLFA BÝFLUGU TIL AÐ SETJAST Á TRJÁBOL EN ÉG HELD AÐ ... FLUGAN SÉ AÐ KENNA HONUM AÐ SLÁ SJÁLFAN SIG ÞEGAR HÚN VILL Dagbók Í dag er sunnudagur 5. september, 249. dagur ársins 2004 Það hefur veriðátakanlegt og sorglegt að fylgjast með fréttum frá Suð- ur-Rússlandi, þar sem vopnaðir mannræn- ingjar héldu um tíma hundruðum í gíslingu – mest börnum í barnaskóla í bænum Beslan í Norður- Ossetíuhéraði. Hundr- uð, flest börn, létu lífið í átökunum sem brut- ust út á föstudag. Þrátt fyrir mikla sókn gegn hryðju- verkamönnum und- anfarin ár, virðist ekk- ert duga. Því miður hreiðra um sig þúsundir manna víðs vegar um heim, sem meta mannslífið einskis. Ástandið hefur verið þannig í Asíu, Afríku, Suður- og Mið- Ameríku. Já, og í Evrópu. x x x Ástandið hefur ekki verið glæsilegtá Balkanskaga, þar sem her- skáustu kynstofnar Evrópu hafa bú- ið. Þegar upp úr sauð og gamla Júgóslavía riðaði til falls, drápu menn jafnvel vini sína – sem áttu heima í sama stigagangi. Gamlar erjur voru ekki gleymdar. Víkverji ferðaðist til Svartfjallalands stuttu eftir að uppúr sauð. Unga fólkið þar í landi átti erfitt með að skilja hatrið sem kraumaði undir. Bestu vinir urðu fjand- menn á augabragði og mannslífið var einskis virði hjá mörgum. Unga fólkið sem Vík- verji talaði við skamm- aðist sín fyrir athafnir eldra fólksins – gömlu stríðsmannanna. Það átti þá heitustu ósk að lifa í friði. Víkverji man alltaf eftir setn- ingum sem ungur maður sagði við hann – hvíslaði á veitingahúsi í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. „Mannslífið hér er metið á eitt þýskt mark hjá mörgum.“ „Eitt þýskt mark!“ sagði Víkverji og hváði. „Já, það er verðið á byssukúlunni sem þeir nota til að drepa fólk.“ Víkverji var orðlaus og mun aldrei gleyma þessum orðum á meðan hann lifir og er óhultur fyrir hryðjuverkamönn- um hér á Íslandi, vonandi. x x x Sem betur fer hefur mönnum tek-ist að hreinsa út á Balkanskaga, að nokkru leyti í Afganistan, mikið verk er enn eftir í Írak og í Kákasus- héruðum Rússlands. Man Víkverji rétt? Eru formenn stjórnmálaafla á Íslandi á móti þess- um hreinsunum? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Slakki | Að kíkja í dýragarð er sígild fjölskylduskemmtun og geta bæði börn og foreldrar haft gagn og gaman af því að sjá og umgangast dýrin. Dýragarð- urinn í Slakka hefur notið síaukinna vinsælda undanfarin ár og er það mál manna að það sé ekki síst vegna aðlaðandi og fallegs umhverfis. Nú fer sumri að halla og senn líður að því að garðurinn loki í vetur. Þó eru enn tvær helgar eftir af starfi dýragarðsins, svo fjölskyldur geta enn komið og dáðst að fal- legum dýrunum. Slakki er í Laugarási í Biskupstungum, um tvo kílómetra frá Skálholti, einungis hundrað kílómetra frá Reykjavík. Síðasti opnunardagur garðsins er 12. september, en allar nánari upplýsingar er að finna á slakki.is. Kíkt í dýragarðinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: „Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins.“ (Jh. 12, 36.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.