Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Eitthvað mun örugglega koma þér á
óvart í dag. Búðu þig undir að dag-
urinn verði alls ekki eins og þú ætlar
þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Eitthvað óvænt mun koma upp í fjár-
málunum hjá þér dag. Þú gætir keypt
þér eitthvað óvænt, týnt peningum eða
fundið peninga.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tunglið er í merkinu þínu og það ætti
að vinna með þér. Afstaða Úranusar er
þér hins vegar óhagstæð. Reyndu að
gera ráð fyrir því óvænta, sérstaklega
á heimilinu. Sýndu sérstaka aðgát við
meðhöndlun rafmagns.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft sennilega að breyta ferðaáætl-
unum þínum eða áætlunum um fram-
haldsmenntun. Búðu þig undir að þurfa
að fresta hlutunum og jafnvel að af-
skrifa þá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú gætir hitt óvenjulegan einstakling í
dag. Vinur þinn gæti einnig komið þér
virkilega á óvart.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Farðu varlega í samræðum þínum við
yfirmenn þína, foreldra og aðra yf-
irboðara í dag. Það eru mestar líkur á
því að viðbrögðin verði önnur en þú
gerir ráð fyrir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þig þyrstir í ævintýri og það er eins
gott því þú munt sannarlega fá nóg af
þeim á næstunni. Hlutirnir munu að
öllum líkindum fara á allt annan veg en
þú gerir ráð fyrir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ástarmálin munu sennilega koma þér á
óvart á einhvern hátt í dag. Ólíklegur
aðili gæti tekið upp á því að daðra við
þig eða þú hrifist af einhverjum mjög
ólíkum þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er hætt við því að þú farir í taug-
arnar á foreldrum þínum og nánustu
vinum í dag. Ekki hafa of miklar
áhyggjur af þessu. Það er einfaldlega
óvenjumikil spenna í loftinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Samstarfsmenn þínir eru að öllum lík-
indum óvenju erfiðir í samskiptum í
dag. Þetta er því ekki góður dagur til
að biðja um greiða. Reyndu að sýna
þolinmæði og bíða þetta af þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Eitthvað, sem tengist börnum, mun
sennilega koma á óvart í dag. For-
eldrum er því ráðlagt að hafa augun
opin og gæta sérlega vel að börnum
sínum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Eitthvað óvenjulegt mun sennilega
sækja á huga þinn í dag. Þú gætir
einnig keypt þér eitthvað óvenjulegt.
Stjörnuspá
Frances Drake
Meyja
Afmælisbörn dagsins:
Eru skemmtileg, hlýleg og hafa mikið
ímyndunarafl. Þau eru einnig ákveðin og
ná því oft mjög góðum árangri. Nánustu
sambönd þeirra verða í brennidepli á
árinu.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staðurogstund
idag@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 hæð, 4 skap-
vondan, 7 frumu, 8 skríll,
9 hvíla, 11 fugla, 13 kraft-
ur, 14 marsvín, 15 bráð-
um, 17 þægur, 20 elska, 22
fjáður, 23 ólyfjan, 24 hafa
upp á, 25 hreinan.
Lóðrétt | 1 girndar, 2 blóð-
sugan, 3 innyfli, 4 tölustaf-
ur, 5 stuttur, 6 híma, 10
ógreiddur, 12 beita, 13
brodd, 15 tvíund, 16 ber,
18 í uppnámi, 19 myntin,
20 ójafna, 21 smágerð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 umhyggjan, 8 aflið, 9 eikja, 10 inn, 11 staur, 13
sorti, 15 skott, 18 áfall, 21 ást, 22 punds, 23 tíður, 24 hrær-
ingar.
Lóðrétt | 2 mylja, 3 yrðir, 4 glens, 5 arkar, 6 Tass, 7 hagi,
12 urt, 14 orf, 15 sopi, 16 opnar, 17 tásur, 18 áttan, 19
auðna, 20 lurk.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Stað og
stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40, félagsmiðstöð | Kb–banki
verður með þjónustu þriðjudaginn 7. sept.
kl. 10–11.
Bólstaðarhlíð 43, félagsmiðstöð | Laus
pláss í bókbandi.
Ferðaklúbbur eldri borgara | Haustlitaferð
í Borgarfjörð verður farin laugardaginn 18.
september. Ekið um Svínadal, Skorradal í
Reykholt og Þverárhlíð, matur og dans-
leikur ásamt skemmtiatriðum í Mun-
aðarnesi. Skráning í síma
8923011.
Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraun-
sel | Leikfimi hefst nk. þriðjudag.
Félag eldri borgara, Kópavogi | Farið verð-
ur í Skaftholtsréttir föstud. 10. sept. Leið-
sögumaður verður með í ferðinni. Lagt af
stað frá Gull smára kl. 8. og Gjá-
bakka kl. 8.15. Áætluð heimkoma um kl. 17–
18. Skráning og upplýsingar í Gjá
bakka og Gullsmára.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur Ásgarði, Glæsibæ, sunnudag kl.
20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Kl.
20.30–23.
Gerðuberg, félagsstarf | Miðvikudaginn 8.
september verður farið í haustguðþjón-
ustu í Fíladeflíu, lagt af stað frá Gerðubergi
kl. 13.30 á eftir verður ekið um borgina,
skráning hafin.
Skemmtanir
Grand rokk | Lights on the highway, Siggi
Ármann og Kalli Tenderfoot.
Íþróttir
Taflfélagið Hellir | Fyrsta hraðkvöld Hellis
verður haldið mánudaginn 6. september kl.
20. Tefldar verða sjö umferðir, 7 mínútur
hver skák. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir fé-
lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og
500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og
yngri). Verðlaun verða veitt.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Íslands | Móttaka á vörum
mánudaga kl. 13–17. Úthlutun á vörum
þriðjudaga kl. 14–17. Netfang dalros@is-
landia.is.
Á SÝNINGU Þjóðminjasafnsins eru farn-
ar nýjar leiðir við að miðla sögunni til
gesta. Meðal nýjunga má nefna að hægt
verður að „hringja“ í Íslendinga fyrri
tíma og kynnast aðstæðum þeirra og
sögu. Þannig verður t.d. hægt að ná
símasambandi við landnámskonuna
Ástríði Ketilsdóttur, miðaldahöfðingjann
Illuga Eyjólfsson, Guðríði nunnu í Reyn-
isstaðaklaustri, Jón Jónsson prentara á
Hólum, Þórarin Baldursson galdramann,
Ingjald Jónsson stýrimann og Þóru Ara-
dóttur arkitekt.
Á sýningunni er leitast við að sýna gripi
alþýðufólks jafnt sem skrautmuni þeirra
sem töldust til höfðingjastéttar. Þarna
má t.d. sjá elstu prjónuðu vettlingana
sem varðveist hafa hér á landi en þeir
fundust við uppgröft á Stóru-Borg. Þar
fundust líka leikföng, leifar af fiskineti,
flókahattur og margt fleira sem sýnir vel
aðbúnað venjulegs fólks á þessum tíma.
Þessi hluti sýningarinnar er tengdur
manntalinu 1703 sem kalla má elsta
þjóðarmanntalið í heiminum sem varð-
veist hefur.
Nýjar leiðir í miðlun sögunnar
Morgunblaðið/Eggert
Úrspilsþraut.
Norður
♠K32
♥Á53
♦ÁD
♣KD643
Suður
♠Á87654
♥KG42
♦6
♣Á2
Suður spilar sex spaða.
AV hafa ekkert lagt til málanna í
sögnum og vestur kemur út með
spaðadrottningu. Sagnhafi tekur á
ásinn, svo trompkónginn, en austur
hendir tígli í þann slag. Þá er laufið
prófað, ásinn tekinn og litlu spilað að
blindum, en nú er vestur ekki með og
hendir tígli. Sem sagt: vestur hefur
byrjað með DG10 í trompi og eitt
lauf.
Hvernig er best að halda áfram?
Málið snýst um það að nýta mögu-
leikana í rauðu litunum sem best.
Ein hugmynd er að taka ÁK í hjarta
og athuga hvort drottningin fellur
önnur, en svína svo tíguldrottningu
„til vara“.
Ekki slæm leið, en önnur betri er
til: Þá er tíguleinspilinu hent í hálauf
og vestri spilað inn á tromp.
Norður
♠K32
♥Á53
♦ÁD
♣KD643
Vestur Austur
♠DG10 ♠9
♥1086 ♥D97
♦G98753 ♦K1042
♣G ♣109875
Suður
♠Á87654
♥KG42
♦6
♣Á2
Vestur verður að spila tígli og
sagnhafi svínar áhættulaust. Þegar
austur reynist eiga kónginn verður
að svína í hjartanu, sem er heldur
betra en að treysta á Dx í bakið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí
sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli
Heimissyni þau Alma Björk Magnús-
dóttir og Guðmundur Jón Viggósson.
Ljósmynd/Svipmyndir, Fríður
Brúðkaup | Gefin voru saman 26. júní
sl. í Kópavogskirkju af sr. Vigfúsi Þór
Árnasyni þau Guðbjörg Elín Þrastar-
dóttir og Jóhann Styrmir Sophusson.
Ljósmynd/Svipmyndir, Fríður
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5
Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4
8. cxd4 f6 9. exf6 Rxf6 10. Rf3 Bd6
11. O-O O-O 12. Bg5 Bd7 13. a3 Be8
14. Rg3 h6 15. Be3 Rg4 16. De2 e5
17. dxe5 Rcxe5 18. Rxe5 Rxe5 19. Bc2
Dh4 20. Had1 Dc4 21. Dxc4 Rxc4 22.
Rf5 Rxe3 23. fxe3 Hf6 24. Hxd5 Bf8
Staðan kom upp á franska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Val d’Isere. Andrei Sokolov (2583)
hafði hvítt gegn Manuel Apicella
(2532). 25. Rxh6+! Hxh6 26. Bb3 Bf7
ill nauðsyn þar sem engin önnur leið
hefði getað komið í veg fyrir hina óg-
urlegu fráskák. 27. Hxf7! Kxf7 28.
Hd8+ Ke7 29. Hxa8 hvítur stendur
nú vel að vígi og dugði það til að inn-
byrða vinninginn. 29...Hb6 30. Bd5
Hxb2 31. h4 g6 32. g4 Hd2 33. Be4
Kf7 34. Hxa7 Hb2 35. a4 Bc5 36.
Hxb7+ Hxb7 37. Bxb7 Bxe3+ 38.
Kg2 Bd2 39. g5 Be1 40. Kh3 Bd2 41.
Kg4 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.