Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 53
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 53
Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk
sími 004532975530 • gsm 004528488905
Kaupmannahöfn - La Villa
KVENNALEIKFIMI
Í AUSTURBÆJARSKÓLA
Kvennaleikfimin, sem áður var kennd í Melaskólanum,
verður kennd í íþróttasal Austurbæjarskóla,
gengið inn frá Bergþórugötu.
Leikfimin byggist upp á mjúkum hreyfingum,
styrktaræfingum, teygjum og slökun.
Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 17:10 og 18:05. Takmarkaður fjöldi.
Skráning og kynning verður á staðnum þriðjudaginn 7. september
kl. 18:00-19:00. Leikfimin hefst svo þann 9. september.
Þóra Sif Sigurðardóttir, íþróttafræðingur,
netfang thorasif@heimsnet.is, sími 691 7269
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tilboð á einn vinsælasta áfanga-
stað við ströndina við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með
góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug, veitingastöðum. Örstutt í
golf og 10 mínútna gangur á ströndina. Öll herbergi með baði,
sjónvarpi og síma.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.990
Flug, gisting, skattar, fullt fæði allan
tímann.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.400.
Aukaferð – uppselt 9. sept.
Lloret
de Mar
16. september
frá kr. 39.990
með fullu fæði í viku
Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur,
Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur.
Salómon Jónsson,
löggiltur fasteignasali.
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Glæsileg ísbúð, myndbandaleiga og grill á einstaklega góðum stað í
austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.
Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum
búið, í eigin húsnæði á góðum stað.
Big Ben Sportbar. Flottur bar í Seljahverfi með nýjum innréttingum og
tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði.
Sérverslun - heildverslun með 300 m. kr. ársveltu.
Heildverslun með þekkt merki í matvöru. Ársvelta 70 m. kr.
Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd.
Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.
Lítið innflutnings- og þjónustufyrirtæki með öryggisvörur. Tilvalið til
sameiningar.
Rótgróinn skyndibitastaður - söluturn í atvinnuhverfi. Arðbær rekstur fyr-
ir duglegt fólk. Verð 12 m. kr.
Gömul og þekkt sérverslun með 150 m. kr. ársveltu. Eigin innflutn-
ingur.
Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill
komast í eigin rekstur.
Kaffi Amokka, Borgartúni. Stórglæsilegt kaffihús á besta stað í helsta
atvinnuhverfi borgarinnar.
Smáskór. Rótgróin sérverslun með fallega barnaskó. Eiginn innflutning-
ur að stórum hluta. Hentugt fyrirtæki fyrir tvær smekklegar konur eða
sem viðbót við annan rekstur.
Deild úr heildverslun með 8 m. kr. framlegð á ári. Örugg viðskipti og lítill
lager.
Stór og þekkt bílasala á besta stað. Eigið húsnæði.
Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.
Falleg lítil blómabúð í miðbænum.
Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Einstakt tæki-
færi fyrir duglegt fólk. Leiga möguleg fyrir réttan aðila.
Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.
Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.
Glæsileg efnalaug í góðu hverfi. Eigið húsnæði.
Sérverslun í Kópavogi með raftæki o.fl. Auðveld kaup.
Stór trésmiðja með sérhæfða framleiðslu. Mjög tæknivædd. Mikil verk-
efni og góð afkoma.
Rótgróið fyrirtæki í álsmíði og viðgerðum. Traust föst viðskipti. Tilvalið
sem viðbót við vélsmiðju eða skyldan rekstur.
Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.
Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.
Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
„ÞAÐ verður listahátíð hjá okkur í
allan vetur,“ segir Vigdís Esradóttir
forstöðukona Salarins í Kópavogi um
vetrardagskrána þar á bæ, sem senn
fer í hönd.
Kópavogsbær stendur fyrir tveim-
ur tónleikaröðum í Salnum, Tíbrá, og
tónleikum kennara Tónlistarskóla
Kópavogs. Hefð hefur skapast fyrir
því að Tíbrárröðin hefjist 7. sept-
ember ár hvert, en ljúki 11. maí. Vig-
dís segir að mikið verði um dýrðir í
vetur, jafnvel þótt tónleikum fækki
frá því er var í fyrra, en dýrðirnar
helgast af því að í vor fagnar bærinn
50 ára afmæli sínu, og liður í fögn-
uðinum verða þrennir hátíð-
artónleikar í Salnum.
Vigdís skiptir tónleikum í nokkra
flokka: tíu söngtónleika, þrenna
sellótónleika, ferna fiðlutónleika,
þrenna píanótónleika og svo tónleika
með öðrum hljóðfærum.
Dagskráin hefst á þriðjudags-
kvöldið þegar Liene Circene frá
Lettlandi opnar tónleikaröðina með
einleikstónleikum á píanó. Liene
Circene lék síðast í Salnum í fyrra-
haust og var lof gagnrýnenda með
eindæmum hástemmt. „Við vildum fá
hana til að opna tónleikaröðina því í
fyrra var fólk svo hrifið. Í kjölfarið
var henni boðið að spila með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands og það gerir hún
í mars. Við erum því stolt af því að fá
hana í hóp erlendra gesta Salarins í
vetur. Að utan kemur líka Pi-Kap-
strengjakvartettinn tékkneski og
leikur tónlist frá heimalandi sínu og í
mars fáum við gömbukvartettinn
Phantasm, en þá tónleika höldum við
í samstarfi við Listaháskólann. Ann
Schein, sem er orðin vel þekkt hér
eftir tónleika og námskeið á liðnum
árum, kemur hingað í maí, en nú
verður maðurinn hennar með í för,
Earl Carlyss, sem lék lengi með
Juilliard-strengjakvartettinum
heimsfræga. Þau verða bæði með
tónleika og masterklassa. Það sem
kórónar allt saman er svo þjóð-
argersemi Kanadamanna, söng-
konan Mary Lou Fallis, sem er frá-
bært sambland af Diddú, Erni
Árnasyni og Victor Borge. Hún
samdi kabarett sem hún kallar
Primadonna, en hann er grín – eða
karikatúr söngkonunnar. Þetta flyt-
ur hún hér ásamt píanóleikaranum
Peter Tiefenbach. Tónleikar hennar,
tónleikar Ann Schein og Earls
Carlyss og tónleikar Kristins Sig-
mundssonar og Jónasar Ingimund-
arsonar í maí eru allir liður í afmæl-
ishátíð bæjarins.“
Þrír ungir menn þreyta hver um
sig frumraun sína á opinberum vett-
vangi í Salnum í vetur. „Þetta eru
ungir menn með dásamleg forn nöfn:
Ari Vilhjálmsson fiðluleikari, sem
leikur í nóvember með Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur; Víkingur
Heiðar Ólafsson sem verður með ein-
leikstónleika í janúar og Ögmundur
Jóhannesson gítarleikari, sem verður
líka með einleikstónleika í janúar.“
Djassaður Marteinn Lúther
Meir en 100 tónlistarmenn koma
fram á Tíbrártónleikum í vetur að
sögn Vigdísar. „Þetta eru margir af
bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
Meðal söngvaranna verða Auður
Gunnarsdóttir sem syngur spænska
tónlist ásamt Helgu Bryndísi Magn-
úsdóttur píanóleikara; Diddú og
Bergþór Pálsson á fullveldisdaginn,
1. desember, en þá er hefð fyrir tón-
leikum með íslenskri söngtónlist. Þau
syngja lög eftir Atla Heimi Sveins-
son. Guðrún Ingimarsdóttir sópr-
ansöngkona sem starfar í Þýskalandi
syngur á nýárstónleikum Salarins
ásamt Salonhljómsveit Sigurðar
Ingva Snorrasonar. Alina Dubik og
Þóra Einarsdóttir verða hvor um sig
með sína einsöngstónleika, og Eivør
Pálsdóttir syngur eigin lög í útsetn-
ingum Hilmars Arnar Hilmarssonar
ásamt Kasa-hópnum. Það verða sér-
stakir tónleikar með sönglögum
Tryggva M. Baldvinssonar þar sem
margir góðir söngvarar syngja og
þau Hallveig Rúnarsdóttir og Eyjólf-
ur Eyjólfsson verða með tónleika
ásamt Árna Heimi Ingólfssyni píanó-
leikara þar sem þau flytja gömul og
ný íslensk sönglög.“
Tvennir djasstónleikar verða í
Salnum í vetur. Tómas R. Einarsson
og og Havanabandið hans leika í
byrjun nóvember og Djasskvartett
Björns Thoroddsen leikur viku síðar
splunkunýjar útsetningar á sálma-
lögum eftir Marteinn Lúther.
Fiðluleikararnir Auður Hafsteins-
dóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir verða
hvor um sig með einleikstónleika
ásamt píanóleikurum sínum, Stein-
unni Birnu Ragnarsdóttur og James
Lisney. „Auður leikur litrík verk frá
20. öld, en Sigrún ætlar eingöngu að
spila verk sem hafa verið samin fyrir
fiðlusnillinga.“
Gunnar Kvaran leikur allar svítur
Bachs á tvennum tónleikum, og
Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda
Erlendsdóttir bjóða upp á mið-
evrópska tónlist frá upphafi síðustu
aldar, fyrir selló og píanó.
Ótalmargt fleira verður í boði í
Salnum í vetur, og er hægt að skoða
tónleikadagskrána nánar á vef Sal-
arins: www.salurinn.is.
Kammerhópur Salarins leikur að-
eins á tvennum tónleikum í vetur,
jólatónleikum og með Eivøru Páls-
dóttur, í stað fimm til sex á liðnum
árum. „Við þurftum að fækka tón-
leikum í vetur,“ segir Vigdís. „Við
vorum með 44 tónleika alls í Tí-
brárröðinni í fyrra, en í vetur verða
þeir 26. Það var ákveðið að fækka
tónleikum Kammerhópsins vegna
þess að margir bönkuðu á dyrnar og
umsóknir um tónleika voru svo
margar, að við vildum hleypa fleirum
að og dreifa tónleikunum á fleira tón-
listarfólk.“
Eftir sem áður verður fjöldi tón-
leika utan Tíbrárraðarinnar.
Tónleikaröð kennara Tónlistar-
skóla Kópavogs er fjölbreytt. Í októ-
ber getur að heyra tónlist fyrir blás-
arakvintett og píanó, í nóvember
verður plokkað á hörpur og gítara og
blásið í flautur; í mars verður flutt
tónlist eftir Hilmar Þórðarson; í byrj-
un apríl verða kammertónleikar með
blandaðri dagskrá, og í apríllok verða
tónleikar með franskri 20. aldar tón-
list fyrir tvö píanó.
Spilar Bach og Ginastera
Á fyrstu tónleikunum, á þriðju-
dagskvöld, leikur Liene Circene verk
verk eftir Bach, Beethoven, Ginast-
era og Rachmaninov. Circene hóf
nám sex ára gömul og komu ríkir
tónlistarhæfileikar hennar strax í
ljós. Eftir nám í Siguldas-tónlistar-
skólanum í Lettlandi stundaði hún
framhaldsnám frá 1988–1996 í Emils
Därzins-tónlistarskólanum hjá Anitu
Päze. Hún hefur haldið fjölda tón-
leika víða um heim og tekið þátt í fjöl-
mörgum alþjóðlegum listahátíðum,
meðal annars í Þýskalandi, Sviss,
Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkj-
unum, Póllandi, Úkraínu, Rússlandi,
Lettlandi og Litháen. Hún hefur
einnig leikið einleik með fjölmörgum
hljómsveitum. Tónleikar í Salnum
hefjast að vanda kl. 20.
Tónlist | Meira en 100 tónlistarmenn í Tíbrárröð Salarins
Liene Circena Mary Lou Fallis Tómas R. Einarsson
Listahátíð í allan vetur
FASTEIGNIR mbl.is