Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 55
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 55 Norður, Öxin og jörðin, Mýrarljós, Dínamít og Jesús Kristur ofurstjarna – kortasalan stendur yfir Le ik á ri ð 2 0 0 4 -2 0 0 5 Svört mjólk Nítjánhundruð Grjótharðir Blindi fiðluleikarinn eftir Vasílij Sígarjov eftir Alessandro Baricco eftir Hávar Sigurjónsson eftir Marie Jones Böndin á milli okkar Koddamaðurinn Rambó 7 eftir Kristján Þórð Hrafnsson eftir Martin McDonagh eftir Jón Atla Jónasson eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur leikgerð Hilmars Jónssonar eftir skáldsögu Ólafs Gunnarssonar eftir Marina Carr Ævintýraheimur H.C. Andersens. Barnaleikrit eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason eftir Birgi Sigurðsson söngleikur eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice Stóra sviðið Smíðaverkstæðið Litla sviðið Áskriftarkort -þitt sæti! -þitt val! Opið kort 5 sýningar með möguleika á breytingum: 5 sýningar að eigin vali hvenær sem er leikársins Verð kr. 9.900.- Verð kr. 9.900.- Norður Öxin og jörðin Mýrarljós Klaufar og kóngsdætur Dínamít Jesús Kristur ofurstjarna Sýningar frá fyrra leikári: Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson Þetta er allt að koma leikgerð Baltasars Kormáks eftir skáldsögu Hallgríms Helgasonar Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson Spennandi vetur í Þjóðleikhúsinu! Hér erum við egur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKa lau t au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Hát M Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 eldaskalinn@simnet.is www.invita.com Vegna 30 ára afmælis Invita fá kaupendur Elite framtíðareldhússins afmælisgjöf frá Invita. Við höfum nýtt 30 ára reynslu og sérhæfingu við hönnun framtíðareldhússins, sem við köllum Elite og viljum lofa þér að njóta þess með okkur. Afmælistilboð á Elite allan septembermánuð Komdu og sjáðu hvernig Elite afmælisinnréttingin getur orðið þitt persónulega eldhús. En hafðu hraðann á - þetta afmælistilboð Invita stendur aðeins frá 23.ágúst til og með 30.september 2004. Invita heldur upp á 30 ára afmæli NÝJUNG Elite Gæði að utan sem innan Invita gæði eru ekki eingöngu í útlitinu, því við samhæfum frábæra hönnun og notagildi. Til dæmis ýmis skemmtileg innlegg úr akasíutré í skúffur frá 30cm breiddum og upp í 120cm breidd. Fáanleg spónlögð eða litlökkuð Tvöfaldur afsláttur í september! GUÐFREÐUR Hjörvar Jó- hannsson, sem séð hefur um þrif Langholtskirkju, lætur nú af störfum eftir sjö ára þjónustu. Guðfreður á ótrú- lega stóran vinahóp og hyggst kveðja kirkjuna með glæsilegum tónleikum. Allur ágóði tónleikanna rennur til endurnýjunar á eldhúsi safn- aðarheimilisins. Meðal kóra sem fram koma eru Karlakór Reykja- víkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, Karlakór Reykjavíkur – eldri félagar, stjórnandi Kjartan Sig- urjónsson, Karlakórinn Þrestir, stjórnandi Jón Krist- inn Cortez, Óperukórinn, stjórnandi Garðar Cortes og Graduale Nobili, stjórnandi Jón Stefánsson. Einsöngvarar sem fram koma eru meðal annarra Guðmundur Jónsson, Eiríkur Hreinn Helgason, Harpa Harðardóttir, Margrét Bóas- dóttir, Már Magnússon, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ósk- ar Pétursson, Sigrún Hjálm- týsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir. Guðfreður hlær dátt og kveðst hrærður og þakklátur því tónlistarfólki sem vill gleðja hann með því að koma fram á tónleik- unum þegar hann er inntur eftir því hvernig hann fari að því að smala slíku landsliði tónlistarmanna sam- an. „Ég þurfti ekki annað en að minnast á þetta, þá sagði fólk já. Ég skil ekkert í því að Listahátíð í Reykjavík þurfi að hafa fjölda manns á fullum launum við að fá þetta yndislega fólk til að koma fram.“ Verðu það þá ekki næsta verk- efni hjá þér að aðstoða Listahátíð við skipulagningu tónleika? „Það er aldrei að vita. Annars á ég svosem ekkert inni hjá þessu listafólki, ég hef bara kynnst því í gegnum tíðina og það er allt svo yndislegt.“ Hefðurðu verið mikið í músík sjálfur? „Ég er búinn að vera í þessu frá 1979 og syngja í kórum, og það hef- ur eiginlega bjargað lífi mínu. Ég hafði nú mest gaman af því að syngja í karlakór, en ég hef líka sungið í blönduðum kórum. Það er erfitt að gera upp á milli, því þetta er allt svo yndislegt, og fólkið er svo gott.“ Í afmælisgreininni sem birtist um þig í blaðinu í gær kemur fram að þú hafir átt nokkuð skrautlega for- tíð. Hvernig fórstu að því að ná þér upp úr drykkjunni? „Það var nú ekki auðvelt. Ég bað til Guðs, tók einn dag í einu, fór að gera eitthvað og fór að njóta fólks- ins sem ég hef kynnst. Þetta kom allt hægt og rólega. Ég verð 67 ára á morgun, og mér finnst ég and- lega, líkamlega og félagslega miklu betur hæfur til alls en þegar ég var 25 ára.“ Guð hefur þá hlustað á þig. „Já, hann vinnur í gegnum fólk góða mín, og þess vegna er ég lifandi og get talað við þig hér og nú. Þetta er allt fólkinu í kringum mig að þakka og drottni mínum almáttugum.“ En hvernig fórstu að því að ná saman svona stórum hópi listamanna? „Ég þekki bara svo óskap- lega margt fólk og gæti haldið margar svona veislur. Ég hitti Jóhann Friðgeir Valdimarsson á föstudagsmorguninn og hann spurði bara: „Hvers vegna baðstu mig ekki að syngja?“ Ég sagði bara við hann: „Þú syng- ur fyrir mig þegar ég verð sjö- tugur!“ Ég vissi nefnilega ekki að hann væri á landinu. Svo má ég passa mig á að misnota ekki gæsku þessara vina minna sem vilja gera þetta allt fyrir mig.“ Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur þegar þú hættir í kirkjunni? „Ég ætla bara að lifa lífinu lifandi og sauma út eins og ég hef gert. Ég hef mikla ánægju af því. Ég sauma góbelín- myndir. Ég sé nú ekkert of vel, en fæ efnið ámálað og fer svo bara eftir litunum.“ Þetta er heilmikil vinna. „Ég var nú í fimm ár með síð- ustu myndina sem ég gerði, en ég gaf Garðari Cortes hana, því hann hefur alltaf verið svo yndislegur við mig.“ Það er létt yfir þér á þessum tímamótum. „Jájá, ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig, og fólkið er bara svo yndislegt og gott. En með tón- leikana; ég vil að fólkið sem kemur borgi minnst fimmtán hundruð, en svo má það borga meira ef það vill.“ Tónlist | Guðfreður Hjörvar Jóhannsson heldur óvenjulega afmælisveislu Þetta er allt svo yndislegt „Þetta er allt fólkinu í kringum mig að þakka og drottni mínum almáttugum,“ segir afmælis- barnið Guðfreður Hjörvar Jóhannsson. begga@mbl.is Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.