Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 56

Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 56
56 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÆSLAND, nýjasta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, er komin í fjörutíu mynda forval vegna væntanlegra tilnefninga til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaun- in verða afhent í Barcelona hinn 11. desember. Myndin verður frumsýnd hér á landi í október en var annars frumsýnd á hinni virtu kvik- myndahátíð í Karlovy Vary fyrr á árinu við góðar undirtektir. Með helstu hlutverk í Næsland, eða Niceland eins og hún heitir á ensku, fara Martin Compston (Sex- tán, Hálandahöfðinginn) og Gary Lewis (Gengin í New York, Billy Elliot). Höfundur handrits er Huld- ar Breiðfjörð en Mugison semur tón- listina. Framleiðendur eru Skúli Malmquist og Þórir Snær Sig- urjónsson fyrir Zik Zak kvik- myndagerð. Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested Martin Compston (til hægri) átti leiksigur í myndinni Sextán. Næsland og evrópsku kvikmyndaverðlaunin DROTTNINGIN Gena Rowlands er orðin gömul. Það er af sem áður var þegar glæsileg konan lék átakanlega í nýjungagjörnum og kröfuhörðum kvikmyndum eiginmannsins heitins John Cassavetes. Seinustu ár hefur hún verið að leika í bandarískum sjónvarpsmyndum og miðlungs- góðum melódrömum. Nú er það mynd eftir son hennar Nick, leikstjóra sem ekki hefur skap- að sér persónulegan stíl og hefur enn ekki tekist að koma frá sér mjög góðri mynd, þótt She’s So Lovely frá 1997 hafi verið áhugaverð. Hér myndar hann bók Nicholas Sparks, bandarísks metsöluhöfundar. Og út- koman er ofurrómantísk og sæt ást- arsaga sem virkar áreiðanlega vel á aðdáendur þannig mynda, en reynist líklega erfiðara að banka upp á hjá meira harðbrjósta bíóunnendum. Hún er aðeins of löng, ryþminn gloppóttur, aðeins of grátklökk og há- punkturinn á reiki. Hefði orðið fín- asta sjónvarpsmynd. En því miður leikur Gena ekki nógu vel og hennar hluti mynd- arinnar gengur eiginlega ekki upp. En Cassavetes hefur fengið til liðs við sig fullt af fínum leikurum og standa ungu leikararnir sig best. Þau Ryan Gosling og Rachel McAdams eru sér- staklega sannfærandi í hlutverkum sínum sem ungu elskendurnir sem ekki fá að unnast vegna stéttamis- munar, en hreinlega geta ekki ekki haldið sig hvort frá öðru. Ef maður leyfir þeim að smeygja sér inn fyrir hjá sér óskar maður einskis heitar alla myndina en að þau endi saman og lifi hamingjusöm til æviloka. Fínasta mynd fyrir unnendur ást- armelódrama – þolanleg fyrir aðra. Eldheit ástarsaga KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Nick Cassavetes. Aðal- hlutverk: Ryan Gosling, Rachel McAd- ams, James Garner, Gena Rowlands, Sam Shepard og Joan Allen. BNA. 115 mín. Warner Bros. 2004. Minnisbókin (The Notebook)  Hildur Loftsdóttir Tilvalin mynd fyrir unnendur ást- armynda. Ryan Gosling og Rachel McAdams í hlutverkum sínum. DRAUMUR margra ungmeyja ræt- ist í þessari mynd, þegar venjuleg al- þýðustúlka verður skotin í dönskum skiptinema sem síðan reynist prins- inn af Danmörku. Það er Julia Stiles sem leikur læknanema með mjög einbeitt framtíðaráform sem ekkert má koma í veg fyrir, en hnikar þeim smávegis fyrir ástina. Eins og lesendur geta ímyndað sér er hér um að ræða sögu sem sögð hefur verið oft og mörgum sinnum, og í þetta skiptið er hún því miður bæði fyrirsjáanleg og ófrum- leg. Einnig oft á tíðum ansi klaufa- leg, ósannfærandi og ósamræmis gætir víða í framvindunni. Margir áhorfendur eru þó tilbúnir til að líta framhjá þessum göllum svo lengi sem þeir fá sín rómantísku og gam- ansömu atriði. Eitthvað er þó fátt um góða drætti í þeim málum, en að- alleikararnir standa sig vel, eru býsna sannfærandi og „kemestrían“ þeirra á milli ætti að duga sumum. Það er ekki laust við að myndinni takist „óvart“ og á sakleysislegan máta að lýsa þeirri dílemmu sem líf kóngafólksins getur verið og það kom skemmtilega á óvart. Einnig að þótt stelpan gefist full fljótt upp á prinsessuævintýrinu, þá má hún eiga það að hún gefur ekki drauma sína og framtíðaráform upp á bátinn fyrir framtíð kærastans – jafnvel þótt hann sé prins – hún er jafn mik- ilvæg og hann og það eru fín skila- boð til þess hóps sem hópast mun á myndina. Undir meðallagi góð unglingaást- armynd sem mun þó heilla takmark- aðan áhorfendahóp. Ungmey í úlfakreppu KVIKMYNDIR Kringlubíó Leikstjórn: Martha Coolidge. Aðal- hlutverk: Julia Stiles, Luke Mably, Ben Miller, Miranda Richardson og James Fox. BNA 111 mín. Paramount Pics 2004. Prinsinn og ég (The Prince and Me)  Hildur Loftsdóttir 1000 kr. afsláttur af Allsherjarpassa fyrir viðskiptavini Landsbankans 4 DAGAR EFTIR! COFFEE & CIGARETTES „Nálgast það besta sem komið hefur frá þessum mergjaða furðufugli sem jafnan fer ótroðnar slóðir sem kollegar hans eru að reyna að feta út um allar jarðir.” – Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið cccc –MBL. CAPTURING THE FRIEDMANS „Vægast sagt einstök heimildarmynd og því glæpur að láta hana framhjá sér fara.” – Einar Árnason, Fréttablaðið SPELLBOUND „Óborganlega fyndin. Ótrúlega góð.“ – Ómar Örn Hauksson, DV. cccc –MBL. cccc – DV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.