Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 46

Morgunblaðið - 11.09.2004, Page 46
FRÉTTIR 46 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÖGREGLAN í Reykjavík mætti hugleiða að efla samskiptin við íbúana og láta vera að rannsaka mál sem hvort sem er eru óleys- anleg, sagði Walter McNeil, lögreglustjóri í Tallahassee í Flórída, en hann heimsótti lög- regluna í Reykjavík nýlega og ræddi auk þess við fjölda manns sem vinna að löggæslumálum. Hann var afar hrifinn af því hvernig Íslend- ingar takast á við afbrot unglinga og vonast til að svipaðar aðferðir verði teknar upp í Talla- hassee. Íbúar í Tallahassee eru um 160.000 og alls eru íbúar sýslunnar um 260.000. McNeil segir að vegna þess hve mannfjöldinn sé svipaður geti lögregluembættin í Reykjavík og Talla- hassee lært ýmislegt hvort af öðru og hafi raunar þegar gert það en embættin hafa átt gott samstarf um árabil. McNeil sagðist hafa mestan áhuga á því hvernig löggæslu- og réttarkerfið hér á landi tæki á ungum afbrotamönnum, sérstaklega þeim sem eru yngri en 15 ára, og hvernig reynt væri að leita sátta milli brotamanna og fórn- arlamba. Samvinna félagsmálayfirvalda og lögreglunnar í slíkum málum væri afar áhuga- verð og til fyrirmyndar. Sum ríki Bandaríkj- anna hafi reyndar þegar innleitt svipaðar að- ferðir en í Flórída hefði reynst erfiðara að koma þeim á. Ástæðan er einkum lagaleg en McNeil vonast til þess að geta miðað starfs- aðferðir lögreglu við þær sem þegar hafa verið innleiddar í Reykjavík. Geta lært af starfsbræðrum sínum McNeil segir að íslenska lögreglan geti einnig lært talsvert af starfsbræðrum sínum í Flórída, sérstaklega hvað varðar samskipti íbúanna og lögreglu. „Að þessu leyti erum við komnir mun lengra,“ segir hann. Árlega sé hópur borgara úr hinum ýmsu þjóðfélags- hópum boðaður á fund með lögreglu þar sem rætt er hvað lögregla eigi að leggja áherslu á og hvaða aðferðir séu líklegastar til að skila ár- angri. Þessi fundarhöld taki yfirleitt 2–3 daga. McNeil segir að þessi samvinna sé afar ár- angursrík og skili sér m.a. í aukinni ánægju borgaranna með löggæslu auk þess sem hún auðveldi starf lögreglu til muna. Íbúarnir séu mun viljugri til að fara að tilmælum lögreglu og auðveldara sé að fá fjölmiðla og fé- lagasamtök í lið með henni. Árangurinn sjáist m.a. í því að í skoðanakönnun í fyrra hafi 92% þátttakenda talið sig örugg í borginni og sama hlutfall hafi borið traust til lögreglu. Þá hafi glæpum fækkað um 22% síðan 1997. McNeil vill að lögreglumenn líti á íbúana sem viðskiptavini lögreglunnar og að hver lög- reglumaður reyni að ná sem allra bestum tengslum við þá sem hann hefur afskipti af. Reyndar hafi Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, greinilega tileinkað sér þetta. „Þegar ég geng um í Reykjavík með Geir Jóni sá ég að fjölmargir köstuðu á hann kveðju og vildu vita hvernig hann hefði það,“ sagði McNeil. Þetta væri dæmi um árangur af góðu samstarfi lögreglu og íbúa. Lausnarstuðull Þá mætti lögreglan í Reykjavík hugleiða hvernig ákveðið er hvaða mál hljóti rannsókn. Það sé nefnilega ekki sjálfgefið að lögregla rannsaki öll minniháttar afbrot sem íbúarnir tilkynna. Til þess að ákveða hvaða mál fá at- hygli beiti lögreglan í Tallahassee svokölluðum lausnarstuðli. Á stuðlunum eru sett tíu skilyrði fyrir því hvort mál hljóti rannsókn en uppfylli málið fá eða ekkert skilyrðanna sé það einfaldlega ekki rannsakað. Það sé engu að síður skráð hjá lög- reglu og ef frekari upplýsingar berist sé auð- velt að hefja rannsókn. Með þessu móti nýtist mannskapurinn lögreglu betur. Lögreglustjórinn í Tallahassee segir að ekki eigi að rannsaka óleysanleg mál Íbúar eru viðskiptavinir lögreglu Morgunblaðið/Árni Torfason Walter McNeil heimsótti m.a. lögreglustöðina í Grafarvogi og kynnti sér samstarf lögreglu og Miðgarðs, fjölskylduþjónustu Grafarvogs, en þar hefur verið unnið að því að leita sátta milli ungra afbrotamanna og þeirra sem verða fyrir barðinu á þeim. Á myndinni eru Ingibjörg Sig- urþórsdóttir, Walter McNeil og Heiðar Bragi Hannesson rannsóknarlögreglumaður. ÍSLENSKA fyrir erlenda stúdenta er orðið vinsælt nám og er yfirfullt á þau námskeið á ári hverju að því er fram kemur hjá Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins. Um 600 erlendir nem- endur stunda nám við íslenska há- skóla árlega en mun færri komast að en vilja. 72 erlendir háskólastúdentar frá 15 þjóðlöndum sóttu í haust mán- aðarnámskeið í íslensku í Námsflokk- unum til að búa sig undir háskólanám við íslenska háskóla í vetur. Morgunblaðið náði tali af tveimur stúdentum þeim Alfonso Martinez del Hoyo Canterla frá Spáni og Kal- ina Kapralova frá Búlgaríu, en þau hafa bæði verið í íslenskunámi und- anfarin mánuð og eru Erasmus- skiptinemar. Þetta er í fyrsta sinn sem þau koma til landsins og leggur Alfonso stund á verkfræði en Kalina erfðafræði. Kalina segir ástæðuna fyrir vali sínu á Íslandi vera einfalda. „Hér eru mörg verkefni [tengd erfða- fræði] í gangi og mikil framþróun hef- ur átt sér stað í fræðunum,“ segir Kalina og bætir við að hún leggi stund á náttúrufræði og því hafi verið tilvalið að koma hingað. „Ég ætla að ljúka námi mínu [í verkfræði] hér,“ segir Alfonso sem hélt í upphafi að Ísland væri Græn- land. Hann segir það gott að hafa tek- ið þátt í íslenskunámi þó að hann tali takmarkaða íslensku enn sem komið er. Það sem hann hafi lært eigi eftir að hjálpa honum mikið við að skilja Íslendinga betur og nefnir merkingar á skiltum svo dæmi sé tekið. Kalina tekur undir það og segja þau bæði að það sé spennandi að kynnast framandi tungumáli og ann- arri menningu. „Ég var í námi í frönskum háskóla áður en ég kom hingað og á einni alþjóðaskrifstofunni sá ég að Ísland var í boði og hugsaði strax með mér, þangað langar mig til að fara,“ segir Kalina. Meðal þess sem þau gerðu, fyrir utan að sækja íslenskunámskeið, var að fara í ýmsar ferðir s.s. á Árbæj- arsafn og í Þjóðmenningarhúsið. Einnig fengu þau kynningu um landið og menningu t.d. með því að horfa á íslenskar kvikmyndir, sitja fyr- irlestra um sögu Íslands, íslenska popptónlist o.fl. og þótti þeim það bæði gagnlegt og skemmtilegt. „Námskeiðið var bæði hjálplegt og skemmtilegt,“ segir Kalina og bætir við að það hafi að auki verið vel skipu- lagt. Aðspurð segjast þau vera vel stemmd og full tilhlökkunar fyrir komandi skólaár. Íslenskunám fyrir erlenda háskóla- stúdenta hjá Námsflokkunum Morgunblaðið/Jim Smart Alfonso og Kalina voru ánægð með íslenskunámskeiðið og hlakka til vetr- arins. Um 600 erlendir nemendur stunda nám við íslenska háskóla árlega. Bæði gagnlegt og skemmtilegt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sveinbirni Kristjánssyni: „Harður dómur! Í nýföllnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur var ég dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi. Telst það nokkuð hart og hefur verið fjallað um að þetta sé harðasti dómur í viðlíka máli sem upp hefur verið kveðinn. Samt er ég sáttur við þennan hluta og mun auðvitað hlíta honum. Það sem verra er er sá aukni dóm- ur sem ég og fjölskylda mín hljótum í þessu máli. Þar sem ég taldi fyrir þennan dóm að Ísland væri með eðlilegt réttarfar og stæði öðrum vestrænum þjóð- félögum ekki að baki varð niðurstaða Héraðsdóms mér mikið áfall. Þeir dómar sem meðákærðu hlutu í þessu máli verða að teljast hrikalegir. Til að þeir sem lesa þetta skilji hvað málið snýst um, þá er verið að dæma bróður minn, frænda minn og samstarfsmann bróður míns í mjög harða refsingu saklausa, án þess að nokkur gögn komi fram í málinu til að styðja dómana! Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsi- vert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavegana ekki aðra vitneskju frá mér. Einnig voru lögð fram gögn sem sýndu að ég hefði leynt þá, og viljandi afvegaleitt þá, um annars vegar upp- runa fjárins í sumum tilfellum og hins vegar um að refsivert athæfi hefði átt sér stað af minni hálfu í öðrum til- fellum. Hvernig má þetta vera í ríki sem kennir sig við lýðræði og stærir sig af því að vera framarlega í réttindum þegna sinna? Hvernig má vera að án gagna séu menn dæmdir sekir? Einu sinni var maður dæmdur fyr- ir morð á Íslandi án þess að lík fynd- ust. Um það hefur verið rætt alla tíð síðan og finnst flestum að réttarmorð hafi verið framið. Það sem ég tel að standi að baki þessu er hið hrikalega misnotaða vald fjórða valdsins, fjölmiðlanna. Sumir fjölmiðlamenn, sem ekki kannast við þetta vald, hafa misnotað það hingað til og munu gera það áfram. Það að setja hálfsannleika fram í blaðaskrif- um er verra en hreinasta lygi. Lygi er þó hægt að benda á en hálfsannleika er mjög erfitt að greina. Dómur Hér- aðsdóms ber þess merki að þar hafi verið látið undan þrýstingi aðila sem hafa fjallað af jafn óvilhöllum hætti um málið eins og að segja að „(sak- borningur) hafi lýst yfir sakleysi og ætli (þess vegna) að láta saksóknara hafa fyrir því að sanna sekt“. Svona málflutningur hefur verið til þess fallinn að fá almenningsálitið upp á móti saklausum aðilum og orðið til þess að vondur dómur er fallinn. Ekki býst ég þó við því að menn sjái að sér eða telji nokkuð rangt við þetta, því miður. Ekki bjóst ég við að dómarar létu undan þrýstingi sem þessum. Og verð ég því að gera þeim grein fyrir því sem þessi dómur þýðir fyrir mig. Fyrir mig er þetta lífstíðardómur. Það að saklausir menn séu dæmdir, ungir, til mjög harðra refsinga út af gjörðum mínum er óbærilegt. Ef þið teljið þennan dóm minn réttlætanleg- an verð ég að velta fyrir mér hvers vegna þið kusuð ekki frekar að dæma mig til fullrar refsingar, innan ramma laganna? Ég veit ég skaðaði marga með gjörðum mínum, en þýðir það að líf mitt þurfi að vera með þeim hætti í framtíðinni að ég muni aldrei geta horft framan í foreldra mína, systkini og annað venslafólk? Það er kannski skrýtið að sjá dæmdan mann tjá sig um mál með þessum hætti, en ég gat því miður ekki orða bundist. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Héraðsdóms fyrir mannlega og góða framkomu á meðan á þessu máli stóð í réttarsal. Einnig vil ég þakka þeim sem að rannsókn málsins komu. Ekki er ég viss um að ég gæti komið jafn vel fram undir sömu kringumstæð- um. Þetta er einstaklega vandað fólk.“ Yfirlýsing frá Svein- birni Kristjánssyni ÖLD er liðin síðan fyrsti bíllinn kom hingað til lands og fyrstu raf- ljósin voru einnig tendruð á Ís- landi fyrir réttum 100 árum. Af þessu tilefni gefur Íslands- póstur út tvö frímerki. Hlynur Ólafsson og Valgerður G. Hall- dórsdóttir teiknuðu frímerkin. Fjórða frímerkjaröðin með ís- lenskum villisveppum kemur einn- ig út um þessar mundir. Gefin eru út tvö verðgildi, 50 og 60 kr. Myndefnið á 50 kr. frímerkinu er skeiðsveppur. Myndefnið á 60 kr. frímerkinu er vallhnúfa. Tryggvi T. Tryggvason teiknaði frímerkin. Fjölbreytni á nýjum frímerkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.