Morgunblaðið - 15.10.2004, Síða 2
BLÓÐBAÐ Í BAGDAD
Hátt í 40 manns féllu í árásum í
Írak í gær, þar af tíu í fyrstu mann-
skæðu sprengjutilræðunum á Græna
svæðinu svokallaða í Bagdad. Mikill
öryggisviðbúnaður hefur verið á
svæðinu til að vernda embættismenn
írösku bráðabirgðastjórnarinnar og
erlenda stjórnarerindreka sem hafa
þar aðsetur.
Kosinn formaður SGS
Kristján Gunnarsson var kjörinn
nýr formaður Starfsgreinasambands-
ins á ársfundi þess í gær. For-
ystumenn verkalýðshreyfingarinnar
lýstu á fundinum áhyggjum af að
verðlagsforsendur kjarasamninga
kynnu að bresta á næstunni.
Sagt upp í fæðingarorlofi
Tilvikum fer fjölgandi þar sem
karlmönnum í fæðingarorlofi er sagt
upp störfum. Um 10 til 20 slík mál
berast Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur á ári. Forstöðumaður
kjaramálasviðs VR segir að dæmi um
ólögmætar uppsagnir af þessu tagi
þekkist í flestum starfsstéttum, þó
einna helst hjá skrifstofumönnum.
Minni verksmiðja í Hvalfirði
Ákveðið hefur verið af eigendum
fyrirhugaðrar rafskautaverksmiðju í
Katanesi við Hvalfjörð að minnka
framleiðslugetuna úr 340 þúsund
tonnum á ári í 140 þúsund. Megin-
ástæðan er sú að Alcoa álfyrirtækið
hefur ekki áhuga á að kaupa rafskaut
hér á landi þegar álverið á Aust-
fjörðum tekur til starfa.
Nýr konungur í Kambódíu
Sérstakt krúnuráð Kambódíu kaus
Norodom Sihamoni prins nýjan kon-
ung landsins í gær. Sihamoni er son-
ur Norodoms Sihanouks konungs
sem sagði af sér í vikunni sem leið.
Y f i r l i t
2 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Mál og menning mun á næsta ári gefa út bók um fyrstu
íslensku konurnar sem héldu til myndlistarnáms í
Kaupmannahöfn. Ein þeirra var Sigríður Björnsdóttir
(1879-1942) sem stundaði kennslu í Reykjavík og rak
um skeið bókaverslun Ísafoldar.
Þeir sem kynnu að eiga, eða geta bent á verk eftir Sigríði;
teikningar, skissubækur, málverk eða leirverk, eru beðnir
að hafa samband viðHrafnhildi Schram
í síma 898 8170.
Þekkir þú eða átt verk
Sigríðar Björnsdóttur?
Í dag
Sigmund 8 Minningar 36/42
Viðskipti 14/15 Staksteinar 59
Erlent 18 Bréf 34
Höfuðborgin 22 Skák 47
Akureyri 22 Dagbók 46/48
Suðurnes 24 Brids 47
Landið 24 Leikhús 50
Listir 49/50 Fólk 52/57
Umræðan 28/35 Bíó 54/57
Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 58
Viðhorf 32 Veður 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
því í fyrrahaust. Bílar og varahlutir
hafa að meðaltali hækkað um 2,9%
samkvæmt mælingum vísitölu
neysluverðs. Áfengi og tóbak hafa
hækkað um 1,9% og önnur þjónusta
en opinber þjónusta hefur hækkað
um 2,3%.
VERÐBÓLGUHRAÐINN í októ-
bermánuði var tæp 10% sem er svip-
að og verðbólguhraðinn var í maí og
júní á þessu ári. Verðbólga síðustu
tólf mánaða mælist nú 3,7% og hefur
verið yfir þremur prósentum síðustu
sex mánuði. Tólf mánaða verðbólgan
hefur ekki verið yfir þremur pró-
sentum frá því í september árið 2002.
Það eru einkum miklar hækkanir
á húsnæði og eldsneyti sem valda
þessari hækkun á vísitölunni. Sé litið
ár aftur í tímann kemur í ljós að hús-
næðisliður vísitölu neysluverðs hef-
ur hækkað um 7,5% síðustu tólf mán-
uði og bensín hefur á sama tímabili
hækkað um 19%.
Ef horft er framhjá hækkun hús-
næðisverðsins síðustu tólf mánuðina
kemur í ljós að verðbólgan að hús-
næðinu frátöldu er 2,7% á tímabilinu
eða einu prósentustigi lægri en þeg-
ar húsnæðið er tekið með.
Innfluttar matvörur
hækka um 0,6%
Ef breytingar á öðrum liðum vísi-
tölunnar eru skoðaðir kemur í ljós að
opinber þjónusta hefur hækkað mest
frá því í fyrrahaust að þessum tveim-
ur liðum frátöldum eða um 5,1%. Bú-
vörur án grænmetis hafa hækkað
um 4,5%, en grænmeti hefur hins
vegar lækkað á tímabilinu um 3% og
verð á öðrum innlendum mat- og
drykkjarvörum er óbreytt frá því í
fyrrahaust. Aðrar innlendar vörur
en matvörur hækka um 3,7%, en inn-
fluttar matvörur hækka að meðaltali
um 0,6% frá því í fyrrahaust. Verð á
öðrum innfluttum vörum en matvör-
um stendur í stað og er óbreytt frá
!
"
Verðbólguhraðinn
tæp 10% í október
LANDSVIRKJUN greiðir nú um 200 milljónir króna í
fasteignagjöld á ári af húseignum, þ.m.t. stöðvarhúsum
eins og lög bjóða. Langmestur hluti þeirrar raforku
sem Landsvirkjun framleiðir fer til stóriðju samkvæmt
langtímasamningum og þegar þeir voru gerðir var ekki
gert ráð fyrir að greiddir yrðu sérstakir skattar af stífl-
um eða mannvirkjum sem ekki bera skatt í dag.
Þetta segir Friðrik Sophussson, forstjóri Landsvirkj-
unar, vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær þar sem
sagði að líklegt væri að nefnd sem vinnur að heildar-
endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna, muni
leggja til að fasteignaskattar verði greiddir af stíflu-
mannvirkjum.
Árleg útgjöld gætu aukist um 400–600 milljónir
Friðrik segir að verði ákveðið að leggja á fast-
eignagjöld á stíflur gætu árleg útgjöld Landsvirkjunar
(LV) aukist um 400–600 milljónir króna, eftir því
hvernig reiknað sé. „Til að afla fjár fyrir slíkum hækk-
unum þyrfti, svo dæmi sé tekið, að hækka raforkuverð
LV um 8–12% sem gæti þýtt 3–5% hækkun til not-
enda.“
Friðrik segir vandann þann að fasteignir LV séu í
örfáum sveitarfélögum og ekki sé nema eðlilegt að önn-
ur sveitarfélög renni hýru auga til fasteignagjaldanna.
Landsvirkjun hafi fullan skilning á því að önnur sveit-
arfélög vilji fá eitthvað í sinn hlut. „Það hjálpar hins
vegar lítið að bæta stíflumannvirkjum við og taka gjöld
af þeim því í flestum tilvikum eru þau í sömu sveitar-
félögum og stöðvarhúsin.“
Friðrik segir að menn verði að hafa í huga að LV
verði að greiða háar upphæðir fyrir landnotkun og
vatnsréttindi og sé ætlunin að leggja fatseignagjöld á
stíflur, sem sveitarfélögin þurfi ekki að þjóna á neinn
hátt, hljóti menn að spyrja hvers vegna eigi að sleppa
vegum, raf- og símalínum, skurðum bænda, jarðgöng-
um, svo dæmi séu tekin um mannvirki, sem fast-
eignagjöld séu ekki greidd af.
LV greiðir um 200
milljónir í fasteignagjöld
Morgunblaðið/ÞÖK
Unnið við stíflugerð að Kárahnjúkum.
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
beint þeim tilmælum til Bensínork-
unnar að fyrirtækið hætti að nota
orð eins og „ódýrast“ og „miklu
ódýrara“ í auglýsingum sínum.
Samkeppnisstofnun hefur fallist á
með auglýsinganefnd ráð-
gjafanefndar samkeppnisráðs, að
Bensínorkan hafi ekki sýnt fram á
að almennt sé verð á Orkustöðv-
unum lægst eða miklu lægra sam-
anborið við alla keppinauta.
Það voru Olíuverslun Íslands,
Atlantsolía og Ego sem kvörtuðu
yfir auglýsingum Bensínorkunnar
og hefur Samkeppnisstofnun til-
kynnt Bensínorkunni að umkvört-
unarefnið muni verða lagt fyrir
samkeppnisráð til ákvörðunar.
Hefur ekki sýnt
fram á lægsta
bensínverðið
BORGARRÁÐ samþykkti í gær að
veita Sportbitanum í Egilshöll vín-
veitingaleyfi til reynslu í eitt ár, en
úrskurðarnefnd áfengismála hafði
komist að þeirri niðurstöðu að
borgin hafi brotið gegn jafnræð-
isreglu og meðalhófsreglu þegar
hún synjaði Sportbitanum um leyfi
fyrr á árinu.
Þrír borgarráðsmenn, Árni Þór
Sigurðsson, Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson og Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir sátu hjá við afgreiðslu máls-
ins. Í bókun Árna vegna málsins
mótmælir hann því að úrskurðar-
nefndin álíti að hagsmunir vínveit-
ingastaða vegi þyngra en almanna-
hagsmunir barna og unglinga.
Samstarfsráð um forvarnir skor-
ar á borgarstjórn Reykjavíkur að
heimila ekki sölu á áfengi í skólum
og íþróttamannvirkjum innan borg-
armarkanna, og að leyfi sem þegar
hafa verið veitt verði ekki end-
urnýjuð.
Vín veitt í
Egilshöll
„TILGANGUR flugsins er að vekja
athygli á störfum UNICEF (Barna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna), en ég
vil hvetja fólk til umhugsunar um að-
stæður barna um allan heim,“ segir
Iren Dornier, flugstjóri og formaður
South East Asian Airlines, en hann
lenti sögulegum flugbáti af gerðinni
Dornier DO24 ATT á Reykjavíkur-
flugvelli í gær. Dornier, sem er
barnabarn Claude Dornier, ætlar sér
að fljúga í kringum heiminn á vélinni.
Hann hóf ferðina 16. apríl og vonast
hann til að ljúka henni í mars á næsta
ári. Dornier segist vera að minnast
þess að í ár séu nákvæmlega 75 ár
síðan afi hans fór ferð með eins flug-
vél og hann sjálfur, en Claude Dorn-
ier var hönnuður vélarinnar sem þótti
mikið afrek á sviði flugsmíði.
Söfnunarfé Dornier, sem kemur
frá honum sjálfum og stórfyrir-
tækjum, mun renna til mennt-
unarverkefna UNICEF um allan
heim, en í dag er 121 milljón barna
sem gengur ekki í skóla skv. upplýs-
ingum frá UNICEF. Dornier mun
halda ferðinni áfram í dag og verður
ferðinni heitið vestur á bóginn. „Ég
mun fljúga til New York og þar kem
ég til með að lenda flugbátnum á
Hudson-ánni,“ segir Dornier sem
mun koma við á um 50 stöðum í yfir
40 löndum.
Flýgur til styrktar börnum
LÖGREGLUMAÐUR í Reykjavík
hefur óskað eftir opinberri rannsókn
á því hvers vegna nafn hans er á vef-
síðu þar sem nöfn meintra fíkniefna-
sala og handrukkara eru birt.
Á listanum eru nöfn 25 manna sem
samkvæmt vefsíðunni eru dópsalar
eða handrukkarar. Sumir þessara
einstaklinga hafa hlotið dóma fyrir
fíkniefnamisferli. Einnig eru á síð-
unni birt nöfn tveggja lögreglu-
manna.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík hefur annar
mannanna óskað eftir opinberri
rannsókn á nafnbirtingunni.
Óskar eftir opin-
berri rannsókn