Morgunblaðið - 15.10.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 11
FRÉTTIR
Álfheimum 74, Glæsibæ,
Reykjavík, s. 553 2347
Sérhönnun st. 42-56
Fataprýði
Verið velkomnar
20 ára!Fataprýði
og bjóðum
20% afmælis-
afslátt af
fatnaði til
16. okt.
Við erum í
afmælisskapi
HEF FLUTT
SÁLFRÆÐISTOFU MÍNA
Ráðgjöf fyrir einstaklinga, hjón og
fjölskyldur. Hugræn atferlismeðferð,
handleiðsla, fræðsla.
Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur,
Pósthússtræti 13, 2. hæð, 101 Reykjavík.
Sími 896 0449, valam@est.is
Hef hafið störf í
BATA-sjúkraþjálfun,
stóra turni Kringlunnar, 5. hæð.
Upplýsingar í síma 553 1234.
Sigurður Már Hlíðdal,
sjúkraþjálfari.
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson al-
þingismaður vill að gerðar verði um-
talsverðar breytingar á húsnæðis-
kerfinu til að auðvelda ungu fólki
fjármögnun á fyrsta húsnæði sínu.
Guðlaugur Þór kynnti hugmyndir
sínar um nýjar lausnir í húsnæðismál-
um, undir yfirskriftinni; Eignir í stað
skulda, á fundi Heimdallar um hús-
næðismál ungs fólks, sem haldinn var
í Iðnó í hádeginu í gær.
Kjarninn í hugmyndum Guðlaugs
Þórs er sá að vaxtabótakerfið verði
lagt niður í núverandi mynd með að-
lögun fyrir þá sem njóta þess nú og að
námsmönnum verði gert kleift að
setja öll sín lífeyrisréttindi, 10% lág-
marksiðgjald ásamt viðbótariðgjaldi,
í sérstakan húsnæðissparnað, sem sé
í vörslu lífeyrissjóða og þennan upp-
safnaða sparnað verði síðan hægt að
nota sem útborgun við fyrstu hús-
næðiskaup.
Það sama á við um annað ungt fólk,
segir Guðlaugur Þór. „Það er að segja
viðbótarsparnaðurinn getur farið í
,,húsnæðissparnað“ til 25 ára aldurs
þrátt fyrir að vera ekki lengur í námi.
Hér er ekki um að ræða nýjan sparn-
að, þetta er til staðar. Nýting fjár-
munanna sem ungt fólk er að greiða
og hefur greitt verður með öðrum
hætti ef tillögurnar ná fram að
ganga,“ segir hann.
Vaxtabótakerfið er
skuldhvetjandi og vinnuletjandi
„Ég hef haft áhyggjur af því að
ungt fólk, sem er að koma úr námi,
stofna fjölskyldu og koma sér þaki yf-
ir höfuðið, er fast í ákveðinni spenni-
treyju. Þá á ég við að fólk er mjög
skuldsett á þessum aldri eins og
þekkt er,“ segir Guðlaugur Þór í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Þetta er ekki undarlegt í ljósi þess
að þau kerfi sem við búum við eru
bæði skuldhvetjandi og vinnuletjandi.
Vaxtabótakerfið er skýrt dæmi um
það,“ segir hann.
Guðlaugur sýndi nokkur dæmi á
fundinum um hversu vaxtabótakerfið
getur verið allt í senn vinnuletjandi,
skuldhvetjandi og jafnvel skilnaðar-
hvetjandi.
Guðlaugur Þór vill að athyglinni
verði beint að lífeyrissjóðakerfinu,
sem hann segir að sé með því besta
sem þekkist. „Ég held að menn átti
sig almennt ekki á því hversu öflugt
kerfi þetta er og hvað það veitir okkur
mikið samkeppnisforskot, ekki bara í
nútíðinni, heldur þó sérstaklega í
framtíðinni, ef það er borið saman við
önnur lönd, sem eiga í miklum vand-
ræðum nú þegar og munu eiga í enn
meiri vandræðum þegar fram líða
stundir. Það eru hins vegar engin
mannanna verk fullkomin og ég sé
ákveðna galla á þessu kerfi, sem ég
tel að við eigum að leiðrétta og við eig-
um um leið að nota tækifærið og
koma á fót kerfi sem ýtir undir sparn-
að og ráðdeild og aðstoðar ungt fólk
við húsnæðiskaup, í stað núverandi
kerfis sem er bæði skuldhvetjandi og
vinnuletjandi.“
Myndi hafa áunnið sér 1,4 millj-
ónir þegar 25 ára aldri er náð
„Gallinn sem ég tel vera á lífeyr-
issjóðakerfinu er sá að námsmenn ná
fullum framreikningi til örorkurétt-
inda mun seinna en annað vinnandi
fólk, fyrst og fremst sökum þess að
menn þurfa að greiða í sex mánuði
samfleytt í lífeyrissjóð af síðustu tólf
mánuðunum fyrir örorku til þess að
ávinna þér þann rétt. Þetta þýðir að
námsmenn ná almennt ekki þessum
framreikningi vegna lágra launa og
framlag þeirra í lífeyrissjóð nýtist
þeim mjög lítið samanborið við aðra,“
segir hann.
Guðlaugur Þór vill að gerðar verði
breytingar sem geri námsmönnum
kleift setja öll sín réttindi, þ.e. 10%
lágmarksiðgjald ásamt viðbótarið-
gjaldi, í húsnæðissparnað sem verði í
vörslu lífeyrissjóða. Þegar námi lýkur
verði hægt að nota sparnaðinn sem
útborgun við húsnæðiskaup og gerir
hann jafnframt ráð fyrir að sparnað-
urinn verði ekki skattlagður.
Selji viðkomandi hins vegar íbúðina
innan tveggja ára án þess að kaupa
nýja verður viðkomandi að greiða
skatt af sparnaðinum. Foreldrum
yrði einnig gefinn kostur á að borga í
lífeyrissjóð (húsnæðissparnað) fyrir
börnin sín frá fæðingu.
„Ég hef látið tryggingastærðfræð-
ing reikna þetta út og í ljós kemur að
fórnin fyrir námsmanninn með með-
allaun, sem færð er við þessa breyt-
ingu, er einungis lífeyrisgreiðslur
sem nema átta þúsund kr. á mánuði
eftir 67 ára aldur.
Það sem myndi hins vegar ávinnast
er þetta: Ef miðað er við sparnað af
meðallaunum námsmanna frá 16 til
24 ára aldurs, og 3,5% ávöxtun, myndi
sá hinn sami hafa áunnið sér tæplega
1,3 milljónir króna þegar hann verður
25 ára gamall, sem hann gæti notað til
útborgunar við húsnæðiskaup. Ef um
hjón eða sambúðarfólk er að ræða
væri upphæðin um 2,6 milljónir.
Framlag ríkisins við að koma þessu
fyrirkomulagi á væri að það tæki eng-
an skatt af þessum sparnaði og en
skatturinn verður ekki tekinn fyrr en
eftir 35 ár. Hver vill ekki eiga þann
kost að geta tekið út 1,3 milljónir kr.
til útborgunar í íbúð í stað þess að fá
einhverjar vaxtabætur eftir flóknum
reglum og nýtist fólki misjafnlega í
besta falli? Eins og dæmin sýna
skerðast þær fljótt ef tekjurnar
hækka eða fasteignamat íbúðarinn-
ar,“ segir Guðlaugur Þór.
Að mati hans eru meginkostirnir
við þessa breytingu þeir, að eigna-
myndun fólks verður mun hraðari,
skuldsetning verður minni og afborg-
anir lægri en í núverandi kerfi. Þetta
fyrirkomulag sé einfaldara og einn
meginkostur þess sá að það ýtir undir
sparnað.
Guðlaugur Þór Þórðarson leggur til breytingar í húsnæðismálum til að auðvelda ungu fólki íbúðarkaup
Morgunblaðið/Sverrir
Rætt var um nýjar leiðir til fjármögnunar ungs fólks á sínu fyrsta húsnæði
á fundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í gær.
Lífeyrisiðgjöld í húsnæðissparnað
Guðlaugur Þór Þórðar-
son alþingismaður hefur
sett fram hugmyndir
um að leggja niður
vaxtabótakerfið og nýta
lífeyrissjóðsiðgjöld í
húsnæðissparnað.
omfr@mbl.is
„SUMIR járnsmiðirnir trúðu því
ekki sjálfir að það væri hægt að
smíða stálskip hér á landi. Það tók
tíma að sannfæra menn um það,“
segir Hjálmar R. Bárðarson skipa-
verkfræðingur, þar sem hann stend-
ur á Ægisgarði og horfir á drátt-
arbátinn Magna sem liggur þar
bundinn við bryggju. Í dag eru
fimmtíu ár liðin frá því þetta fyrsta
stálskip smíðað á Íslandi var sjósett
í Reykjavíkurhöfn en Hjálmar teikn-
aði skipið og stjórnaði smíðinni.
Hjálmar, sem er landskunnur fyr-
ir störf sem lúta að siglingamálum,
ljósmyndun og bókaútgáfu, nam
verkfræði í Danmörku á stríðs-
árunum. Að því loknu bauðst honum
starf við hönnunardeild Helsingör
Skibværft, þar sem verkefnin voru
aðallega útreikningar og hönnun
stærri farþegaskipa og síðar hélt
hann til Englands.
Eftir að hafa safnað sér reynslu
við smíði stálskipa í Danmörku og
Englandi hélt Hjálmar heim til Ís-
lands, ásamt danskri eiginkonu
sinni, þar sem hann hóf í ársbyrjun
1948 störf sem verkfræðingur við
Stálsmiðjuna hf. í Reykjavík.
Draumur föðurins rættist
Meginverkefni Stálsmiðjunnar
voru stálskipaviðgerðir en nýsmíði
var ekki möguleg. Til þess vantaði
tækniþekkingu, nýsmíðabraut, ýmis
verkfæri og tækjabúnað. En á næstu
árum vann Hjálmar í að bæta úr því,
þrátt fyrir vantrú ýmissa starfs-
manna fyrirtækisins á hugmyndum
þessa unga verkfræðings.
Hjálmar segir það hafa verið gíf-
urlegt átak að fara út í smíði fyrsta
skipsins. „Það var heldur enginn
peningur til,“ segir hann. „Það var
bara það fjármagn sem ég gat tekið
út úr rekstrinum. Það var enginn
sem fjármagnaði neitt þessu líkt.
Valgeir Björnsson hafnarstjóri
bað mig síðan að hanna dráttarbát
fyrir Reykjavíkurhöfn, sem ég gerði.
Ég gerði tilboð í smíðina og samn-
ingurinn var undirritaður 28. apríl
1953.“
Hvers kyns tæki til smíðanna
þurfti Hjálmar að hanna og láta
smíða, svo sem bandaplan, vökva-
pressu til að beygja plötur og krana
til að lyfta stálstykkjunum. Margir
fylgdust með þessum stórhuga
framkvæmdum, ekki síst faðir
Hjálmars, Bárður G. Tómasson.
Hann var fyrsti skipaverkfræðingur
Íslendinga og hafði í fyrri heims-
styrjöldinni starfað við hönnun stál-
skipa á vegum bresku ríkisstjórn-
arinnar. Hann dreymdi um að
byggja stálskip á Íslandi en af því
varð ekki. Hann setti hins vegar upp
skipasmíðastöð á Ísafirði og smíðaði
mörg tréskip.
Magni var strax tekinn í notkun
við Reykjavíkurhöfn, þar sem hann
reyndist afar vel, sem dráttarbátur
og einnig sem ísbrjótur þegar á
þurfti að halda
Verður gerður upp
Að sögn Hilmars Kristinssonar,
verkstjóra hjá Stálsmiðjunni, stend-
ur til að taka Magna í slipp innan
skamms. Þar verður hann málaður
og gert við það sem aflaga hefur far-
ið, og þá verður vélin tekin úr honum
og væntanlega gert við hana eða sett
í hann önnur vél.
Hjálmar hefur meðferðis bókina
Fyrsta stálskip smíðað á Íslandi,
sem kom út árið 1993, með myndum
hans og texta, en þar er saga skips-
ins og framkvæmdanna rakin. „Val-
geir á miklar þakkir skildar fyrir að
treysta mér til að ráðast í þetta.
Hann var einn af fáum sem treystu
mér fyrir þessu. Þegar ég sagði ein-
um ágætum manni, verkstjóra í
Stálsmiðjunni, frá því að við ætl-
uðum að smíða stálskip, þá sagði
hann: Ha, ha! Smíða stálskip á Ís-
landi. Það er sko ekki hægt!
Þegar Magna var síðar hleypt af
stokkunum stóð gamli maðurinn við
hliðina á mér og þá sagði hann: Já,
þetta sagði ég alltaf; að þetta væri
hægt!“ Og Hjálmar átti eftir að
teikna fjölda stálskipa eftir þetta.
Höfðu ekki trú á verkinu
50 ár í dag frá sjósetningu fyrsta íslenska stálskipsins
Morgunblaðið/Einar Falur
Hjálmar R. Bárðarson við dráttarbátinn Magna í Reykjavíkurhöfn, 50 ár-
um eftir að þetta fyrsta stálskip smíðað á Íslandi var sjósett.
ATVINNULEYSI í septembermán-
uði var 2,6% af áætluðum mannafla á
vinnumarkaði 0,3 prósentustigum
færra en í ágústmánuði og 0,1 pró-
sentustigi minna en í sama mánuði í
fyrra. Atvinnuleysið er mest á höf-
uðborgarsvæðinu og mun minna á
landsbyggðinni samkvæmt upplýs-
ingum Vinnumálastofnunar.
Atvinnuleysi var mest á höfuð-
borgarsvæðinu í september 3,1% og
minnkaði úr 3,5% í mánuðinum á
undan. Á landsbyggðinni var at-
vinnuleysi að meðaltali 1,9%. Það var
minnst á Norðurlandi vestra 1,1% og
1,2% á Austurlandi, en mest á Norð-
urlandi eystra 2,8%.
Atvinnuleysi er mun meira á með-
al kvenna en karla eða 3,4% að með-
altali meðal kvenna og 2,1% hjá körl-
um. Atvinnuleysi kvenna er mest á
Norðurlandi eystra 3,9%, en minnst
á Norðurlandi vestra 1,5%.
Atvinnuleysi karla er mest á höf-
uðborgarsvæðinu 2,6%, en minnst á
Vestfjörðum 0,6%. Um þriðjungur
allra atvinnulausra í september hafði
verið atvinnulaus lengur en í sex
mánuði og tæpur fimmtungur at-
vinnulausra var 18–24 ára.
2,6% atvinnuleysi
í september