Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 20

Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Viagra-níðstöngin | Byggingarnefnd Húsavíkurbæjar hefur samþykkt ósk reða- safnsins að reisa listaverkið „Viagra- níðstöngin“ fyrir framan Hið íslenska reða- safn á Héðinsbraut 3. Fram kemur í fund- argerð að verkið er eftir danska lista- manninn Bjarne P. Ejaas og er hátt í þrír metrar á hæð. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fulltrúi í stjórn Fasteignar | Bæj- arráð Vestmannaeyjabæjar hefur sam- þykkt að tilnefna Lúðvík Bergvinsson bæjarfulltrúa í stjórn Eignarhaldsfélags- ins Fasteignar hf. Tilnefningin kemur í kjölfar þess að Vestmannaeyjabær keypti hlut í félaginu í tengslum við sölu á ýms- um fasteignum bæjarins til Fasteignar hf. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta bæjarstjórnar, Arnar Sig- urmundsson, lét bóka við afgreiðslu máls- ins að miðað við aðstæður og undirbúning málsins hefði verið eðlilegra að bæjar- stjóri tæki sæti í stjórn fyrirtækisins. Hafnar útvarpssendingar | Útvarp Fjörheima, Fjörstöð 97,2, hefur hafið út- sendingar í Reykjanesbæ. Útvarpsstöðin er rekin af unglingum í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjanesbæ og mun hún starfa daglega fram til 21. október, frá kl. 16–22. Auglýsingar eru lesnar á milli þátta og þegar færi gefst. BjörgunarsveitinStrönd á Skaga-strönd og Björg- unarbátasjóður Húnaflóa hafa samið við Slysa- varnafélagið Lands- björgu um kaup á björg- unarskipi frá Bretlandi. Er þetta öflugur bátur sem kemur til Skaga- strandar innan fárra vikna, að því er fram kemur á vef Höfða- hrepps. Sveitarfélög við Húnaflóa, fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í fjármögnun. Auglýst hefur verið eftir nafni á væntanlegan bát. Hugmyndakassi verður settur upp í sölu- skálanum og björg- unarsveitarmenn taka einnig við hugmyndum. Björgunarbátur Hjálmar Freysteins-son fylgdist meðatburðunum í kringum löndun úr Sólbak sem Brim gerir út, en lög- reglan greip inn í verk- fallsaðgerðir: Margt er það enn sem miður fer og margur illa er settur. Sýslumaðurinn okkar er eins og brimsorfinn klettur. Á landsmóti hagyrðinga á Hvolsvelli í haust var gefin út dagskipun um að yrkja um Kárahnjúka. Halldór Blöndal brást við kallinu: Eins og tröll á svörtum sandi sem ei nokkur þekkti fyrr einhvers staðar á Austurlandi eru Kárahnjúkarnir. Skólabróðir hans úr menntaskóla, Birgir Stef- ánsson, lét ekki sitt eftir liggja: Þó að fyllist fúadý og flákar eyðisanda úr kafinu með kurt og pí Kárahnjúkar standa. Brim á Akureyri pebl@mbl.is Hornafjörður | Héraðsfréttablaðið Eystra- horn í Hornafirði er nú prentað á ritstjórn- arskrifstofunum með nýrri stafrænni tækni. Ritstjórinn segir að það lækki út- gáfukostnaðinn og stytti vinnsluferlið. Sigurður Mar Halldórsson, ritstjóri Eystrahorns, segist hafa verið að fylgjast með tækni við prentun blaða frá því hann og félagi hans eignuðust blaðið fyrir hálfu öðru ári. Í sumar hafi komið á markaðinn tæki sem geri prentunina mun ódýrari en þá hefðbundnu offsetprentun sem notuð hafi verið til þessa við prentun blaðsins. Útgefandi blaðsins, Galdur ehf., tók slíka vél í notkun á dögunum og í þessari viku var annað blaðið prentað með henni. Sigurður Mar segir að tækið sé fremur stór tölvuprentari en prentvél og brjóti hún blaðið saman og hefti. Segir hann að þetta komi mjög vel út. Gæðin séu síst minni en í offsetinu en kostnaðurinn mun minni. Þá skipti miklu máli að vinnslutíminn styttist. Þeir geti nánast ýtt á „prenta“ í tölvunni hjá sér til að hefja prentunina. Styttri vinnslutími geri það að verkum að hægt sé að koma blaðinu á póstinn sem leggur af stað í sveitirnar snemma á fimmtudags- morgni og þá fái allir íbúar sveitarfélagsins blaðið á fimmtudegi. Áður hafi blaðið borist í sveitirnar á föstudegi. Sigurður Mar veit ekki til þess að önnur héraðsfréttablöð hafi tekið þessa tækni í þágu sína en spáir því að fleiri eigi eftir að gera það. Þegar hafi einn ritstjóri haft samband til að spyrjast fyrir. Minni kostn- aður og fljót- ari vinnsla Prenta út héraðsfréttablaðið Borgarfjörður | Sameiningarnefnd sveit- arfélaga í Borgarfirði samþykkti á fundi sínum að verða við beiðni Kolbeinsstaða- hrepps í Snæfellsnessýslu um aðild að sameiningarviðræðum allra sveitarfélag- anna í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar. Beiðni Kolbeinsstaðahrepps kemur í kjölfar tillögu landsnefndar um sameining- armál og með hliðsjón af viðhorfskönnun sem gerð var meðal íbúanna þar, að því er fram kemur á vef sameiningarnefndarinn- ar, www.sameining.is. Þrjú sveitarfélög í Borgarfirði, Borgar- byggð, Borgarfjarðarsveit og Hvítársíðu- hreppur, hófu viðræður um sameiningu vorið 2003 og síðar kom Skorradalshrepp- ur inn í verkefnið. Nú er því um að ræða viðræður allra sveitarfélaganna á þessu svæði og ef þau sameinast verður til sveit- arfélag með rúmlega 3.500 íbúum. Taka þátt í viðræðunum ♦♦♦ Afmæli Stokkseyringsins Páls Ísólfssonar var hald-ið hátíðlegt í Lista- og menningarverstöðinniHólmaröst á Stokkseyri í fyrrakvöld. Systkinin Kristjana og Gísli Stefánsbörn frá Selfossi sungu meðal annars lög eftir tónskáldið. Dr. Páll Ísólfsson, tónskáld og dómorganisti, fæddist í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Fyrir fjór- um árum hugkvæmdist nokkrum framsýnum Stokkseyr- ingum að halda upp á afmæli Páls í frystihúsinu Hólma- röst og var afmælisins nú minnst í fjórða skipti. Morgunblaðið/Jóhann Óli Til heiðurs Páli Ísólfssyni Akureyri | Þeir voru bara nokkuð hressir félagarnir Kristján Júlíusson, vörubíl- stjóri og eigandi, og Ólafur Hermannsson, starfsmaður Samherja, en þeir voru að koma með veiðarfæri fyrir þýska frystitogarann Kiel NC, sem hélt frá Akureyri í gær- kvöld. Kiel NC, sem er í eigu Deutsche Fischfang Union GmgH, DFFU, sem er dótt- urfélag Samherja í Þýskalandi kom til hafnar á Akureyri fyrir rúmri viku, með eitt mesta ef ekki mesta aflaverðmæti sem komið hefur verið með að landi á Íslandi. Aflinn var um 700 tonn af frystum flökum, eftir rúmlega tveggja mánaða veiði- ferð og aflaverðmætið rúmar 300 milljónir króna. Togarinn hélt frá Akureyri til grálúðu- veiða við Austur-Grænland. Morgunblaðið/Kristján Hressir karlar á bryggjunni Bryggjuspjall Hveragerði | Var það ekki átján núll og níu, nokkru eftir kríu, sem Jör- undur hundadagakonungur var handtekinn? Það eru liðin tæp tvö hundruð ár síðan hann var hér fyrst. Enn er hann okkur hugleikinn og Leikfélag Hveragerðis frumsýnir í Völundi í kvöld sýninguna „Þið mun- ið hann Jörund“ eftir Jónas Árna- son. Það var fjör, þegar fréttaritari leit inn á æfingu nú í vikunni, leikarar stóðu um allan salinn og sungu arí- dúarí af innlifun. Lögin í sýningunni eru mörg hver vel þekkt og gefur það henni aukið gildi fyrir áhorfand- ann sem getur jafnvel raulað með. Það er Ólafur Jens Sigurðsson sem er leikstjóri sýningarinnar. Jör- undur sjálfur er leikinn af Hirti Má Benediktssyni. Alls eru leikarar og hljóðfæraleikarar tuttugu og fimm, en að uppsetningunni koma yfir þrjátíu manns. Leikhúsið er reyndar kaffihús í leiðinni, því að veitingar eru seldar á sýningunni. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Leikarar Yfir þrjátíu manns koma að uppsetningu leikritsins um Jörund. Þið munið hann Jörund Aftur til Sviss | Aðalsteinn Hjartarson, sviðsstjóri tómstunda- og forvarnasviðs Akraneskaupstaðar, hefur sagt upp störfum frá og með lokum janúar næstkomandi. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að Aðalsteinn kom til starfa á Akranesi frá Sviss og hefur nú ákveðið að flytjast utan að nýju með fjölskyldu sína. Á fundi bæjarráðs voru Aðalsteini færðar þakkir fyrir vel unn- in störf.             Heimasíða hreppsins | Hraungerðis- hreppur hefur opnað vef. Slóðin er www.thingborg.is. Á vefnum eru upplýsingar um sveit- arstjórn og nefndir, aðalskipulag og mála- flokka og gert ráð fyrir að birtar verði fund- argerðir. Þá eru birtar fréttir af félögum í Hraungerðishreppi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.