Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Saw Palmetto Styrkjandi blanda fyrir blöðruhálskirtilinn www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Borgartúni 24 Árnesaptóteki Selfossi Kárastíg 1 Fjarðarkaupum Reykjavík | Miklar breytingar verða gerðar á stjórnkerfi Reykjavíkur- borgar frá og með næstu áramótum, nefndir og svið verða stokkuð upp með það fyrir augum að einfalda stjórnkerfið. „Markmiðið með þessu er að al- menningur og þeir sem til borgarinn- ar leita mæti ekki bara einhverju flóknu gamaldags embættismanna- kerfi heldur auðskilinni mynd sem er auðrötuð og aðgengileg. Það kallar á skýra verkaskiptingu og skýra ábyrgð,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar Reykjavíkurborgar, þegar hann kynnti breytingarnar fjölmiðlum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær ásamt borgarstjóra. Eftir áramót verður fastanefndum og ráðum borgarinnar fækkað um helming og verða þar með sjö. Fallið var frá hugmyndum um að sameina menningarmál og íþróttamál í eitt ráð, en mikil mótmæli voru vegna áforma þar að lútandi frá íþrótta- hreyfingunni. Tillaga borgarstjóra um breytingarnar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær og vísaði ráð- ið málinu til borgarstjórnar sem fjalla mun um málið nk. þriðjudag. „Þetta ferli hefur tekið langan tíma, þetta er liður í 10 ára umbóta- ferli sem hefur staðið hér í ráðhús- inu,“ sagði Þórólfur Árnason borgar- stjóri. Þegar fremur fámennur hópur kjörinna borgarfulltrúa dreifir kröft- um sínum milli margra ráða og nefnda, í skipulagi þar sem rík emb- ættismannahefð er fyrir hendi, verð- ur ekki alltaf skýrt hvar ábyrgðin liggur, segir Dagur. „Þetta erum við að reyna að taka í gegn núna með því að hafa betra samræmi milli starfs- sviða nefnda og stjórnsýslu.“ Dagur segir að ekki hafi verið hægt að laga þetta vandamál nema með því að fækka verulega nefndum borgarinn- ar og samræma starfssvið nefnda og stjórnsýslunnar. Í nýju skipulagi verða sjö fagsvið embættismanna borgarinnar, með samsvarandi fastaráðum sem í sitja kjörnir fulltrúar. Ráðin sjö verða menntamálaráð, menningar- og ferðamannaráð, velferðarráð, íþrótta- og tómstundaráð, skipulags- ráð, umhverfisráð og framkvæmda- ráð. Starf borgarritara og borgarlög- manns verða lögð niður frá og með næstu áramótum. Stofnað verður stjórnsýslu- og starfsmannasvið sem bera ábyrgð á stjórnsýslueftirliti, lögfræðistörfum, jafnréttismálum, starfsþróunarmálum o.fl. Borgarbúar fá ráð hjá lögfræðingi Borgarstjóri segir að meðal ný- mæla sem þessi endurskipulagning hafi í för með sér sé að komið verði á fót starfi lögfræðilegs ráðgjafa. „Hann verður staðsettur á skrifstofu borgarstjórnar til að ráðleggja íbú- um og fyrirtækjum um hvernig þau geta leitað réttar síns gagnvart Reykjavíkurborg. Eins konar um- boðsmaður fólksins í borginni. Þann- ig að þarna hafi rödd hins smáa ein- hvern að tala við sem ekki er blandaður inn í stjórnsýsluverkefni hjá Reykjavíkurborg,“ segir Þórólf- ur. Langtímastefnumótun og þróun- arstarf borgarinnar mun hér eftir heyra beint undir borgarstjóra, þar með talið innleiðing þeirra umfangs- miklu breytinga á þjónustu Reykja- víkurborgar sem nú standa yfir. Fyr- irtækið Aflvaki, sem sett var upp sem fjárfestingarfyrirtæki í nýsköpun, verður lagt niður, og atvinnuþróun- arþáttur fyrirtækisins fluttur á skrif- stofu borgarstjóra. Dagur segir að íbúar og fyrirtæki í borginni muni fyrst og fremst taka eftir breytingunum á þann hátt að mál þeirra verði afgreidd á skilvirk- ari hátt, flest mál sem komi til borg- arinnar eigi embættismenn á ákveðnum sviðum, og það ráð sem nær yfir það svið, að geta afgreitt samkvæmt gildandi reglum. Einung- is ef ágreiningur er um málið komi til kasta borgarráðs og borgarstjórnar. Í undirbúningi í 2 ár Þessar breytingar hafa verið í und- irbúningi í stjórnkerfisnefnd borgar- innar sl. 2 ár, og hafa þær verið unnar í samráði við embættismenn borgar- innar. Breytingarnar voru kynntar fyrir sviðsstjórum og einhverjum af starfsmönnum borgarinnar í gær, og verða kynntar frekar fyrir öðrum starfsmönnum á næstunni. Miklar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar verða gerðar um næstu áramót Vilja einfalda stjórnkerfið Morgunblaðið/Kristinn Stjórnkerfið breytist Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerfisnefndar (t.v.), Þórólfur Árnason borgarstjóri og Helga Jónsdóttir borgarritari kynntu breytingarnar á fundi með fréttamönnum í gær. STARFSEMI líkamsræktarstöðv- arinnar Bjargs við Bugðusíðu hefst í nýjum húsakynnum á morgun, laug- ardaginn 16. október, en eigendur stöðvarinnar keyptu íþróttahús af Sjálfsbjörgu og hafa frá því í byrjun júní unnið að heilmiklum endurbót- um á því. Það eru tvenn hjón, Aðal- björg Hafsteinsdóttir og Ólafur Óskarsson og Hulda Þorsteinsdóttir og Heimir Gunnarsson sem eiga og reka Bjarg. „Þetta hefur verið heilmikil vinna,“ sagði Heimir, en íþróttahús- ið hefur nú gengið í endurnýjun líf- daganna, búið er að setja í það milli- gólf þannig að stöðin er nú á tveimur hæðum, samtals tæpir 1000 fermetrar að stærð. Á efri hæð er tækjasalur, búinn nýjum tækjum, þar er líka veitingaaðstaða þar sem í boði verður hollt og gott fæði, salöt og skyrdrykkir svo dæmi séu tekin. Á neðri hæðinni eru svo tveir hóp- tímasalir sem einnig má gera úr einn stóran sal. Þá er þar einnig að- staða fyrir barnagæslu sem gestum býðst endurgjaldslaust að nýta sér og þá er þar einnig ný afgreiðsla. „Við ætlum svo að laga mikið til hér úti, koma upp aðstöðu fyrir útileik- fimi, setja þar heitan pott og gufu- bað,“ sagði Aðalbjörg, en innandyra er einnig pottur og tveir saunaklef- ar. Þá verður einnig útbúinn sólpall- ur á þaki byggingarinnar þar sem gestir geta haft það notalegt á sól- skinsdögum. Um 1300 manns koma að stað- aldri í líkamsrækt á Bjargi og þar eru ýmsir hópar sem gjarnan fara saman í leikfimi af ýmsu tagi. „Fé- lagslegi þátturinn hefur alltaf verið mjög mikilvægur í okkar huga, það er alltaf eitthvað um að vera hérna og við reynum sífellt að brydda upp á nýjungum í starfseminni,“ sagði Aðalbjörg. Til stendur að bjóða hópum, innan og utan bæjarins, starfsmannafélög- um, saumaklúbbum og öðrum hóp- um af slíku tagi að nýta aðstöðuna á Bjargi, t.d. í tengslum við óvissu- ferðir. „Hér getur fólk fengið allan pakkann, hlustað á fyrirlestur, farið í líkamsrækt eða línudanstíma, slak- að á í heitum potti og gufubaði, fengið nudd og svo kemur til greina líka að hafa snyrtifræðing til taks við speglana að þessu öllu loknu,“ sagði Heimir, en í raun sagði hann ekkert því til fyrirstöðu að bjóða líka upp á málsverð í samvinnu við aðra. Um 20 manns starfa á Bjargi, þar af eru um 6 í fullu starfi. Opið er virka daga frá kl. 6 á morgnana til 22 á kvöldin, frá 9 til 16 á laugardög- um og 10 til 14 á sunnudögum. Kostnaður við kaup á húsnæði, end- urbætur á því sem og tækjakaup nemur um 60 til 65 milljónum króna. Stöðin verður sem fyrr segir opn- uð formlega á morgun með opnu húsi, þar sem starfsemin verður kynnt og listamenn koma fram. „Svo verður mikið um að vera hjá okkur alla næstu viku í tilefni af opnuninni,“ sagði Aðalbjörg. Líkamsræktarstöðin Bjarg opnuð í nýju húsnæði Alltaf eitthvað um að vera Morgunblaðið/Kristján Lokafrágangur Hulda Þorsteinsdóttir og Aðalheiður Hafsteinsdóttir, sem eiga og reka líkamsræktarstöðina, mála karlaklefann. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Uppskerudagur | Starfsdagur að hausti, eða uppskerudagur verður haldinn í Gamla bænum í Laufási á laugardag, 16. október frá kl. 14–16. Ýmislegt verður aðhafst í Gamla bænum, m.a. sláturgerð, sviðnir verða hausar og lappir, grasamjólk verður mallandi á hlóðum og fá gest- ir að bragða á því hnossgæti, sem og á nýju slátri, kæfu, fjallagrasabrauði o.fl. Tóvinna verður í baðstofu. Smá markaður verður starfræktur, þar sem boðið verður upp á grænmeti, kartöflur, reyktan lax, harðfisk og ýmis konar handverk. Einar og Haukur sjá um tónlistarflutning. Veitingar verða seldar í Gamla prestshúsinu. Leir og skartgripir MARGRÉT Jónsdóttir leirlistakona og Ásdís Frímannsdóttir gullsmiður opna sameiginlega sýningu á verkum sínum í galleríi Margrétar við Gránu- félagsgötu 48 á Akureyri, en sýningin verður opin frá 16. til 24. október. Margrét sýnir leirmuni, einkum kertastjaka, en Ásdís skartgripi af margvíslegum toga, hálsfestar, hringa, eyrnalokka, nælur og fleira. Margrét og Ásdís eru Akureyringar og hefur sú fyrrnefnda starfað í bæn- um um árabil þar sem hún hefur sýnt og kynnt list sína. Ásdís lærði á Ak- ureyri og í Kaupmannahöfn, en hún hefur búið ytra síðastliðin 13 ár og rekur verkstæði í miðborginni. Hún hefur ekki áður sýnt verk sín heima á Íslandi, en margir hafa eflaust rekist inn á verkstæði hennar í Kaupmanna- höfn. Bæjarbúum gefst nú kostur á að skoða verk hennar í heimabyggð næstu daga. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 18. Hagsmunamál eldri borgara | Stjórn Félags eldri borgara á Ak- ureyri hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við mótmæli og undir- skriftalista gegn fyrirhugaðri bygg- ingu á Baldurshagareit. Í henni segir að lengi hafi verið á dagskrá hjá fé- laginu að fá viðunandi aðstöðu fyrir starfsemi sína, en núverandi félags- heimili að Lundargötu 7 sé með öllu ófullnægjandi enda elsti hluti þess 110 ára gamall. Í tengslum við íbúða- byggingu á Baldurshagareitnum er gert ráð fyrir að byggt verði hús er gæti orðið framtíðaraðstaða fyrir Fé- lag eldri borgara og telur stjórn þess að um ákjósanlega staðsetningu sé að ræða, bæði fyrir íbúa hússins sem er hugsað fyrir eldri borgara og eins vegna nálægðar við miðbæinn. „Þetta er eitt mesta hagsmunamál félagsins til margra ára og deilan um hæð og útlit íbúðarhússins má ekki verða til þess að útiloka þennan möguleika,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Skák | Haustmót Skákfélags Ak- ureyrar hefst á sunnudag, 17. októ- ber kl 14. Teflt verður í húsnæði Skákfélagsins í Sunnuhlíð og eru all- ir velkomnir.    Sýning um Nonna | Úr Fjörunni til fjarlægra landa er heiti á sýningu sem forseti Íslands, opnar í Amts- bókasafninu á Akureyri á laugardag, 16. október, kl. 16. Þann dag eru 60 ár liðin frá því Nonni lést. Á sýning- unni má sjá eitt og annað sem teng- ist lífi og störfum rithöfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna. Sýningin er samvinnuverk- efni Nonnahúss og Amtsbókasafns- ins. Hún stendur til 11. nóvember.    FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í borgarráði styðja ýmsar af þeim til- lögum að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar sem meirihluti R-lista lagði fram í borgarráði í gær, en leggjast alfarið gegn ákveðnum til- lögum, sérstaklega þó því að emb- ætti borgarlögmanns og borgarrit- ara verði lögð niður. „Sporin hræða. Sú staðreynd liggur fyrir að R-listinn hefur á sín- um valdatíma í borginni nokkuð oft gert breytingar á stjórnkerfi borg- arinnar, sem margar hafa ekki gengið eftir og oft verið horfið frá upphaflegum áætlunum,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarráði. Vilhjálmur segir sjálfstæðismenn styðja sumar af þeim breytingum sem eru í tillögunum, til að mynda sameiningu fræðsluráðs og leik- skólaráðs, og það að fyrirtækið Afl- vaki verði lagt niður. Engin viðhlítandi rök Vilhjálmur telur fráleitt að leggja niður embætti borgarlög- manns og borgarritara, enda hafi engin viðhlítandi rök verið færð fyrir þeirri breytingu. „Eins teljum við mjög sérkennilegt að nýstofn- uðu umhverfissviði sé falið að móta stefnu í samgöngumálum og al- menningssamgöngum, sem hefur verið verkefni skipulagsráðs, skipulagsnefndar og embættis borgarverkfræðings – sem nú er kallað framkvæmdasvið.“ Hætt var við að sameina íþrótta- og tómstundaráð við menningar- málanefnd, og segir Vilhjálmur það vel. „Að vel athuguðu máli, eftir samtöl við fulltrúa í menningar- og íþróttageirunum, var niðurstaða okkar sú að ekki væri rétt að sam- eina þetta,“ segir Vilhjálmur, en sjálfstæðismenn studdu upphaflega hugmyndir um þessa sameiningu. „Sporin hræða“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.