Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 26
Kínverjar voru fyrstir til að leggja sér þetta sérstaka grænmeti til munns.Reyndar greinir menn á um hvort eggaldin sé grænmeti eða ávöxtur enKínverjar ræktuðu eggaldin upphaflega til skreytinga í veislum. Þeir köll- uðu eggaldin „brjáluð epli“ og höfðu þá trú að ekki þyrfti að bíta nema einn bita til að menn ærðust. En íbúar Miðjarðarhafslanda bitu óhræddir í eggaldin og þaðan eru margir góðir eggaldinréttir. „Eggaldin er stór þáttur í ýmsum réttum frá mörgum löndum,“ segir Valentína. „Nægir að nefna Ratatouille, sem er frá Frakklandi, Moussaka frá Grikklandi og ýmsa indverska karrírétti. Eggaldin kemur víða við enda þykir það skemmtilegt undir tönn, gefa góða fyll- ingu og það má nota á ýmsa vegu en það er ekki sér- lega næringarríkt.“  MATARKISTAN Eggaldin kemur víða við í þekktum réttum Morgunblaðið/Golli Eggaldin: Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson með mismunandi og spennandi rétti. Hvernig er best að matreiða eggaldin og hvaðan er það? Kristín Gunnarsdóttir leitaði til Valentínu Björnsdóttur og Karls Eiríkssonar hjá Móður náttúru en þau eru uppfull af fróðleik um eggaldin og uppskriftum af spennandi réttum. 26 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Flottur forrréttur Fyrir sex. Setjið vænan hrauk af fallegu grænu salati á disk. Stráið yfir smásalti og malið pipar yfir. Hellið nokkrum dropum af góðri ólífuolíu út á og kreistið sítrónusafa yfir. Setjið 1 ískúluskeið af réttinum á mitt salatið og berið fram með döðl- um og heitu brauði. Eggaldin með parmesan 2 eggaldin salt ólífuolía 1 meðallaukur, sax- aður 2 hvítlauksrif 2 dós tómatar 1 tsk. tómatpúré handfylli af basil, gróft saxað svartur pipar salt 200 g Mozzarellaostur í vatni fullt af parmesan. nokkur basilblöð Sneiðið eggaldinið langsum í 1 cm þykkar sneiðar, saltið báðum megin og látið standa í 1 klst. Hitið olíu í potti og steikið laukinn þar til hann brúnast aðeins, bætið þá hvítlauknum, tómötunum og tómat- púré út í saltið og látið malla í ½ klst. Setjið basil út í og látið malla áfram í rólegheitunum, smakkið til með salti og svörtum pipar. Þerrið vökvann af eggald- ininu, og steikið sneið- arnar upp úr olíu á vel heitri pönnu, ath! það þarf svolít- ið mikla olíu í steik- inguna. Gott er að leggja sneiðarnar á eldhúspappír eftir steikinguna. Setjið þunnt lag af tómatsósunni í botninn á eldföstu fati. Raðið eggald- insneiðum ofan á. Setjið þunnt lag af mozzarella-osti, slatta af parmesan og 3–4 basilblöð, þá lag af tómatsós- unni og síðan koll af kolli þar til allt hráefnið er búið. Passar vel í meðalstórt eldfast mót. Bakað í ofni í 25 mín. við170°. Lát- ið standa í 15 mín. Borið fram með brakandi fersku grænu salati. Eggaldin af fingrum fram Aðalréttur fyrir 2–3 eða forréttur fyrir um það bil sex. 1 eggaldin skorið þversum í 1 cm þykkar sneiðar, saltað báðum megin og látið standa í 1 klst. olía 1 laukur sneiddur kanill á hnífsoddi 2–3 þræðir saffran mulið á milli fingra ¼ tsk. engiferduft 5 meðalstórir tómatar í bitum 1 bolli soðnar kjúklingabaunir 2 msk. appelsínusafi 1 msk. sítrónusafi salt og svartur pipar 1 lítill rauðlaukur 3 msk. ferskur kóríander Steikið laukinn í potti, stráið kanil yfir engifer og saffran, hræið í og setjið tómatana strax út í, hrærið öllu saman. Bætið út í kjúklingabaunum, appelsínu- og sítrónusafa. Smakkið til með salti og pipar. Í lokin er svo rauðlauk og ferskum kóríander bætt saman við. Þerrið allan vökva af eggaldin- sneiðunum og steikið þær báðum megin á vel heitri pönnu upp úr olíu. Leggið sneiðarnar á eldhúsbréf og látið þær kólna aðeins. Skerið þær í bita og setjið út í baunarétt- inn. Kælið ef nota á réttinn sem forrétt. Bagar Baingan Þessi réttur er ættaður frá indverska veitingahúsinu Rasa í London. 2 eggaldin, skorin í 2,5 cm teninga sett í salt vatn og látið liggja í 30 mín., skolað og þerrað. 1 msk. malað kór- íanderfræ ¼ tsk. rautt chilliduft 3 msk. olía 1 laukur grófskorinn 2 stk. grænn chilli 200 ml hrein jógúrt 30 g kókosmjöl 1 tsk. svört sinnepsfræ 10 karrílauf (fást í austurlenskum búðum) 25 g ósaltar cashew-hnetur 2 msk. matreiðslurjómi salt Hitið 1 msk. af olíu á pönnu og steikið laukinn og græna chilliið þar til laukurinn brúnast. Takið af hitanum og látið kólna. Setjið það síðan í matvinnsluvél ásamt möluðu kóríander, chilli-dufti, kókosmjöli og jógúrt. Maukið allt vel saman. Hitið 2 msk. af olíu í víðum potti, setjið sinnepsfræin og karrílaufið út í þegar sinnepsfræin byrja að poppa, bætið þá eggaldininu saman við, salt- ið og steikið í um 10 mín. þar til egg- aldinið er orðið fallega brúnt og byrj- að að mýkjast. Bætið lauk og kryddsósunni út í pottinn og látið krauma á lágum hita í um 10 mín. Setjið cashew-hneturnar og mat- reiðslurjómann í matvinnsluvél og maukið saman svo úr verði mjúkt krem. Eggaldinrétturinn borinn fram í skál með cashew-rjómanum yfir. Gott er að bera fram með réttinum basmati-hrísgrjón, nan-brauð og sterkt chutney. krgu@mbl.is http://www.thegutsy- gourmet.net/eggplant.html Eggaldin af fingrum fram. Eggaldin með parmesan. Bagar Baingan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.