Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E itt meginhlutverk Lista- safns Íslands er að varð- veita myndlistararf þjóð- arinnar, en þar sem myndlistararfurinn – í hefðbundnum skilningi þess orðs – er nánast jafnaldri safnsins sjálfs má segja að fagleg sköpunarsaga á sviði mynd- listar og þróun safneignarinnar hafi haldist í hendur. Safnið hefur á þessum tíma þróast þannig að nú er þar til staðar umtalsverð safn- eign, mikið gagnasafn, forvörsludeild og sýning- araðstaða sem tekin var í notkun 1988. En til þess að safnið geti haldið áfram að sinna hlut- verki sínu í samræmi við þær kröfur sem sam- tíminn gerir við miðlun efnis og sýningarstefnu, er væntanlega mikilvægt að halda áfram að þróa safnastarfið og byggja upp – bæði þá hug- myndafræðilegu þætti sem móta safnið sem og aðstöðu til að miðla því til almennings. Þegar Ólafur Kvaran, forstöðumaður, er beð- inn að líta til baka á þessum tímamótum í starfi safnsins og spurður hvort hann telji að því hafi verið gert kleift að sinna hlutverki sínu fram að þessu, segir hann safnið þurfa að meta það á hverjum tíma fyrir sig, hvernig safneignin fellur að þeim hugmyndum sem ríkja í stofnuninni hverju sinni. „Ef við lítum til baka yfir það sem safnið á og metum það útfrá okkar þekkingu og rann- sóknum á listasögunni í nútímanum, þá sjáum við í fyrsta lagi að það vantar mikinn þéttleika í safneignina. Við eigum verk sem eru mjög góðir fulltrúar fyrir ákveðin tímabil og viðhorf í ís- lenskri listasögu, en okkur vantar þéttleika þeg- ar kemur að höfundarverki ákveðinna lista- manna. Í annan stað sjáum við að þegar það verða ákveðin kerfisskipti í listasögunni, þá verður safneignin fátækleg. Við sjáum þetta í abstraktinu á sjötta áratugnum – ekki síst í tengslum við sýningar sem við höfum haldið hér – að safneignin er raunverulega mjög fátækleg. Í kerfisbreytingunni sem verður á áttunda ára- tugnum – upp úr sjötíu – þegar SÚM-ið er að hefjast, þá er safneignin einnig mjög fátækleg. Sömuleiðis þegar kemur að nýja málverkinu sem komst á skrið á níunda áratugnum.“ Ólafur segir ákveðnar skýringar vera á þessu sem söfn um allan heim glíma við, ekki síst þá að mun auðveldara er að koma auga á meg- inþróun eftir á heldur en þegar hún er að eiga sér stað. „En þess vegna er það okkar hlutverk, þegar við lítum til baka og metum ástandið svona, að bæta úr því.“ Það hlýtur m.ö.o. að vera ykkar hlutverkað stoppa upp í þessi göt, ásamt því aðkaupa verk samtímalistamanna, enhafið þið haft fjárhagslega burði til að þess? „Það er engin samleið á milli fjárveitinga til innkaupa listaverka og þessa markmiðs safns- ins,“ segir Ólafur. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa það í huga að menningararfurinn – lista- sagan – verður til með þessum hætti. Listasag- an er breytilegt fyrirbrigði. Hún verður aldrei ákveðin í eitt skipti fyrir öll. Þekking okkar breytist, viðhorfin breytast, og menningararf- urinn mótast. Og til þess að við getum sinnt því hlutverki – að vera slíkt mótandi afl – höfum við farið fram á að við fáum 30 milljónir til inn- kaupa á ári. Í dag höfum við 11 milljónir. 30 milljónir er sú upphæð sem við förum fram á að við höfum til innkaupa, bæði á gömlum og nýj- um verkum. Þetta er sú krafa sem við teljum raunsæja miðað við íslenskar aðstæður, og hún á að gera safninu kleift að vera virkt í samtím- anum, að fylla upp í götin og móta þannig menningararfinn.“ Telur þú einhverjar líkur á því að framlag ykkar verði þrefaldað? „Ja, ég held að þessi umræða – um fjárveit- ingar til innkaupa, um menningararfinn og til- raunir okkar til að skerpa sýnina á það hvernig menningararfurinn mótast og verður til ef safn- ið er virkt í samtímanum – eigi auðvitað að skýra hlutina fyrir pólitíska valdinu sem tekur um þetta ákvarðanir. Það er gríðarlega mik- ilvægt fyrir stofnun eins og okkur, að vera málshefjandi í slíkri umræðu og útskýra þær forsendur sem eru ráðandi í þessu tilliti. En það er ákveðin hefð fyrir skilningsleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart innkaupunum, sem sýnir sig vel í því hvaða peninga safnið hefur haft til innkaupa. Þetta hefur verið baráttumál í ára- tugi.“ En hver hefur innkaupastefna ykkar verið í gegnum tíðina, hafið þið t.d. haft frjálsar hend- ur um skiptingu á milli kaupa á gömlu og nýju? 1909 Hekla Ásgrímur Jónsson (1876–1958) J Mótun menni Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, Listasafn Íslands stendur á tímamótum. Það er nú hundrað tímabil og eiginleg samfelld listasaga þjóðarinnar. Ólafur Kv við Fríðu Björk Ingvarsdóttur þau málefni sem nú er brýna að lögbundnu hlutverki höfuðsafns á sviði myndlistar í landi 1900 Þingvellir Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924) Listasafn Íslands 120 ára | Sex verk úr safneignin þróun sem hefur átt sér stað þann tíma sem saf EINHVERF BÖRN OG KENNARAVERKFALL Sl. mánudagskvöld komu foreldrarátta einhverfra barna, sem stundanám við sérdeild Langholtsskóla fyrir einhverfa, saman til fundar til þess að ræða stöðu mála í kennaraverkfallinu og skrifa bréf til undanþágunefndar og Kennarasambands Íslands með ósk um undanþágu vegna kennslu barna þeirra. Undanþágunefndin hefur veitt undan- þágur vegna fimm sérskóla en ekki vegna sérdeilda. Sigríður Ingólfsdóttir, móðir sjö ára einhverfs drengs, lýsir einhverfu með svofelldum hætti í samtali við Morgun- blaðið sl. þriðjudag: „Einhverfa er líf, sem byggist upp á rútínu og þegar hún er rofin þá myndast gífurlegur kvíði, ótti og óvissa, sem leitt getur til áráttukenndrar hegðunar á borð við það að þau lemja sig og tæta föt sín í sundur. Og það er hægara sagt en gert að vinda ofan af slíkri óæskilegri hegðun þegar hún er farin í gang á annað borð. Hættan er að það verði afturför hjá börnunum og raunar urðum við mjög snemma eftir að verkfallið skall á vör við slíka afturför. Það ríður því á að koma börnunum aftur út úr þessari vondu rút- ínu, sem skapast hefur, og koma þeim með aðstoð skólanna og sérkennaranna aftur inn í góða rútínu.“ Verkfall skapar margvíslega erfið- leika fyrir stóran hóp af fólki en þeir sem fyrir því verða eiga misjafnlega auðvelt eða erfitt með að fást við þá erfiðleika. Varla er hægt að hugsa sér einstak- linga sem standa varnarlausari gagnvart þeim vandamálum, sem kennaraverkfall leiðir af sér, en einmitt einhverf börn og aðstandendur þeirra. Raunar á það sama við um fötluð börn yfirleitt. Það eru engin sjáanleg eða skiljanleg rök fyrir þeirri afstöðu kennaranna hingað til að veita undanþágu vegna sér- skóla en ekki vegna sérdeilda fyrir ein- hverf börn. Og það er alveg ljóst, að áframhald- andi lokun þessara sérdeilda mun engin áhrif hafa á, hvort verkfallið stendur lengur eða skemur. Kennarar njóta bæði samúðar og stuðnings fjölmargra foreldra í þessari kennaradeilu. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að óhjá- kvæmilegt sé að hækka laun grunn- skólakennara verulega og að engin rök séu fyrir þeim mikla launamun sem er t.d. á milli þeirra og framhaldsskóla- kennara. Sá stuðningur sem kennarar njóta mun margfaldast ef þeir taka þá sjálf- sögðu ákvörðun að láta afleiðingar verk- fallsins ekki bitna á þeim sem minnst mega sín, einhverfum börnum og öðrum fötluðum börnum. Í Morgunblaðinu í dag segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands- ins, að kennarar séu tilbúnir til að veita undanþágur til kennslu í öllum sérdeild- um. Það er stórt skref í rétta átt. Hann segir hins vegar að nú standi á sveitar- félögunum vegna fyrirkomulags við greiðslu launa. Úr því að kennarar eru tilbúnir til að veita undanþágur er óþol- andi fyrir börnin og foreldra þeirra að lausn málsins strandi á öðrum atriðum. SÖGULEG ÁKVÖRÐUN Ekki eru allir á eitt sáttir um ákvörð-un framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins um að mæla með því að hafnar verði viðræður við Tyrki um aðild að ESB. Günter Verheugen, yfirmaður stækkunarmála hjá ESB, hefur látið að því liggja að beita hafi þurft Romano Prodi, framkvæmdastjóra sambandsins, þrýstingi til að tilkynna ákvörðunina, að því er fram kemur í tímaritinu Der Spieg- el í þessari viku. Á Evrópuþinginu talaði Prodi um „byrði boðskaparins“. Hollend- ingurinn Frederik Bolkestein, sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn- inni, lagðist gegn því að mælt yrði með því að viðræður yrðu hafnar við Tyrki, aðrir munu hafa samþykkt það með sem- ingi. Í Morgunblaðinu í gær er sagt frá skoðanakönnun, sem sýnir að meirihluti Þjóðverja, um 59%, vilji að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Tyrkja. Nýleg könnun sýnir að 57% Þjóðverja eru andvíg því að Tyrkjum verði veitt að- ild að Evrópusambandinu. Kannanir hafa verið gerðar víðar. 75% Frakka kveðast andvíg aðild Tyrkja að ESB og 64% Dana. Ýmsar ástæður liggja að baki þessari andstöðu við inngöngu Tyrkja. Tyrkland er íslamskt ríki þótt aðskilnaður sé milli ríkis og trúar. Í Evrópu ríkir ótti við að leið hryðjuverkamanna inn í álfuna verði greiðari. Í Tyrklandi eru meðaltekjur á mann helmingi lægri en í nýjum Evrópu- sambandsríkjum á borð við Pólland og tíu sinnum lægri en til dæmis í Þýska- landi. Aðild Tyrklands myndi fylgja kostnaður fyrir Evrópusambandið. Þá búa þar rúmlega 70 milljónir manna og Tyrkjum fer fjölgandi öndvert við íbúa núverandi aðildarríkja ESB. Hafa marg- ir áhyggjur af því að holskefla innflytj- enda muni ríða yfir Evrópusambandið, en hin hliðin á því máli er að ekki mun veita af vinnuaflinu. Sumir óttast að aðildarviðræður muni ýta undir nýnas- ista og aðra öfgahópa, en það er ótækt að láta stjórnast af slíkum ótta. Aðrir telja að aðild Tyrkja muni valda vandræðum í samrunaferlinu í ESB. Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakk- lands, hefur gengið svo langt að segja að aðild Tyrklands myndi ríða Evrópusam- bandinu að fullu. Á leiðtogafundi ESB í desember verð- ur tekin ákvörðun um það hvort hefja eigi viðræður við Tyrki um aðild. Flestir leið- togar aðildarríkja ESB hafa lýst yfir stuðningi við aðild, nú síðast Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í gær. Jean Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, hefur hins vegar sagt að menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir hleypa „flóðöldu íslams“ inn í „ár- farveg hinnar veraldlegu Evrópu“. Rúmlega fjórir áratugir eru liðnir frá því að Tyrkjum var fyrst gefið undir fót- inn með aðild að Evrópusambandinu. Múslímar um allan heim munu fylgjast með samskiptum Tyrklands og Evrópu- sambandsins. Aðildarviðræður myndu verða til þess að draga úr spennu og tor- tryggni og margir myndu líta svo á að þar með réttu Vesturlönd múslímum sátta- hönd. Þær myndu sýna að baráttan gegn hryðjuverkum er ekki siðmenningastríð. Framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins tók sögulega ákvörðun í lok septem- ber. Leiðtogar Evrópusambandsins geta staðfest hana 17. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.