Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 33

Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 33 UMRÆÐAN Við sæ kju m hr að se nd ing u t il f yr irt æk is og ök um he nn i ti l m ótt ak an da , fyr irt æk is eð a e ins tak lin gs . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um . www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 Lá ttu ek ki ein s o g þ ú g eti r b eð ið ÁLFTNESINGUM er boðið til íbúaþings n.k. laugardag í íþrótta- húsi Álftanesskóla. Þingið stend- ur milli kl 9 og 14. Skipulagsmál verða á dagskrá. Ég hvet Álftnesinga til að fjölmenn og koma að hugmyndum sínum. Í skipulagsmálum vill Álftanesshreyf- ingin stuðla að mann- lífi í sátt við sérstaka náttúru á Álftanesi. Íbúabyggð um einn grunnskóla, með áhersla á dreifða og lága byggð utan hringvegar en þétta vandaða byggð innan hrings í ná- grenni skóla og þjónustu. Á íbúa- þinginu verður kynnt „Áfanga- skýrsla 3 – Drög að aðalskipu- lagstillögu“, en Álftaneshreyf- ingin telur að í drögunum sé gengið allt of skamt í verndun strand og tjarnarsvæða, skipulag og hlutverk miðsvæði sé ófull- nægjandi og betur þurfi að skil- greina þjónustu og atvinnu- uppbyggingu. Friðum strandsvæði, tjarnir og votlendi Álftaneshreyfingin hefur í starfi sínu lagt mikla áherslu á skipu- lagsmálin, m.a. staðið fyrir opnum vinnufundum og blaðaútgáfu. Þá hafa bæjarfulltrúar okkar flutt margar tillögur, sem eru hjá skipulagsnefnd í skoðun. Þeir hafa lagt fram tillögur um vernd- un og friðun strandsvæða, tjarn- arsvæða og votlendis. Með tillög- unum er lagt til að einstakt náttúruríki sé verndað um leið og fólki verði tryggður aðgang að hreinum og óspilltum strand- svæðum, líkt og almenningi hefur nú útivistarsvæði í Heiðmörkinni, ofan byggðar. Við viljum enga íbúðabyggð á opnu svæði við Haukshús, eða í fólkvanginum að Hliði eins og fulltrúar D-listans leggja til. Grænt svæði með Skógtjörninni viljum við breykka og varð- veitt hins stóru opnu svæði á norðurnesinu. Opin svæði sunnan við Hólmatún verði áfram óbyggð. Ná- grenni Kasthúsa- tjarnar, vogskorin strönd Bessastaða- tjarnar og nágrenni Breiðabólstaðatjarnar verði hlíft við raski. Golfvöllur í Bessastaðanesi, ný stjórnsýslumörk Við viljum ekki golfvöll við Kast- húsatjörn eða Bessastaðatjörn, eins og fulltrúar D-listans berjast fyrir. Golfvöllur þar mun rýra náttúrufar svæðisins. Fullgildan framtíðar golfvöll viljum við byggja, á túnum sem hætt er að nýta, á Bessastaðanesi. Við viljum fara vel með land og stuðla að jafnvirði þess hvort sem landið er nýtt til íbúðabyggðar eða sem útivistarsvæði, með sam- starfi við landeigendur. Við vilj- um færa út stjórnsýslumörk sveitarfélagsins , vestast í Garða- holtið, þannig að vatnasvæði Lambhúsatjarnar og Skógtjarnar sé allt innan okkar sveitarfélags. Við fögnum áformur Umhverf- isráðuneytisins um Náttúruvernd- aráætlun sem nær til friðunar á Skerjafjarðar og Álftanesi og sjáum í því sóknarfæri fyrir Álft- nesinga. Byggjum þjónustustofnanir á miðsvæði Álftaneshreyfingin vill nýtt skipu- lag miðsvæðis. Færa það nær nú- verandi skólasvæði og sníða að þörfum lítils bæjarfélags. Skipu- leggja þar matvöruverslun,bakaríi og aðra smáþjónustu, – stjórn- sýsluhús með aðsetri fyrir fé- lagastarf, – þjónustusetur eldri- borgara og ef til vill heimahjúkr- un og heilsugæslu. Tengt miðsvæði viljum við reisa hjúkrunarheimili og svo kallaðar öryggisíbúðir. Við viljum leita samninga við ríkisvaldið um að opinber stofnun t.d. Nátt- úrugripasafn Íslands, Nátt- úrufræðistofnun eða önnur slík stofun rísi á Álftanesi. Samvinna við Landspítala háskólasjúkrahús eða aðrar heildustofnanir um staðsetningu langlegudeilda, á Álftanesi, væri líka ákjósanleg. Álftaneshreyfingin styður byggingu Menningar og nátt- úrufræðisetur í nágrenni Bessa- staða , eins og stjórn SÁUM hef- ur lagt til. Við viljum styðja við veitingastarfsemi á vel völdum stöðum ef aðilar sína áhuga slíksri uppbyggingu. Uppbygging þjónuststofnana og atvinnulífs eins og hér er lagt til er stækkandi sam- félagi nauðsyn, skapar ný störf innan sveitar- félagsins og styrkir tekjustofna. Þetta er mjög brýnt nú þegar með- altekjur í sveitarfé- laginu hafa fallið og fjárhagsstaðan hefur versnað á sama tíma og verkefni og útgjöld vaxa. Bæjarstjórnin á að snúa bökum saman og ein- henda sér í þessa uppbyggingu sem treystir grundvöll sjálfstæðs sveitarfélags á Álftanesi. Mörg önnur verkefni býða í skipulagsmálum sem of langt mál væri að rekja hér, eins og stíga- gerð, fyrir göngufólk og reið- menn, smábátahöfn, æskulýðs- heimili og bætt íþróttaaðstaða að ógleymdu því stóra verk- efni að ljúka byggingu Álftanesskóla og tryggja Tónlistaskóla Álftanes framtíðar húsnæði. Ég ítreka hvatningu til íbúa Álfta- nes að mæta á íbúaþingið á laugardag og koma þar að áherslum sínum í skipu- lagsmálum. Stuðningur við sjón- armið Álftarneshreyfingainnar sem ég hef kynnt hér að framan væri vel þegin, því áhugi íbúanna á framgangi þeirra skiptir sköpum. Íbúaþing á Álftanesi Sigurður Magnússon skrifar um sveitarstjórnarmál ’Í skipulagsmálum villÁlftaneshreyfingin stuðla að mannlífi í sátt við sérstaka náttúru á Álftanesi.‘ Sigurður Magnússon Höfundur er oddviti Álftaneshreyf- ingarinnar. Á ALÞINGI úthluta menn fjármunum úr skatthirslunum. Tekist er á um forgangsröðun. Þetta er gangur lýðræðisins. Eða hvað? Almannaviljanum eru settar sífellt þrengri skorð- ur. Völd sem áður voru í hönd- um lýðræðislega kjörinna full- trúa eru gengin þeim úr greipum. Þetta gerist þannig að arðsamar eignir almennings eru seldar í hendur einkaaðila; létt er sköttum af stórfyrir- tækjum og nýr veruleiki verður til. Við sjáum þennan nýja veruleika auglýstan dag hvern á síðum dagblaða og í fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Í vikunni sáum við Björgólf Guðmundsson rétta forsvars- mönnum Sinfóníuhljómsveitar Íslands tékka upp á 25 millj- ónir króna. Eftir því sem fyr- irtækin stækka taka þau meiri þátt í menningunni, sagði stjórnarformaður hins einka- vædda Landsbanka við þetta tækifæri. Eina ferðina enn varð ég hugsi. Einkavæddar almenn- ingseignir eins og ríkisbank- arnir færa nýjum eigendum tugmilljarða arð. Ríkisvaldið lækkar um leið skatta á þessa aðila. Og þá gerist það: Þeir verða veitendur, styrkja listir og menningu, líkna sjúkum og örva fræðslu, gerast velgjörð- armenn Þjóðminjasafnsins, Sinfóníunnar, listasafna og listamanna, auk þess náttúr- lega að kosta fótboltaferðirnar til Bretlands fyrir stjórnendur fyrirtækjanna, og lúxusvillurn- ar, jeppana og munaðarlífið fyrir sjálfa sig. Hið síðara er auðvitað aukaatriði og flokkast undir allt aðra liði, „fólk í frétt- um“ er það kallað í glanstíma- ritunum. Þetta eru afleiðingar af stefnu ríkisstjórna Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar. Einka- væðingin og skattastefnan hafa gert auðmenn að veitendum í íslensku velferðarkerfi og menningarlífi. Hjá þeim liggja nú völdin. Eftir sitja fjársvelt- ar stofnanir ríkis og sveitarfé- laga. Á þennan hátt hafa landa- mæri lýðræðisins verið færð til á Íslandi. Það sem áður var lýðræðislegt almannavald hef- ur verið fært á hendur fámenn- ispeningavalds. Því valdi eiga nú listamenn og vísindamenn sífellt meira undir; þeir eiga af- komu sína í vaxandi mæli undir því sem fyrr á tíð var nefnt auðvald. Það er kannski ástæða til að taka það fram að tilefni þess- ara skrifa er ekki að agnúast út í kapítalistana, allra síst þegar þeir vilja láta gott af sér leiða eins og Björgólfur Guðmunds- son augljóslega vill, heldur hina sem ganga erinda þeirra á Alþingi og í Stjórnarráðinu. Engan hef ég heyrt mæla hall- arbyltingu peningavaldsins bót. En hvers vegna fólk kýs yfir okkur handbendi auðvaldsins – það er mér óskiljanlegt. Ögmundur Jónasson Hallarbylting peningavaldsins Höfundur er alþingismaður. Í TILEFNI þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í tengslum við svokallað Sólbaksmál langar mig aðeins að reifa málið út frá sjón- armiði sjómanna starfandi á svip- uðum skipum. Eftir því sem mér skilst þá telja þeir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims og Brynjar Kristgeirsson fram- kvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar að mönn- un ísfisktogara standi fiskvinnslunni fyrir þrifum og sé aðal- ástæða þess að ekki sé hægt að reka arðvæn- lega fiskvinnslu, helstu rök þeirra eru að ef til fækkunar komi þá hlaupi launakostnaður- inn upp úr öllu valdi. Ég hef hinsvegar ekki getað skilið þau rök, einfaldlega vegna þess að ég tel ekki grund- völl fyrir fækkun. Áhöfn ísfisktog- ara samanstendur af 15 mönnum sem skipta með sér verkum á þann hátt að skipstjóri og stýrimaður skipta með sér sólarhringnum í brú, þ.e 12 tíma vakt, vélstjórar, 2 stýri- maður, bátsmaður og hásetar standa sex tíma og sex tíma hvíld, matsveinn hefur viðveru frá 5 að morgni til 9 að kvöldi. Á hvorri vakt eru 5 menn, þ.e. 2 stýrim. ann- arsvegar og bátsm. hinsvegar og 4 hásetar, skyldustörf þessara manna eru að taka trollið, gera að og ganga frá fiski í lest, auk þess að sinna viðhaldi á veiðarfærum og sjá um þrif á skipi að lokinni veiðiferð. Þegar skuttogararnir komu fyrst var þessi mönnun fundin út. Þá voru skipin að fiska ca 3000 tonn á ári og þótti gott. Nú þykir lélegt ef þessi skip skila undir 5000 tonnum og þeir sem mest hafa aflað komist í rúm 7000 tonn og geta menn í þessu ljósi spurt sig hvort vinnan hafi minnkað um borð. Í flestum til- fellum hafa menn ærinn starfa flesta túra og mín skoðun er sú að ekki sé grundvöllur fyrir fækkun og kemur þar margt til. Í fyrsta lagi, ef fækkað er þá verða einungis 3 menn til að taka trollið í stað fjög- urra áður, því áfram munu 2 stýri- maður og bátsmaður sjá um híf- ingar í brú einfaldlega vegna þess að það er bundið í reglugerð að ekki sé sami maður sem stjórnar skipi og hífir, til að koma í veg fyrir slys. Í öðru lagi, þá mun einfaldlega aukast vinnuálagið á þá sem eftir verða, því ekki er um neina hag- ræðingu um borð að ræða. Mér hefur skilist á málflutningi Guð- mundar að hans mark- mið sé að fá betri fisk í land með fækkun á mannskap. Ég skil ekki þann mál- flutning, einfaldlega vegna þess að með færri mönnum tekur lengri tíma að gera að og ganga frá fisk- inum. Ég hef lúmskan grun um að hans hugmyndir gangi út á það að menn standi aukavaktir til að ná þessu markmiði en þar sem ég þekki til á ísfisktogara og hef unnið á slíkum skipum síðastliðin 22 ár, þá hefur ekki verið neinn skortur á aukavöktum, menn hafa staðið frí- vaktir möglunarlaust í hverri ein- ustu veiðiferð þar sem ég þekki til og ekki fengið krónu fyrir. Þessar hugmyndir eru að mínu mati ger- samlega óásættanlegar fyrir sjó- menn nema ef til kæmi eitthvað sem létti mönnum störfin og þar á ég við að ef settar yrðu aðgerð- arvélar um borð, þá mætti ræða það að fækka í ljósi þess að um tækninýjungar væri að ræða. Mál- flutningur þessara manna um að þessir tveir menn sem þeir vilja fækka um skipti sköpum fyrir út- gerðina og fiskvinnsluna er að mínu mati ákaflega lítilfjörlegur ég held að þeir ættu að beita sjónum sínum inná við og ná fram hagræðingu í rekstri. Ég gæti trúað að þar fynd- ist mörg matarholan. Eitt sem þeir gleyma viljandi að geta um í árás- um sínum á okkur sjómenn er sú staðreynd að það er búið að taka mikið fé út úr rekstrinum því það hefur þurft að borga út óheyrilegar upphæðir til manna sem hafa verið að að kaupa og selja sjávarútvegs- fyrirtæki og hagnast um stjarn- fræðilegar upphæðir á örskömmum tíma. Það er því að mínu mati mjög ómerkilegur málflutningur að kenna eingöngu sjómönnum um stöðu útgerðarinnar og fiskvinnsl- unnar og ata menn auri til að draga athygli manna frá þessari stað- reynd sem ásamt ýmsum öðrum at- riðum er ástæða þess að ekki geng- ur betur. En við sjómenn erum kannski bara í þeirri stöðu að þegar menn eru komnir í þrot, þá er spjótunum beint að okkur eða svona á svipaðan hátt og maðurinn sem ekkert gekk upp hjá og var kominn í tilvistarlega sjálfheldu sparkaði, frekar en að gera ekki neitt, í hund- inn sem alltaf hafði fylgt honum tryggur og trúr. Lítilfjörlegur málflutningur Eiríkur Jónsson fjallar um útveginn ’Það er því að mínumati mjög ómerkilegur málflutningur að kenna eingöngu sjómönnum um stöðu útgerðarinnar og fiskvinnslunnar.‘ Eiríkur Jónsson Höfundur er stýrimaður á SHB AK 10 og stjórnarmaður í FS, félagi skip- stjórnarmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.