Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 37
Ég leit eina lilju í holti hún lifði hjá steinum á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, er blettinn sinn prýddi hún vel. Þetta litla kvæði er í huga mér svo samslungið Guðrúnu Bjarna- son, eða henni Gunnu Hákonar eins og hún var kölluð í fjölskyldunni, að ég kann vart að greina þar á milli. Þetta byrjaði allt held ég með því að hann Clausen málari lagði frá sér pensilinn eina stund í kaffitíma á Snorrabrautinni í gamla daga. Hann söng fyrir okkur meðal ann- ars þetta ljóð á gítarinn hennar Gunnu. Alla stund síðan hefur þetta sérstaka kvæðalag fylgt okkur sem lifðum í þessu húsi í þá daga. Við Gunna sungum þetta í dúett fyrir fullu húsi þegar hún varð 75 ára og höfðum bæði jafngaman af, hvað sem áheyrendunum leið. Já, blettinn sinn prýddi hún vel. Það má segja um hana Gunnu Há- konar. Hún var samstiga manni sín- um honum Hákoni föðurbróður í áhuganum á ræktun jarðarinnar. Saman fóru þau „suður á land“ eins og þau kölluðu það. Til útskýr- ingar þá var ég sendur í vinnuflokki að girða stórt svæði af gilskornum nær örfoka mel við Hvaleyrarvatn. Hákon frændi var búinn að festa sér eigið land. Ég hélt bara að hann væri orðinn vitlaus að ætla að setj- ast þarna að þegar nægir grösugri lundir buðust. En Hákon var Há- kon og átti fáa sína líka þá sem til þessa dags. Nú dettur mér í hug að hann hafi kannski viljað praktísera það sem hann prédikaði um landið þvert og endilangt. Sýna fólki hvað hann gæti gert úr engu með eigin hönd- um og fjölskyldunnar. En Hákon Bjarnason skógræktarstjóri var trúboði um lundi nýrra skóga á Ís- landi. Hann breytti landinu og þjóð- inni til varanlegs bata. Nú efast enginn um það að hér má rækta stærri viði en í eldspýtur og tann- stöngla og landið, bæirnir og eyði- merkurnar eru að breyta um svip fyrir hans tilverknað. Þau voru samhent hjónin að verja flestum frístundum þarna suður frá. Sístritandi við erjun jarðarinn- ar. Og einn daginn svona tuttugu árum síðar flaug ég með Bergsteini Gizurarsyni yfir þetta land að taka ótrúlegar myndir í Mogga. Það var eins og teiknaður iðjagrænn blettur í eyðimörkina utan girðingarinnar, þar sem flestar tegundir blómgres- is og stórviða vaxa til himins. Þrátt fyrir stóráföll eins og íkveikjur og spellvirki. Nú löngu síðar er allt umhverfið í kring gjörbreytt. Upp- græðslan smitar út frá sér, nú leggjast margir á árar. Þarna reistu þau sér fallegt hús, sem gaman var að koma í. Gunna hélt starfinu ótrauð áfram þó að Hákon væri fallinn frá, rafvæddi staðinn meðal annars og var stór- virk í staðarframkvæmdum. Fyrir þann sem man hvernig þetta var og hvernig þetta er núna er þetta lífs- ævintýri. Marga sálufélaga eignuð- ust þau hjón um allt land eins og sjá má. Á mörgum stöðum vaxa upp lundir nýrra skóga og maður undr- ast hversu undraskjótt þetta hefur orðið. Aðeins ein eða tvær manns- ævir eftir myrkar aldir. Ég veit það er úti um engi mörg önnur sem glitrar og skín ég þræti ekki um litinn né ljómann því liljan í holtinu er mín. Ég man það fyrst til Gunnu að ég var úti á tröppum á Snorrabraut 65. Það var spenningur í mér því Há- kon frændi var að koma heim með nýju konuna sína. Svo renndi R 78 í hlaðið og þar með kom þessi Guð- rún Kristín Jóhanna inn í mitt líf. Ég man svo sem ekkert mikið eft- ir því hvað gerðist næst. Hún var frá Akureyri og hefur líklega verið hálfsveitó á okkar Reykjavíkur- strákavísu, sem vorum forframaðir af samvistum við ameríska dáta í kampinum hinum megin við götuna og tuggðum notað tyggigúmmí úr götunni. Hún kunni til dæmis ekki að reykja sígarettur, sem við strák- arnir þóttumst alveg kunna þó að lágt færi. Þetta þótti mömmu minni aldeilis agalegt og tók að sér að kenna henni að reykja. Það var eng- inn gjaldgengur í selskapslífinu þá sem ekki kunni að reykja. Ég man að Gunna hóstaði einhver ósköp til að byrja með. En þetta varð að læra til að vera fín dama í höfuðborginni. Svo varð að gefa henni kokkteil. Það gekk nú víst lítið betur því mér var sagt að hún hefði bara gubbað strax í blómavasann á borðinu. Svona voru nú Akureyrapíurnar saklausar á þessum árum. Svo leið tíminn og okkar kynni tókust vel. Ég var fauti mikill í skapinu í þá daga og bæði þá og síð- an grunnhygginn og fljótfær. Há- kon frændi hafði því gaman af því að stríða mér smávegis. Gunna stríddi mér ekki tiltakanlega heldur talaði við mig á léttu nótunum, jafn- vel á mörkum lífsins leyndós. Hún var samt alls ekki skaplaus og mig minnir að hún hafi skammað mig þegar ég skrifaði Asni Asnason með bleki fyrir neðan nafnspjaldið hans Hákonar á hurðinni þeirra. Þá hafði sko Hákon gengið of langt í að van- virða stórmennið á loftinu. Hann skammaði mig ekkert sjálfur fyrir þetta beint heldur fór út í Þor- steinsbúð og spurði þá hvort þeir hefðu séð hann Asnafrænda. Ég gekk undir því nafni lengi hjá þeim sem voru stærri en ég. Það gekk á ýmsu með vinskapinn við frænda á þessum árum en mikið lifandi var ég hændur að honum þess á milli og til æviloka hans. Einhvern veginn stóðu kynni okkar Guðrúnar af sér alla vetur og við urðum ævarandi vinir. Vinir sem töluðum um flest milli himins og jarðar. Hún var afburða sam- ræðusnillingur og lét fátt mannlegt verða sér óviðkomandi. Það var alltaf notalegt að setjast niður með henni og tala um heima og geima. Hún var oft leiftrandi skemmtileg, fyndin, stríðin, samúðarfull eða skömmótt. Í hennar hörpu voru margir strengir. Hún var mikil framkvæmdamanneskja og féll helst ekki verk úr hendi, sífellt með einhver prójekt í gangi. Og það var svo mikil glaðværð yfir þessari starfsemi allri að maður hreifst með. Það er mikil lífshamingja sem felst í því að una glaður við sitt. Það var aðalsmerki Guðrúnar Bjarna- son. Hennar heimur var hennar heimur og betri en allir aðrir hugs- anlegir heimar, eins og Voltaire orðaði það í Birtingi. Í honum ríkti umhyggja og áhugi, áræði og orku- notkun, vinamót og væntumþykja. Þessi skaphöfn fylgdi henni til hinstu stundar. Hún stóð meðan stætt var og gaf sig ekki fyrr en enginn kostur var lífs. Í dag, 15. október, er gerð útför þessarar góðu vinkonu minnar. Hún hefði orðið 85 ára einmitt núna. Þess í stað er hún farin að hitta hann Hákon sinn eins og hún sagðist ætla. Hún var sátt við Guð og menn eftir langt og gott líf. „Var það nokkuð fleira fyrir yður?“ spurðu afgreiðslumennirnir í Har- aldarbúð í gamla daga. Einhvern veginn komst ég hjá því að heyra síðasta erindið í Lilju- kvæðinu þar til um daginn. Og þó að í vindunum visni á völlum og engjum hvert blóm og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér ró. Líf Guðrúnar Bjarnason virðist mér nú að leiðarlokum líkjast lilj- unnar tíð. Hún prýddi blettinn sinn vel. Einhverjir eiga sjálfsagt stærri bletti og meiri heyfeng að hirða. En hvað skiptir máli þegar öllu er á botninn hvolft? Stór bankabók eða vinátta meðal manna? Er það æðst allra gæða að verða ríkasta líkið í kirkjugarðinum eða verða orðstír að hætti Hávamála? Þessi lilja er mín lifandi trú þessi lilja er mín lifandi trú hún er ljós mitt og von mín og yndi þessi lilja er mín lifandi trú. Farðu nú vel, Gunna mín, og takk fyrir mig. Orðstír þinn lifir. Halldór Jónsson verkfr. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 37 MINNINGAR „Hetjan litla“ er það sem kemur fyrst upp í hugann! Þegar Birta er níu mánaða gömul kemur hún ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað norður í Vaglaskóg til þess að halda upp á þriggja ára af- mæli Sonju systur sinnar í júlí. Uppúr því eða á sjálfan afmælisdag Sonju veikist Birta og er flutt með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Þá kemur í ljós að hún er með heilahimnubólgu og er lögð inn á gjörgæslu. Þar er hún í tíu daga. Í beinu framhaldi af því er okk- ur tilkynnt á öðrum eða þriðja degi að hún sé mjög veik og í lífshættu og að hún sé með ólæknandi sjúkdóm, ein á Íslandi og vitað sé um þrettán í heim- inum. Það var erfitt að horfa upp á börnin sín fá þennan dóm að dóttir þeirra væri með efnaskiptasjúkdóm sem heitir Lysosomal og það sé ekk- ert vitað um hann hér á landi. Og enn erfiðara að horfa á barnabarn sitt og geta ekkert gert fyrir það. Þegar ég minnist Birtu er það fyrst og fremst baráttan við sjúkdóminn, dugnaður og þrautseigja. Birta er bú- in að vera mjög veik í þónokkurn tíma og höfum við ömmurnar og afarnir reynt að gera okkar besta til að létta undir með fjölskyldunni. Foreldrar Birtu hafa vakað og sofið til skiptis, ýmist á Landspítalanum yfir Birtu og eða á heimili sínu yfir systur hennar. Þegar horft er til baka er þessi tími sem við fengum að aðstoða þau og vera með þeim í baráttunni ómetan- legur fyrir okkur. Við fengum góðan tíma en líka erfiðan. Það hefur ekki verið auðvelt að standa undir öllu þessu hjá þessum ungu hjónum, Sæv- ari og Siggu, sem hafa staðið eins og klettar í þessari lífsreynslu, með vinnu og heimili í bland, því þetta er ekki auðvelt, að búa svo fjarri ætt- ingjum með veikt barn, ömmurnar og afarnir á Akureyri, svo vinnudagarnir urðu oft langir hjá þeim. Svo var það um mánaðamótin að þau komu norð- ur til Akureyrar og þá var Birta sátt að kveðja þennan heim þar sem hún vissi að mamma og pabbi og Sonja væru komin í faðm fjölskyldunnar. Við viljum þakka Birtu fyrir allt sem hún gaf okkur, þennan stutta tíma, og biðjum guð og englana að varðveita hana. Ég vil koma þakklæti til allra sem hafa hjálpað okkur í gegnum þetta. Elsku Sigga, Sævar og Sonja, megi guð gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið. Kveðja. Afi, amma og Elvar Guðmundsson. Ég fékk hringingu seint á sunnu- dagskvöldi, að litla frænka mín hún Birta væri dáin. Þegar ég kom uppá sjúkrahús og gekk inná stofuna henn- ar sá ég hvar allir nánustu ættingjar ásamt prestinum voru mættir og að lokum Sævar bróðir með barnið sitt dáið í fanginu og móðir þess grátandi við hliðina á þeim. Þarna er eitthvað ekki eins og það á að vera og enginn á að þurfa að ganga í gegnum. Ég náði því miður ekki að eiga BIRTA SÆVARSDÓTTIR ✝ Birta Sævars-dóttir fæddist í Reykjavík 13. októ- ber 2003. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sævar Guðmunds- son, f. 25. júní 1972, og Sigríður María Jónsdóttir, f. 6. nóv- ember 1972. Systir Birtu er Sonja Sæv- arsdóttir, f. 11. júlí 2001. Foreldrar Sæv- ars eru Guðmundur Pétursson og Ágústa Ólafsdóttir, Akureyri. Foreldrar Sigríðar Mar- íu eru Jón Þorsteinsson, Garði, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Akur- eyri. Fósturfaðir Sigríðar Maríu er Bragi Árnason, Akureyri. Útför Birtu verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. margar samverustundir með henni, þar sem hún var búsett í Reykjavík ásamt foreldrum sínum, en það er ekki annað hægt en að dást að þeim, hvernig þau hafa staðið sig, mér finnst þau búin að sýna ótrú- legan styrk sem ég veit að ég gæti ekki á nokkurn hátt leikið eftir, og hugsanirnar sem fara í gegnum koll- inn á manni þessa dag- ana eru því miður ekki mjög hliðhollar þeim sem við eigum að trúa á. Það á enginn að þurfa að standa yf- ir pínulítilli líkkistu með litlu dóttur sinni í, og það á sjálfan eins árs af- mælisdaginn hennar. Ég hef alltaf lit- ið upp til bróður míns og núna lít ég miklu hærra upp til þeirra beggja. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Róbert, Sigrún, Rakel og Patrik. Elsku Birta. Ég veit varla hvernig ég á að kveðja þig. Öll orð hljóma eitt- hvað svo innantóm núna. Það er léttir að þjáningum þínum sé lokið en það er óendanlega sárt að sleppa af þér hendinni. Þú varst ein þeirra sem af einhverjum ástæðum var úthlutað af- ar stuttu dvalarleyfi í þessum heimi. Knappur tími kom þó ekki í veg fyrir að þú næðir að skjóta rótum djúpt í hjörtum okkar. Þú þjófstartaðir reyndar. Komst næstum tveimur vik- um á undan áætlun. Sölvi frændi þinn átti bókað á undan þér en eins og sönn prinsessa ákvaðstu að dömurnar kæmu fyrst. Gott hjá þér. Ég þarf að þakka þér fyrir síðast- liðið ár. Fyrir þann dýrmæta fé- lagsskap sem þið mæðgurnar veittuð okkur Sölva. Það má eiginlega segja að leiðir okkar hafi fyrst legið saman í meðgöngu-jóga sem mamma þín hvatti mig til að prófa. Það breyttist svo í mömmu-jóga og síðar í mömmu- leikfimi. Inn á milli og allt í kring voru svo heimsóknir, gönguferðir og jafn- vel kaffihúsaferðir. Ekki veit ég hvað ykkur Sölva fannst um þetta allt sam- an en eftir situr fjársjóður minninga. Það verður erfitt að hætta að hugsa um ykkur tvö í sömu andránni. Ég hélt að framtíð ykkar frændsystkina væri samofin og kvartettinn okkar óuppleysanlegur. Það er ótrúlegt hvað þú náðir að hafa mikil áhrif á líf okkar, Birta. Án þess að hafa sjálf fengið að upplifa alla þá hluti sem okkur finnast sjálfsagðir. Að skríða, tala, ganga og veltast um af hlátri. Þú, litli engill, minntir okkur á hvað lífið er dýrmætt, stutt og hverf- ult. Hvað skiptir máli og hvaða mann við höfum að geyma þegar á reynir. Það er erfitt að finna tilgang með brottför þinni. Allar vel meintar klisj- ur fylla ekki það skarð sem þú skilur eftir. Það er líka auðvelt að fyllast bit- urð yfir því að lítil prinsessa eins og þú hafir ekki einu sinni fengið að halda uppá fyrsta afmælisdaginn. Þann dag varstu kistulögð. Þú fórst svo sannarlega erfiðu leið- ina. Við hin vissum það bara ekki fyrr en í sumar. Litli kroppurinn þinn var að berjast við heilahimnubólgu og lungnabólgu þegar reiðarslagið dundi yfir. Við þáðum í örvæntingu þau ár sem talið var að þú gætir átt. Þín beið hins vegar svo mikil raun að litli lík- aminn átti skilið hvíld. Birta litla frænka mín er dáin. Ljósrauða hárið, stóru fallegu aug- un með þeim allra lengstu augnhár- um sem ég hef séð, nettu hendurnar og brosið sem gaf svo mikla gleði og von. Skær birta þín mun lýsa foreldr- um þínum í gegnum myrkrið. Líf þeirra er ríkara vegna þín og breytt um alla ævi. Megi englarnir fylgja þér í faðm ömmu-Diddu (langömmu) og allra sem bíða þín. Elsku Sævar, Sigga og Sonja, megi guð varðveita ykkur og leiða í gegn- um þessa ólýsanlegu raun sem engir foreldrar eða systkini ættu að upplifa. Vertu sæl, vor litla, hvíta litla, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Gráttu, móðir, gjöfina Drottins fríðu, gráttu þá með djúpri hjartans blíðu. Sérðu’ ei sigurbjarma? Sérðu’ ei líknarvarma breiða sig um barnsins engilhvarma? (M. Joch.) Rakel Þorbergsdóttir. Elsku Birta. Við kveðjum þig með trega í hjarta eftir svo stutta nær- veru. Elsku ljósið okkar, við erum þakklát fyrir að hafa verið svo bless- unarsöm að fá að kynnast þér. Þú ert litla hetjan okkar og stóðst þig vel í baráttunni þinni við lífið. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en við þökkum fyrir og varðveitum þær stundir sem við áttum með þér. Við munum aldrei gleyma þér, þínu brosi og fallegri út- geislun. Við elskum þig. Elsku Sigga, Sævar og Sonja, þið eruð í huga okkar og hjarta. Við samhryggjumst ykkur yfir missi ykkar. Það geta fáir sett sig í spor ykkar. Við viljum að þið vitið að þið hafið ávallt okkar stuðning og hlýju. Þið eruð hugrökku hetjurnar okkar. Gunnþór Steinar, Íris Björg og Birgir Bragi. Hún elsku Birta okkar er dáin eftir hrikalega erfið og löng veikindi. Ekki fær maður skilið hversu mikið var lagt á þennan litla sólargeisla sem gaf okkur svo mikið og kenndi okkur svo margt. Birta var alveg einstök hetja og það sannaði hún svo sannarlega í öllum veikindunum sínum. Við vorum búin að kveðja hana nokkuð oft og héldum að hún væri að fara frá okkur en alltaf kom hún okkur á óvart með hörku sinni og dugnaði. Við eigum eftir að sakna þess að sjá ekki löngu og fallegu augnhárin henn- ar, einstaklega krúttlegu tásurnar, kyssa svakalega mjúku kinnarnar hennar og hlusta á ómótstæðilega geispið hennar en síðast en ekki síst hið ótrúlega fallega bros sem fékk mann til að tárast, en allt þetta og miklu meira sameinaðist í henni Birtu. Elsku Sigga, Sævar og Sonja, eng- in orð fá lýst því hve sárt þetta er fyrir ykkur og hversu erfiður tómleikinn á eftir að vera en við munum reyna að gera allt sem við getum til að gera ykkur lífið bærilegra. Hugur okkar er hjá ykkur öllum stundum. Þeir segja mig látna, ég lifi samt í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (Höf. ók.) Ása og Gunnar Bjarni. Elsku Birta okkar. Þú varst litla hetjan í augum okkar allra. Þú varst svo sterk og dugleg að berjast við sjúkdóminn þinn. Nú er litli engillinn okkar komin þangað sem henni líður betur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku Sigga, Sævar og Sonja, ætt- ingjar og vinir, Guð veri með ykkur og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja. María, Jónas og Ívar Helgi. Elsku Birta mín, núna ertu orðin engill sem á heima uppi í skýjunum og alveg búin að vera lasin. En myndin af þér þar sem þú ert hlæjandi í rauða stólnum mínum verður alltaf til uppi á vegg í herberg- inu mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín vinkona, Una Salvör Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.