Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helga Gunnólfs-dóttir fæddist á
Heiði á Langanesi 1.
ágúst. 1925. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 8. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Gunnólfur Einarsson
og Guðlaug Lárus-
dóttir. Systkini
Helgu eru: Páll G., f.
12.1. 1931, Sæmund-
ur, f. 26.4. 1936, Lár-
us, f. 9.10. 1937,
Kristján, f. 19.6.
1939, d. 22.5. 1995 og
Guðlaug Arnþrúður, f. 21.9. 1941.
Helga giftist 14. desember 1947
Árna Þorkels Árnasyni, f. 30.12.
1917, d. 29.11. 1997. Þau bjuggu á
Svala, f. 19.8. 1951, maki Björn
Pálsson, þau eiga þrjú börn. 7)
Hreiðar, f. 22.7. 1953, hann á þrjú
börn. 8) Helga, f. 31.10. 1956, maki
Sigurjón Hreiðarsson, þau eiga
fjögur börn. 9) Ómar, f. 16.3. 1958,
maki Ingibjörg Blomsterberg, þau
eiga þrjú börn. 10) Árni Þór, f.
12.9. 1959, maki Ásta Þórarins-
dóttir, þau eiga fimm börn. 11)
Skjöldur Vatnar, f. 13.5. 1963,
maki Kristín Linda Sveinsdóttir,
þau eiga tvö börn.
Helga vann ýmis störf utan
heimilis. Leiklist og söngur voru
hennar áhugamál. Hún lék í
nokkrum leikritum bæði á Þórs-
höfn á Langanesi og í Keflavík.
Hún var ein af stofnendum Þing-
eyingafélags Suðurnesja og einnig
starfaði hún lengst af í Kvennakór
Suðurnesja. Allt fram til síðasta
dags söng hún í kór eldri borgara,
Eldeyjarkórnum.
Helga verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þórshöfn á Langanesi
en fluttu til Keflavík-
ur árið 1964 og
bjuggu þar allt fram
til síðasta dags. Þau
eignuðust ellefu börn:
1) Óskírður, f. 9.4.
1943, d. 28.8. 1943. 2)
Gunnlaug Eyfells, f.
30.6. 1945, maki Hall-
dór Magnússon, þau
eiga sex börn. 3) Sæv-
ar, f. 10.8. 1946, maki
Hildur Ellertsdóttir,
þau eiga þrjú börn. 4)
Árný Kristbjörg, f.
19.7. 1948, maki Krist-
ján Sigurður Rafnsson, d. 3.9.
1996, þau eiga þrjú börn. 5) Gunn-
ólfur, f. 18.6. 1950, maki Fanney
Bjarnadóttir, þau eiga 4 börn. 6)
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um, hugsið ekki um dauðann með harmi
eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár
ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót
til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt
í gleði ykkar yfir lífinu.
(Kahlil Gibran.)
Mamma er dáin. Þessi orð eru þau
þyngstu sem ég hef skrifað á minni
lífsævi. Orðin hér að ofan lýsa
mömmu best.
Mamma var sú mamma sem var til
staðar fyrir okkur systkinin þegar
við þurftum að halla höfði vegna
meiðsla eða annarra kranka. Hún var
ótrúlega sterk kona, hún var ætíð
tápmikil, fegurst yndi, svo glöð og
brosandi hýr.
Vont verður að vera án hennar og
söknuðurinn sár. Þegar ég hugsa mig
um og velti vöngum tek ég eftir því að
einhvern veginn fannst mér hún vera
eilíf, því hún var þarna alltaf og ég
gat ekki ímyndað mér að hún ætti
eftir að deyja, þótt vitaskuld sé það
lögmál náttúrunnar og hlutskipti
okkar allra. Og auðvitað var ljóst síð-
ustu vikurnar að hverju stefndi.
Engu að síður er örðugt að átta sig á
þessu og skilja af hverju.
Á hverju ári fóru mamma og pabbi
á sínar heimaslóðir, Þórshöfn á
Langanesi, fleiri en eina ferð ef svo
bar undir og fannst mömmu ekkert
tiltökumál að keyra í 8–10 tíma
hverju sinni á hverju ári síðan 1964.
Mamma naut þess ríkulega að skoða
sig um og vera þar sem mannhafið og
gleðin ljómaði. Hún var reglukona
bæði á vín og tóbak. Hún sannaði fyr-
ir fólki að vel er hægt að njóta gleð-
innar í ríkum mæli, laus við öll
nautnalyf.
Lífsgleðin og krafturinn í mömmu
var slíkur að við börnin hennar og
aðrir afkomendur vorum í stökustu
vandræðum með að elta hana. Hún
var alltaf fyrst á fætur og fór síðust í
rúmið, þó svo að það hafi verið gestir
hjá henni langt fram undir morgun,
oft marga daga í röð. Mamma var af
þeirri kynslóð að ef það komu gestir
þá var slegið upp veislu, sama hvort
það var um dag, kvöld eða nótt. Man
ég alltaf eftir því þegar ég var lítill
þegar frændfólkið mitt kom í heim-
sókn að það var slegið upp veislu eftir
miðnætti með kjöti og kjötsúpu og
öllu tilheyrandi og þótti henni það
ekkert tiltökumál.
Mamma keyrði til síðasta dags þó
svo hún hafi fengið blóðtappa og ekki
verið hugað líf í júlí á síðasta ári, þá
var hún flutt með sjúkraflugi frá
Þórshöfn til Reykjavíkur og tókum
við systkinin á móti henni á Landspít-
alanum. Þótt hún hafi ekki verið með
fullri rænu komst ekkert annað að
hjá henni en að fara aftur norður til
að vera á Kátum dögum. Krafturinn í
henni var slíkur að ári seinna, í sum-
ar, fór hún á Káta daga og þá var hún
glöð. En síðan fékk hún annan blóð-
tappa í síðasta mánuði sem hún náði
ekki að hrista af sér.
Erfiðum tíma er nú lokið en eftir
stendur rúmið hennar autt, sorg og
söknuður fyllir hjörtu okkar allra
sem þekktu hana, og biðjum við al-
máttugan Guð að gefa okkur styrk til
að líta fram á veginn og minnast þess
að þegar við erum sorgmædd grátum
við það sem veitti okkur mestu
gleðina, mömmu.
Þinn mömmurass
Skjöldur Vattnar Árnason.
Jæja mamma mín, þá er tíminn
kominn, sá tími sem þú hefur búið
aðra vini og ættingja undir oftar en
einu sinni. Ég gleymi því aldrei, til
dæmis þegar pabbi var að kveðja í
hinsta sinn, hvað þú varst yfirveguð
og sýndir mikinn styrk. Hvernig þú
hjúkraðir honum og bjóst hann undir
ferðina löngu sem við hin öll eigum
eftir að fara. Þegar þú talaðir til hans
um að allir farnir ættingjar, vinir og
sonur tækju á móti honum hinum
megin. Og hvort hann heyrði ekki fal-
lega kórsönginn og sæi ekki fallega
ljósið, um leið og þú straukst yfir höf-
uð hans. Það situr enn í minningu
minni að sjá hvað það kom mikil ró
yfir hann og hvað hann var sáttur við
að kveðja.
Ég vona að við systkinin og
tengdabörn höfum náð að undirbúa
þig eins vel.
En nú ertu farin og móttökunefnd-
in er örugglega stór sem tekur á móti
þér. Og ekki er ég í vafa um það að þú
ert byrjuð að syngja í kórnum svo við
hin sem komum seinna munum
ábyggilega heyra í þér þegar okkar
tími kemur.
Nú kveð ég þig, elsku mamma mín.
Ég mun ekki lengur njóta faðmlag-
anna og strokunnar um bakið um leið
og þú kysstir mig á kinnina í hvert
skipti sem við hittumst. Takk fyrir
allar indælu minningarnar og berðu
kveðju frá mér til pabba og lilla. Guð
blessi ykkur öll.
Með kveðju til ykkar pabba.
Elsku mamma mín,
mjúk er alltaf höndin þín.
Tárin þorna sérhvert sinn,
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er,
allt það launa skal ég þér.
Feginn er ég, faðir minn,
að flýja til þín hvert eitt sinn.
Ljúf er mér alltaf leiðsögn þín,
þú léttir fyrstu sporin mín.
Er færist aldur yfir mig,
aftur skal ég gleðja þig.
(Höf. ók.)
Ykkar sonur
Árni Þór.
Hlýja er það sem kemur í hugann
þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af
Helgu Gunnólfsdóttur og Árna Þ.
Árnasyni. Það var á Vallargötu 22 í
Keflavík og þau tóku mér opnum
örmum. Ég er sannfærð um að ég er
betri manneskja eftir að hafa átt
samleið með þessu góða fólki.
Helga var ein af þessum miklu
hetjum sem vinna stórkostleg afrek í
dagsins önn. Þessi litla, broshýra og
fallega kona sem varð seinna tengda-
móðir mín hafði eignast 11 börn,
fyrsta soninn 17 ára og missti hann
óskírðan rétt orðin 18 ára gömul. 26
ára var hún búin að fæða 6 barnanna,
rak sitt heimili, eitt herbergi og eld-
hús, með reisn, saumaði flestallt á sig
og sína, eldaði, bakaði, þvoði þvotta
og var með nokkra menn í fæði. Þau
hjónin sungu svo bæði með kirkju-
kórnum og þá var oftast gengið út í
Sauðanes því enginn var bíllinn. Við
tölum um ofurkonur í dag en það er
ekkert nýtt undir sólinni. Tíu
barnanna fæddust heima á Þórshöfn,
en sá yngsti í Keflavík. Hún vann ut-
an heimilis ef færi gafst, passaði
barnabörnin, söng með kvennakórn-
um og seinna Eldeyjarkórnum, starf-
aði með leikfélaginu, lék m.a. stórt
hlutverk í Saumastofunni og sótti fé-
lagsstarf aldraðra í seinni tíð.
Það var segin saga að Helga lét sig
ekki vanta ef eitthvað stóð til þar sem
hún gat aðstoðað. „Það er ekkert mál
að vaka eina vornótt,“ sagði hún
hvort sem það var haust eða vetur.
Það var alveg sama hvað hún var beð-
in um, allt var ekkert mál. Það var
líka svo gaman að hafa hana með því
hún lífgaði upp á allt og alla og allt
gekk bara svo mikið betur þegar hún
var með. Hún hafði sérlega gaman af
að dansa og var alltaf til í að skella
sér á ball.
Svo keyrði hún liðið heim í lokin.
Allt sem hún gerði hún sérstaklega
vel og það sem meira var, það var
gert með léttri lund og bros á vör.
Hún sagði líka oft að létta lundin
hefði hjálpað mikið þegar hlutirnir
gengu ekki eins og skyldi.
Hún var alltaf góður gestur og ég
spratt fegin upp frá sjónvarpinu þeg-
ar hún birtist. Eða ég renndi við hjá
henni til að eiga með henni stund. Þá
var setið og spjallað fram eftir og
ósjaldan létum við okkur detta í hug
að renna eitthvað þangað sem við
vissum að viðlíka næturhröfnum.
Það eru þó Þórshafnarferðirnar
sem standa upp úr. Fyrst í Búðardal,
húsi foreldra Helgu og svo í Odda
sem fjölskyldan keypti fyrir rúmum
áratug.
Þarna var orkumiðstöðin sem allir
sóttu í. Oft var fólk með plön um að
gera eitthvað allt annað þetta sum-
arið en um leið og ættmóðirin var
komin norður var eins og allra vegir
lægju þangað. Börn, barnabörn og
systkini hennar áttu leið um og oft
var litla húsið fullt af fólki en það var
alltaf pláss fyrir fleiri og helst vildi
hún hafa okkur öll. Og við öll erum
hundrað og þrjú, þá eru systkini
hennar og fjölskyldur þeirra ekki
taldar með.
Undanfarin ár höfum við farið
samferða norður. Það hét að ég væri
að keyra fyrir hana en oftast keyrð-
um við til skiptis. Á þeirri leið sögð-
um við sömu sögurnar aftur og aftur
sem tilheyrðu ákveðnum stöðum.
Þannig varð hennar leið að minni og
öfugt. Á Þórshöfn drifum við okkur
út á pall og heilsuðum helst öllum
sem leið áttu hjá og drifum fólk í
kaffi. Dvölin varð oftast styttri en við
hefðum viljað. Við vorum svo ekki
fyrr komnar heim í Keflavík en við
byrjuðum að áætla brottför norður
aftur.
Ferðirnar verða ekki fleiri og við
verðum öll að bjarga okkur án henn-
ar í bili, en við búum svo sannarlega
að því sem hún kenndi okkur á leið
sinni hér. Þess vegna brosum við og
þerrum tárin. Blessuð sé minning
hennar.
Hildur.
Hvílík kona. Hvílíkur kraftur.
Hvaðan kom þessi gífurlega orka
sem stafaði af henni ömmu og ein-
kenndi allt hennar líf? Hvaða náðar-
gjöf var það sem gerði hana svona
opna gagnvart öllu og öllum? Út-
geislunin, hæfileikinn til að setja sig í
okkar spor og skilja allt sem við vor-
um að hugsa? Hún Helga amma átti
einfaldlega engan sinn líka. Og frjó-
semin og sköpunarkrafturinn. Hún
saknaði heimahagana svo ákaft að
hún bjó bara til sína eigin Þórshöfn
með því að eignast fleiri afkomendur
en húsin eru á Þórshöfn. Þetta kallar
maður sköpunarkraft. Með því að
vera fyrst á fætur og fara síðust að
sofa gafst henni líka tími til að syngja
í hinum ýmsu kórum, leika á sviði og
dansa hvenær sem hún gat. Fyrir jól-
in var svo laufabrauðsbakstrinum
stjórnað með einstakri blöndu af
festu og fjöri.
Aldrei skynjuðum við að amma
hefði neitt á móti nokkrum manni,
nema kannski þeim sem reyndu að
koma fram við hana eins og hún væri
gömul kona. Því gömul varð hún aldr-
ei. Aldurinn snerti hana ekki. Jafnvel
dauðinn tapaði í fyrstu tilraun. Á
ótrúlegan hátt tryggði lífskrafturinn
henni eitt sumar í viðbót. Eitt sumar
á Þórshöfn í viðbót, eitt auka-sumar
svo við gætum kynnt Ástu og Birgi
fyrir henni, eitt hamingjuríkt sumar í
viðbót. En svo kom haustið að lokum.
Við systkinin vonum að hinn ein-
staki lífskraftur ömmu lifi með ein-
hverjum hætti áfram í okkur og verði
okkur innblástur á leið okkar um líf-
ið.
Örn Úlfar, Ellert og Aldís Ósk.
Í dag er fallin frá elskuleg og góð
kona, Helga Gunnólfsóttir.
Kynni mín hófust þegar ég kom
inn í fjölskyldu hennar 1982 en þá
kynntist ég syni hennar og tóku þau
hjónin Helga og Árni vel á móti mér
og drengjum mínum sem ég átti fyr-
ir.
Alltaf var gott að koma til þeirra á
Vesturgötuna og var þar alltaf fullt
hús af gestum. Helga hafði alltaf nóg
að gera, bakaði hún mikið svo hún
ætti alltaf nóg. Enginn fór frá þeim
hjónum án þess að fá kaffi og með-
læti.
Þegar Helga og Árni fóru í sum-
arfrí þá var farið á heimaslóðir, Þórs-
höfn á Langanesi og alltaf fór eitt-
hvað af fólkinu þeirra á eftir þeim.
Helga og Árni eignuðust 11 börn
en þau misstu það fyrsta (Lilla). Árni
fór á undan til Lilla og nú ert þú líka
farin Helga mín.
Ég veit að þið hafið nú hist þarna
uppi og ég vona að ykkur líði vel sam-
an.
Ég gaf ykkur hjónunum 3 barna-
börn, þau Helgu Árnýju, Helenu
Ástu og Hreiðar Ásberg og sakna
þau þín mikið en ég veit að þau skilja
að þetta var best fyrir þig sem komið
var.
Ég vil þakka þér fyrir að taka vel á
móti mér og sonum mínum. Þú varst
alltaf eins og amma strákanna minna.
Þú varst þannig gerð ef þú fannst og
þú gast gert eitthvað fyrir aðra þá
varstu alltaf tilbúin, það var alveg
sama hvað það var.
Friður sé með þér, elsku Helga
mín.
Ég samhryggist ykkur, kæru ætt-
ingjar.
Ásta Eyjólfsdóttir.
Elsku amma, nú hefur þú kvatt
þennan heim og ert komin á hvíld-
arstað. Við vitum að þér líður vel hjá
afa, litla drengnum þínum og öllum
hinum ástvinum þínum. Ég á margar
góðar minningar um þig, elsku amma
mín, sem munu geymast í huga mér
um ókomin ár. T.d. öll jólaboðin og
allar heimsóknirnar til þín. Þegar ég
bjó hjá þér og afa eitt sumar sem
unglingur, hafði ég það mjög gott
enda var vel hugsað um mig. Við fór-
um oft þrjú saman á rúntinn og er
það mér sérstaklega minnisstætt
þegar við fórum á Garðskaga að
horfa á sólarlagið, ég man hvað þér
og afa þótti það falleg sjón. Dan-
merkurferðin síðastliðið vor er einnig
ofarlega í huga mér og á ég lengi eftir
að þakka fyrir að hafa farið með ykk-
ur mæðgum í þessa skemmtilegu
ferð þar sem þú naust þín vel. Þá
varst þú að jafna þig eftir erfið veik-
indi, en sýndir samt ótrúlegan dugn-
að. Ekki kvartaðir þú undan þreytu
eftir langa göngutúra eða búðarráp
allan daginn, þó við hinar værum
mjög uppgefnar og áttum það til að
kvarta. Svona varst þú amma mín,
kvartaðir aldrei sama hvað bjátaði á.
Þú hafðir ótrúlegan kjark og vilja-
styrk. Það sýndi sig svo sannarlega í
fyrrasumar þegar þú varst staðráðin
í að ná þér eftir veikindi þín. Hverj-
um hefði þá dottið í hug að þú ættir
eftir að ná góðri heilsu eða geta keyrt
bíl aftur, en það gast þú með þinni
hörku og ákveðni.
Amma, þú varst ein lífsglaðasta og
hressasta manneskja sem ég hef
kynnst og er ég stolt af að hafa átt þig
sem ömmu. Oft hef ég montað mig af
þér og sagt vinum mínum frá henni
ömmu minni sem er alltaf svo hress
og lífsglöð og læt það svo fylgja með
að svona ætla ég að verða þegar ég
verð eldri. Amma þú varst alveg ynd-
isleg persóna, hugulsöm og kær þeim
sem þér þótti vænt um. Þú hugsaðir
alltaf fyrst og fremst um aðra og
gættir þess að þeim liði ávallt vel.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig, elsku amma.
Margrét Erla Björnsdóttir
og fjölskylda.
HELGA
GUNNÓLFSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Helgu Gunnólfsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga. Höfundar eru: Arn-
þrúður og Gísli Geir, Una, Þórunn,
Harpa, Dröfn og Guðlaug, Baldvin
Elís Arason, Hildur, Sesselja Sigríð-
ur Ævarsdóttir og Ingimar Örn
Pétursson.