Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 42

Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ársfundur Tækniháskóla Íslands 2004 Ársfundur Tækniháskóla Íslands verður haldinn í stofu 326 í Tækniháskóla Íslands, Höfða- bakka 9, föstudaginn 22. október. Fundurinn hefst kl. 16:00. Ársfundurinn er haldinn skv. ákvæði 23. gr. laga um háskóla 136/1997 þar sem segir, að hver háskóli, sem nýtur fjárframlaga frá rík- issjóði, skuli árlega halda opinn ársfund þar sem fjárhagur háskólans og meginatriði starfs- áætlunar eru kynnt. Dagskrá ársfundar Tækniháskóla Íslands er sem hér segir: 1. Skýrsla um starf Tækniháskóla Íslands árið 2003 og meginmarkmið starfseminnar árið 2004. 2. Fjármál Tækniháskóla Íslands árið 2003. 3. Umræður og fyrirspurnir. 4. Önnur mál. Ársfundurinn er öllum opinn. Rektor. Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikningsárs- ins 2003 verður haldinn á Hverfisgötu 33, 2. hæð, föstudaginn 22. október 2004 kl. 16.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf sam- kvæmt grein 3.4 í samþykktum félagsins. Stjórnin. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hl. Fiskilæks í Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ólafur Finnur Böðv- arsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 10:30. Jörðin Hvammur í Skorradal, þingl. eig. Eignarhaldsfél. Hvamms- skógur ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Mýrasýslu, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 11:30. Lækjarmelur 6, Skilmannahreppi, þingl. eig. Steypustöð Blönduóss ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá- Almennar hf., þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 9:30. Lækjarmelur 8, Skilmannahreppi, þingl. eig. Steypustöð Blönduóss ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Olíufélagið ehf. og Sjóvá-Al- mennar hf., þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 10:00. Strýtusel 6, fastanr. 224-5636, Borgarbyggð, þingl. eig. Anita Ragn- hild Aanesen, Guðmundur Pálsson og Finnhús ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 14:00 Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 14. október 2004. Stefán Skarphéðinsson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dugguvogur 3, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Voot Import-Export ehf., gerðarbeiðendur Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 14:30. Fossháls 13, 0301, Reykjavík, þingl. eig. Oliver Edvardsson og Sigrún Björk Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Sparisjóður vélstjóra og Toll- stjóraembættið, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 10:30. Hraunbær 38, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Hafþór Rúnar Sigurðsson, gerðarbeiðendur Hraunbær 36-42, húsfélag, Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 11:00. Skipholt 19, 010301, Reykjavík, þingl. eig. Rungnapa Channakorn, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 19. október 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 14. október 2004. Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson, miðill, verður með skyggnilýs- ingarfund sunnudaginn 17. októ- ber í húsi félagsins á Víkurbraut 13, Keflavík, kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. Vetrardagskrá Guðspekifé- lagsins hefst í kvöld kl. 20.30 með erindi Árna Einarssonar „Draumhús Ólafs Helga, laun- saga frá miðöldum“ í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Starfs- emi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  18510158½  Sk. I.O.O.F. 1  18510158  R A Ð A U G L Ý S I N G A R mbl.is ✝ Ingvar EinarKjartansson fæddist á Hólmavík 22. desember 1957. Hann varð bráð- kvaddur í fjársmölun laugardaginn 9. október síðastliðinn. Ingvar er sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar bónda í Sandhólum, f. 27.1. 1931 og konu hans Guðmundu Haralds- dóttur, f. 31.8. 1928, d. 19.9. 1989. Systk- ini Ingvars eru: a) Óla Friðmey, f. 24.10. 1952, sambýlismaður Sigurjón Guð- mundsson, hann á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Börn Ólu eru Sigurður Óli Gunnarsson, f. 15.7. 1973 og Ingunn Helga Gunnarsdóttir, f. 12.1. 1981, sambýlismaður Sigtryggur Árni Ólafsson, b) Ólaf- ur Haraldur, f. 3.4. 1954, d. 20.5. 1979, c) Gísli Kristján, f. 23.10. 1965, kvæntur Oddnýju Ás- mundsdóttur, sonur þeirra er Guðmundur Kjartan, fyrir átti Oddný þrjú börn. Þeir feðgar Ingvar og Kjart- an hafa rekið saman félagsbú þar til allra síð- ustu árin að það færðist að mestu yfir á herðar Ingvars. Ingvar stundaði bústörf frá árinu 1977 að einum vetri und- anskildum. Útför Ingvars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með söknuði í hjarta skrifa ég þessi orð um hann móðurbróður minn Ingvar, eða Bróa eins og hann var alltaf kallaður innan fjölskyld- unnar. Það er svo margt sem kemur upp í hugann núna þegar maður þarf að kveðja hann elsku frænda í hinsta sinn. Þegar ég var að alast upp á Þóru- stöðum voru oft samgöngur á milli bæjanna, þ.e.a.s. Þórustaða og Sand- hóla. Það kom ósjaldan fyrir að manni datt í hug að fá sér smá göngutúr til afa, ömmu og Bróa. En það varð reyndar sjaldgæfara eftir að amma blessunin lést haustið 1989. En minningarnar eru góðar, alltaf var hann Brói uppáhaldsfrændi minn þegar ég var lítil stúlka. Hann var mjög barngóður og skemmtileg- ur og það var mikil synd að hann skyldi aldrei eignast börn sjálfur. Hann helgaði líf sitt sveitinni og búinu sínu. Manni fannst hann aldrei láta neitt eftir sér. Vann hörðum höndum og sá um útistörfin samhliða því að halda heimili fyrir sig og föður sinn. Yfirleitt hitti maður Bróa í góðu skapi. Hann var glettinn og stríðinn og reyndi yfirleitt að sjá eitthvað spaugilegt við hlutina. Fyrir nokkrum árum síðan veikt- ist hann frændi minn fyrir hjartanu en fékk rétta meðferð og lyf og allt gekk ljómandi vel. Hann var búinn að vera mjög hress og heilsuhraust- ur í sumar og í haust og við vorum svo ánægð með hann. Það var mikið framundan hjá hon- um, haustið gengið í garð með til- heyrandi látum, þ.e. göngum og slát- urtíð og allt að verða tilbúið fyrir komandi vetur. En þá kemur þetta reiðarslag eins og þruma úr heið- skíru lofti. Hann elsku Brói sem fór í smalamennsku, hress og kátur um morguninn á laugardeginum 9. októ- ber, varð bráðkvaddur undir berum himni. Nú er hann blessaður búinn að hitta móður sína og Onna bróður sinn sem lést fyrir 25 árum. Vonandi líður honum frænda mínum vel núna á nýjum stað. Guð geymi þig, elsku Brói minn. Þín litla frænka, Ingunn Helga. Elsku Brói minn. Þú hefur alltaf bara verið kallaður Brói, enda varstu mér miklu frekar sem bróðir en frændi enda vorum við systkinabörn í báðar ættir. Þvílíkt áfall þegar ég fékk þær fréttir að þú hefðir orðið bráðkvaddur við smala- mennsku, ekkert hafði amað að þér og léttur á fæti, hress og kátur hljópst þú upp á fjall eins og alltaf en á einu augnabliki er allt búið. Ég er ekki enn farin að trúa því að við eig- um ekki eftir að hittast aftur í þessu lífi, en svona er þetta víst, enginn veit hver er næstur. Mikið er ég fegin að hafa upplifað stundina sem við áttum saman um daginn. Svo skrítið sem það nú er var eins og við tvö ættum kvöldið enda var hlegið að okkur daginn eftir eins og svo oft áður. Eins þegar við vorum lítil þá var mikið brallað og margt gert sem ekki verður sagt frá hér en margir vita af og hafa gaman af að rifja upp á góð- um stundum. Þú varst svo myndarlegur í einu og öllu eftir að hún mamma þín hún Munda mín elskuleg féll frá, blessuð sé minning hennar. Svo ekki sé talað um eldamennskuna þína, steikurnar og sósurnar, nóg var að bíta og brenna hjá þér og gestrisni þín eins og hjá öllu þínu fólki var einstök, enginn mátti fara svangur af bæ. Þú varst ein af þessum yndislegu sálum, hvers manns hugljúfi og það var svo notalegt og þægilegt að vera í návist þinni. Þegar við hittumst gátum við alltaf fundið barnið í okkur og það lá við að við breyttumst í litlu prakk- arana eins og í den en því miður hitt- umst við alltof sjaldan í seinni tíð. Fráfall þitt kennir manni að vera duglegri við að rækta fólkið sitt sem maður elskar, nota stundirnar sem við höfum því lífið er óútreiknanlegt. Það síðasta sem þú lofaðir mér var að koma til mín í nýja húsið þegar þú kæmir næst í bæinn en þú komst svo sjaldan og þá oftast bara yfir daginn og á hraðferð, en ég vil trúa því að þú sért búin að kíkja inn, það er mín trú. Það held ég nú, Brói minn, það er huggun að vita af faðmlaginu frá mömmu þinni og honum Onna bróð- ur þínum og öllum hinum sem á und- an hafa farið og tekið hafa þig í sinn faðm. Elsku Daddi minn, þú sem ert bú- in að vera svo lasinn, það er mikið á þig lagt, megi Guð gefa þér styrk á þessari erfiðu stundu sem og ykkur elsku Didda, Gísli, Inga, Siggi Óli, makar og allir hinir sem eiga um sárt að binda, megi góður Guð veita ykk- ur kraft og styrk til að takast á við þessa raun. Elsku Brói minn, ég kveð að sinni. Góða nótt, minn litli ljúfur. Þín frænka Hafdís Haraldsdóttir (Haddý). Fyrir botni Bitrufjarðar er bærinn Sandhólar. Innar eru Þórustaðir og Snartartunga. Á þessum slóðum hafa í minni tíð 5 kynslóðir gengið til verka, unað glaðar við sinn búskap. Elskað sitt land og sínar skepnur þótt harðbýlt sé og ekki undir þær mulið. Þarna í dalnum steig hann öll sín spor. Axlaði ábyrgð og gekk í störf fyrirrennara sinna og forfeðra. Gerðist bóndi. Í nábýli við systur sína og frænda. Við hlið föður síns. Mikill hæglætismaður vildi öllum og gerði öllum vel. Mér finnst hann hafa líkst meir móður sinni í lund, en föð- ur sínum á velli. Grannur enda alltaf á iði. Ljúfur, þó ekki skaplaus. Höfð- ingi heim að sækja, síveitandi en þáði fátt. Heilsuveill á stundum en hlífði sér hvergi. Eftir lát móður sinnar sýndi hann virkilega hvað í honum bjó. Snilldarkokkur. Framundan voru endurbætur á húsinu. Minn maður horfði fram á veginn bjart- sýnn og brattur. Hann yrði 47 ára á jólaföstunni. Í sveitinni eru vorin og sumrin yndislegur tími. Haustið aft- ur tími uppskerunnar. Smala- mennska og fjallskil. Dalirnir og fjöllin inn af Þórustöðum eru smala- lönd bændanna. Langir brattir dalir, gil og gljúfur. Gróið land og skriður á víxl. Það heitir Brunngil gamalt eyði- býli þar sem rekið er ofan áður en fénu er smalað heim í rétt. Það getur verið töfrum líkt að sitja hátt uppi í hlíð. Í góðu haustveðri, berjalyngið roða slegið, grösin föl eftir næturfrost. Áin þarna langt niðri silast í átt til sjávar. Maður sperrir eyrun og drekkur í sig kyrrðina. Himinninn umlykur þetta meistaraverk og mann langar ekkert niður. Brói, sem einmitt átti svo mörg sporin í þessu landi kom ekki niður eins og hinir. Erfið gangan varð hans síðasta. „Þið borðið nú áður en þið farið,“ sagði hann, þegar við bræðurnir vor- um að tygja okkur af stað heim úr réttunum fyrir skömmu. Þá var mið- ur morgunn og birti hratt. Nú situr fjölskyldan og vinirnir og syrgir þennan góða dreng og veit tæpast, hvaðan á það stendur veðrið. Og sveitin, sveitin verður aldrei söm. Farðu í Guðs friði, vinur. Ketill. INGVAR EINAR KJARTANSSON  Fleiri minningargreinar um Ingvar Einar Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Har- aldur, Elísabet, Linda, Ólafur og fjölskyldur, Ólafía Hafdísardóttir (Lóa) og Egill Stefánsson, Anna Magnea Egilsdóttir, Glerbræður og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.