Morgunblaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 46
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
ÉG VIL AÐ ÞÚ GERIR
NÁKVÆMLEGA
EKKERT Í DAG
ER HANN AÐ REYNA
AÐ GABBA MIG?
KÆRA ELSKA,
HEFURÐU
SAKNAÐ
MÍN?
ÉG HUGSA UM ÞIG STÖÐUGT.
ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR
ÞVÍ AÐ SUNNUDAGURINN
KOMI. EKKI GLEYMA MÉR...
SNOOPY
ÉG HELD
AÐ ÉG
ELSKI
HANA
MAMMA, MÁ ÉG KVEIKJA Í
RÚMDÝNUNNI MINNI?
NEI
KALVIN
MAMMA, MÁ ÉG
HJÓLA Á HJÓLINU
MÍNU UPPI Á ÞAKI?
NEI
KALVIN
MÁ ÉG ÞÁ EKKI
FÁ MÉR KÖKU? NEI
KALVIN
HÚN SÁ
VIÐ MÉR
AAAAA!!
ELDFJALLIÐ ER
AÐ GJÓSA!!
HLAUPUM!!
ANNARS
VERÐUM VIÐ AÐ
STEINGERFINGUM!
Dagbók
Í dag er föstudagur 15. október, 289. dagur ársins 2004
Víkverji átti erindivið Ferðamálaráð
í gær og hringdi á
skrifstofu þess. Þá
kvað við eftirfarandi
símsvarakveðja:
„Skrifstofa Ferða-
málaráðs verður lokuð
14. og 15. október
vegna ferðamálaráð-
stefnunnar á Kirkju-
bæjarklaustri. Vegna
brýnna erinda er bent
á farsímanúmer í
símaskrá.“ Sama
kveðja fylgdi svo á
ensku, nema hvað þar
var ekki tekið fram að
menn gætu flett upp í símaskránni
til að finna farsímanúmerin hjá
starfsmönnum Ferðamálaráðs.
Þetta þótti Víkverja furðuleg
þjónusta. Eitt er að loka skrifstof-
unni þótt haldin sé ráðstefna úti á
landi. Annað er að nenna ekki einu
sinni að lesa farsímanúmerin inn á
símsvarann, þannig að fyrirhafnar-
minna sé fyrir viðskiptavini Ferða-
málaráðs að ná sambandi. Og hvað
halda útlendingar, sem eiga erindi
við Ferðamálaráð Íslands?
x x x
Orðið verkfallsvarzla hefur öðlastnýja merkingu undanfarnar
vikur. Víkverji hitti
ömmu, sem sagði hon-
um að hún væri bara í
verkfallsvörzlu þessa
dagana. Víkverji
hváði, enda vissi hann
ekki til þess að amman
væri í vinnu, hvað þá
að hún væri kennari.
Amman útskýrði þol-
inmóð fyrir Víkverja
að hún gætti barna-
barnanna sinna í verk-
fallinu – væri m.ö.o.
verkfallsvörður
þeirra.
x x x
Í blaðaauglýsingumað undanförnu stað-
hæfa Flugleiðir frakt, afsakið Ice-
landair Cargo, að belgíska borgin
Liége sé í „innan við 400 km fjar-
lægð frá öllum stærstu borgum Evr-
ópu“. Á korti í auglýsingunni sést að
þetta mun vera rétt hvað varðar
London, París, Brussel, Amsterdam
og Frankfurt – en eru það „allar
stærstu borgir í Evrópu“? Víkverja
rámar í fleiri borgir, sem teljast til
þeirra stærstu, t.d. Berlín, Moskvu,
Róm, München og Madríd – og hann
hélt að þær væru lengra frá Liége
en þetta – en kannski er hann bara
farinn að ryðga í landafræðinni.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Salurinn | Sr. Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, fagnar afmæli
sínu í dag með því að halda opna og ókeypis tónleika í Salnum í Kópavogi en
þeir hefjast kl. 20. Auk afmælisbarnsins, sem leikur á selló, koma fram píanó-
leikararnir Haukur Guðlaugsson, fyrrum söngmálastjóri, og Jörg Sonder-
mann, organisti í Hveragerði, og munu þeir m.a. leika verk eftir Handel,
Debussy, Fauré og Brahms.
Gunnar afþakkar vinsamlegast blóm og gjafir en bendir velkomnum gest-
um sínum á það að tekið verður á móti frjálsum framlögum til MND-félags-
ins á Íslandi í anddyri Salarins.
Morgunblaðið/Kristinn
Afmælistónleikar til
styrktar MND-félaginu
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur
hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt frið-
ar og réttlætis. (Hebr. 12, 11.)