Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 47
4. flokki 1992 – 43. útdráttur 4. flokki 1994 – 36. útdráttur 2. flokki 1995 – 34. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. desember 2004. Öll útdregin númer verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Aukaútdráttur Aukaútdráttur hefur einnig farið fram í ofangreindum húsbréfaflokkum, 2.fl.94, 4.fl.94 og 2.fl.95, sem eru á innlausn 15. desember nk. Skv. 22. og 23. gr. laga nr. 44/1998 er Íbúðalánasjóði heimilt að fara í aukaútdrátt til að jafna fjárstreymi sjóðsins. Uppgreiddum fasteigna- veðbréfum er jafnað á móti útistandandi húsbréfum með útdrætti úr gildum húsbréfum úr þeim flokki, er tilheyrir umræddu fasteignabréfi. Einnig verður aukaútdráttur úr rafvæddum flokkum 1.fl.98, 2.fl.98, 1.fl.01 og 2.fl.01 sem eru á innlausn 15. desember nk. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 47 DAGBÓK Matvæla- og næringarfræðafélag Ís-lands (MNÍ)stendur í dag fyrir ráð-stefnu helgaðri rannsóknum á Nord-ica-hótelinu. Tímasetning ráðstefn- unnar er valin með tilliti til þess að 16. október ár hvert minnir Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ á misskiptingu fæðu í heiminum á alþjóðlegum degi fæðunnar. Markmið ráðstefnunnar er að fá yfirlit yfir helstu rannsóknir á sviði matvæla- og næringar- fræða síðustu ára og það sem er í farvatninu. Með- al fyrirlesara má nefna dr. Hörð G. Kristinsson matvælalífefnafræðing og mun hann fjalla um nýjustu þróun í einangrun og nýtingu fiski- próteina. Þá mun dr. Arne Astrup, yfirmaður næringardeildar hins konunglega landbúnaðarhá- skóla í Danmörku, flytja erindi um baráttuna gegn offitu. Þá mun sagt frá nokkrum íslenskum rannsóknum þ.á m. rannsókn á grænmetis- og ávaxtaneyslu ellefu ára barna, ensímum í þorski, háþrýstingsmeðhöndlun matvæla og fleira. Á ráðstefnunni verður einnig „Fjöregg MNÍ“ afhent en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir loftsvert framtak á matvælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunagripinn. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður MNÍ, segir óhætt að fullyrða að fátt sé mikilvægara heilsu fólks en hollur matur og heilbrigt líferni. „Undan- farin ár hefur umfjöllun um þessi mál aukist hratt, matreiðslubækur, heilsukúrar, námskeið og ým- iskonar töfralausnir og ráð sem leggja til besta mataræð hverju sinni, flæða um þjóðfélagið. Þessi mikli áhugi er sannarlega af hinu góða, enda hollt fyrir okkur öll að huga að næringargildi og gæð- um matarins sem við borðum,“ segir Heiða Björg en bendir á að það geti líka verið skaðlegt ef fólk fylgir leiðbeiningum og ráðum frá aðilum sem ekki hafa faglega þekkingu að byggja á. Hverjar eru helstu áherslur MNÍ? „MNÍ vill stuðla að faglegri umfjöllun og er þessi ráðstefna liður í því að vekja athygli á því mikla og merka starfi sem matvæla- og næring- arfæðimenntað fólk vinnur á Íslandi. MNÍ vill með starfi sínu stuðla að kraftmikilli þróun í mat- vælafyrirtækjum í góðu samstarfi við þau og stuðla að aukinni menntun og eflingu vísindalegra rannsókna á sviði matvæla- og næringarfræða. Ábyrgð matvælaframleiðaenda er mikil, bæði hvað varðar öryggi og næringarinnihald matvæla en einnig hvað varðar að gefa réttar upplýsingar og þegar það á við, ráðleggingar um mataræði. Það er mjög mikilvægt að neytendur, stóreldhús og matvælafyrirtæki taki til sín ráðleggingar þeirra sem besta hafa þekkingu á manneldis- málum og eru að miðla henni út í þjóðfélagið. Til þess þarf þekkingu og aðgengi að faglega unnum upplýsingum, ekki síst fyrir almenna neyt- endur. Árleg afhending á Fjöregginu, viðurkenn- ingu MNÍ, er viðleitni félagsins til að byggja upp slíkan gæðastimpil fyrir íslenska neytendur og hvetja matvælaframleiðendur til frekari dáða. Matvæli | Ráðstefna um rannsóknir á sviði matvæla- og næringarfræði á Hótel Nordica Vilja auka menntun og rannsóknir  Heiða Björg Hilm- isdóttir er fædd á Akureyri árið 1971. Hún lauk M.sc.-prófi í næringar- og rekstr- arfræðum frá há- skólanum í Gautaborg og er nú á öðru ári í MBA-námi við HR. Heiða er forstöðumað- ur Eldhúss-matsölu á LSH. Þá gegnir hún embætti formanns MNÍ. Heiða er í sambúð með Hrannari Birni Arn- arssyni, markaðsstjóra Eddu útgáfu. Eiga þau saman einn son og eina dóttur Hrannars. Börnin og Þjóðminjasafnið 9. SEPTEMBER sl. var fyrirspurn í Velvakanda um hvað börnin hétu sem voru viðstödd opnun Þjóðminja- safnsins. Velvakanda hafa borist þær upp- lýsingar að þau heiti Auður og Brynjar og séu 9 ára gamlir tvíburar þjóðminjavarðar. Hótel Geysir SAUMAKLÚBBURINN Varmi sem dvaldi helgina 8.–10. október ásamt mökum sínum á þessum frá- bæra stað þakkar starfsfólki og eig- endum fyrir góðan mat og þjónustu sem öll var til mikillar fyrirmyndar. Bestu kveðjur frá Varma og Klúbbi 58. Kvörtun vegna blaðburðar ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna þess að Fréttablaðið er alltaf látið í pósthólf móður minnar, sem er ekki heima, þó að ég hafi sett miða á hólfið og beðið um að blaðið sé ekki sett í hólfið. Er ég margbúin að kvarta undan þessu hjá Fréttablaðinu en ekki virðist tekið mark á þessum kvört- unum. Veit ég að fleiri hafa kvartað undan þessu. 190923-4799. Belti af kápu týndist LJÓST belti af kápu týndist líklega við Lækjargötu eða Kirkjuhvol að- faranótt sl. sunnudags. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 698 7878. Gullhálsmen týndist GULLHÁLSMEN (gullkeðja) týnd- ist við Fornuströnd 1, Seltjarnar- nesi, sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 898 5449 eða 561 6559. Fundarlaun. Gul, vatteruð barnaúlpa í óskilum GUL vatteruð úlpa af lítilli telpu fannst fyrir nokkru (2-3 vikum) í fjörunni nyrst á Seltjarnarnesi. Úlp- unni var komið til lögreglunnar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Traust. Norður ♠D7432 ♥872 S/Enginn ♦K65 ♣K4 Vestur Austur ♠86 ♠ÁK95 ♥103 ♥G64 ♦ÁD98432 ♦G7 ♣G8 ♣10762 Suður ♠G10 ♥ÁKD95 ♦10 ♣ÁD953 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta 3 tíglar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Með bestu vörn má ná fjórum hjört- um niður. Sér lesandinn hvernig? Út- spilið er spaðaátta. AV eiga þrjá toppslagi – ÁK í spaða og tígulás – og geta byggt upp fjórða slaginn á tromp ef austur spilar spaða í þriðja sinn. En fyrst verður að taka á tígulásinn, því annars hendir suður tígli í þriðja spaðann. Sem sagt: Austur þarf að skipta yfir í tígul í öðrum slag og vestur verður að snúa sér aftur að spaðanum. En það er þrautin þyngri því frá bæjardyrum vesturs gæti makker hæglega verið með einspil í tígli. „Það er útilokað,“ segir Eddie Kant- ar, en frá honum er spilið komið. „Aust- ur tekur fyrsta slaginn á spaðakóng. Ef hann ætti einspil í tígli væri rétt að drepa á spaðaásinn í fyrsta slag til að fyrirbyggja áframhaldandi spaðasókn.“ Þetta er djúpt og byggist á miklu trausti en eins og Kantar segir: „Taktu stökkið og treystu makker – kannski er hann traustsins verður.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is KRINGLUKAST 20% afsláttur á Kringlukasti Kringlunni 8-12, sími 553-3600, www.olympia.is Glæsibæ – Sími 562 5110 - Opið virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Ný sending af glæsilegum toppum og peysum ÞÆR Ragnheiður Ingunn Ágústs- dóttir myndlistarmaður og Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari opna á morgun kl. 16 samsýningu í Grafíksafni Íslands. Þar verða ljós- myndir eftir Þórdísi, annars vegar af mannlausri náttúru og hins veg- ar af kvenmannssköpum og ker- amikplattar eftir Ragnheiði sem hún skreytir út frá minningum sín- um, lífsreynslu og draumum. Þórdís og Ragnheiður sýndu saman áður á sýningunni „Án sýni- legs titils“ árið 1991 ásamt nokkr- um öðrum myndlistarmönnum, í boði Sendiráðs Frakklands á Ís- landi. Ragnheiður hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga innanlands og utan, Einn- ig hefur hún hannað verðlauna- gripi fyrir Þróunarfélag mið- borgarinnar og Nýsköpunarsjóð forseta Íslands og eru verk eftir hana í eigu opinberra aðila, s.s. EFTA í Brussell og í sendiráði Ís- lands í Tókýó. Viðfangsefni sýningar þeirra Ragnheiðar og Þórdísar í þetta sinn eru landið og líkaminn. Staðir sem eru óumdeilanlega fagrir og ber að virða og umgangast með varfærni. Móðir náttúra tengir við- fangsefnin saman. Titillinn helgir staðir kemur af orðinu helgi; helg- að eða friðlýst svæði, það sem ekki má spilla. Fyrir margar konur eru sköpin helgasti staður líkamans og þær tilfinningar bera margir til náttúrunnar. Sýningin stendur til 31. okt. nk. Helgir staðir í Grafíksafni Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.