Morgunblaðið - 15.10.2004, Page 49

Morgunblaðið - 15.10.2004, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 49 MENNING TVEIR ungir tónlistarmenn af ís- lenskum ættum, Steingrímur Rohloff og Lars Duppler, hlutu ný- verið menningarverðlaun Köln- arborgar. Lars, sem á íslenska ömmu – er dótt- ursonur Mar- grétar Jóns- dóttur – hlaut verðlaunin í djassflokki. Steingrímur, sem á íslenska móður, Unni Sigurð- ardóttur, hlaut verðlaunin í flokki klassískra tónskálda. Verð- launaféð er 10.000 evrur á mann, eða 875.000 krónur. Í íslensku samstarfi Lars er fædd- ur árið 1975 og starfar sem djassbassagít- arleikari. Hann hefur leikið með íslenskum tónlistarmönnum og var á tónleikaferðalagi hérlendis árið 1998 ásamt djasskvartettnum Jazzpirant. Á næsta ári stefnir hann á verkefni með íslenskum djasstónlistarmönnum, þar sem ís- lenskum og þýskum þjóðlögum er blandað saman. Steingrímur er fæddur árið 1971. Verk hans hafa þó nokkrum sinnum heyrst hérlendis, nú síðast á tón- leikum Aton tónlistarhópsins í Klink og Bank í síðasta mánuði. Ennfremur stendur til að flytja verk hans IKARUS á Myrkum músíkdögum á næsta ári, sem er fyrir píanó og rafhljóð. Á næsta ári mun Steingrímur skrifa fyrir En- semble Modern í Frankfurt, sem nýverið veittu honum myndarlegan styrk. Hlutu menningar- verðlaun Kölnar- borgar Steingrímur Rohloff Lars Duppler HEIMAGALLERÍ hafa komið og farið eins og önnur gallerí á Íslandi. Tvö þeirra hafa þó verið nokkuð lang- líf. Fyrst ber að nefna Ganginn á heimili hjónanna Helga Þorgils Frið- jónssonar og Margrétar Lísu Stein- grímsdóttur á Rekagranda í Reykja- vík og síðan Kunstraum-Wohnraum (Listrými- íbúðarrými), sem er á heimili hjónanna Hlyns Helgasonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ása- byggð á Akureyri. Gangurinn er nokkuð sér á báti meðal heimagall- ería. Er á 25. starfsári og hefur sýnt fleiri kunna alþjóðlega myndlist- armenn en nokkurt annað gallerí á Íslandi. Þessa dagana sýna þar fimm ungir Berlínarlistamenn, þau Natalie Djurberg, Gunther Reski, Christoph Keller, Juliane Somsdorf og Dirk Bell. Er sýningin komin fyrir tilstilli Egils Sæbjörnssonar, myndlist- armanns, og samkvæmt frétta- tilkynningu eiga listamennirnir það sameiginlegt að hverfa aftur til hand- verksins. Auðvitað hafa menn ólíkar hugmyndir um handverkið en ég gat nú ekki séð það sem einhvern af- burða þátt í listaverkunum. Það er líka hæpið að fara að meta slíkt á þetta lítilli sýningu. Gangurinn rúm- ar fá verk og er mun hentugri fyrir einkasýningar sem þá gefa betri mynd af listamanni. Á svona samsýn- ingu er lítið annað en sýnishorn frá hverjum þátttakanda, en á móti er verið að skapa vettvang fyrir innrás og útrás. Listamennirnir koma með verk sín til landsins, hitta Íslenska myndlistarmenn og myndlistarunn- endur í afslöppuðu umhverfi og tengsl skapast eða viðhaldast sem er jú meginmarkmiðið með svona heimagalleríi. En það fylgja ekki listamenn með öllum sýningum heimagalleríanna. Í Kunstraum-Wohnraum sýnir þýsk listakona, Ulrike Schoeller að nafni, verk sem hún sendir reglulega í pósti til gallerísins. Sýningin er þá „verk í vinnslu“ og vex út sýningartímabilið. Í sjálfu sér eru póstsendingarnar ekki meginmálið, enda hafa verið gerð mun áhugaverðari verk sem ganga út á póstsendingar. Málið snýst um teikningar og texta sem byggjast á hugleiðingum eða skrá- setningum á upplifunum listakon- unnar sem jafnan gleymast í hvers- dagsleikanum. Skrásetningarnar virka reyndar eins og að þeim sé beint persónulega til sýningargests- ins sem bréfum og í ábæti eru þetta nokkuð einlægir textar og teikningar. MYNDLIST Gangurinn Sýningu lokið Kunstraum-Wohnraum ULRIKE SCHOELLER Opið fimmtudaga kl. 15–17 og eftir sam- komulagi. Sýningu lýkur 28. október. FIMM LISTAMENN FRÁ BERLÍN Jón B.K. Ransu Hafnarborg í Hafnarfirði erstútfull af málverkum umþessar mundir. Á morg-un opna þar tvær mynd- listarsýningar, báðar með mál- verkum sem sækja innblástur sinn í íslenska landslagið, og eru það hin franska Valery Boyce og hin íslenska Margrét Sigfúsdóttir, sem báðar hafa verið búsettar í eða nálægt París um árabil, sem eiga heiðurinn að sýning- unum tveimur. Yfirbragð þeirra er þó afar ólíkt og áhugavert er að sjá upp- sprettuna íslenskt landslag verða að svo ólíkum hlutum sem raun ber vitni. Sterkir litir og einföld form Margrét hefur valið sýningu sinni heitið Óður til Íslands, enda segist hún mála undir beinum áhrifum frá íslenskri náttúru þó að verkin séu unnin í París, flest á síðastliðnu ári. Í nýjustu verkum hennar á sýningunni eru sterkir litir og einföld form ein- kennandi þar sem hún hefur horfið algjörlega frá fígúratívari efnistökum í eldri verkum á sýningunni. Hvernig skyldi þessi umbylting í hvernig Mar- grét sér landslagið hafa komið til? „Ég var stödd í Hveragerði fyrir ári. Þegar ég kom heim aftur fann ég að ég gat ekkert málað eins og áður. Það var ný fæðing, eins og ég kalla það þegar maður breytir um stíl,“ segir Margrét, sem er búsett að mestu í París. „Ég fikraði mig áfram með þetta allt haustið en fann ekki alveg Myndlist | Landslagsmálverk á tveimur myndlistarsýningum í Hafnarborg Óður til íslenskrar náttúru Valery Boyce við eitt íslensku landslagsmálverka sinna í Hafnarborg. „Náttúran er sterkari en maðurinn og mað- ur finnur mjög sterklega fyrir því hér á Íslandi,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. „Það eru allir litir til á Íslandi og þeir eru miklu hreinni og skýrari en til dæmis í Frakklandi þar sem ég bý,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, sem gerir landslaginu á Suðurlandi skil í málverkum sínum. það sem ég var að leita eftir. Það end- aði síðan í þessum sterku litum og stóru formum.“ Það eru því Kambarnir og sólin og fjöllin – Suðurlandið allt – sem Mar- grét er að gera skil í myndum sínum sem eru þó algjörlega óhlutbundnar. „Myndirnar eru abstrakt, en hug- urinn minn dvelur alltaf heima þó að ég sé úti að mála. Það sem maður tek- ur með sér eru litir, og ég er raunar mikil litamanneskja,“ segir hún. Hin- ir sterku litir sem birtast á strigunum eru þeir sem að hennar mati lýsa Suðurlandi best. „Það eru allir litir til á Íslandi og þeir eru miklu hreinni og skýrari en til dæmis í Frakklandi þar sem ég bý. Öll birta hér er miklu tær- ari. Auðvitað er hægt að fá mjög fal- lega liti þar líka en það eru ekki þeir sömu og hér á Íslandi. En sem betur fer get ég haft þá með mér út.“ Íslenskt eða franskt landslag Á strigum Valery Boyce birtist einnig landslag en það er af allt öðr- um toga en landslag Margrétar. Á sýningunni í Hafnarborg teflir hún saman íslenskri náttúru og franskri í tveimur sölum og það er augljóst að náttúran er allt öðruvísi hér heima en niðri í Evrópu. „Já, íslensku lands- lagsmyndirnar mínar eru skýrar á meðan þær frönsku eru þokukennd- ari og það er vegna ljóssins. Hér á Ís- landi er ljósið kristalstært og bjart, líkt og í Ameríku, meðan litbrigði ljóssins eru miklu dempaðri í Frakk- landi, sérstaklega þar sem ég á heima rétt fyrir utan París,“ segir Valery sem kom fyrst hingað til lands fjórtán ára gömul. Hún dvaldi hérlendis árið 1999 í gestavinnustofunni í Straumi og er eitt málverkið á sýningunni þaðan en hin málverkin sem sækja viðfangsefni sitt í náttúru Íslands eru frá stöðum víðsvegar um landið. Valery segist afar hrifin af ís- lenskri náttúru þar sem auðvelt er að lesa jarðfræðilega sögu landsins úr fjöllum og dölum. „Náttúran er sterk- ari en maðurinn og maður finnur mjög sterklega fyrir því hér á Íslandi. Í Frakklandi vill sú staðreynd hins vegar gleymast enda er landið ekki næstum eins nýtt og hér – það er þak- ið í margra árþúsunda gróðurlagi. Hér er hins vegar allt svo ferskt,“ segir hún. Að mati Valery skiptir landslags- málun miklu máli í samtímanum og segist hún gjarnan vilja auka veg hennar í listsköpun nútímans þar sem hún hafi tilgang sem skráning á ákveðnu tímabili ákveðinna staða. En að hennar mati er listmálun líka grein innan myndlistarinnar sem er nauð- synleg. „Fyrir mér eru málverk eins og ljóðlist, flest okkar þurfum á henni að halda jafnmikið og að anda.“ Sýningarnar opna í Hafnarborg á morgun. Þær standa til 8. nóvember. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Sýnisbók á frönsku I. hluti fjallar um barna- og unglingabókmenntir og ritar Margrét Tryggavadóttir inngang. Textar eru eftir Guðrúnu Helgadóttur, Magneu frá Kleifum, Önnu Heiðu Pálsdóttur og Þorvald Þor- steinsson. II. hluti fjallar um ljóðlist og ritar Eysteinn Þor- valdsson inngang. Birt eru ljóð eftir Sigfús Daðason, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Matthías Johannessen, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Þorstein frá Hamri. III hluti fjallar um leikritun með inngangi eftir Árna Ibsen. Birtir eru leiktextar eftir Hávar Sigurjónsson, Hrafnhildi Hagalín, Ólaf Hauk Símonarson, Sigurð Pálsson og Þorvald Þorsteinsson. Fjórði hluti fjallar um skáldsögur og ritar Friðrik Rafnsson inngang. Textar eru eftir Pétur Gunnarsson, Ólaf Gunn- arsson, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Braga Ólafsson. Robert Guillemette, Catherine Eyjólfsson og Gér- ard Lemarquis þýddu. Í bókarauka er listi yfir íslenskar bókmenntir sem hafa komið í frönskum þýðingum undanfarin ár. Friðrik Rafnsson ritstýrði bókinni. Kápuna prýðir málverk eftir Sigurð Árna Sigurðsson. ISLANDE de glace et de feu, nouveaux courants de la littérature islandaise, eða „Ísland íss og elda: nýir straumar í íslenskum bókmenntum“ er sýnisbók ís- lenskra bókmennta sem franska forlagið Actes sud gaf út hinn 5. október sl. í samvinnu við Heimsmenningarhúsið í París. Undanfarið hefur staðið yfir viða- mikil Íslandskynning í París og var bókin kynnt í Heimsmenningarhús- inu í París þann 5. október, að fjór- um íslenskum höfundum, Pétri Gunnarssyni, Steinunni Sigurð- ardóttur, Hafnhildi Hagalín og Sig- urði Pálssyni, viðstöddum en henni verður síðan dreift um allt Frakk- land. Verkinu er skipt í fjóra hluta og ritar fræðimaður á viðkomandi sviði inngang hvers þeirra, en formála að bókinni skrifa Sveinn Einarsson og Chérif Khaznad- ar. Bókin skiptist í fjóra hluta og er hver hluti helg- aður einum þætti bókmenntanna, þannig upp byggður að á eftir fræðilegum inngangi eru birtir kaflar úr verkum eftir valda höfunda. Friðrik Rafnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.