Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 2
2 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VILL BEINT LÝÐRÆÐI Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði aukinn rétt einstaklinganna og beint lýð- ræði að umtalsefni í setningarræðu sinni við upphaf flokksstjórn- arfundar Samfylkingarinnar í gær- morgun. Hann sagði það m.a. eðli- legt að berjast fyrir því að kjósendur fengju að raða einstaklingum í sæti, og þar með gera prófkjör óþörf. Öss- ur varpaði einnig fram þeirri hug- mynd að kosið verði beint í embætti eins og útvarpsstjóra, umboðsmann Alþingis og umboðsmann neytenda. TOEFL-próf fellur niður Hið svokallaða TOEFL-próf, sem halda átti í gær, féll niður og er ekki víst að hægt verði að taka prófið fyrr en 20. nóvember. Þetta getur haft mjög alvarleg áhrif fyrir nemendur sem þurfa prófið til að geta sótt um nám víða erlendis. Þetta gæti tafið umsóknir áttatíu manns um há- skólavist erlendis um allt að ár. Próf- gögn höfðu ekki borist til landsins frá Bandaríkjunum í tæka tíð, en prófið er haldið samtímis víða um heim. Bandaríkjaher þarf aðstoð Bandaríkjamenn hafa óskað eftir því við bresk stjórnvöld að þau leggi til nokkrar sveitir hermanna til að styðja við bak Bandaríkjahers á nokkrum af róstusamari svæðunum í Írak. Hermennirnir myndu lúta stjórn bandarískra herforingja og mælast þessar óskir ekki ýkja vel fyrir í Bretlandi. Rætt hefur verið um að 650 breskir hermenn kæmu til liðs við Bandaríkjaher. Matvöruverslanir bannaðar Reykjavíkurborg bannar þeim sem leigja lóðir við Fossaleyni í Grafarvogi að starfrækja hvers kon- ar verslanir með matvöru, s.s. stór- markaði, matvöruverslanir og sölu- turna. Nú hefur borginni verið stefnt vegna þessa og þess krafist að þess- um kvöðum verði aflétt. Bannið var sett á árið 1996 til að tryggja upp- byggingu verslunar í Spönginni en þar eru nú tvær matvöruverslanir, Bónus og Hagkaup. Fagnaðarfundir í geimstöð Rússnesk geimflaug með þrjá menn innanborðs lenti í gær við Al- þjóðlegu geimstöðina og urðu fagn- aðarfundir en tveir menn eru þar fyrir. Um var að ræða tvo rússneska geimfara og einn bandarískan og munu tveir þeirra leysa tvímenn- ingana sem fyrir voru af hólmi og eyða hálfu ári í geimstöðinni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 36/39 Fréttaskýring 8 Dagbók 42/44 Hugsað upphátt 27 Myndasögur 42 Forystugrein 28 Af listum 45 Reykjavíkurbréf 28 Leikhús 46 Umræðan 30 Bíó 50/53 Bréf 31 Sjónvarp 54 Auðlesið efni 36 Veður 55 Hugvekja 36 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl REYKJAVÍKURBORG bannar þeim sem leigja lóðir við Fossaleyni í Grafarvogi að starfrækja hvers konar verslanir með matvöru s.s. stórmarkaði, matvöruverslanir og söluturna. Bannið var sett á árið 1996 til að tryggja uppbyggingu verslunar í Spönginni en þar eru nú tvær matvöruverslanir, Bónus og Hagkaup. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnu á hendur borginni þar sem krafist er að þessum kvöðum verði aflétt. Kvaðirnar eru þinglýst- ar og taka einnig til Gylfa- og Bæj- arflatar. Júlíus Vífill Ingvarsson hdl. rekur málið fyrir Heimilisvörur sem eru lóðahafar við Fossaleyni og hafa reist þar húsnæði. Fyrirtækið hefur ítrekað sótt um að reka matvöru- verslun, söluturn eða veitingasölu en ávallt verið hafnað. Kæru fyrirtæk- isins til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála var síðast hafnað í apríl 2001. Þegar fyrirtækið reyndi að fá banninu aflétt árið 1999 hafnaði borgarverkfræðingur því m.a. með þeim rökum að tilgangurinn með því hefði verið að „styrkja uppbyggingu Spangarinnar sem meginverslunar- miðstöðvar fyrir Grafarvogshverfin og girða þar með fyrir þróun mat- vöruverslana í athafnahverfum í ná- grenninu“. Borgarráð samþykkti síðan umsögnina. Í stefnunni segir að í aðalskipu- lagi Reykjavíkur sé gert ráð fyrir að varast eigi að heimila nýjar versl- unar- og þjónustumiðstöðvar í ná- grenni þeirra sem fyrir eru. Þá skuli miðað við að enginn þurfi að ganga lengra en 400 metra út í búð. Fossa- leynir sé hins vegar í um tvöfaldri þeirri fjarlægð frá Spönginni og því ekki í nágrenninu eins og það sé skilgreint í aðalskipulagi. Einokun til eilífðar? Í stefnunni segir að Spöngin hafi haft átta ár til uppbyggingar án þess að samkeppni hafi komið til á þessu svæði. Það hafi varla verið tilgangur borgarinnar að skapa tveimur mat- vöruverslunum, sem svo vilji til að séu í eigu sama aðila, einokunarað- stöðu til eilífðar enda hafi greiðslur til borgarinnar fyrir lóðaleigusamn- inga ekki endurspeglað slík fríðindi. Júlíus Vífill segir að öflugir aðilar í matvöruverslun hafi nýlega lýst áhuga á að reka verslun í Fossaleyni en kvaðir borgarinnar standi í vegi fyrir því. Hann segir skiljanlegt að takmarkanir séu lagðar við verslun- arrekstri í ákveðinn tíma en um- ræddar kvaðir séu fráleitar. Baugur, sem rekur báðar versl- anirnar í Spönginni, hafi yfirburða- stöðu á matvörumarkaði og þurfi ekki þá óeðlilegu samkeppnisvernd sem fyrirtækinu sé veitt af hálfu borgarinnar. Slík vernd geti raunar verið hættuleg. Það sé í meira lagi undarlegt að skjólstæðingur hans hafi ekki einu sinni fengið leyfi til að reka söluturn til að hann ógnaði ekki samkeppnisstöðu Bónuss og Hag- kaupa. Bannað að reka matvöru- verslun í Fossaleyni Krafa um að kvöðum verði aflétt í stefnu fyrir héraðsdómi VERIÐ er að rífa gömul útihús í Lækjargili á Akureyri. Sum þeirra eru komin vel til ára sinna og eru frá því um næstsíðustu aldamót eða um 100 ára. Starfs- menn Framkvæmdamiðstöðvar bæjarins vinna þetta verkefni og gera ráð fyrir að vera nokkra daga að störfum, enda húsin nokkuð mörg. Akureyringar, einkum Innbæ- ingar, voru með kindur og hesta í þessum húsum. Nokkrir velunn- arar húsanna vilja varðveita nokkur útihús á þessum slóðum og sýna þau ferðamönnum og mættu nokkrir þeirra í gilið í gærmorgun til að fylgjast með og mótmæla framkvæmdum við niðurrif þeirra. Akureyrarbær hefur keypt húsin en til stendur að byggja sumarhús á þessum stað.Morgunblaðið/Margrét Þóra Gömul úti- hús rifin MALARNÁMI í Kollafirði hefur verið hætt og áformar Steypustöðin að hreinsa þar svæðið á næstunni, bæði malarhaugana og vegginn sem blasað hefur við vegfarendum um þennan fjölfarna þjóðveg. Í hvassviðri hefur efnið í námunni fokið til og yfir bíla sem átt hafa leið framhjá. Bíleigendur hafa hins vegar orðið að bera foktjón sjálfir, hvorki hefur það fengist bætt frá Steypu- stöðinni né með kaskótryggingu öku- tækjanna. Dæmi eru um hundraða þúsunda króna tjón sem ökumenn hafa lent í af þessum völdum. Sumarliði Guðbjörnsson, deild- arstjóri tjónasviðs Sjóvár-Almennra, segir tjón af völdum sandfoks frá malarnámunni hafa komið upp á hverju ári. Steypustöðin hafi sam- kvæmt dómsmálum ekki verið talin ábyrg fyrir því að möl og sandur fjúki frá námunni. Vegna hættu á tjóni hafi verið settir upp vindmælar í Mosfellsbæ til að vara ökumenn við að aka þessa leið í miklu hvassviðri. Sumarliði segir foktjón almennt vera erfitt viðureignar fyrir trygg- ingafélögin. Í skilmálum kaskótrygg- ingar hjá öllum félögum hafi þetta tjón verið undanþegið. Þar standi m.a. að vátrygging bæti tjón af völd- um óveðurs eða ef hurðir, kistulok og vélarhlífar fjúki upp. Hið sama gildi um tjón af völdum áfoks eða áhruns. Sumarliði segir að tjón af völdum sandfoks, eða vegna þess að möl, aska, vikur og önnur laus jarðefni fjúki á ökutæki, fáist ekki bætt. Með þessum skilmálum sé lögð varúðarskylda á eigendur ökutækja, að þeir aki ekki inn á svæði þar sem búast megi við sandfoki eða öðru jarðvegsfoki. Að sögn Snorra Finnlaugssonar, fjármálastjóra Steypustöðvarinnar, hefur fyrirtækið verið með mal- arnám í Kollafirði til fjölda ára, allt frá því þegar þjóðvegurinn lá fyrir ofan námuna. Á sínum tíma hafi verið gripið til ráðstafana með því að stækka varnarvegginn en nú standi til að fjarlægja allt efnið, þegar mal- arvinnslu hefur verið hætt. Kaupir Steypustöðin nú efni af öðrum að- ilum. Hreinsa á malar- námuna í Kollafirði Morgunblaðið/Golli Ekið framhjá malarnámunni í Kollafirði, sem nú á að loka fyrir fullt og allt. Bíleigendur ekki tryggðir fyrir fok- tjóni við malarnámu VEGNA stillingavandamála í prentsmiðju urðu tafir á dreifingu laugardagsblaðs Morgunblaðsins. Af þeim sök- um dróst blaðburður fram á daginn á nokkrum svæðum landsins, og eru lesendur og viðskiptavinir blaðsins beðnir velvirðingar á töfunum. Prentun Morgunblaðsins í nýrri prentsmiðju við Hádeg- ismóa hófst í lok september og hefur framleiðsla gengið samkvæmt áætlun flesta daga. Ýmis byrjunarvandamál geta fylgt uppsetningu nýrra prentvéla og pökkunarkerfa og geta áskrifendur og blað- berar átt von á einhverjum töfum líkt og varð á laug- ardagsblaðinu á meðan verið er að stilla búnað og laga hann að framleiðslunni. Morgunblaðið þakkar les- endum þolinmæðina og vonar að þeir sýni áframhaldandi skilning á tímabundnum vandræðum, sem útgáfu- félagið kappkostar að leysa fljótlega. Tafir á dreifingu blaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.