Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 16
16 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Árna Sævar Jónssondreymdi ungan um aðverða kennari en ákvaðað hvíla sig á námi eftirgagnfræðaskóla og hélt loks áfram um leið og yngsti sonur- inn fór í framhaldsskóla. Varð stúd- ent frá VMA 1992, tæplega fimmtug- ur, og segist ekki hafa haft nein áform eftir þau tímamót. „Ég þvæld- ist í eitt ár í Háskólanum hér á Ak- ureyri við lítið sem ekkert en eftir að hafa verið í rekstrardeild um tíma fór ég í kennaradeildina og útskrif- aðist þaðan með fyrsta árgangin- um.“ Það var 1996 og síðan hefur hann kennt í Glerárskóla. „Fór þá í draumastarfið, um það bil 30 árum eftir að ég ætlaði mér.“ Starfið er gríðarlega skemmtilegt og gefandi, segir hann. Og ábyrgð- armikið: „Við erum með börnin frá klukkan átta á morgnana til þrjú á daginn. Það er miklu meiri tími en til dæmis þú sem faðir ert með börn- unum þínum. Þau leika sér væntan- lega eitthvað úti eftir að skóla lýkur, síðan er farið í heimanámið, borðað, jafnvel horft á sjónvarpið í stutta stund og svo farið að sofa. Foreldrar hafa því raunverulega aðeins helg- arnar með börnunum sínum.“ Illt Hann er Akureyringur, 61 árs, fæddur 1943. Kveðst svo heppinn að hafa verið með einn besta barna- kennara fyrr og síðar öll sex árin í Barnaskóla Akureyrar, Örn Snorra- son. „Ég held að það sé einsdæmi að við hlökkuðum alltaf til að fara í skól- ann. Ég var alveg ákveðinn í því að verða kennari, vegna áhrifa frá Erni; þetta hlyti að vera alveg ofboðslega skemmtilegt starf.“ Árni segir Örn t.d. hafa kennt mikið í bundnu máli. „Ég var ekki góður í stafsetningu þegar ég var ungur og man eftir að einhvern tíma skrifaði ég orðið illt tvisvar sinnum vitlaust í réttritunaræfingu. Hef lík- lega verið níu ára.“ Þá bjó Örn til þessa vísu yfir Árna og lét hann læra: Garmar voru að gelta að fé, grænum úti í haga. I og L og L og T ærnar fengu í maga. Árni segist ekki hafa skrifaði orðið illt vitlaust síðan. „Örn var afburðakennari. Er ekki stundum sagt að menn drekki í gegnum einhverja? Það kæmi mér ekki á óvart þó að hann kenndi í gegnum mig!“ segir Árni. Áhuginn á kennarastarfinu dvín- aði þegar Árni fór í Gagnfræðaskól- ann „og að honum loknum ákvað ég að fresta frekara námi um eitt ár.“ Fór þá að vinna í búð hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og segist sennilega hafa staðið sig þokkalega því hann var orðinn verslunarstjóri fyrir 18 ára afmælið. Það var í Bólu, eins og KEA-búðin í Eiðsvallagötu 6 var kölluð. Svo tók hann við stærstu KEA-versluninni, í Höfðahlíð 1, en um fertugt, snemma á áttunda ára- tugnum söðlaði Árni um og varð for- stjóri í húsgagnaverksmiðju sem hét Einir, fjölskyldufyrirtækinu. Tortryggni Árni var lengi keppnismaður í golfi og þótti góður, var með 2 í for- gjöf. Í upphafi áttunda áratugarins hóf hann að kenna krökkum íþrótt- ina og gerir enn, og áratug síðar, 1984, varð hann jafnframt fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar og gegndi því starfi til 1989. Það var þegar Árni hætti hjá GA að hann settist aftur á skólabekk. „Ég fór í Verkmenntaskólann með yngsta syni mínum – að honum forspurðum. Ég var bæði í dagskóla og kvöldskóla og varð stúdent á tveimur og hálfu ári.“ Hann segir það hafa verið meira en fulla vinnu, en á þessum tíma hóf hann engu að síður að kenna börnum í Golfklúbbi Sauðár- króks og gerði næstu tíu árin. Getur þess svo í framhjáhlaupi að eftir að hann hætti á Króknum gerð- ist hann golfkennari hjá Kili í Mos- fellsbæ! „Ég var þar í þrjú ár. Keyrði suður um hverja helgi allt árið; fór um þrjúleytið á föstudegi og kom aft- ur heim á sunnudagskvöldum.“ Árni hefur náð góðum árangri sem golfkennari. Íslandsmeistaratitlar lærlinga hans skipta a.m.k. tugum. Það er sannarlega óvenjulegt að fólk hefji háskólanám jafn „gamalt“ og Árni en honum var vel tekið, ekki síst af bekkjarsystkinum sínum. „Það var alveg meiriháttar að vera með krökkunum.“ Árni segir suma foreldra líklega hafa verið örlítið tortryggna þegar hann hóf að kenna börnum þeirra, rúmlega fimmtugur, nýútskrifaður kennari. Telur að sennilega hafi sumir þeirra álitið að þessi „gamli karl“ hafi lagt kennsluna fyrir sig til þess að hafa eitthvað rólegt að gera í ellinni. „En ég fann þetta bara fyrst. Sem betur fer hefur mér gengið mjög vel að eiga samstarf við for- eldra, eins og börnin.“ Hann segist njóta þess að fræða en er ákveðinn í því að hætta renni sá dagur upp að honum finnist það ekki lengur skemmtilegt. Enda sé ómögulegt að ná árangri í þessu starfi hafi maður ekki gaman af því. „Það er yndislegt að vinna með börnum; algjör forréttindi. Að því leyti er það rétt hjá forsvarsmönnum sveitarfélaga að það er alltaf hugsjón að vera kennari; fólk er a.m.k. ekki í þessu starfi vegna launanna. En auð- vitað er sorglegt að það skuli ekki vera hægt að lifa af kennslu. Það gefur auga leið að maður sem stundar aðra vinnu samhliða sinnir kennslu ekki eins vel og hann ætti að gera. Kennarastarfið er miklu meira en fullt starf. Fólk vinnur eins vel og það mögulega getur, en það verður náttúrlega að lifa. Ég er svo heppinn að hluti af aukastarfinu mínu er að kenna börnum golf; margir nemenda minna í skólanum eru líka í golfi og ég get blandað þessu saman.“ Árni tekur undir þær vangaveltur blaðamanns að það hljóti að vera mjög gott að koma inn í kennslu með langa reynslu á öðrum sviðum í far- teskinu. „Ég held að það sé frábært – ég er ekki að gera lítið úr þeim kennurum sem eru búnir að kenna lengi, en ég held að það sé mjög gott að koma með reynslu úr öðrum störfum inn í kennsluna. Ég tala nú ekki um að vera búinn að ala upp sín börn. Ég á fjögur börn sem öll eru uppkomin, og ég held að sú reynsla sé einfaldlega ómetanleg. Ég hef líka verið í fyrirtækja- rekstri og þetta er ekkert ósvipað; það er svipað að vera kennari og að vera forstjóri í fyrirtæki. Maður er til dæmis í vinnunni allan sólarhring- inn; endalaust að hugsa um starfið. Krakkarnir hringja í mann ef þeim liggur eitthvað á hjarta og foreldrar líka. Ef einhver vandamál koma upp er jafnvel fyrst hringt í kennarann á undan foreldrunum.“ Árni segir forstjóra fyrirtækja hafa laun fyrir ómælda vinnu en hluti kennarastarfsins sé raunverulega ólaunaður. „Sú skoðun hefur heyrst hjá forsvarsmönnum sveitarfélaga að við eigum að vinna öll störf innan dagvinnuramma þó að kennarastarf- ið sé ómæld vinna, en launin eru kannski 25% af launum forstjóra – ef þau ná því.“ Í ljósi þess sem Árni sagði áður um reynsluna er hann spurður hvort það sé jafnvel betra að gerast kenn- ari „gamall og reyndur“ en ungur og óreyndur? „Ég ætla ekki að dæma um það hvort er betra eða verra, en held að það sé mjög jákvætt að fá fullorðið fólk í kennslu ásamt því yngra; fólk með gríðarlega reynslu, sem menntar sig og kemur ferskt inn. Ég vil skora á fullorðið fólk sem orðið er leitt á því sem það er að gera að velta þessu fyrir sér.“ Hann segist ekki einsdæmi; aðrir svo fullorðnir hafi lært til kennara og „ég veit um tvær mæður nemenda minna sem fóru þessa braut eftir að hafa ráðfært sig við mig. Báðar þess- ar konur eru kennarar í dag. Ekki ósvipað að vera kennari Árni Sævar Jónsson lét æskudrauminn rætast um fimmtugt, þrjátíu árum á eftir áætlun, og lærði til barnakennara. Skapti Hallgrímsson spjallaði við Akureyringinn sem segir ekki ósvipað að vera for- stjóri og kennari, nema hvað launin séu lægri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Árni Sævar Jónsson segir ekki ósvipað að vera kennari og að vera forstjóri. Hann sé t. d. í vinnunni allan sólarhringinn og hugsi endalaust um starfið. ’Það er yndislegt aðvinna með börnum; algjör forréttindi. Að því leyti er það rétt hjá forsvarsmönnum sveitarfélaga að það er alltaf hugsjón að vera kennari; fólk er a.m.k. ekki í þessu starfi vegna launanna.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.