Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 33 FRÉTTIR FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Maríubaugur Stórglæsilegt og vel skipulagt 192 fm einbýlishús, tengihús, með 38 fm innb. bílskúr. Húsið er allt afar vandað m. sérsmíð. innréttingum úr bæsaðri eik og skiptist m.a. í gestaw.c., stórt sjónvarpshol, stórt baðherb. m. hornbaðkari, rúmgóðar stofur, eldhús m. vönduðum tækjum og góðri borðaðst. og tvö herb. Massívt eikarparket og flísar á gólfum og er hiti í þeim flestum. Inn- byggð halogenlýsing í öllum loftum. Öll loft eru tekin upp og er því mikil lofthæð. Falleg lóð með afgirtri verönd. Hiti í stétt- um og innkeyrslu. Fullkomið öryggiskerfi. Verð 36,5 millj. Brúnastekkur Nýkomið í sölu 334 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 50 fm tvöföldum bílskúr. Eignin skiptist m.a. í gestaw.c., eldhús með góðum borðkrók, stofu, borðstofu, fjölda her- bergja, tvö baðherb. auk 67 fm séríbúð- ar. Mikið útsýni úr stofu. Falleg ræktuð lóð með hellulögðum veröndum og vegghleðslum. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Verð 48,5 millj. Nesbali - Seltj. Fallegt 202 fm raðhús á tveimur hæðum með 58 fm innb. bílskúr. Á neðri hæð er forstofa, hol, flísalagt baðherb., tvö herb. og garð- hús með timburverönd. Uppi er svefn- gangur, 3 herb., eldhús m. borðaðst., rúmgóð og björt stofa með mikilli loft- hæð og útgengi á stórar svalir til suðurs og baðherb. Fallegur viðarstigi á milli hæða. Nýlegt járn á þaki. Ræktuð lóð. Verð 29,5 millj. Garðastræti Fallegt um 200 fm ein- býlishús á þremur hæðum á þessum eft- irsótta stað. Á 1. hæð er forstofa, hol, tvær samliggj. stofur með rósettum í lofti og eldhús með borðaðst. Á 2. hæð eru 3 rúmgóð herb. og baðherb. Í risi er opið rými með herb. innaf og í kjallara er þvottaherb. o.fl. Freyjugata Mjög falleg og vel skipu- lögð 144 fm efri hæð og ris í þessu fal- lega þríbýlishúsi. Á aðalhæð er hol, sam- liggj. stofur, flísalagt baðherb. með ný- legum tækjum, eldhús með fallegum eldri innrétt., borðstofa og tvö svefnherb. Í risi er baðherb. og 4 svefnherb. Stór gróin lóð. Þak lagt skífum og hiti í stétt- um við hús. Verð 29,9 millj. Hamravík Björt 105 fm íbúð á 3. hæð með sérinng. Björt og rúmgóð stofa/borðst., eldhús m. borðkrók og fal- legri viðarinnrétt., flísal. baðherb. og tvö herb. auk þvottaherb. Stórar suðursvalir. Gott útsýni til sjávar og til Esjunnar. Parket og flísar á gólfum. Rúmgóð geymsla m. síma- og tölvulögnum. Íbúð í topp ástandi. Verð 17,8 millj. Kjarrhólmi - Kóp. Vel skipulögð og björt 75 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli við Fossvogsdalinn. Góð borðaðstaða í eldhúsi, rúmgóð stofa, tvö herb., bæði með skápum, og flísal. bað- herb. Þvottaherb. í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Hús klætt að utan og sameign góð. Verð 12,8 millj. Vallarás Björt 58 fm íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi auk sérgeymslu í kjallara. Suðursvalir út af stofu. Útsýni. Sameign endurnýjuð. Verð 10,2 millj. Bræðraborgarstígur. Falleg 50 fm íbúð á 3.h æð, efstu, í góðu fjölbýli auk sér geymslu í kj. eldhús m. góðri borðaðstöðu, stofa m. svölum til vesturs, rúmgott herb. m. skápum og mosaiklagt baðherb. Gott útsýni til vesturs og norð- urs. Hús að utan og sameign nýlega endurnýjað. Verð 11,5 millj. Sumarhús í landi Nesja við Þingvallavatn Glæsilegt um 127 fm sumarhús í landi Nesja við Þingvallavatn. Húsið er hæð og uppsteyptur kjallari, afar vel staðsett með glæsilegu útsýni yfir Þingvallavatn og allan fjallahringinn. Á hæðinni er alrými, stofa, borðstofa, eldhús og 2 svefnherb. Niðri er rúm- gott svefnherb., stórt baðherb., þvottaherb., saunaklefi og geymsla. 55 fm timburverönd umlykur alla efri hæð bústaðarins. Leigulóð ræktuð trjám og runnum. EINSTÖK STAÐSETN- ING Í FALLEGU UMHVERFI. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. Melabraut - Seltjarnarnesi Vel skipulögð 135 fm 5 herb. efri sér- hæð, ásamt 29 fm bílskúr. Hæðin skiptist í hol með skápum, eldhús með góðri borðaðstöðu, samliggj- andi stórar stofur, 3 herb., öll með skápum og flísalagt baðherbergi. Tvennar svalir til austurs og vesturs. Frábært útsýni út á sjóinn og að Snæfellsjökli. Sérgeymsla í kjallara og sérgeymsluloft. Bolafótur 11, Njarðvík 500m2 iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum, möguleiki að skipta upp í einingar, eignin er í góðu ástandi. 15.400.000,- TIL SÖLU Hafnargötu 29, 2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 fax 420 4009 • studlaberg.is Alltaf til þjónustu reiðubúin. Skrifstofan í Hverafoldi er opin frá 9 til 18 - heitt á könnunni. Upplýsingar og ráðgjöf. Síminn er 595 9080 Gsm 693 4490 margret@holl.is Grafarvogsbúar! Nú vantar eignir á söluskrána hjá mér Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Kvisthagi - sérinngangur Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Óvenju björt og glæsileg 3ja herbergja 102,5 fm íbúð á jarðhæð í stórglæsilegu og virðulegu steinhús í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúðin er með sér inngangi og skiptist í tvö stór svefnherbergi, glæsilega og rúmgóða stofu með útbyggðum glugga, eldhús með nýlegum innréttingum og vönduðum tækjum, gestasnyrtingu og baðherbergi. Parket og flísar á gólf- um. Sameignlegt þvottahús á hæðinni og verönd til suðurs. Búið er að endurnýja skólp, rafmagn og drena meðfram íbúð að sögn eiganda. Þá hafa gluggar og gler einnig verið endurnýjað. Sjá myndir á www. husa- vik.net. Verð 17,6 millj. Til leigu í Ármúla Glæsilegt 328m² skristofuhúsnæði á 3. hæð, auk 132 m² á 2. hæð eða samtals 460 m², staðsett í neðri hluta Ármúla. Rýmin geta leigst sitt í hvoru lagi eða saman. Þægileg aðkoma og bílastæði beint við inngang. Rýmin eru í góðu ástandi með parketi á gólfum og öflugum tölvulögnum, lagnaskápur fyrir hendi. Áhugasamir hafið samband við Guðlaug í síma 896 0747. Mánaðarleiga samtals kr. 415.000 Sími 511 2900 KENNARAFÉLAG Kennarahá- skóla Íslands hefur sent frá sér yf- irlýsingu þar sem félagið lýsir óskoruðum stuðningi við grunn- skólakennara í einarðri baráttu fyrir bættum kjörum, og lýsir yfir vanþóknun á tómlæti sveitar- stjórna og ríkisvalds í þeirri ill- vígu kjaradeilu sem nú stendur. Í yfirlýsingunni kemur fram að kennarastarfið reyni á sífellt fleiri þætti sem krefjast ábyrgðar, þekkingar og færni langt umfram það sem laun kennara og svigrúm til starfa endurspegla. Félagið höfðar til samfélags- legrar ábyrgðar sveitarstjórna og ríkisvalds á því mikilvæga og fag- lega starfi sem fram fer í grunn- skólum landsins og nú liggur niðri, vandi sveitarfélaga verði síst leystur með því að leiða hjá sér eða reyna að brjóta á bak aftur sanngjarna og einhuga baráttu kennara. Haustfundur Faghóps leik- skólastjóra lýsir einnig yfir ein- dregnum stuðningi við kjarabar- áttu grunnskólakennara. Fundurinn skorar á sveitarstjórnir að stuðla að lausn þessarar deilu til að börn þessa lands fái notið þeirrar menntunar sem lög kveða á um. Styðja grunn- skólakennara NÝ STJÓRN var kjörin á lands- fundi Ungra vinstri grænna, sem haldinn var á Akureyri í byrjun október, og var Oddur Ástráðsson kjörinn formaður hennar. Á meðal annarra í stjórn UVG 2004–2005 eru: Dögg Proppé Hugosdóttir, varaformaður, Emil Hjörvar Pet- ersen, ritari, og Dagur Snær Sæv- arsson, gjaldkeri. Á landsfundinum var eftirfar- andi ályktun um stríðið í Írak samþykkt: „Landsþing Ungra vinstri grænna, haldið á Akureyri 2. október 2004, krefst þess að ís- lensk stjórnvöld taki Ísland taf- arlaust af lista hinna viljugu, stað- föstu þjóða og fordæmi þá hernaðar- og yfirgangsstefnu sem rekin er í Írak að frumkvæði stjórna Bandaríkjanna og Bret- lands. Sá skilyrðislausi und- irlægjuháttur sem stjórnvöld hafa sýnt af sér gagnvart þeirri and- styggilegu heimsvaldastefnu sem rekin er af þessum þjóðum er skammarlegur smánarblettur á ís- lensku þjóðinni. Ung vinstri græn neita að taka þátt í því að gera heiminn allan að einsleitu kerfi sem stjórnað er með hernaðarógn- unum stórvelda. Stríðsrekstur skil- ar engu nema dauða.“ Ný stjórn Ungra vinstri grænna kjörin VEGNA umfjöllunar um breyt- ingar á nefndum Reykjavík- urborgar vill Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, árétta að aldrei hefur legið fyrir formlegur stuðningur sjálfstæðismanna um að sameina íþrótta- og tóm- stundaráð og menningar- málanefnd í eina nefnd og eitt svið. Vilhjálmur segir að sú hug- mynd hafi verið ein af tugum hugmynda sem stjórnkerfis- nefndin hafi fjallað um og skoðað með opnum hug. Hann segir að í störfum nefndarinnar á undan- förnum misserum hafi hugmyndir og tillögur tekið sífelldum breyt- ingum og nýjar tillögur komið fram. Hann segir afstöðu sjálf- stæðismanna vera að leggjast gegn sameiningu íþrótta- og tóm- stundaráðs og menningarmála- nefndar, og hafi sú afstaða verið ljós fyrr í haust þegar henni var lýst á fundi stjórnkerfisnefndar. Aldrei formlegur stuðningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.