Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 20
20 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar hér er gripið niður í sögu hafa nasistar hafið brottflutninga úr gyðingahverfinu og fjölskylda Szpilmans bíður ásamt fleiri gyð- ingum örlaga sinna á Umschlag- platz. Flutningamiðstöðin varstaðsett við jaðar gyð-ingahverfisins. Að hennilá net skítugra gatna ogöngstræta. Þar höfðu verið, þrátt fyrir skuggalegt útlit, miklir fjársjóðir fyrir stríð. Þang- að komu vörur alls staðar að úr heiminum eftir hliðarbrautarspor- unum. Þarna stunduðu gyðinga- kaupmenn sitt prang og síðar af- greiddu þeir vörur frá vöruhúsum sínum í Nalewkigötu og Simon- undirgöngunum í búðir í Varsjá. Stöðin var afarstór og sporöskju- laga. Að hluta var hún umkringd húsum en annars staðar grind- verki. Að henni lágu nokkrar hlið- argötur sem tengdu hana á þægi- legan hátt við borgina. Svæðinu hafði verið lokað þar sem göturnar lágu að því og þar komust átta þúsund manns fyrir. Þegar við komum þangað var þar enn þá fámennt. Fólk hljóp fram og aftur og leitaði árangurs- laust að vatni. Þennan síðsumar- dag var veðrið afar gott og hlýtt. Himinninn var blágrár eins og hægt væri að hugsa sér að hann hefði breyst í ösku frá rjúkandi jörðinni og veggjum húsanna. Brennandi sólin kreisti síðustu svitadropana úr örþreyttum líköm- unum. Þar sem ein gatan lá að stöðinni var ekki lifandi mann að sjá. Allir héldu sig eins langt frá og þeir gátu, stönsuðu ekki en litu þó þangað með hryllingi. Þar lágu lík þeirra sem höfðu verið myrtir deg- inum áður fyrir ýmis brot, jafnvel fyrir að reyna að flýja. Innan um lík karlmanna lágu einnig lík ungr- ar konu og tveggja stúlkna með mölbrotin höfuð. Á veggnum sem líkin lágu við sáust greinilega blóð- flekkir og heilaslettur. Telpurnar höfðu verið drepnar með vinsælli aðferð Þjóðverjanna: Gripið var um fætur þeirra og höfði þeirra slegið við vegginn. Stórar, svartar flugur skriðu yfir líkin og svöml- uðu í blóðpollunum. Greinilega mátti sjá hvar rotnandi líkin bólgnuðu upp í hitanum. Við höfðum komið okkur sem þægilegast fyrir meðan við biðum eftir lest. Móðir okkar sat á pinkl- unum með eigum okkar. Regína kraup á jörðinni við hlið hennar, ég stóð en faðir okkar gekk óró- legur fram og aftur með hendur fyrir aftan bak, fjögur skref í eina áttina og fjögur skref til baka. Það var ekki fyrr en nú, í blindandi sól- skininu, þegar engin ástæða var lengur til að úthugsa ráð okkur til bjargar, að mér gafst tími til að virða móður mína nákvæmlega fyrir mér. Þrátt fyrir að hún virt- ist í góðu jafnvægi leit hún hræði- lega út. Gránandi hár hennar, sem hún hafði ekkert reynt að fela en hafði alltaf verið svo fallegt og vel hirt, féll nú í litlausum lufsum yfir örþreytt, hrukkótt andlitið. Það var eins og slökkt á dökkum, tindrandi augum hennar og frá hægra gagnauganu niður að munnviki kipptist andlit hennar ósjálfrátt við. Þessu hafði ég aldrei tekið eftir áður. Það sýndi hve miklar áhyggjur hún hafði af okk- ur. Regína grét með andlitið hulið í höndum sér, svo tárin runnu gegnum greipar henni. Að hliði flutningamiðstöðvarinn- ar óku vagnar öðru hverju og fólk sem átti að flytja burt var rekið upp í þá. Aðkomufólkið leyndi ekki örvæntingu sinni: Karlmennirnir töluðu æstum rómi en konurnar, sem búið var að skilja frá börn- unum, grétu með sárum ekka og tárum. En sinnuleysið og drunginn sem ríkti á stöðinni náði brátt tök- um á þeim. Fólkið þagnaði og bara á einstöku stað braust út ofsa- hræðsla í stutta stund þegar ein- hverjum aðvífandi stormsveitar- manni datt í hug að skjóta á einhvern sem var ekki nógu fljótur til að víkja fyrir honum eða sýndi ekki nógu mikla auðmýkt. Eins og lömb til slátrunar Sífellt fjölgar fólkinu á flutn- ingamiðstöðinni og örvæntingin eykst. Því fleiri sem streymdu að því meiri urðu þrengslin og maður þurfti að sneiða fram hjá hópum standandi eða liggjandi fólks. Allir töluðu um það sama: Hvert yrði farið með okkur og hvort við yrð- um í raun sett í vinnubúðir eins og gyðingalögreglan reyndi að sann- færa okkur um. Hópur gamals fólks, konur og karlar, sem áreiðanlega hafði verið fluttur burt af elliheimili, lá á jörð- inni þarna á flutningamiðstöðinni. Fólkið var grindhorað, örmagna af hungrinu og hitanum og greinilega komið að fótum fram. Sumt lá með augun lygnd aftur og ekki var hægt að sjá hvort það var látið eða að dauða komið. Hvað átti að gera við þetta gamla fólk ef senda átti okkur í vinnubúðir? Konur með börn í fanginu reik- uðu milli hópa og grátbáðu um dropa af vatni. En Þjóðverjarnir höfðu skrúfað fyrir vatnið af ásettu ráði þarna á stöðinni. Börn- in voru með stjörf, hálflokuð augu og höfuðið tinaði á grönnum hálsi þeirra. Munnurinn gapti líkt og á fiski á þurru landi. Þegar ég sneri aftur til fjöl- skyldu minnar var hún ekki ein. Góð vinkona móður minnar hafði sest hjá henni og hjá föður mínum stóð eiginmaður hennar, sem áður hafði átt stóra búð. Hjá þeim stóð enn einn sameiginlegur kunningi, tannlæknir sem hafði haft stofu sína nálægt húsinu okkar á Sliska- götu. Kaupmaðurinn var sæmilega hress en tannlæknirinn var aftur á móti mjög svartsýnn. Hann var taugaóstyrkur og bitur. – Þetta er skammarlegt. Þetta niðurlægir okkur öll, öskraði hann næstum því. – Við látum leiða okk- ur til aftöku eins og lömb til slátr- unar. Ef við réðumst á Þjóðverj- ana, hálf milljón okkar, gætum við brotist út úr gyðingahverfinu og dáið með sæmd en ekki orðið eins og smánarblettur í heimssögunni! Faðir minn hlustaði á þetta. Það var eins og hann skammaðist sín að nokkru leyti en samt brosti hann góðlátlega, yppti öxlum og sagði: – Hvernig getið þér verið þess fullviss að þeir ætli að senda okkur í dauðann? Tannlæknirinn neri saman höndum: – Auðvitað veit ég það ekki með vissu. Hvernig ætti ég að vita það? Eins og þeir hefðu sagt mér það? En ég get sagt með níutíu pró- sentna vissu að þeir ætla að út- rýma okkur öllum. Faðir minn brosti aftur eins og hann vissi betur. – Sjáið þér bara, sagði hann og benti á mannþröngina á Um- schlagplatz. – Við erum engar hetjur. Við erum bara venjulegt fólk og þess vegna viljum við held- ur taka þessa tíu prósentna áhættu að við höldum lífi. Síðasta kvöldmáltíðin Szpilman gerir tilraun til að fá bróður sína og systur send aftur inn í gyðingahverfið en án árang- urs og æsingurinn á brautarpall- inum fer stigvaxandi. Jafnvel þessi síðasta tilraun til að bjarga þó ekki væri nema hluta fjölskyld- unnar var til einskis eins og allar fyrri tilraunir mínar. Ég settist al- veg niðurbrotinn hjá móður minni. Þótt klukkan væri orðin fimm eftir hádegi var enn þá sami hit- inn, og mannþröngin varð þéttari með hverjum tímanum sem leið. Fólk týndist í þrengslunum og kallaði árangurslaust upp nöfn hvert annars. Frá næstu götum heyrðist hávaðinn frá skothríð og óp frá dæmigerðum mannaveiðum. Æsingurinn óx þegar von var á járnbrautarlestinni. Fjölskyldan deilir með sér síð- ustu kvöldmáltíðinni á meðan beð- ið er eftir lestinni. Allt í einu ruddist strákur gegn- um mannþröngina í áttina að okk- ur með sælgætisöskju hangandi í borða um hálsinn. Hann var að selja sælgæti á fáránlega háu verði. Guð einn vissi hvað hann ætlaði sér að gera við peningana. Við skröpuðum saman öllum smá- peningum sem við fundum og keyptum fyrir þá eina karamellu. Faðir okkar skipti henni í sex jafna hluta með vasahnífnum sín- um. Þetta var síðasta sameiginlega máltíð okkar. Um sexleytið ríkti spenna og órói á stöðinni. Nokkrir bílar komu Bókarkafli Wladyslaw Szpilman lifði af ofsóknir nasista í gyðingahverfinu í Varsjá í seinni heimsstyrjöldinni en missti alla fjölskyldu sína í helförinni. Szpilman, sem var mikilsmetinn einleikari og tónskáld í Póllandi, skráði sögu sína strax að stríði loknu. Þar féll hún í gleymsku og dá þar til sonur hans vakti nýlega athygli á skrifum föður síns. Hér er birt kaflabrot úr bók Szpilmans, Píanóleikarinn, og rætt við son hans, Andrzej Szpilman. „Þetta fer allt í bræðslu“ Með systkinum sínum þeim Halínu, Regínu og Henryk 1914. Wladyslaw ásamt foreldrum sínum árið 1935. Wladyslaw Szpilman, mynd úr nafn- skírteini árið 1942. „ÉG tel að það hafi aðeins verið ein leið til að skrifa þessa bók og það var að skrifa hana strax að stríði loknu,“ segir Andrzej Szpilman sonur Wlad- yslaws Szpilmans höfundar Píanó- leikarans. En Andrzej Szpilman hef- ur á síðustu árum staðið fyrir endur- útgáfu bókar föður síns sem fengið hefur góðar viðtökur víða um heim og einnig verið kvikmynduð. „Hörmungar helfararinnar voru enn ljóslifandi í huga föður míns þeg- ar hann skrifar bókina árið 1945. Hann skrifaði söguna fyrir sjálfan sig og því er hún ekki lituð af pólitískri rétthugsun eða annars konar rit- skoðun sem kynni að hafa sett svip sinn á hana ef hann hefði ætlað hana til birtingar. Hún var reyndar gefin út í Póllandi árið 1946 þegar faðir minn var í Svíþjóð en sú útgáfa var alfarið án hans þátttöku. Einum vina hans fannst sagan bara það áhrifamikil að hann fór með hana til útgefanda. Upplagið var þó ekki stærra en svo, ein 1.500 eintök, að þegar að faðir minn kom aftur til Pól- lands þá var ómögulegt fyrir hann að eignast eintak.“ Í þessari fyrstu útgáfu Píanóleik- arans er þýski höfuðsmaðurinn Wilm Hosenfeld, sem bjargar Szpilman í stríðslok, hins vegar gerður að Aust- urríkismanni þar sem það félli í betri jarðveg undir stjórn Sovétmanna. Hosenfeld er orðinn þýskur á ný í nýju útgáfunni sem að auki geymir valda kafla úr dagbók höfuðsmanns- ins, sem Szpilman feðgarnir hafa lagt mikla áherslu á að hefja til vegs og virðingar. „Það var ekki fyrr en árið 1950 sem faðir minn komst að nafni þessa bjargvættar síns. Hann setti sig í samband við fjölskyldu Hosenfeld um leið og hann gat, en það varð þó ekki fyrr en árið 1957 er hann lék á tónleikum í Þýskalandi. Þá heimsótti hann frú Hosenfeld í leiðinni og fékk þær fréttir að höfuðsmaðurinn væri látinn. Tengslin við fjölskylduna héld- ust hins vegar og raunar er ég enn í sambandi við börn Hosenfelds í dag,“ segir Szpilman. Fjölskylda Hosenfelds veitti leyfi fyrir notkun dagbókarkaflanna og valdi Szpilman úr nokkra þá hluta sem tengdust frásögninni í Píanist- anum. „Ég vildi draga fram samhliða mynd, þar sem frásögn einhvers annars renndi stoðum undir sögu föður míns í huga lesandans. Það er líka ekki síður mikilvægt við skrif Hosenfelds að þau sýna að Þjóð- verjar, a.m.k. margir hverjir, vissu vel hvað var að gerast.“ Fyrir þremur mánuðum var dag- bók Hosenfelds gefin út í heild sinni í Þýskalandi. „Í Þýskalandi eru nú árlega veitt Szpilman-Hosenfeld verðlaunin fyrir rannsóknir á mannkynssögunni í tengslum við mannúðarmál og Þjóð- verjar eru hægt og rólega að með- taka Hosenfeld sem hetjuna sem hann var. Þar í landi voru menn lengi tregir til að skoða sögu hans í já- kvæðu ljósi, því menn eins og Hos- enfeld sem óhlýðnast skipunum yf- irmanna teljast ekki gott fordæmi í hernum.“ Að sögn Szpilmans gerði faðir hans lítið af því að ræða stríðsárin við börn sín og kveðst hann telja að hann hafi ekki viljað íþyngja þeim í æsku með svo ljótri sögu. „Hann ræddi þennan hluta lífs síns í raun alls ekki. Að minnsta kosti ekki þar til ég fór að vinna að því að fá bókina gefna út, en þá þurfti ég að afla mér ýmissa ítarlegri upplýsinga. Ég ákvað þá að ræða við hann fyrir framan myndavélar og það var næstum því í fyrsta skipti sem við ræddum þessi mál,“ segir Szpilman, en til stendur að vinna heim- ildamynd úr samtölunum. „Það virðist vera svolítið ríkt að meðal fórnarlambanna og barna þeirra eru þessi mál lítið rædd og það sama á raunar við um gerend- urna og afkomendur þeirra. Ég veit hins vegar að samtöl okkar reyndust föður mínum ekki síður góð meðferð en skrif bókarinnar á sínum tíma. Hann fór að sofa betur eftir þetta og það var eins og samræðurnar veittu honum vissa lausn.“ Skrifaði söguna fyrir sjálfan sig TENGLAR .................................................. http://www.szpilman.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.