Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 29 ræður um þau? Og af hverju ætli stjórnarliðið á þingi láti stjórnarandstöðunni frumkvæðið í um- ræðum um jafnréttismál að mestu leyti eftir? Hugsanlega er skýringin sú að jafnréttisbarátt- unni hafi ranglega verið stillt upp sem baráttu á milli fylkinga. Annars vegar á milli kynjanna, hins vegar á milli pólitískra fylkinga. En jafnréttisbaráttan er ekki átök fylkinga – eða á að minnsta kosti ekki að vera það. Hún er barátta hugsandi fólks af báðum kynjum, úr öllum þjóðfélagshópum og með allar stjórnmálaskoðan- ir, á móti úreltum viðhorfum, gamalli verkaskipt- ingu, skeytingarleysi og fordómum. Allir eiga að geta grætt á jafnréttisbaráttunni. Karlar eiga ekki að líta svo á að árangur í þeirri baráttu feli í sér ósigur þeirra. Með jafnari verkaskiptingu, bæði inni á heimilunum og í atvinnulífinu, skiptist fyrirvinnuhlutverkið jafnar á milli kynjanna og karlar fá meiri tíma til að sinna börnum og heimili. Margir, sem það hafa gert, hafa áttað sig á að það eru til miklu fleiri en ein tegund af karlmennsku og það að kynnast börnunum sínum verður t.d. gjarnan til þess að menn uppgötva á sér aðra og tilfinninganæmari hlið. Feður eiga ekki að vera stritandi í yfirvinnu öllum stundum á meðan börn- in þeirra eru lítil, þannig að þeir missi af því að kynnast þeim. Feður lítilla stúlkna, sem vilja þeim allt það bezta í lífinu, vilja væntanlega gera sitt til að þær reki sig ekki á neina veggi þegar þær sækjast eftir starfsframa síðar meir. Karlar, sem velta fyrir sér eigin stöðu innan fyrirtækja og stofnana, fari svo að konur fái að standa þar jafn- fætis þeim hvað laun og ábyrgð varðar, ættu að hafa í huga að margvíslegar rannsóknir sýna að þar sem bæði kyn koma að stjórnun og stefnumót- un gengur allajafna betur í rekstrinum og allir eru betur settir. Af sömu ástæðu ættu breytingar í jafnréttismálum að vera forgangsmál hjá körlun- um, sem víðast halda um valdataumana í atvinnu- lífinu; það eru fjárhagslegir eiginhagsmunir fyrir- tækjanna, sem þeir stýra, að menntun, þekking, hæfileikar og eiginleikar beggja kynja nýtist sem bezt. Af hverju ætli stjórnarliðið sé svona feimið í umræðum um jafnréttismál, var spurt hér að ofan. Getur verið að stjórnarliðar trúi þeim málflutningi stjórnarandstöðunnar að ríkisstjórnin beri ein alla ábyrgð á hinni vondu stöðu í jafnréttismálum? Getur verið að gagnrýni á einstakar stöðuveiting- ar eða ákvarðanir um ráðherrastóla verði til þess að forystumenn stjórnarflokkanna forðist að tala um jafnréttismál, til að verða ekki sakaðir um hræsni? Rætur vandans í jafnréttismálum eru svo djúpstæðar og ná svo langt aftur í söguna, að jafn- vel á þremur kjörtímabilum ná menn ekki að safna að sér allri ábyrgð á vandanum. Og ef menn trúa því að þeir hafi haft málefnalegar ástæður fyrir einstökum ákvörðunum, sem hafa einar og sér ekki afgerandi áhrif á stöðu jafnréttismála, eiga þeir ekki að vera feimnir við að ræða mála- flokkinn í heild sinni. Það er raunar svo að ekkert fyrirtæki, enginn félagsskapur og enginn stjórn- málaflokkur hefur náð fullu jafnrétti innan sinna raða. En það má ekki stöðva forsvarsmenn þeirra í því að ræða jafnréttismál – orð eru einu sinni til alls fyrst. Auðvitað ættu forystumenn ríkisstjórn- arinnar að setja jafnréttismálin rækilega á dag- skrá og stuðla að því að skapa í þjóðfélaginu það andrúmsloft, að við núverandi ástand verði ekki unað og tími sé kominn til breytinga. Aðgerðir í þágu jafnréttis Jafnvel þótt fólk sé sammála um að staða jafnréttismála sé slæm, greinir það á um aðferðirnar til að bæta hana. Morgunblaðið hefur verið þeirrar skoðunar að lögbundnir kynjakvótar séu ekki leiðin til að bæta stöðu jafnréttismálanna; það sé ákveðin hætta á að slíkar aðferðir breiði yf- ir vandann fremur en að leysa hann. En það þýðir ekki að stjórnmálamenn eigi að sitja aðgerðalaus- ir, þvert á móti. Þeir gegna afar mikilvægu hlut- verki í að skapa aðstæður og umgjörð fyrir árang- ur í jafnréttismálunum. Ein mikilvægasta aðgerðin, sem gripið hefur verið til í jafnréttismál- um – og sem ber að viðhalda – er lagasetningin um fæðingarorlof, sem gefur bæði feðrum og mæðr- um kost á að vera heima hjá litlum börnum á fyrstu mánuðum ævi þeirra. Það er kannski kald- hæðnislegt, en heldur neikvæð frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær, föstudag, um að það færist í vöxt að körlum í fæðingarorlofi sé sagt upp með ólögmætum hætti, sýnir að árangurinn af þessari lagasetningu er sá, sem að var stefnt. Auðvitað ætti ekki að segja neinum upp með ólögmætum hætti – en konur, sem taka sér fæðingarorlof, hafa árum saman og tugum eða hundruðum saman orðið fyrir því. Nú stefnir í sama farið með karl- ana, sem sýnir að nýja löggjöfin hefur jafnað stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum, þótt í þessu tilviki sé það með neikvæðum formerkjum. Hið jákvæða er auðvitað að kynin skipta nú jafnar með sér bæði fyrirvinnuhlutverkinu úti á vinnumarkaðnum og umönnunarhlutverkinu heima við. Þótt ekki séu sett lög um kynjakvóta, er ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki, félagasamtök og stjórnmálaflokkar setji sér markmið um að jafna hlutfall kynjanna í ábyrgðarstöðum. Slík stefnu- mörkun er oft ekki sízt nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að fólk sitji fast í viðjum vanans; að karlarnir, sem enn stjórna mestu, haldi áfram að ráða karla í stjórnunarstöður af því að þeir eru vanir því. Samfara því að gera jafnréttisáætlun eða móta jafnréttisstefnu, sem inniheldur mark- mið af þessu tagi, er hægt að fara í gegnum þá um- ræðu hvað fyrirtækið eða félagsskapurinn græði á því að jafna hlutföllin, í stað þess að taka ákvarð- anir á grundvelli þess hvað körlunum, sem fyrir eru í ábyrgðarstöðum, þykir þægilegast. Þar sem konur hafa valizt til forystu í fyrir- tækjarekstri og stjórnmálum er nokkuð augljóst að það eitt og sér getur haft ákveðin margfeldis- áhrif. Það er engin tilviljun að í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fjölgaði mjög konum í stjórnunarstöðum hjá Reykjavíkurborg. Í ráðherratíð Sivjar Friðleifsdóttur urðu konur í yfirstjórn umhverfisráðuneytisins fleiri en karlar. Í Háskólanum í Reykjavík, þar sem Guðfinna Bjarnadóttir er rektor, hefur orðið til harðsnúinn hópur kvenna í ábyrgðarstöðum, sem hefur byggt upp þennan framsækna skóla af miklum krafti. Og það er varla tilviljun að bæði hjá Íslenzka álfélag- inu, þar sem Rannveig Rist er forstjóri, og hjá Símanum, þar sem hún gegnir stjórnarfor- mennsku, eru fleiri konur í framkvæmdastjórn en almennt tíðkast í íslenzkum stórfyrirtækjum. Stjórnmálamenn geta stuðlað að breytingum í atvinnulífinu með öðrum aðferðum en beinum inn- gripum. Bæði í Noregi og Svíþjóð hefur konum í stjórnum helztu fyrirtækja snarfjölgað á undan- förnum árum, ekki sízt vegna umræðna á vett- vangi stjórnmálanna um að taki atvinnulífið sig ekki saman í andlitinu, geti þurft að setja lög um hlutfall kvenna í stjórnum. Í hvorugu landinu hef- ur komið til þess, en umræðan ein og sér hefur haft áhrif. Við höfum ákveðnar hliðstæður hér á landi; Samtök atvinnulífsins, Verzlunarráð og Kauphöllin birtu fyrr á þessu ári leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja, í kjölfar mikilla um- ræðna, ekki sízt á vettvangi stjórnmálanna, um þörf á úrbótum í þeim efnum. Fyrirtæki í Kaup- höllinni hafa nú almennt lagað stjórnarhætti sína að þessum leiðbeiningum. Með því að benda á hversu ömurlega atvinnulífið hefur staðið sig í að fjölga konum í stjórnunarstöðum geta stjórnmála- menn stuðlað að því að skapa þrýsting, sem fyrir- tækin geta ekki annað en tekið mið af. Í áður- nefndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja eru raunar ákvæði um óháða stjórnar- menn, sem gera má ráð fyrir að stuðli að fjölgun kvenna í stjórnum, vegna þess að margar mjög hæfar konur standa utan við karlaklíkurnar, sem gjarnan verða til í atvinnulífinu – og eru þar með gott efni í óháða stjórnarmenn. Litlar ákvarð- anir með stór- pólitíska þýð- ingu Þá er ónefnt það verk- efni stjórnmálamanna að búa íslenzkum fjöl- skyldum sem bezt og öruggast umhverfi með því að bjóða upp á dagvist og leikskóla fyrir öll börn og stuðla að því að tónlistarnám, tómstundastarf og íþróttaiðkun færist inn í heils- dagsskólann. Þannig væri foreldrum auðveldað að samræma fjölskyldulíf og starfsframa, báðir for- eldrar ættu raunverulegt val um að sinna fullu starfi á vinnumarkaðnum eða vinna heima og þeim verkum myndi fækka, sem foreldrar yrðu að gera út um sín á milli hvor ætti að sinna, þ.e. að skutla börnunum í og úr tónlistartímum, íþrótta- æfingum og öðru tómstundastarfi. Árangur í jafnréttismálum á hinum opinbera vettvangi; í fyrirtækjum, stjórnsýslu og stjórn- málum, ræðst ekki sízt af því hvernig fólk skiptir með sér verkum í kjarnafjölskyldunni. Ef það verður áfram þannig að karlar séu aðalfyrirvinnan en konur sinni fremur heimili og börnum, breytist lítið. Það er glettilega auðvelt að hafa allt á horn- um sér yfir stöðunni í jafnréttismálum, en renna síðan ósjálfrátt eða óvart inn í þúsund ára gamalt kynhlutverk. Auðvitað velur fólk sjálft hvernig það hagar lífi sínu. En við ættum að hafa í huga að litlar ákvarðanir, sem fólk gerir út um sín á milli, eins og það hver eldar matinn, hver setur í þvotta- vélina, hver þrífur bílinn, hver sækir börnin í skól- ann eða leikskólann, hver keyrir þau á íþrótta- æfingu og hver er heima þegar þau eru veik, safnast saman og verða stórpólitískar þegar við veltum fyrir okkur framtíð barnanna okkar og hvort þau muni njóta raunverulegs jafnréttis. Morgunblaðið/Árni Torfason Karl og kona. „Staða jafnrétt- ismálanna ætti í raun að vera eitt helzta umræðu- og viðfangsefni bæði stjórnmálamanna og frammámanna í atvinnulífinu.“ Laugardagur 16. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.