Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 21 akandi og herlögreglumenn völdu ungt og sterkt fólk úr hópnum sem átti að flytja á brott. Þetta lán- sama fólk átti greinilega að fara í önnur verkefni. Margar þúsundir manna þokuðu sér nú í átt þangað. Með hrópum reyndi fólk að yf- irgnæfa hvert annað og troða sér fremst til að vekja athygli á lík- amlegum burðum sínum. Þjóðverj- arnir svöruðu með skothríð. Tann- læknirinn, sem enn þá stóð hjá okkur, réð ekki við bræðina. Hann hvæsti í illsku á föður minn eins og þetta væri allt honum að kenna. – Núna trúið þér mér kannski, að þeir ætli að drepa okkur öll. Þeir velja þá vinnufæru úr en dauðinn bíður okkar þarna! Röddin brast þegar hann reyndi að yfirgnæfa hávaðann í mann- mergðinni og skothríðinni. Hann teygði fram höndina og benti í þá átt sem til stóð að flytja okkur. Faðir minn, sem var miður sín af áhyggjum, svaraði ekki. Kaup- maðurinn yppti öxlum og brosti kaldhæðnislega. Hann var enn sæmilega hress. Hann áleit að þótt nokkur hundruð manns hefðu ver- ið valdir úr sannaði það ekkert. Þjóðverjarnir höfðu nú valið sitt vinnuafl og óku burt. En ekkert dró úr óróanum meðal fjöldans. Skömmu síðar heyrðist fjarlægt blístur í eimreið og skröltið í vögn- unum sem færðust nær. Enn liðu nokkrar mínútur og þá sáum við lestina. Um það bil ein tylft gripa- vagna þokaðist hægt í áttina til okkar og kvöldblærinn úr sömu átt bar með sér kæfandi klórlykt. Á sama tíma þéttist keðja gyðingalögreglu og stormsveitar- manna kringum umferðarmiðstöð- ina og hóf að þrýsta sér nær miðju. Enn á ný heyrðust viðvör- unarskot. Úr þéttri mannþröng- inni heyrðust vein kvenna og barnsgrátur. Við ruddumst áfram. Eftir hverju ættum við svo sem að bíða? Því fyrr sem við kæmumst í vagn- ana því betra. Nokkrum skrefum fyrir framan okkur stillti röð lög- regluþjóna sér upp þannig að breið göng mynduðust svo mann- fjöldinn komst hvergi nema að opnum dyrum klórhreinsaðra vagnanna. Kveðjustundin Áður en við komumst nær lest- inni höfðu nærliggjandi vagnar þegar fyllst; fólki var troðið í þá þétt saman. Stormsveitarmennirn- ir ýttu á eftir því með byssuskeft- unum enda þótt að innan heyrðust óp fólks sem var að kafna af loft- leysi. Vissulega gerði klórlyktin mönnum erfitt um andardrátt, jafnvel í þó nokkurri fjarlægð frá vögnunum. Hvað gekk eiginlega á þarna inni úr því að gólfin voru þakin þykku klórlagi? Við vorum komin hálfa leið fram með lestinni þegar ég heyrði allt í einu hrópað: – Heyrðu! Heyrðu, Szpilman! Hönd greip í kragann á mér og mér var kippt til baka og út úr lögregluröðinni. Hver dirfðist að fara svona með mig? Ég vildi ekki skiljast við ást- vini mína. Ég vildi vera hjá þeim! Nú sá ég aðeins fyrir framan mig bakið á lögreglumönnunum. Ég kastaði mér á þá, en þeir gáfu ekkert eftir. Ég sá yfir höfuð þeirra hvar móðir mín og Regína, sem Halína og Henryk studdu, fóru upp í vagninn en faðir minn leit til baka á mig. – Pabbi! hrópaði ég. Hann sá mig, steig nokkur skref í átt til mín en á sama andartaki hikaði hann og nam staðar. Hann var fölur og varir hans titruðu, hann reyndi að brosa, hjálparvana og ráðalaus. Hann lyfti hendinni í kveðjuskyni eins og ég væri að hefja nýtt líf en hann að kveðja mig að handan. Síðan sneri hann sér við og gekk í átt að vögnunum. Ég kastaði mér aftur af öllu afli á lögreglumennina. – Pabbi! Henryk! Halína … Ég öskraði eins og vitfirrtur, dauðskelfdur við tilhugsunina um að einmitt nú á þessari ögurstundu kæmist ég ekki til þeirra og við yrðum aðskilin að eilífu. Einn lögreglumannanna sneri sér við og starði á mig bálreiður: – Hvern fjandann eruð þér að brölta? Reynið að bjarga yður! Bjarga? Frá hverju? Allt í einu varð mér ljóst hvað beið fólksins sem troðið var í vagnana. Hárin risu á höfði mér. Ég leit um öxl. Stöðin var orðin auð. Handan við teinana og braut- arpallana sást í opnar göturnar. Ég lét stjórnast af ósjálfráðri, dýrslegri hræðslu og tók til fót- anna í átt að götunum. Mér tókst að smeygja mér inn í röð verka- manna frá sveitarstjórninni, sem voru rétt í því að yfirgefa stöðina, og komast gegnum hliðið með þeim. Þegar ég rankaði við mér var ég á gangstétt milli húsa. Stormsveit- armaður kom út úr einu þeirra í fylgd með gyðingalögregluþjóni. Stormsveitarmaðurinn var svip- brigðalaus og hrokafullur í fasi en lögregluþjónninn eins og skreið fyrir honum, skælbrosandi af kurt- eisi. Hann benti á lestina á Um- schlagplatz og sagði kumpánlega og með fyrirlitningu: – Þetta fer allt í bræðslu! Ég horfði í sömu átt. Búið var að loka dyrum vagnanna og lestin seig hægt og þunglega af stað. Ég sneri mér við og hágrét. Ég reikaði eftir miðri, mannlausri göt- unni og hróp fólksins, sem var lok- að inni í vögnunum, fylgdu mér. Þetta hljómaði eins og skrækir deyjandi fugla í búri. Píanóleikarinn eftir Wladyslaw Szpil- man kemur út hjá JPV útgáfu í þýðingu Þrándar Thoroddsen. Bókin er mynd- skreytt og 220 bls. Adrien Brody, í hlutverki Wladyslaws Szpilman í myndinni Píanóleikarinn, reynir hér að hjálpa litla smyglaranum úr gyðingahverfinu sem Þjóðverjar börðu til ólífis. ENSKA ER OKKAR MÁL • Viðskiptanámskeið • Einkatímar • Enskunám erlendis • Kennt á mismunandi stigum • Málfræði og skrift • Þjóðfélagsleg umræða • Kvikmyndaumræða • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Okkar vinsælu 7 vikna talnámskeið hefjast 1. nóvember ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.