Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 30
30 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ATVINNUHÚSNÆÐI í 108 Reykjavík Óskum eftir að kaupa eða leigja ca 700-1000 fm húsnæði á jarðhæð. Upplýsingar í síma 693-7813. Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fast- eignir í útleigu með traustum leigutökum á höfuð- borgarsvæðinu. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir á verðbilinu frá 20.000.000 - 2.000.000.000 til greina. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við Óskar Rúnar Harðarson lögfræðing eða Sverri Kristinsson löggiltan fasteignasala hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson, lögfræðingur Sverri Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ SÓLVALLAGATA 27 - 101 RVÍK OPIÐ HÚS Í DAG MILLI 14 OG 15 Efri hæð og ris, 93,7 fm, 3ja herbergja á þessum eftirsótta stað. Flísar og parket á gólfum. Ris nýuppgert með nýl. beykiparketi og panel. Suðursvalir. Frábær staðsetning. VERÐ 16,5 millj. Lán frá lánastofnun 10,3 millj., 4,2%, grb. ca 45.000, vextir og afb. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Júlíus Jóhannsson sölufulltrúi Akkurat ehf. tekur á móti þér og þínum. Farsími 824 5074. Hjallavegur - Sérh. - Rvík- Laus strax Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað mjög góð 121 fm íbúð á efri hæð í tvíbýli, vel staðsett við Hjalla- veg í Reykjavík. Eignin er með sérinn- gangi og skiptist í forstofu, hol, her- bergi, stofu, eldhús, þvottahús og geymslu. Á efri hæð er sjónvarpshol, baðherbergi og tvö herbergi. Svalir og suðurgarður með palli. Verð 17,9 millj. 87387 Grenimelur 5 Opið hús í dag, sunnu- dag, frá kl. 13-15 Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Samtals er stærð eignarinnar 274,3 fm. Valhöll kynnir vandaða efri sér- hæð og ris í þessu glæsil. húsi sem er mjög vel staðsett við Grenimelinn. Eignin skiptist í séríbúð í kjallara ca 25 fm og ca 151 fm miðhæð og síðan er 3ja herb. séríbúð í risi sem er skráð ca 62 fm. Miðhæð og ris er skráð saman. Eigninni fylgir bílskúr. Endurnýjað þak o.m.fl. Mjög gott skipulag. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Unnur og Þórarinn taka á móti áhugasömum í dag frá kl. 13-15. Allar upplýsingar um eignina er hægt að fá í dag hjá Þórarni M. Friðgeirssyni löggiltum fasteignasala í síma 899 1882. Óska eftir að kaupa sumarbústað eða lóð, helst við vatnið eða sem næst því. Allt kemur til greina. Nýr, nýlegur, eldri eða gamall. Staðgreiðsla í boði. Áhugasamir hringi í síma 896 5222. Sumarbústaður/lóð við Þingvallavatn óskast til kaups ÖLLUM að óvörum er þetta kennaraverkfall mikil blessun fyrir Íslendinga. Það er nefnilega búið að stofna skóla sem kennir sam- kvæmt „Aðalnámskrá grunnskóla“! Já, loksins er komin skóli sem kennir sam- kvæmt markmiðum Aðalnámskrár! Skólastjóri Hávalla- skóla á hrós skilið fyrir að stíga fram fyrir skjöldu á þennan hátt, þar sem Aðal- námskrá grunnskóla hefur almennt verið hundsuð í skólum landsins í áraraðir, enda halda frétta- menn ekki vatni yfir þessu glæsilega fram- taki mannsins. Allir fjölmiðlar hafa mætt og tekið myndir af þessu frábæra starfi sem þar er unnið og sjónvarps- áhorfendum hefur gefist kostur á að sjá í svip glæsileg verkefni skólastjórans, þar sem fleiri dæm- um hefur verið troðið á eitt blað en þekkist í „öðrum grunnskólum“. Aðaláhersla nýja skólans er stærðfræði og íslenska eins og skólastjóranum „finnst að eigi að kenna þetta“, sem er gott, því þá getum við treyst því að rétt sé staðið að málum. Enda skortir víst mikið á þessa þætti í skólakerfinu í dag. Það er einnig mikið gleðiefni að maðurinn hafi eitthvað fyrir stafni í fæðingarorlofi sínu á kostnað skattgreiðenda, sem var sett á til að feður gætu eytt tíma með og tengst nýfæddum börnum sínum. Kennsluaðferðir, markmið og einstaklingar Skólastjórinn virðist telja kennslu skóla ábótavant og vill hverfa aftur til „gömlu og góðu“ kennsluaðferðanna. Lítum aðeins nánar á það. Einfaldasta og þægilegasta kennslu- aðferðin fyrir kenn- arana er einmitt þessi „gamla og góða“ þar sem verkefnum er út- deilt á blaði og nem- endur látnir vinna. Það er mjög þægileg stæðfræðikennsla að láta nemendur reikna 40 dæmi af sömu aðferð og reynir lítið á kenn- arann. Verkefni sem reyna meira á bæði kennara og nemendur byggj- ast á kennsluaðferðum sem reyna á marga námsþætti, þar sem nem- andinn þarf að beita sjálfstæðum vinnubrögðum og hugsa sjálfur. Í mötunarþjóðfélagi nútímans reyn- ist það mörgum nemendum mjög erfitt, því þeir vilja helst ekki hafa fyrir því að leita að svörum eða hugsa sjálfir. Hvernig skóla viljum við? Vilj- um við að kennt sé eftir „gömlu“ kennsluaðferðunum? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun? Er stærðfræði besta veganestið fyrir börnin okkar? Eru einkunnir og samræmd próf eini mælikvarðinn á gengi í skóla? Samkvæmt Aðalnámskrá grunn- skóla ber skólanum að koma til móts við þarfir allra nemenda. Skólanum ber þannig að styrkja sjálfsmynd nemandans og hjálpa honum að blómstra með því að draga fram sterkar hliðar hans og styrkja veikar. Í skólunum eru einstaklingar, hver nemandi hefur sín einkenni og sínar þarfir. Sumir eru fæddir góðir námsmenn og þurfa lítið að hafa fyrir náminu, aðrir eiga í erfiðleikum. En hvað er góður námsmaður? Er það ein- göngu sá sem er „rökréttur“ í hugsun og á því auðvelt með stærðfræði og málfræði, sá sem kemur vel út á prófum og er því heppilegur fyrir meðaltal skóla. Hlutverk grunnskólans er til- tölulega auðvelt gagnvart þessum nemendum, þeir eru eins og sniðn- ir fyrir nám, sem er þeirra „sterka hlið“. En „veikleikar“ þessara nemenda snúa kannski að hinu óvænta, því sem ekki stendur í bókum, því sem ekki er hægt að læra utan að. En þegar „góðu“ námsmennirnir eiga erfitt eru aðrir nemendur oft í essinu sínu. Það eru þeir sem „hugsa í hringi“ (sem er alls ekki heppilegt fyrir stærðfræði), nem- endur sem hafa gaman af því að velta fyrir sér alls konar hlutum út frá mismunandi hliðum, nemendur sem oft „vaða áfram“ því þeir eiga í erfiðleikum með að halda í við hugsun sína, þess vegna vinna þeir oft hratt og „illa“. Þeir eru sumir frumlegir í hugsun og vinnubækur þeirra bera oft frekar vott frum- leika en vandvirkni. Mælanlegur árangur? Án þess að draga á nokkurn hátt úr mikilvægi stærfræðikunnáttu, þá er hún ekki besta veganesti nemenda út í lífið. Besta vega- nestið sem skólinn getur gefið hverjum og einum er sjálfsvirðing. Þannig að hver einstaklingur geti haldið út í lífið fullur sjálfstrausts, sem hefur verið byggt upp í gegn- um skólagöngu hans með því að beina sjónum hans að kostum hans frekar en göllum. Nemandi sem sýnir framfarir er alltaf á réttri leið, þótt hann hækki „bara“ frá 3 upp í 5 (svo notað sé mælanlegt viðmið), aðrir fá allt í einu áhuga á náminu í gegnum eitthvert verk- efni sem kennari leggur fyrir. Hvernig á að árangursmæla þessa hluti þegar starf kennarans er metið? Fæst í lífinu er mælanlegt. Við getum ekki mælt vellíðan okkar, ánægju eða hamingju, alveg sama hve góð við erum í stærðfræði. Ekki heldur hversu góðar mann- eskjur eða vondar við erum. Við getum ekki mælt gáfur, nema að svo litlu leyti. Við getum ekki heldur mælt einstaklinga, hver er skemmtilegur, leiðinlegur, fyndinn eða ekki, nema út frá persónu- legum smekk. Við getum heldur ekki mælt börnin okkar, þau eru bara yndisleg eins og þau eru. Af hverju viljum við þá setja nem- endur (börnin okkar) við mælistiku og segja þeim að ein tegund af „gáfum“ sé betri en önnur? Er stærðfræði kannski bara hluti af öllu því sem grunnskólinn á að sinna til að búa nemendur undir lífið? Aðalnámskrá, einstaklingar og markmið Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar um kennslumál ’Besta veganestið semskólinn getur gefið hverjum og einum er sjálfsvirðing.‘ Ásthildur Lóa Þórsdóttir Höfundur er kennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.