Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 24
24 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Daniel Willard Fiske fæddist 11.nóvember 1831 í Ellisborg í Jeff-erson-héraði í New York-ríki.Þegar á barnsaldri hneigðist hug-ur hans mjög að tungumálum og einnig fékk hann snemma áhuga á bókmenntum og landsstjórnarmálum. Á árunum 1845 til 1847 stundaði hann nám við Cazenovia-skólann í Cazenovia í New York-ríki. Þegar hann útskrif- aðist þaðan fór hann í Hamilton-háskóla í Clint- on í New York-ríki en hann stundaði einungis nám þar frá 1847 til 1848. Meðan Fiske var við nám við Hamilton-há- skóla eignaðist hann þýðingu Percys á norræn- um fornfræðum Mallets (Northern Antiquities. III. Edit. London 1847). Einnig náði hann þá í enska þýðingu af hinni íslensku málmyndalýs- ingu R. Kr. Rasks, sem George P. Marsh gaf út 1838. Um þetta leyti kom út ritgerð eftir Carlyle um Óðin og hina norrænu goðafræði. Fiske fékk hana og hafði mikið yndi af að lesa hana. Þessar bækur voru fyrstu bækurnar sem Fiske náði í um forn norræn fræði, íslenska tungu og ís- lenskar bókmenntir og nú vaknaði svo sterkur áhugi hjá honum á að læra íslensku og kynnast hinum fornu bókmenntum vorum, að hann yfir- gaf þegar háskólann á öðru stúdentsári sínu og fór til Kaupmannahafnar til þess að stunda þar norræn tungumál. Þetta var árið 1849. Bláfátækur til annarrar heimsálfu Fiske var aðeins 17 ára þegar hann ákvað að fara til annarrar heimsálfu til þess að stunda þar háskólanám. Hann var bláfátækur og átti ekki fé fyrir fargjaldinu til Danmerkur. Hann réð sig sem sjómann eða skipsdreng í skip eitt, sem fara átti til Kaupmannhafnar, og vann fyrir sér á leiðinni. Fiske var aðeins einn vetur í Kaup- mannahöfn. Hann kynntist Jóni Sigurðssyni, Gísla Brynjólfssyni og fleiri Íslendingum en að- allega umgekkst hann Gísla Brynjólfsson. Fiske nam íslensku aðallega af Gísla, og rétti hann Fiske þar bróðurlega hjálparhönd, því hann tók enga borgun fyrir. Á árunum 1850 til 1852 stundaði Fiske nám við háskólann í Uppsölum. Á meðan hann var við nám í Uppsölum lærði hann sænsku svo vel, að hann talaði hana á þeim árum eins og innfæddur. Þessi þrjú ár vann Fiske fyrir sér sjálfur. Áður en hann fór frá Am- eríku, hafði hann samið við New York Tribune um að skrifa bréf í blaðið og var það honum fjár- hagsleg hjálp. Annars vann hann mest fyrir sér í Uppsölum með því að kenna ensku og halda fyr- irlestra um bandarískar bókmenntir. Veturinn 1851–52 var Fiske að hugsa um að fara til Íslands um vorið, þegar hann færi frá Uppsölum, en ekkert varð úr því. Hann varð þá að fara til Bandaríkjanna og fór hann til New York og gerðist hann aðstoðarmaður við Astor- bókasafnið og vann hann þar í sjö ár, til ársins 1859. Hann lagði þá mikla stund á tungumál og safnaði íslenskum bókum af kappi, svo að safn hans varð fljótt mikilvægasta íslenska bókasafn- ið í Bandaríkjunum. Fiske aflaði sér mikilla upp- lýsinga um Ísland, bæði um náttúru þess og landslag, sögu, stjórnmál og bókmenntir. Á þessum tíma var Fiske fróðasti maður í Banda- ríkjunum um Ísland. Árið 1868 réð Fiske sig við Cornell-háskólann í Íþöku (Ithaca) sem prófessor í norrænni og þýskri málfræði og jafnframt var hann skipaður yfirbókavörður við bókasafn háskólans. Hann kenndi bæði norræn mál, íslensku, dönsku og sænsku auk þýsku og persnesku. Hann hélt fyr- irlestra um Goethe og íslenskar bókmenntir. Þegar nálgaðist 1000 ára þjóðhátíð Íslands fór Fiske að hugsa um að gleðja Íslendinga á ein- hvern nytsaman hátt. Hann skrifaði því greinar um Ísland í bandarísk blöð og kom því til vegar, að miklar bókagjafir voru sendar frá Bandaríkj- unum til Íslands í þjóðhátíðargjöf. Hann var hvatamaður þess að Bayard Taylor fór á þjóðhá- tíðina fyrir hönd Bandaríkjanna. Fiske brá sér í huganum til Íslands og skrifaði hann fréttabréf um hátíðina til bandarískra blaða. Bréf þessi voru víða lesin í Bandaríkjunum og datt engum annað í hug, en að þau væru skrifuð af manni, sem sendur hefði verið til Íslands til þess að skýra frá þjóðhátíðinni. Þjóðhátíðarárið varð nafn Willards Fiskes al- kunnugt á Íslandi, en fimm árum síðar fengu Ís- lendingar færi á að kynnast honum sjálfum. Hann kom til Íslands um miðjan júlí og dvaldist til 18. október og skoðaði hann landið bæði á hestum og á skipi. Í veislu sem þingmenn lands- höfðingja héldu Fiske 24. ágúst mælti Grímur Thomsen vel fyrir minni hans, en Fiske svaraði með snjöllu erindi og mælti á íslensku, eins og venja hans var til er hann dvaldi á Íslandi. Hann kvaðst hafa lesið flestallar ferðabækur frá Ís- landi, áður en hann kom til landsins, en nú virtist honum allt nýtt og allt öðruvísi, en hann hafði ímyndað sér það, „og miklu betra, en hinum vitru herrum ferðamönnum hafði fundist það“. Fiske var sístarfandi á meðan hann dvaldi á Íslandi. Hann tók vandlega eftir öllu sem fyrir augað bar, skoðaði margt gaumgæfilega, tók eftir þjóðháttum og framförum í þeim. Þess eru eigi heldur dæmi að nokkur útlendingur hafi á fjórum mánuðum á Íslandi kynnst jafnmörgum landsmönnum Fiske prófessor í heimsókn sinni. Lagði til að stofnað yrði lestrarfélagið Íþaka Fiske kynntist nemendum Latínuskólans, sem í dag er Menntaskólinn í Reykjavík, og fannst vanta lestrarsal fyrir þá þar sem þeir gætu lesið sér til gagns og gamans á sunnudög- um og öðrum leyfisdögum. Reyndar var bóka- safn í Latínuskólanum og lestrarfélag en aðeins einn þriðji af nemendunum var í lestrarfélaginu. Fiske talaði við dr. Björn M. Olsen að upp úr hinu gamla félagi yrði stofnað nýtt lestrarfélag, sem fékk nafnið Íþaka eftir heimabæ hans í Bandaríkjunum. Fiske sendi strax bækur til lestrarfélagsins og hélt því áfram allt til dauða- dags, 25 árum síðar. 14. júlí 1880 giftist Fiske unnustu sinni Jennie McGraw frá Íþöku hjá sendiherra Bandaríkj- anna í Berlín. Eftir brúðkaupið ferðuðust þau hjónin um Þýskaland, Ítalíu og Egyptaland. Kona Fiskes var mjög veik og hafði þeim verið ráðlagt að leita henni heilsubótar í Egyptalandi vegna veðurblíðunnar þar. En hún komst ekki aftur til heilsu og lést í Flórens á Ítalíu í sept- ember 1881. Fiske harmaði hana mjög. Nokkru síðar sagði Fiske stöðu sinni lausri við Cornell- háskóla og settist að í Flórens. Fyrstu árin sem Fiske bjó í Flórens bjó hann í leiguhúsnæði en síðan festi hann kaup á „Villa Landor“ í San Domenico fyrir neðan Fiesole, í hæðunum fyrir ofan Flórens. Fiske nefndi villuna eftir skáldinu Landor, sem átti hana áður. Áður en Fiske flutti í hús Landors reisti hann ofan á það eina hæð. Í hverju einasta herbergi hafði Fiske bækur nema í borðstofunni. Þó hafði Fiske aldrei hin stóru íslensku og ítölsku bókasöfn sín í „villu“ sinni, heldur leigði hann frá árinu 1888 stóran sal og stofur í Lungo il Mugnone 11 í Flórens til þess að geyma þau í. Öll þau ár sem Fiske bjó í Flórens hélt hann áfram að safna íslenskum bókum og ritum um Ísland, og þá byrjaði hann einnig að safna öllum útgáfum af ritum hinna ítölsku skálda Dante og Petrarca og öllum ritum um þá. Dante-safninu lauk hann fyrst og gaf það og afhenti Cornell- háskóla í lok 19. aldar. Gaf háskólinn út skrá yfir það, og kom hún út í tveim stórum bindum 1898– 1900. Fiske ritaði langan inngang að þeirri skrá um safnið. Í safni þessu voru tvö eintök af ýms- um bókum og hafði Fiske mælt fyrir er hann gaf safnið að annað eintakið af þeim bókum skyldi senda til Landsbókasafnsins í Reykjavík, en ekkert varð af því. Einhverra hluta vegna voru þessi eintök notuð til þess að fá bækur fyrir þau í skiptum hjá öðrum söfnum í Bandaríkjunum handa bókasafni Cornell-háskóla. Þegar Fiske komst að því líkaði honum það ekki og keypti hann nokkrar útgáfur af ritum Dantes og sendi Landsbókasafninu. Í kringum 1900 lauk Fiske við að kaupa þær bækur sem hann komst yfir í Petrarca-safnið og árið 1900 var lokið við að semja bókaskrá um það. Sama ár hætti Fiske að safna íslenskum bókum. Íslenska safn Fiskes var stærst, yfir 8.000 bindi, þá var Dante-safnið 7.000 bindi og Petrarca-safnið um 6.000 bindi. Þegar Fiske dvaldi í Kaupmannahöfn sum- arið 1899 fékk hann Bjarna Jónsson frá Unn- arholti og Halldór Hermannsson frá Velli til þess að koma með sér til Flórens og dvelja þar eitt ár til að semja nýja skrá yfir íslenska safnið undir umsjá sinni. Þessi var skrá óvenjulega vönduð og nákvæm og náðu þeir ekki að ljúka henni. Fórst fyrir sökum vanheilsu og annarra verkefna að hann gæfi út skrá yfir hið íslenska bókasafn sitt, eins og hann hafði ætlað sér. Bar ávallt hag Íslands fyrir brjósti Fiske var ávallt vakandi Íslands vegna og við- kvæmur fyrir virðingu þess út á við. Oft greip hann pennann til þess að benda á það, sem Ís- lendingum mátti sómi að verða, en oftar notaði hann tækifæri til þess að gera það munnlega. Fiske var mjög gestrisinn maður. Ýmsir frægir Ítalir heimsóttu hann og menn komu til hans frá mörgum löndum. Flestir þeirra voru Englend- ingar og Bandaríkjamenn. Á vorin var stundum mannmargt hjá honum, einkum á sunnudögum, á meðan ferðamannatíminn stóð yfir. Þegar ókunnugir menn komu inn í bókasafn Fiskes, sýndi hann þeim bækurnar og benti á það, sem litla þjóðin íslenska hafði gert. Hann sagði þeim þá frá bókmenntum Íslendinga og af Íslandi sjálfu. Fiske gerði það með svo miklum áhuga og fjöri, að yndi var að heyra, og tóku þá ókunnugir menn oft að spyrja hann um Ísland. Ítalíukonungur sæmdi Fiske hinni ítölsku krónuorðu fyrir það sem hann hafði gert fyrir bókmenntir Ítalíu. Fiske ól upp fátækan, ítalsk- an dreng, sem var svo illa staddur þegar Fiske sá hann fyrst, að hann gat eigi fengið þá lækn- ishjálp, sem hann þurfti. Fiske lét fyrst lækna hann, og að lokum gaf hann honum ríkulegt lífs- uppeldi alla ævi. Fiske lést 1904 og í haust var öld liðin frá andláti hans. Íslandsvinurinn Willard Fiske Bandaríski fræðimaðurinn Willard Fiske hafði miklar mætur á Íslandi og átti gott safn íslenskra bóka. Síð- ustu æviárin bjó hann í Flórens á Ítalíu. Bergljót Leifsdóttir Mensuali fjallar um ævi Íslandsvinarins. Daniel Willard Fiske Anddyrið í bústað Fiskes, Villa Landor. Villa Landor í byrjun 20. aldar. Þar geymdi Fiske fjölda bóka og sýndi gestum. Garðurinn við Villa Landor ber vitni grósku. Arinninn í Villa Landor, heimili Fiskes á Ítalíu. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.