Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 37 MINNINGAR ✝ Hákon Sveinssonfæddist á Hofs- stöðum í Reykhóla- sveit 11. nóvember 1924. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akra- nesi 20. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sveinn Sæmundsson og Sesselja Oddmunds- dóttir. Systkini Há- kons eru Bjarnveig Þorgerður, Ragnar Trausti, Jón, Hall- grímur, Guðrún, Sig- ríður Ingibjörg, El- ísabet, Guðmundur og Arndís, þau eru öll látin nema Guðmund- ur. Hákon var í sambúð með Ólínu Sæmundsdóttur, f. 4. maí 1926. Sonur þeirra er Hrafn Þór- ir, f. 17. október 1953, kvændur Snjó- laugu Soffíu Óskars- dóttur, f. 10. október 1954. Börn þeirra eru Emil Þór Jóns- son, f. 16. nóv. 1976, Atli Sigmar Hrafns- son, f. 9. maí 1977, Hrafnhildur Soffía Hrafnsdóttir, f. 15. jan. 1981 og Hákon Ólafur Hrafnsson, f. 25. mars 1987, barna- barn Hákons er Hugi Hrafn Blandon, f. 18. júlí 2004. Útför Hákons var gerð frá Borgarneskirkju 20. september. Elsku afi minn. Mikið ofboðslega er skrítið að þú sért látinn. Það eru ekki nema í mesta lagi tvö sumur síðan að ég var að fara frá þér, keyrandi á mótorhjólinu mínu, að mér varð hugsað til þín, og var hugsun mín sú hve heppinn ég væri að eiga afa, afa sem væri svona hress og ætti án efa mörg ár eftir. En allt er í heiminum hverfult og sjáum við sem stöndum næst þeim sem veikjast hve fljótt í raun hlutirnir ger- ast þó svo að við vildum það alls ekki. En elsku afi minn, ég veit að þú myndir ekki vilja að ég væri að gera mikið úr slæmu hlutunum, því ætla ég að minnast góðu tímanna okkar í nokkrum línum. Ég veit af því að þegar ég var ung- barn komst þú oft og iðulega til mömmu minnar að skoða litla strák- inn þinn. Ég man þegar þú komst til mín og mömmu í Grundargerði 15 með súkkulaðirúsínur og majónes- eða skyrdollu með klinki í, sem þú hafðir safnað og sett í öskubakkann heima hjá þér. Ég man eftir ferðum okkar upp í Borgarnes saman, þar sem ávallt var stoppað í Botnsskálanum í Hvalfirði og keyptur harðfiskur og kók í gleri. Ég man eftir því þegar þú leyfðir mér að stýra bílnum þínum, svo síðar var ég orðinn nógu stór til að sjá yfir stýrið sjálfur, og gat þá keyrt sjálfur, með þig við hlið mér. Ég man þegar ég var orðinn nógu stór til að hjóla til þín sjálfur einn míns liðs, og verður mér það ávallt í fersku minni, þegar ég kom fyrst hve ánægður þú varst að sjá mig. Ég man eftir tímum okkar öllum í bílskúrnum þínum þar sem öllum vandamálum var snarlega kippt í lið- inn með þinni ótrúlegu útsjónarsemi. Og þóttist ég vera rosalega klár og var afar stoltur um leið af afa mínum og ætlaði sko að verða jafnklár og afi minn einhvern tíma. Ég man þegar þú tókst mig svo oft með þér í Múlakaffi og ég fékk að fá mér stóra kleinu og kókómjólk. Ég man þegar ég var orðinn víðför- ull hjólagarpur, um tíu ára aldur, og var farinn að hjóla alla leið í vinnuna til þín í KK blikki í Kópavoginum, þar fannst mér þú alltaf vera aðalmaður- inn á staðnum. Ég man þegar ég fékk fyrstu skelli- nöðruna mína og ljósin á henni voru óvirk, þá var ég viss um hvert ég skyldi leita. Ég man þegar ég fékk fyrsta bílinn minn og allar ráðleggingarnar sem þú gafst mér um bílaeign og rekstur þeirra. Ég man þegar ég var að hefja sjó- mennsku mína og nám mitt í Stýri- mannaskólanum, hve stoltur þú varst og áhugasamur um hvað ég var að að- hafast. Svo í lokin, þó að ég gæti eflaust talið upp minningar um þig endalaust, man ég núna í seinni tíð tal okkar um hross og hrossarækt sem var okkur báðum mikið áhugamál. Elsku afi minn, ég þakka þér fyrir allar samverustundir okkar og allt sem ég hef lært af þér. Ég og mamma munum alltaf hugsa til þín, elsku karl- inn minn. Vertu blessaður í Guðs nafni og vonandi sjáumst við aftur síðar. Þinn Atli Hrafnsson. Látinn er vinur minn og vinnu- félagi til margra ára, Hákon Sveins- son. Í gegnum tíðina höfum við unnið saman á mörgum stöðum og ætíð ver- ið vel til vina. Þegar svo bar undir, að ég þurfti að sinna verkefnum út á landi, kom hann alltaf fyrstur upp í hugann. Hákon var úrræðagóður með afbrigðum og einstakt snyrtimenni í umgengni. Honum voru átthagarnir einkar kærir og þó búsettur væri á öðrum stöðum, var hugur hans ætíð við sveitina í kringum Breiðafjörð. Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla tíð. Með meinfýsnum skilningi tekur hann ósigrum þínum, afrekum þínum með sjálfsögðu stolti. Hann ann þér á sinn hátt, en ok hans hvílir á herðum þér. (Jón úr Vör.) Þrátt fyrir að Hákon hafi verið töluvert eldri en ég kallaði hann mig alltaf fóstra og þá sjaldan sem okkur varð sundurorða, þá þögðum við bara hálfan dag. Á leið minni í gegnum Borganes, þar sem Hákon bjó síðustu ár, hef ég ævinlega staldrað við í Hyrnunni og svipast um eftir honum. Þar hittumst við síðast og tókum tal saman. Þá kvaddi ég minn góða vin og kveð hann nú í síðasta sinn með þakklæti í huga. Í framtíðinni, þegar leið mín liggur þar í gegn, mun ég ætíð staldra við, líta yfir salinn í Hyrnunni og kasta á heiðursmanninn Hákon Sveinsson kveðju í huganum. Far vel, vinur kær. Fjölskyldu og ástvinum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Hermann Ragnarsson. Elsku Konni. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum, og segja þér hversu merkilegur mér fannst þú alltaf. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín er þetta sérstaka stríðnisglott sem maður sá svo oft í svipnum á þér og ömmu, og smitaði mann svo auðveldlega að það var ekki annað hægt en að hlæja með ykkur. Mér fannst mjög sérstakt að þið amma væruð tvíburar, svona eins og maður ætti svolítið meira í þér, enda varstu duglegur að kíkja til okkar. Mér fannst alltaf mjög gaman þegar þú komst vestur, hvort sem þú varst út á Álftavatni eða heima. Þú varst alltaf til í að fíflast með manni og sást hlutina í svo skemmtilegu ljósi, það var eiginlega alveg ómögulegt að vera ekki kát í kring um þig. Takk fyrir alla gæðingana sem þú lánaðir okkur. Það eru ekki allir það heppnir að eiga svona örlátan frænda, held að Ósk komi alltaf til með að vera uppáhalds hesturinn minn. Ég á eina meri undan henni núna og er að vinna í því að eignast fleiri. Takk, elsku Konni, fyrir að hafa verið jafn frábær og þú varst. Það eru forréttindi að hafa átt frænda eins og þig. Ég veit að þú átt eftir að gleðja marga þar sem þú ert núna. Elsku frændi, hafðu það sem allra best. Viltu svo smella einum á hana ömmu frá mér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þín frænka Hlédís Sveinsdóttir. HÁKON SVEINSSON ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, ÁRNI SVEINSSON fyrrverandi útibússtjóri Landsbanka Íslands, Starengi 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskrikju mánudaginn 18. október kl. 13.30. Ólafur Árnason, Ingi Þór Ólafsson, Ásta Ólafsdóttir, Victor Pétur Ólafsson, Árni Ólafsson, Íris Elísabet Ólafsdóttir, Elvar Ingason, Erla Rós Bjarkadóttir, Þórarinn Ólafur Ingason. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ODDUR JAKOB BJARNASON, Engjavegi 20, Ísafirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 9. október. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 23. október kl. 14.00. Ingibjörg Jónsdóttir, Helga Oddsdóttir, Jón B. Oddsson, G. Valdís Ólafsdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Hörður Þór Ástþórsson, Oddný Kristín Oddsdóttir, Hákon Þorleifsson, Viðar Ingi Oddsson, Björg Leósdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Mín elskulega eiginkona, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSDÍS ARNFINNSDÓTTIR, Krókahrauni 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðviku- daginn 20. október kl. 14. Þorleifur Finnsson, Sigurður Arnar Kristjánsson, Ísabella Daníelsdóttir, Kristján Jens Kristjánsson, Anna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Sch. Þorleifsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengadafaðir, afi og langafi, ÁRNI EINAR GUÐMUNDSSON, Meðalholti 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 3. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks L-5 fyrir kærleiksríka umönnun og hlýju. Guðrún Gríma Árnadóttir, Bjarni Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓFEIGSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 19. október kl. 13.30. Kristín Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir Sørdal, Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Haraldsson, Ófeigur Guðmundsson, Lilja Friðvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.