Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 40
40 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, draumráðningar og huglækning- ar. Er við frá 13-1. Hanna s. 908 6040. Íslenskir tíkarhvolpar. Prúðar, kafloðnar systur. Ein er svört/þrí- lit og hin ljós, RFÍ ættbókarfærð- ar, til sölu. Uppl. í s. 690 0907 og 894 1152. Til sölu þrír silkiterrier hvolpar (2 mánaða). Ættbók. Verð kr. 150 þús. stk. Símar 893 9415 og 438 6831. Járnbúr fyrir hunda með tveimur hurðum. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Handfóðraðir Dísapáfagauks- ungar til sölu. Er með nokkra gráa og Lútínó albinóa (hvítir m. rauð augu). Upplýsingar í s. 586 2151 og 899 8212. Nýbýlavegi 20, s. 554 5022 Súpa og fjórir réttir. Verð 1.390 á mann. Tekið með, verð 1.250. Heimsendingarþjónusta Piper Navajo 310B. Til sölu 2ja hreyfla Piper Navajo. Nýskoðuð og lítið flogin. Upplýsingar í sím- um 896 6575/561 1760. Fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Fosfoser Memory Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 Í formála bókarinn- ar um Ásmund Sveinsson, sem Helgafell gaf út 1961, lýsir Halldór Kiljan Laxness ferðalagi hans og Stefáns frá Hvítadal um Dali, sennilega skömmu eftir árið 1920: „Túnin voru fullsprottin skömmu eftir jóns- messu; ætli þetta hafi ekki verið einsog degi áður en borið er út. Við stefndum yfir þveran dal að litlum bæ hinumegin við á. Miðnætur- birtan er stundum á þessum tíma árs tærari en sjálft hádegið. Úr fjarska sjáum við að út gengur á bæ þessum einn maður og skygnir hönd fyrir auga, eftilvill að spá til veðurs. Honum verður litið til og sér mannaferðir um bjarta nóttina og gefur merki í bæinn: annar maður kemur út; síðan hinn þriðji. Við riðum yfir ána og heim túnið. Um það bil við riðum í hlað stóðu sjö gildir karlar fyrir dyrum úti og heilsa gestum. Við vorum komnir að Kolstöðum í Miðdölum og á hlaðinu stóðu kolstaðafeðgar sjö.“ Einn af þessum „gildu körl- um“ í þessari myndríku frásögn skáldsins er Sigurður Sveinsson, en hann er 100 ára í dag. Sigurður er eitt þessara duglegu Kolstaða- systkina sem voru sjö bræður og fjórar systur, en á þeim bæ var handmennt mjög í heiðri höfð eins og fjölmargir smíða- og listmunir þeirra systkina bera með sér. Þrátt fyrir áhuga Sigurðar á smíðum fór hann til náms í Sam- vinnuskólann og varð síðar bókari hjá Skipaútgerð ríkisins. Hann var góður og nákvæmur skrif- stofumaður og naut virðingar og vinsælda hjá yfirboðurum og sam- starfsmönnum. Samt blundaði í honum löngun til smíða. En hann notaði gjarnan þær tómstundir sem gáfust til smíða. Hann var hamhleypa til allra verka. Meðal annars byggði hann að mestu sjálfur hús þeirra hjóna í Foss- voginum. Einnig átti hann sér draum að gerast bóndi á fimm- tugsaldrinum, en heimilisástæður komu í veg fyrir að sá draumur rættist. Hann hætti störfum hjá Skipa- útgerðinni strax og hann komst á eftirlaun, samkvæmt svokallaðri 95 ára reglu, þá liðlega sextugur. Þá hófst annar áfangi í lífi hans og sennilega sá sem hann hafði SIGURÐUR SVEINSSON meiri ánægju af. Til að drýgja tekjurnar vann hann við bensín- afgreiðslu um skeið, en jafnframt tók hann til við að smíða listilega gerð hús- gögn, sem hann hannaði sjálfur. Hann var og mikil hjálpar- hella Hallsteins myndhöggvara sonar hans, við að byggja hús Hallsteins í Breiðholti, en í hús- inu er nú íbúð og vinnustofa Hallsteins. Hallsteinn hefur sagt mér að áhugi og vinnugleði Sigurðar hafi verið slík að hann hafi neyðst til að semja við hann um að hefja dagsverk ekki fyrr en hálfátta. Sigurður er árrisull og vildi byrja að vinna miklu fyrr. Síðan var unnið, reyndar með hvíldum, til klukkan tíu um kvöldið. Þegar húsasmíðin hófst var Sigurður kominn á áttræðisaldur. Þegar Sigurður settist í helgan stein, þá kominn á níræðisaldur, fór hann að vefa svokallaðar flétti- myndir úr plastrenningum. Mynstrið í þessum myndum er óhlutbundið. Myndirnar hafa vak- ið nokkra athygli og sýna vel list- ræna hæfileika Sigurðar. Sigurður er tónlistarunnandi og spilar ágætlega á orgel. Eitt sinn bauð hann mér með sér á sinfón- íutónleika, sem þá voru haldnir í Þjóðleikhúsinu. Mér er það minn- isstætt, þegar við gengum í sal- inn, þá iðaði hann í skinninu af til- hlökkun. Það var ákaflega notalegt að heimsækja þau Þóru konu hans í Fossvoginn eða Skaftahlíðina. Þóra var einstaklega hlý kona og hafði sérlega skemmtilega frá- sagnargáfu. Hún andaðist í des- ember 1993. Sigurður er ákaflega hjálpsam- ur maður. Hann var mér mjög hjálplegur það ár sem ég var er- lendis með bréfaskriftir varðandi skólavist og gjaldeyrismál. Mér er kunnugt um að hann aðstoðaði fleiri systkini mín með þessi mál. Að fá gjaldeyrisyfirfærslur var ekki einfalt mál á þessum tíma, en Sigurður gat komið þessum mál- um í lag með lagni. Þó seint sé er honum nú enn þakkað fyrir hjálp- ina. Við hjónin sendum honum góð- ar óskir á þessum tímamótum og þökkum honum fyrir samfylgdina. Ólafur Jóhannesson. ALDARAFMÆLI ÞAÐ styttist í aðalfund Stanga- veiðifélags Reykjavíkur. Formað- ur SVFR, Bjarni Ómar Ragn- arsson, hefur lýst yfir að hann gefi ekki kost á sér til endur- kjörs og nú hefur það gerst í fyrsta skipti í 34 ár, að tveir hafa lýst yfir framboði. Síðast var kosið til formanns árið 1970. Þeir sem hafa boðið sig fram eru Bjarni Júlíusson og Ari Þórð- arson, en báðir hafa lengi verið viðloðandi innsta hring SVFR. Bjarni á að baki átta ára farsæla stjórnarsetu sem lauk fyrir fáum árum og Ari hefur leitt fræðslu- nefnd félagsins síðustu ár. Berg- ur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SVFR, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væru sannarlega tíðindi hjá félaginu því síðast hefði verið kosið um formann árið 1970. „Þá tókust á þeir Axel Aspelund og Stefán Jónsson. Á aðalfundinn mættu 236 manns og féllu at- kvæði þannig að Axel hlaut kosn- ingu með 165 atkvæði, en Stefán hlaut 65 atkvæði, fimm seðlar voru auðir og einn ógildur,“ sagði Bergur. Gott á grillið Nú fer í hönd sá tími sem mik- ilvægt er að veiðimenn nýti þann afla sem þeir tóku með sér heim af bökkum vatnanna á nýlokinni vertíð. Fátt er leiðinlegra fyrir veiðimann en að rekast á gömul laxfiskalík í frystikistunni á vor- in er byrjað er að raða þar nýj- um afla. Þar sem það færist í vöxt að menn standi við útigrillin langt fram á haust og jafnvel veturinn á enda ekki síður en á sumrin var Ingvar Sigurðsson, matreiðslumeistari á Argentínu steikhúsi, fenginn til að miðla góðri, einfaldri og umfram allt gómsætri uppskrift að grilluðum laxi. Hann segir: „Hér er ein sem er ofboðslega einföld og heitir heil- grilluð laxaflök með sítrónu og dilli. Uppskriftin Tvö laxaflök, um það bil 700 grömm stykkið, sem sagt fremur lítil. Þau eru ekki roðflett, held- ur er hreistrið hreinsað af með því að skafa á móti frá sporði og fram úr. Þetta er gert því að roðið er borðað eins og hvert annað meðlæti í þessari upp- skrift. Flökin eru og bein- hreinsuð og yfir þau er stráð grófu sjávarsalti. Magnið er um það bil tvær matskeiðar á hvort flak. Þá er ferskt dill grófsaxað og stráð yfir annað flakið. Mik- ilvægt er að dillið sé ferskt. Þá er tekin ein sítróna og skorin í 8 til 10 sneiðar sem lagðar eru yfir sama flak, hinu flakinu síðan hvolft yfir. Þessi samloka er sett í klemmu og er roðið penslað með olífuolíu og dálitlu salti stráð yfir. Klemman með flökunum er síðan sett á heitt grill, hitinn á rétt rúmlega hálfri keyrslu og snúið tvisvar til þrisvar á meðan laxinn grillast. Gott er að loka grillinu á milli til að keyra upp hita, en opna annað slagið til að hleypa reyk út. Roðið á að verða dökkt og stökkt, en ekki brennt. Eftir 15 til 20 mínútur á laxinn að vera tilbúinn. Meðlætið … Lax kallar alltaf á soðnar kart- öflur og enn eru þær nógu nýjar til að hægt sé að borða þær með hýðinu. Gott er líka að hafa tóm- atsalat með þessum rétti og kalda sósu. Salatið byggist á ferskum tómötum, vel rauðum, fersku basil, frekar smátt skorn- um rauðlauk og mozarellaosti. Ýmsar leiðir eru færar í sósum, en uppskrift að einni frábærri er svohljóðandi: 1 dl majones, 1 dl sýrður rjómi 18%, 2 msk Dijon- sinnep, 1 tsk púðursykur, 2 msk ferskt saxað dill, 1 msk sítrónu- safi og salt og pipar eftir smekk. Þar með er þetta komið, umfram allt einfaldur réttur og frábær- lega góður.“ Fyrsta formannskjör SVFR í 34 ár Morgunblaðið/Einar Falur Veiði lýkur á næstu dögum, m.a. í Tungufljóti. Morgunblaðið/Ásdís Ingvar kokkur á Argentínu sting- ur upp á grilluðum laxi. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.