Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 47 MENNING BÖNDIN á milli okkar, nýtt leikrit Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, verð- ur frumsýnt á Litla sviði Þjóðleik- hússins í kvöld, kl. 20. Hugmyndin að leikritinu kviknaði þegar Kristján Þórður velti fyrir sér muninum á sálar- lífi fólks, sem annars vegar hef- ur mikla þörf fyr- ir spennu og áhættu í lífinu, og hins vegar fólks sem hefur þörf fyrir öryggi, finn- ur oft til kvíða og er gjarnt á að fyllast sjálfs- ásökun og sekt- arkennd. „Mig langaði að skrifa verk um náið tilfinningasamband tveggja einstaklinga, sem eru ólíkir á þenn- an hátt. Það má segja að leikritið fjalli um vald og valdleysi í mann- legum samskiptum og það hvernig ein manneskja getur náð valdi yfir annarri. Verkið er ákveðin stúdía á samspili þess konar persóna.“ Kristján Þórður segir að vinnu- heiti verksins hafi á tímabili verið Fórnarlömbin. „Í mínum huga eru báðar aðalpersónurnar fórnarlömb þess hve litla stjórn þær hafa á til- finningum sínum. Ein mestu lífs- gæðin eru að mínu mati falin í því að eiga góð og náin samskipti við fólk sem manni þykir vænt um, en það að eiga slík samskipti er ekki alltaf auð- velt. Það sem fyrir mér vakti var að skrifa um það hve náin mannleg samskipti geta verið flókin. Leikritið er því um sársaukann sem við getum valdið hvert öðru, en líka um það góða í samskiptum fólks; ástina, skilninginn, vináttuna.“ Aðalpersóna verksins er ung kvik- myndagerðarkona sem á sér stóra drauma, og er tilbúin til að leggja allt undir til að þeir rætist. Þegar til stendur að hún fari að vinna verk- efni með ungum leikara, gömlum vini sínum, þá fer í gang atburða- rásin sem verkið snýst um. „Báðar þessar manneskjur eiga það sameig- inlegt að það eru þættir í fari þeirra sem þau hafa takmarkaða stjórn á. Þetta eru manneskjur sem að sumu leyti eru líklegar til að valda hvor annarri skaða.“ Kristján Þórður segist telja að nýja leikritið muni ekki virka þungt áfólk, atburðarásin sé hröð og tölu- verður húmor sé í því. „Þótt átökin séu mikil í verkinu, þá bind ég vonir við það að það virki fyrst og fremst beinskeytt og spennandi og snerti fólk.“ Skynjar persónur sem krafta Kristján Þórður hefur fylgst vel með æfingaferlinu, allt frá því að æf- ingar hófust í vor. „Þegar verið er að sýna leikrit í fyrsta sinn er vinnu höfundarins varla lokið fyrr en rétt fyrir frumsýningu. Þegar maður sér og heyrir textann sinn lifna við í meðförum leikaranna undir stjórn leikstjórans sér maður svo oft hvernig má meitla textann, þétta og slípa til. Leikritið var fullklárað af minni hálfu þegar æfingar hófust, en samtölin og textinn þéttust talvert á æfingatímanum. Með því að fylgjast vel með æfingum varð verkið æ meira að því sem ég hafði stefnt að. Maður sér ekki alltaf hvernig raf- magnið virkar fyrr en leikararnir fara að vinna sína vinnu. Þegar ég sem sé ég persónurnar ekki fyrir mér sem tiltekna einstaklinga með ákveðið útlit inni í tilteknu rými. Ég skynja þær miklu frekar en að ég sjái þær fyrir mér. Mér finnst ég vera inni í þeim frekar en að ég horfi á þær utan frá, og ég ímynda mér að ég skynji hvernig þeim líður og skynji tilfinningar þeirra og hugs- anir og af því spretta orðin sem þær hugsa og segja. Þegar ég er að byggja upp atriðin skynja ég per- sónurnar á vissan hátt sem ákveðna krafta sem verka hver á annan, og óskin er auðvitað sú að þessir kraft- ar myndi rafmagn sem skili sér yfir til áhorfandans.“ Kristján Þórður Hrafnsson hefur sent frá sér fjölda frumsaminna skáldverka og þýðinga. Fyrsta leik- rit hans var Leitum að ungri stúlku sem hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um leikrit fyrir hádegisleik- hús er Leikfélag Íslands efndi til ár- ið 1998 í tilefni af enduropnun Iðnó. Leikrit hans Já, hamingjan var sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins 2001. Hann skrifaði leikritið Þessi löngun, þessi sára löngun fyrir Ríkis- útvarpið árið 2001 og örleikrit hans Norrænt samstarf var flutt á Listahátíð 2002 og víðar. Kristján Þórður hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur, og má þar nefna Jóhann vill öllum í húsinu vel og fleiri sonn- ettur. Hann sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hugsanir annarra, árið 2002. Kristján Þórður hefur þýtt fjölda leikrita úr frönsku og ensku fyrir ýmis leikhús og leikhópa. eftir Kristján Þórð Hrafnsson Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Jón Axel Björnsson Lýsing: Ásmundur Karlsson Búningar: Margrét Sigurðardóttir Leikarar: Sólveig Arnarsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Friðrik Frið- riksson. Leiklist | Nýtt verk, Böndin á milli okkar eftir Kristján Þórð Hrafnsson, frumsýnt á Litla sviðinu í kvöld Ein mestu lífsgæðin góð og náin samskipti Morgunblaðið/Golli Rúnar Freyr Gíslason og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sínum. Kristján Þórður Hrafnsson Sólveig Arnarsdóttir í hlutverki kvikmyndagerðarkonunnar. Böndin á milli okkar NORSKI fjölmiðlamaðurinn, rit- höfundurinn, vísnasöngvarinn og Íslandsvinurinn Erik Bye lést á miðvikudag, 78 ára að aldri. Bye var mest verðlaunaði útvarps- og sjónvarpsmaður Noregs, og var meðal annars sæmdur Ridd- arakrossi hinnar íslenzku fálka- orðu. Á fimmtíu ára ferli sínum var hann atkvæðamikill í norsku menningarlífi. Hann var afkasta- mikilll rithöfundur, ljóðskáld og söngvari, og starfaði um árabil við þáttagerð í ríkisútvarpi og -sjón- varpi, ríkisútvarpi Noregs, NRK. Erik Bye er látinn Ljósmynd/Heiko Junge Erik Bye
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.