Morgunblaðið - 17.10.2004, Page 17
Ég held við gerum okkur ekki
grein fyrir því, Akureyringar, hvað
við eigum gott að hafa alla þessa
skóla. Ég tala nú ekki um háskólann,
því þar eru ótæmandi möguleikar
fyrir fólk sem vill endurmennta sig,
láta drauma sína rætast.“
Algebra eða leikur
Árni kennir á miðstigi grunnskól-
ans, öll fög, en fæst líka við að kenna
stærðfræðigrunn á unglingastigi; að-
stoðar þau sem einhvers staðar hafa
týnt þræðinum, eins og hann orðar
það. Og allt er þetta jafnskemmti-
legt, enda kennslan honum ástríða.
Hugsjón.
Sömu sögu er að segja af Erni
Snorrasyni, áðurnefndum „Hann
notaði ýmsar óvenjulegar aðferðir.
Það var til dæmis alveg sama hvort
við vorum að læra eða leika okkur;
hann kom náminu alltaf að.“
Árni nefnir dæmi: „Við fórum oft í
kúluspil í frjálsum tíma sem var í
skólanum á laugardögum; skutum
niður hvíta og svarta taflmenn með
krikketkúlu. Fyrir að fella mann í liði
andstæðinganna fékk maður stig,
stundum eitt fyrir peð, fimm fyrir
létta menn og 10 fyrir drottningar og
síðan þurftum við að reikna út stigin.
Síðan breyttist stigagjöfin; menn
fengu 0,5 eða 0,25 fyrir að fella suma
menn, 1½ fyrir aðra, ¾ eða 1 og 5⁄6.
Við vorum því alltaf að reikna, ómeð-
vitað.“
Örn kom ýmsum áróðri inn með
sama hætti, segir gamli nemandinn,
sem neitar því ekki aðspurður að
hann beiti svipuðum aðferðum sjálf-
ur í dag.
„Eitt það fyrsta sem ég geri er að
láta krakkana reikna út hve ímynd-
aður maður hefur brennt miklum
peningum með því að reykja í 35 ár,
frá 15 ára aldri til fimmtugs. Þau
hrökkva yfirleitt við, börnin. Burtséð
frá óhollustunni þá skilja krakkar
svona hluti oft betur þegar þau
hugsa um peningana. Þeim dytti
ekki í hug að kveikja í blokkaríbúð,
en hugsa sig um þegar þau átta sig á
því að það gerist einmitt með 35 ára
reykingum.“
Svona nokkuð hefur áhrif, segir
Árni. Bæði í kennslu og sem forvörn.
Prýðisleið til að koma áróðri á fram-
færi.
Hann segist aðspurður ekki mjög
óhefðbundinn kennari. Beitir þó lík-
lega meiri hugarreikningi en gengur
og gerist og segist láta börnin læra
ljóð utanbókar. Telur utanbókarlær-
dóm góða þjálfun fyrir heilann. „Ég
trúi því að það þjálfi heilann að
leggja sífellt meira á hann. Það er
eins með reikning og annað; ég hef
t.d. þá skoðun að hægt sé að lesa töl-
ur eins og bókstafi.“
Árni nefnir að algebra sé nokkuð
sem krakkar séu oft hræddir við;
bara orðið sé stundum nóg til þess að
menn óttist fyrirbærið. „Þetta er
ekkert annað en að finna einhverja
óþekkta stærð, og krakkar eiga mjög
auðvelt með að rekja sig aftur á bak í
gegnum svoleiðis dæmi ef þeim er
kennt það.“
Galdurinn er sá að krakkarnir séu
ekki endilega að læra algebru heldur
að leysa þrautir. Þeim þyki gaman að
því.
„Þetta hefur skilað sér mjög vel.
Mér finnst þetta liggja opið fyrir
krökkum.“
Þolinmæði
Þegar spurt er hvaða eiginleikum
góður kennari þurfi að búa yfir
stendur ekki á svarinu hjá Árna:
„Endalausri þolinmæði, fyrst og
fremst, og hann verður að hafa gam-
an af því sem hann er að gera. Til að
geta náð árangri má kennara aldrei
finnast starfið leiðinlegt.“
Verkfall grunnskólakennara hefur
nú staðið yfir í fjórar vikur og Árni
segist því miður viss um að einhverj-
ir krakkar muni aldrei bíða þessa
langa verkfalls bætur. „Því miður, en
ég vísa því alfarið frá að þetta sé
kennurum að kenna. Við erum ekki í
baráttu við nemendur eða foreldra
heldur sveitarfélögin, en verðum
greinilega vör við að sveitarstjórn-
armönnum finnst þeim ekki koma
málið við. Það er enginn áhugi fyrir
því að semja; okkur er bara sagt að
málið sé í höndum launanefndar,
eins og það sé eitthvert apparat sem
sveitarfélögunum komi ekki við.“
Árni segir kennara skynja það við-
horf hjá sveitarstjórnarmönnum að
hver vika í verkfalli spari sveitarfé-
lagi ákveðið fjármagn sem hægt sé
að nota í annað. „Kannski bjargar
þetta verkfall því fjárhag einhverra
sveitarfélaga – í bili.“
og forstjóri
skapti@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 17
Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is
2005
Að þessu sinni bjóðum við tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til
að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks
strandhótelum, og golfið leikið á góðum og fallegum golfvöllum.
Brottfarir eru 4. febrúar og 18. mars.
Verð í brottför 4. febrúar er kr. 142.300 á mann í tvíbýli.
Verð í brottför 18.mars er kr 151.800 á mann í tvíbýli.
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 18.000.
Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari.
Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10
nætur með morgunverði og kvöldverði, 8 vallargjöld og 1 skoðunarferð.
Golfferðir Ferðaskrifstofu Vesturlands til Túnis hafa áunnið sér fastan sess
í vitund íslenskra golfara, því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags
við Miðjarðarhafsströndina, býður Túnis upp á margbrotna sögu
og menningu.
Bókanir og nánari upplýsingar hjá
Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323
eða með netpósti til fv@fv.is
UPPSELT
Málstofa
um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda
í Norðaustur-Atlantshafi
Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101,
mánudaginn 18. október 2004 kl. 11.00-14.00
Dagskrá:
11.00 Setning: Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra,
stjórnarformaður Hafréttarstofnunar Íslands.
11.05 Ernst Nordtveit, prófessor í olíurétti við Háskólann í
Björgvin.
11.35 Rory Boyd, aðstoðarskrifstofustjóri olíumálaskrifstofu
samgöngu- og auðlindaráðuneytis Írlands.
12.00 Hádegissnarl í boði Hafréttarstofnunar Íslands.
12.30 Sigurð í Jakupsstovu, yfirmaður Olíustofnunar
Færeyja.
12.50 Hans Kristian Schönvandt, yfirmaður
auðlindaskrifstofu heimastjórnar Grænlands.
13.10 Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur á Orkustofnun.
13.30 Umræður.
14.00 Slit.
Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur,
forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands.
Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.
Fundarboð
Alþjóðamálastofnun HÍ og Samtök iðnaðarins boða til málstofu um áhrif Evrópu-
samrunans á smærri ríki Evrópu miðvikudaginn 20. október í Norræna húsinu
frá kl. 8:30 til 10:00.
Aðgangur er ókeypis og fundurinn opinn öllum
á meðan húsrúm leyfir
Ágúst Einarsson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ flytur framsöguerindið „Staða
smáríkja í breyttum heimi.“ Í panelumræðum fjallar Guðmundur Magnússon, prófessor við
Viðskipta- og hagfræðideild HÍ, um helstu niðurstöður skýrslunnar. Ásgeir Jónsson, lektor
við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ, Baldur Þórhallsson, dósent við Stjórnmálaskor Félags-
vísindadeildar HÍ og Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI, fjalla einnig um efni skýrsl-
unnar. Eftir panelumræður verður spurningum úr sal svarað. Fundarstjóri verður Margrét
S. Björnsdóttir forstöðumaður, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, HÍ.
Baldur
Þórhallsson
Þorsteinn
Þorgeirsson
Ásgeir
Jónsson
Guðmundur
Magnússon
Áhrif Evrópusamrunans
á smærri ríki Evrópu
Málstofan byggist á nýútkominni skýrslu Richard T. Griffiths og Guðmundar Magnússonar
"Small States and European Economic Integration - Comparative Studies" sem Smáríkjasetur
Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands gaf nýverið út. Í skýrslunni er fjallað um áhrif EES og ESB
aðildar á smærri ríki Evrópu.
Ágúst
Einarsson
Margrét S.
Björnsdóttir