Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 28
28 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
16. október 1994: „Menning
þjóðarinnar verður ekki met-
in til fjár og getur aldrei orðið.
Hitt er annað mál, að öll
menningarstarfsemi kostar
mikið fé og það ræðst af efna-
hagslegri stöðu þjóðarinnar,
hversu mikið fjármagn getur
runnið til hennar hverju sinni.
Enginn lifir af brauði einu
saman og sá einstaklingur
veslast upp andlega, sem ekki
sækir næringu í menningu
þjóðar sinnar. Um það verður
ekki deilt, að engin þjóð getur
varðveitt sjálfstæði sitt án
þess að hafa vilja og metnað
til að treysta undirstöður
menningar sinnar og leggja
rækt við tungu sína, allra sízt
smáþjóð sem Íslendingar.
Allnokkrar umræður
spunnust fyrir skömmu um
lista, sem SUS birti um fimm
fyrirtæki og stofnanir, sem
höfðu aukið hagkvæmni í
rekstri og haldið sig innan
fjárlagaheimilda, svo og önn-
ur fimm, sem iðulega hafa far-
ið fram úr þeim. Ein stofn-
unin er Sinfóníuhljómsveitin,
sem SUS segir ítrekað hafa
farið fram úr fjárlagaheim-
ildum frá árinu 1986, þrátt
fyrir 58% raunhækkun fram-
laga.
Ungir sjálfstæðismenn
hafa vissulega rétt fyrir sér í
því, að stofnanir og fyrirtæki
ríkisins eiga að halda sig inn-
an ramma fjárlaga við eðlileg-
ar aðstæður. Það er einmitt
einn helzti kosturinn við sig-
urinn yfir verðbólgunni, að
auðveldara er að sjá raun-
verulegan reksturskostnað og
skipuleggja starfsemina sam-
kvæmt því. En því miður er
dæmið ekki svona einfalt alls
staðar í ríkisrekstrinum. Í til-
raunum stjórnvalda til sparn-
aðar hafa fjárframlög til ým-
issa stofnana verið áætluð of
lítil miðað við það hlutverk,
sem þeim er ætlað að rækja.
Sinfóníuhljómsveitin er gott
dæmi um þetta. Árum saman
hafa framlög til hennar verið
skorin við nögl og án tillits til
listrænna þarfa. Lengi hefur
verið í tízku að bölsótast
hugsunarlaust út af kostnaði
við rekstur hennar. Ekki eru
mörg ár síðan þingmaður
nokkur vildi fækka hljóðfæra-
leikurum í sparnaðarskyni og
spurði: „Geta hljóðfæraleik-
ararnir ekki bara spilað á
fleiri en eitt hljóðfæri?““
. . . . . . . . . .
16. október 1974: „Nokkur
tími er nú liðinn frá því að
fyrstu endurreisnaraðgerðir
ríkisstjórnarinnar komu til
framkvæmda. Á þessu stigi er
vitaskuld ekki unnt að sjá fyr-
ir um árangur þeirra. Hitt er
þó ljóst, að með traustri rík-
isstjórn og markvissum efna-
hagsaðgerðum hefur óvissu
og ringulreið verið bægt frá.
En það er forsenda þess að
koma megi á jafnvægi í ís-
lenzku efnahagslífi. Þegar
vinstri stjórnin sprakk sl. vor,
þurfti enginn að fara í graf-
götur um, að í mikið óefni var
komið. Meðan landið var án
þingræðisstjórnar í fjóra
mánuði hélt verðbólgan áfram
að magnast og ringulreiðin
varð stöðugt meiri eftir því
sem á leið.
Verkefni núverandi rík-
isstjórnar var að stemma
stigu við verðbólguvextinum,
treysta rekstrargrundvöll at-
vinnuveganna og bæta stöðu
ríkissjóðs og fjárfestingar- og
framkvæmdasjóða. Jafnframt
þessu var nauðsynlegt að
bæta greiðslustöðuna við út-
lönd. Engum gat dulizt, að
endurreisnaraðgerðir af
þessu tagi hlutu að hafa
kjaraskerðingu í för með sér.
Ógerningur var að spyrna við
fótum án þess að þess sæjust
merki. Ef ekkert hefði verið
að gert hefðum við hreinlega
staðið frammi fyrir rekstr-
arstöðvun atvinnufyrirtækj-
anna og atvinnuleysi.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
agstofa Íslands gaf fyrr í
vikunni út Hagtíðindi þar
sem fjallað er um líf og
stöðu kvenna og karla í ís-
lenzku samfélagi. Ritið
gefur miklar upplýsingar
um stöðu jafnréttismála
og hvaða árangur hefur
náðst í því að jafna rétt og stöðu kynjanna, sem
hefur lengi verið yfirlýst og tiltölulega óumdeilt
markmið.
Skemmst er frá því að segja að flestir, sem lesa
þetta tölublað Hagtíðinda, hljóta að verða fyrir
vonbrigðum; efnið dregur upp fremur dökka
mynd af stöðu jafnréttismála í byrjun 21. aldar.
Einn af fáum ljósum punktum er að menntunar-
stig kvenna hefur hækkað hröðum skrefum og
konur eru nú 63% stúdenta í háskólum landsins.
Hins vegar er kynbundið námsval enn fyrir hendi;
konur eru í miklum meirihluta þeirra, sem útskrif-
ast í heilbrigðisgreinum, uppeldisfræðum og
kennaranámi, þjónustugreinum, listum, tungu-
málum og mannvísindum, samfélagsvísindum og
lögfræði. Nokkuð jafnt er komið á með kynjunum
í viðskipta- og hagfræði en karlar eru mun fleiri í
tækni- og raungreinum. Athyglisvert er að sjá að
árin 1990–1994 voru konur aðeins 21% þeirra, sem
útskrifuðust með doktorsgráðu frá innlendum eða
erlendum skólum, en árin 2000–2003 voru þær
45%. Konur yngri en 55 ára nota tölvur og Netið
álíka mikið og karlar.
Lægri laun,
minni áhrif
Að sumu leyti endur-
speglast ólíkt námsval
karla og kvenna í mjög
kynskiptum vinnu-
markaði. Hins vegar hefur hærra menntunarstig
kvenna enn ekki skilað sér í því að laun þeirra hafi
náð launum karla. Hægt hefur miðað undanfarna
tvo áratugi. Árið 1980 voru atvinnutekjur kvenna
að meðaltali 47% af tekjum karla, en í fyrra var
þetta hlutfall komið í 62%. Að einhverju leyti er
orsökin styttri vinnutími; þannig kemur fram að
konur vinni nú að meðaltali 36 stundir á viku, en
karlar 47. Raunar hefur vinnustundum kvenna
fjölgað um tvær á viku en karla fækkað um þrjár
undanfarinn áratug. Þegar litið er til þeirra, sem
eru í fullu starfi, vinna konur að meðaltali í 43 tíma
og karlar í 49. Það kemur ekki fram í Hagtíð-
indum, en aðrar kannanir sýna að jafnvel þótt tek-
ið sé tillit til mismunandi vinnutíma, menntunar,
starfsaldurs, ábyrgðar o.s.frv. stendur eftir allt að
18% launamunur, sem ekki verður skýrður með
öðru en kynferði. Ef litið er á meðaltímakaup, hafa
konur aðeins 77% af tímakaupi karla á vinnu-
markaði.
Í skýrslu Hagstofunnar kemur sömuleiðis fram
að atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 25–54 ára
ráðist að nokkru leyti af fjölda barna og aldri
yngsta barns á heimili; þannig vinna konur síður
eða skemur eftir því sem börnin eru fleiri og
yngri. Þessu er öfugt farið með karlana; atvinnu-
þátttaka þeirra eykst eftir því sem fleiri og yngri
börn eru á heimilinu. Þetta sýnir að hin hefð-
bundnu kynhlutverk eru enn til staðar; karlar eru
fremur fyrirvinnan en konur sinna frekar heimili
og börnum.
„Konur eru í minnihluta í áhrifastöðum næstum
hvert sem litið er,“ segir í riti Hagstofunnar. Þær
eru 30% þingmanna og fækkaði í síðustu kosn-
ingum; voru 35% á síðasta kjörtímabili. Á fram-
boðslistum flokkanna voru konur hins vegar 42%
og karlarnir 58%, sem sýnir að konur eru færri í
efstu sætum listanna, sem líkleg eru til að skila
frambjóðendum inn á þing. Konur eru fjórðungur
ráðherra í ríkisstjórninni en voru á tímabili þriðj-
ungur, þ.e. fjórar af tólf, undir lok síðasta kjör-
tímabils. Þetta er mjög ólíkt t.d. samsetningu rík-
isstjórna hinna norrænu ríkjanna, þar sem
kynjahlutföllin eru mun jafnari. Í sveitarstjórnum
er 31% fulltrúa konur. Hlutföllin eru svipuð í
stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins; þar eru
karlar í yfirgnæfandi meirihluta eða 71%. Ein-
göngu í nefndum á vegum félagsmálaráðuneytis-
ins, sem fer með jafnréttismál, nálgast hlutfall
kynjanna að vera jafnt, eða 45% konur á móti 55%
körlum. Þá eru 79% forstöðumanna ríkisstofnana
karlar. Konur eru fjórðungur dómara, jafnt í
Hæstarétti sem héraðsdómstólum. Þá var aðeins
ein kona sendiherra í utanríkisþjónustunni sl. vor
á móti 28 körlum, en tvær bættust reyndar í hóp-
inn í sumar.
Þegar horft er til samtaka á vinnumarkaði, er
jafnréttið heldur minna hjá samtökum vinnuveit-
enda en launþegahreyfingunni; þannig eru konur
7% þeirra sem sitja í fulltrúaráði Samtaka at-
vinnulífsins, 10% stjórnarmanna og 7% stjórnar-
manna í aðildarfélögum SA. Í stéttarfélögum eru
30% stjórnarmanna konur, sem endurspeglar þó
ekki hlutföll kynjanna í hópi félagsmanna, þar
sem konur eru 52%. Af formönnum níu helztu
landssamtaka launafólks er ein kona. Staðan er
svipuð í Landssamtökum lífeyrissjóða, þar sem
ein kona situr í átta manna stjórn.
Þegar litið er á stjórnunarstöður í fyrirtækjum,
kemur í ljós að 82% framkvæmdastjóra félaga í
hlutafélagaskrá eru karlar. Þá eru 97,7% stjórnar-
manna karlar í hlutafélögunum 15, sem mynda úr-
valsvísitölu Kauphallar Íslands. Eins og fram hef-
ur komið í Morgunblaðinu hefur konum fækkað
aftur í stjórnum úrvalsvísitölufélaganna eftir löt-
urhæga fjölgun undanfarin ár.
Í hópi blaðamanna hefur konum einnig farið
fækkandi á ný eftir hæga fjölgun undanfarna ára-
tugi. Þær voru í fyrra 30% félagsmanna Blaða-
mannafélags Íslands, en árið áður 33%.
Í hópi þjónandi presta fer konum fjölgandi; þær
eru nú fjórðungur þeirra. Á kirkjuþingi er sömu-
leiðis rúmlega fjórðungur fulltrúa konur og í
kirkjuráði eru tvær konur á móti þremur körlum.
Hægagangur –
bakslag
Eins og áður sagði er
þessi upptalning ekki
beysin og dregur upp
dökka mynd af stöðu
jafnréttismála. Það er ekki að furða að víða í sam-
félaginu kraumar undir mikil óánægja með þessa
stöðu, auðvitað meðal kvenna, en einnig meðal
margra karla. Margar af þeim tölum, sem að ofan
eru nefndar, líta raunar betur út en þær gerðu
fyrir tíu eða tuttugu árum, en víðast hvar er þró-
unin óskaplega hæg og annars staðar er óhætt að
tala um bakslag, t.d. hvað varðar hlutfall kvenna á
Alþingi, í blaðamannastétt og í stjórnum leiðandi
fyrirtækja. Bakslagið, sem margir tala um, liggur
þó ekki eingöngu í tölunum, heldur líka í hinni al-
mennu umræðu. Það er mat margra að jafnréttis-
málin séu síður á dagskrá í þjóðfélagsumræðum
en þau voru fyrir nokkrum árum og að jafnvel hafi
risið upp nýtt andóf gegn viðleitni til að jafna hlut
kynjanna.
Það ætti samt að blasa við að staða jafnréttis-
málanna er ein alvarlegasta meinsemdin í þjóð-
félagi okkar. Hún er persónulegt vandamál
margra, sem kemur fram í því að konur, sem hafa
metnað til að rísa til metorða í atvinnulífi, stjórn-
sýslu og stjórnmálum, reka sig á veggi skeyting-
arleysis og fordóma. Það gera líka karlmenn, sem
vilja sinna heimili og börnum í meira mæli en feð-
ur þeirra gerðu. Hún er þjóðfélagslegt vandamál
af því að hún skapar óánægju, togstreitu og deilur.
Hún er efnahagslegt vandamál af því að með því
að konur rísa síður til metorða í fyrirtækjum og
stofnunum en karlar, þrátt fyrir góða menntun,
nýtist mannauðurinn ekki sem skyldi. Og hún er
pólitískt og lýðræðislegt vandamál vegna þess að
kjörnir fulltrúar á þingi og í sveitarstjórnum end-
urspegla kjósendahópinn illa. Það kemur t.d. ekki
á óvart að í Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að
konur bera minna traust til Alþingis en karlar.
Staða jafnréttismálanna ætti í raun að vera eitt
helzta umræðu- og viðfangsefni bæði stjórnmála-
manna og frammámanna í atvinnulífinu.
Allir græða
á jafnrétti
Í umræðum um
stefnuræðu Halldórs
Ásgrímssonar for-
sætisráðherra urðu
tveir þingmenn, þær Jóhanna Sigurðardóttir og
Jónína Bjartmarz, til að benda á þann mikla vanda
sem við blasir í jafnréttismálum. Jónína hafði á
orði að of mikið væri um það að konur ræddu jafn-
réttismál sín á milli, án aðkomu karla. Sú stað-
reynd fer ekki fram hjá þeim sem sækja t.d. fundi
og málþing um jafnréttismál. Þar sem karlar eru í
yfirgnæfandi meirihluta, t.d. á fundum samtaka á
vinnumarkaði og í atvinnulífinu, eru jafnréttismál-
in hins vegar yfirleitt ekki til umræðu en þeim
mun meira rætt um efnahagsmálin. Og það var
auðvitað lýsandi dæmi að á þessum þingfundi, þar
sem helztu viðfangsefni stjórnmálanna áttu að
vera til umræðu, voru jafnréttismálin ekki nefnd í
stefnuræðu forsætisráðherra og karlar, sem tóku
til máls í umræðunni, höfðu um annað að tala.
Jafnréttismál eru raunar ekki mikið til umræðu
á Alþingi. Við lauslega leit í ræðusafni síðasta lög-
gjafarþings á vef þingsins kemur í ljós að aðeins
voru fluttir fáeinir tugir ræðna, þar sem jafnrétt-
ismál bar á góma. Og þegar það er skoðað hverjir
tóku jafnréttismálin upp með gagnrýnum hætti og
bentu á hvar pottur væri brotinn og aðgerða væri
þörf, voru það aðallega þingkonur og þá aðallega
úr stjórnarandstöðunni. Formenn Samfylkingar-
innar og Vinstri grænna, báðir karlar, voru reynd-
ar líka í þessum hópi. Úr stjórnarliðinu heyrðist
hins vegar lítið af gagnrýni á stöðu jafnréttismála,
og þá aðallega frá þingkonum. Eini karlinn í
stjórnarliðinu, sem ræddi jafnréttismálin svo ein-
hverju næmi, var Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra, enda heyra þau undir ráðuneyti hans.
Af hverju ætli karlar tali ekkert að ráði um jafn-
réttismál á opinberum vettvangi – eða hlusti á um-
NOTANDI SPYR NOTANDA
Grasrótarstarf meðal geðsjúkraog í þágu geðsjúkra er orðiðbýsna öflugt og að mörgu leyti
vaxtarbroddurinn í því sem er að ger-
ast í málefnum þeirra. Í fyrradag
kynnti hópur, sem nefnist Hugarafl –
en þar eru á ferð iðjuþjálfar með
reynslu af geðheilbrigðismálum og
einstaklingar sem eiga við geðræn
vandamál að stríða – niðurstöður
verkefnis sem nefnist Notandi spyr
notanda.
Fyrirmyndin er sótt til Noregs en
verkefnið fólst í því að notendur geð-
heilbrigðisþjónustu í bata spurðu
sjúklinga á geðdeild um afstöðu þeirra
til meðferðar og umhverfis. Verkefn-
isstjórar voru tveir iðjuþjálfanemar.
Niðurstöðurnar eru afar athyglis-
verðar. Þar kemur fram það grund-
vallaratriði, að sjúklingum finnst
skipta máli, að þeir séu hafðir með í
ráðum um þá meðferð sem þeir fá inni
á geðdeild. Þessi svör endurspegla
ákveðna lykilbreytingu sem orðið hef-
ur á nokkrum áratugum í meðferð
geðsjúkra. Sú var tíðin, að sjúklingar
og aðstandendur fylgdu nánast gagn-
rýnislaust því sem læknar og hjúkr-
unarfræðingar lögðu til. Nú er aug-
ljóslega að skapast meira jafnvægi á
milli sjónarmiða fagmanna, sjúklinga
og aðstandenda.
Viðhorfið til lyfjameðferðar vekur
einnig athygli. Sjúklingar voru á einu
máli um að of mikil áherzla væri lögð á
lyfjagjöf en voru sáttari við að taka
inn lyf ef þeir fengju upplýsingar um
þau og aukaverkanir þeirra. Ekki er
nema rúmlega hálf öld liðin frá því að
helztu geðlyfin komu á markað, sem
gjörbreyttu öllum möguleikum á að
takast á við geðsjúkdóma. Og þeir eru
margir, sem telja, að lyfin hafi bjargað
lífi þeirra og gert þeim kleift að lifa
sæmilega eðlilegu lífi. Vaxandi gagn-
rýni á lyfjagjöf er sennilega til marks
um aukið sjálfstraust þeirra sem hlut
eiga að máli og er þess vegna jákvæð.
Í bæklingi, sem Hugarafl gaf út um
niðurstöðurnar, segir m.a.:
„Notendur eru kvíðnir fyrir út-
skrift, því þeim finnst vanta stuðning,
þegar heim er komið og upplifa mikið
öryggisleysi við að fara heim. Þeir
telja, að það væri gott að haldnir séu
útskriftarfundir með aðstandendum
og að þeir komi meira inn í útskrift-
arferlið. Einnig vilja þeir sjá eftir-
fylgni og upplýsingar um úrræði í
samfélaginu að lokinni útskrift.“
Fyrir nokkrum árum vakti Morgun-
blaðið máls á því, að í geðheilbrigð-
isþjónustu okkar Íslendinga vantaði
millistig á milli geðdeildar og heimilis.
Það má færa rök að því, að þegar sjúk-
lingur er kominn á ákveðið batastig
geti verið erfitt og jafnvel neikvætt
fyrir heilsufar hans að vera á meðal
mjög veiks fólks. En jafnframt getur
verið að sjálfstraustið og öryggis-
kenndin sé ekki orðin nægilega mikil
til að takast á við þau vandamál dags-
legs lífs og áreiti úr ýmsum áttum sem
tekur við þegar heim er komið.
Sjúkraheimili, sem býr fólk betur
undir að takast á við hversdagslegs
verkefni hins daglega lífs, getur verið
mikilvægur þáttur í þessari meðferð
til þess að mæta þeim kvíða og því
öryggisleysi, sem sjúklingarnir lýsa,
þegar komið er að útskrift.
Með verkefninu Notandi spyr not-
anda hefur verið unnið merkilegt starf
sem á að auðvelda þeim sem mesta
ábyrgð bera á geðheilbrigðisþjónust-
unni að laga hana að breyttum við-
horfum og nýjum sjónarmiðum sem
augljóslega eru til staðar.
Það er ástæða til að óska öllum
þeim, sem að þessu verki stóðu, til
hamingju með þennan áfanga.