Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 23

Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 23
inu ekki undir þessum siðferðilegu skyldum þarf að svipta þá réttinum til að stunda viðskipti. Þetta er eins og í fjölskyldu. Þú gerir allt til þess að tryggja barninu þínu sem best líf, en það verður á móti að lifa við og virða reglur og hefðir fjölskyldunn- ar.“ Hnattvæðing nauðsynleg — en jafnræði má ekki gleymast „Hnattvæðingin er nauðsynleg mannkyninu en það má ekki gleyma því að jafnræði milli manna þarf að skapast svo að mannkynið tortími ekki sjálfu sér.“ Hann kreppir hnef- ann og hvessir á mig augun. „Við þurfum Samstöðu þjóða á meðal til að stöðva yfirgang kapítalistanna. Við höfum öll eitthvað að gefa og við eigum öll að fá að nota okkar hæfi- leika, en ekki til þess að koma í veg fyrir að aðrir noti sína. Ef þú ert ekki ánægð með það sem þú sérð áttu að berjast. Fá fólk með þér. Þú mátt ekki þagna,“ segir Walesa. „Lýðræðið í þeirri mynd sem við þekkjum í dag mun ekki endast út 21. öldina og til þess að fólk haldi áfram að geta lifað þarf nýtt kerfi. Alveg nýtt og nýja sýn. Ekki byggja á því gamla. Lýðræði kapítalismans mun ekki endast, þar sem svo víða eru kosn- ingar falsaðar af efnamönnum til að tryggja eigin hag. Stjórnmálamenn eyða öllum tíma sínum í að skapa þægilegar aðstæður fyrir viðskipta- lífið, en gleyma öðrum þegnum sín- um. Stríðið verður ekki stöðvað úr þessu, það verður stríð, því sá kúg- aði mun rísa upp og stöðva fákeppni og einokun.“ – Þú lagðir fram þinn skerf til að ganga af kommúnismanum dauðum. Geturðu gert það sama við kapítal- ismann? „Barnabarn mitt mun gera það, því þá verðum við búin að finna upp þriðju leiðina. Þú og ég getum fund- ið hana í sameiningu. Við sjáum hlutina í réttu ljósi.“ – Hvar í heiminum liggur mesta valdið í dag? „Eftir fall kommúnismans búa hin miklu völd í Bandaríkjunum. Það er slæmt að ekki séu tvö eða fleiri vold- ug og ríkjandi öfl í heiminum. Bandaríkin hafa enga samkeppni. Lok kalda stríðsins gerðu það að verkum að Bandaríkin geta farið sínu fram að vild. Heimurinn hefur breyst, þrátt fyrir allt, en hann er grimmari og ósvífnari en áður. Þeir sem segja að heimurinn sé betri neita að sjá hann í réttu ljósi. Heim- urinn í dag er heimur hinna ríku. En við hin höfum miklu hlutverki að gegna í framtíðinni. Við erum öll sköpuð með greind og við verðum að nota hæfileika okkar í samstarfi en ekki bara til að ráðast að öðrum.“ Forsetinn, eins og hann er enn kallaður þótt hann sitji ekki lengur í embætti, virtist ekki geta endurtek- ið þetta nægilega oft. Og ég spyr hvort það hjálpi eitthvað að skrifa bækur um hætturnar og hrun lýð- ræðisins. „Það er fleira fólk að skrifa bækur en þeir sem lesa þær og það er vandamálið. Bandaríkin vilja ekki taka þátt í stefnumótun um betri og heilbrigð- ari heim og þess vegna eru hin miklu völd þeirra svo hættuleg. Þau hafna alþjóðavæðingunni eins og hún ætti að vera, jákvæð samvinna þjóða í milli. Ég vona að Evrópa nái að sameinast um nýtt kerfi og skapi þannig aðhald og mótvægi við risann í vestri.“ – Hvað tekur það þjóðir heims langan tíma að átta sig á aðferða- fræði auðhringanna? Er kapítalist- inn ekki bara sigurvegari 20. ald- arinnar og við hin bara bitrir og vonsviknir fátæklingar sem hafa orðið undir? „Það er mjög auðvelt fyrir al- menning sem og stjórnvöld að breyta kapítalista í kommúnista. Hugsum okkur fiskabúr. Þú kyndir aðeins undir því og þú færð fiskisúpu. Þetta gætu stjórnvöld gert með breyttu lagaumhverfi og almenningur með því að versla ekki við auðhringa. En það gerist ekki, þar sem innst inni vill fólk ekki trúa að spillingin sé svona yfirgengileg og í öðru lagi þá er fólk ekki tilbúið með hið nýja kerfi, þriðju leiðina, sem á að taka við. Þetta þriðja kerfi þarf auðvitað að hanna og byggja upp á alþjóðlegum grunni. Meðan auðhringarnir eru svona fáir og stórir hefur almenningur ekkert val eins og hann hefði ef „úlfahjarðirnar“ væru fleiri og smærri þannig að raunveruleg sam- keppni ætti sér stað. Þess vegna sit- ur almenningur í fiskabúrinu og að- eins einn og einn fiskur getur svamlað um í svo heitri súpu. En við erum að flytja okkur á milli alda. Kapítalisminn mun líða undir lok. Það er kaos í heiminum. Okkur ber skylda til að draga úr áhrifum þessarar ringulreiðar, á meðan nýtt kerfi er í vinnslu.“ – Hvernig sérðu þetta gerast í Póllandi? „Þú ert að horfa á þetta frá sjón- arhóli gamla kerfisins. Þjóðarein- kenni Póllands og landamærin sem hafa stöðugt verið að breytast eru í sárum. Gleymdu ekki að þegar við yfirgáfum Sovétríkin þá misstum við 60% af útflutningstekjum okkar. Á þessum tíma tilheyrði Pólland Var- sjárbandalaginu. Á þessum tíma átti ég von á meiri aðstoð frá vestrænum ríkjum, eins og mér hafði verið lofað. En ég vildi ekki peninga heldur samvinnu Póllands og stuðningsríkj- anna á sviðum vísinda og viðskipta, þar sem í Póllandi er mikið af óvenju vel menntuðu fagfólki. Ég vildi sam- starf og stuðning við að byggja nýtt kerfi. Það gerðist ekki. Mér fannst ég vera svikinn og það reyndist dýr- keypt að brjóta upp hið hættulega afl sem kommúnisminn var, en ég sé ekki eftir neinu. Vangoldin loforð urðu til þess að ég er ekki forseti Póllands í dag. Fólk hætti að treysta mér, því það sem ég hafði lofað stóðst ekki. Ég lofaði of miklu og þess vegna tapaði ég kosningunum. Ég er meðvitaður um hættulega erlenda fjárfesta í Póllandi, en í dag getum við ekki fundið lausn á vanda- málinu. Við eigum ekki peninga til þess. Ég hvatti alþjóðasamfélagið til þess að láta Rússum í té aðstoð í öðru formi en peningum. Á þetta var ekki hlustað og nú er neðanjarðar- hagkerfi Rússa mikið vandamál og spillingin gríðarleg. Það er erfitt að verða efnaður á heiðarlegan hátt í Rússlandi því mafíurnar eru svo margar og voldugar.“ Walesa er ekki hættur Nú fannst mér ég hafa gengið á góðvildina og stóð upp og þakkaði fyrir mig. Þegar við tókum myndir tók hann í höndina á mér og setti á brjóstið á sér og sagði: „Finndu.“ Seinna í vikunni var mér boðið að fylgjast með þegar Walesa hélt ræðu á minningarhátíð um Pólverja sem voru dregnir úr rúmum sínum um nætur og sendir til Síberíu. Sagnfræðilegar staðreyndir sem mátti ekki ræða um. Með biskupn- um og fyrrverandi forseta ásamt fjölda kaþólskra presta var mér boð- ið í hádegismat. En við borðið mátti ég ekki setjast. Konur setjast ekki til borðs með prestunum. Walesa var örugglega skemmt við að horfa á mig úti í horni því ekki er langt í húmorinn. En eftir að biskupinn hafði fengið aðeins of mikið af rauð- víni gekk hann einn út úr samkvæm- inu, án fylgdarliðs eða lífvarða. For- setinn var hins vegar eltur um allt svæðið þar sem hann þrumaði yfir fólkinu sem á hann hlýddi. Ekki skildi ég orð af því sem sagt var en ég skynjaði að hann er ekki hættur og situr ekki á friðarstóli. Hann er baráttuhetja síðustu aldar og hann mun aðstoða heiminn inn í 21. öldina með nýjum leikreglum. Siðferðileg- um leikreglum þar sem grunnurinn er Samstaða. Þegar ég kom heim um kvöldið beið mín fax. Caluje hafði lagt 200 slotí inn á reikning sjúkrahússins í mínu nafni. 21. öldinni AP Lech Walesa réttir höndina til himins með sigurmerki fyrir utan Lenín- skipasmíðastöðina í Gdansk árið 1983. Minnismerki um Samstöðu og barátt- una sem hófst í skipasmíðastöðinni. Höfundur er íþróttafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 23 Evrópska vinnuverndarvikan 18.–22. október 2004 Byggjum á öryggi Vinnuvernd á byggingarvinnustöðum Dagskrá: 08:00–08:30 Skráning og morgunverður. 08:30–08:40 Setning Vinnuverndarvikunnar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. 08:40–08:55 Evrópska Vinnuverndarvikan, byggingarátak 2003-2004. Erindi: Vinnueftirlitið. 08:55–09:20 Gæðastarf í byggingariðnaði, öryggis- og heilbrigðisáætlun. Erindi: Samtök iðnaðarins. 09:20–09:40 TR-mælir, tilraunaverkefni. Betri líðan – Bættur hagur. Erindi: Samráðshópur um BB-verkefnið. 09:40–10:00 Afhending viðurkenninga til byggingarvinnustaða. Fundarslit. Fundarstjóri: Kristinn Tómasson. Þátttökugjald kr. 1.500 (morgunverður innifalinn í verði). Skráning á netfangið vinnueftirlit@ver.is eða í síma 550 4600. Gefa skal upp nafn þátttakanda, nafn greiðanda, heimilisfang og kennitölu. Morgunverðarfundur 18. október 2004 Grand Hótel (Hvammur) Verkefnishópur um Evrópsku vinnuverndarvikuna grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.