Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 35
NÝR konungur hefur verið valinn í Kambódíu. Hann heitir Norodom Sihamoni. Kambódía er land í Asíu ekki mjög langt frá Kína. Það er næstum því tvisvar sinnum stærra en Ísland. Þar búa hins vegar miklu fleiri eða um 14 milljónir manna. Sihamoni var valinn konungur á fimmtudag. Það var níu manna hópur sem valdi hann. Hann tekur við konung-dæminu af föður sínum. Pabbi hans heitir Norodom Sihanouk. Hann var kóngur í Kambódíu í meira en 50 ár. Hann sagði af sér konung-dómi í síðustu viku. Nýr konungur í Kambódíu Reuters Norodom Sihamoni, nýr konungur Kambódíu, heilsar hér þingmönnum í höfuðborginni Phnom Penh. Nýi kóngurinn er 51 árs gamall. Hann hefur ekki mikla reynslu. Hann hefur einu sinni verið sendi-herra. Annars er hann þekktastur fyrir að hafa verið ballett-dansari. Sagt er að hann hafi ekki verið spenntur fyrir að verða kóngur. Hann hafi engan áhuga á stjórn-málum. Þess í stað hefur hann miklu meiri áhuga á dansi, tónlist og kvik-myndum. MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 35 AUÐLESIÐ EFNI BANDARÍSKI leikarinn Christopher Reeve er látinn. Hann var 52 ára gamall. Reeve var þekktastur fyrir að hafa leikið ofur-mennið Súperman í vinsælum bíómyndum. Hann var einnig tals-maður fyrir rannsóknir á sviði mænu-sköddunar. Sjálfur hlaut Reeve alvarlegan mænu-skaða og lamaðist fyrir neðan háls þegar hann féll af hestbaki og hálsbrotnaði 1995. Lengi var talið að Reeve gæti ekki unnið framar, en þremur árum eftir slysið var hann farinn að leika á ný. Reeve lést af völdum hjarta-truflana. Hann skilur eftir sig eiginkonuna Dönu og þrjú börn. Reuters Leikarinn Christopher Reeve ásamt eigin-konu sinni Dönu. Hann lést í vikunni. Súperman- leikarinn látinn ÍSLENSKA landsliðið í knatt-spyrnu tapaði, 1:4, fyrir Svíum. Leikurinn var liður í undan-keppni heims- meistara-mótsins í knatt-spyrnu. En þjóðirnar áttust við á Laugardals-velli á miðvikudaginn. Svíar voru mun sterkari í leiknum og skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen klóraði í bakkann fyrir íslenska liðið með laglegu marki í síðari hálf-leik. Um síðustu helgi gerði íslenska lands-liðið jafntefli við Möltu í sömu keppni ytra. Hefur liðið þar með aðeins fengið eitt stig í fjórum fyrstu leikjunum i keppninni. Svíar eru hins vegar efstir í riðlinum með 10 stig. Eftir þessi úrslit hafa leikmenn íslenska lands-liðsins og landsliðs-þjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, hlotið harða gagnrýni fyrir slaka fram-göngu. Næsti leikur lands-liðsins verður gegn liði Króata. Fer sá leikur fram í Króatíu í lok mars á næsta ári. Íslenska ungmenna-- landsliðinu hefur vegnað heldur betur í keppninni. Lagði liðið Svía, 3:1, á Grindavíkur-velli á þriðjudag. Hannes Þ. Sigurðsson skoraði öll mörk Íslands. Hefur hann þar með gert sex mörk í keppninni. Hann skoraði einnig þrennu í sigur-leik gegn Búlgörum fyrr í haust. Ungmenna-landsliðið tapaði hins vegar, 1:0, fyrir Möltu og hefur unnið tvo leiki en tapað tveimur. Morgunblaðið/Golli Íslendingar töpuðu fyrir Svíum á Laugardals-velli. Tap og sigur í undankeppni HM RÍKIS-STJÓRNIN lofar að láta heyrnar-lausa fá meiri peninga til að borga fyrir túlka-þjónustu. Þorgerður K. Gunnarsdóttir mennta- mála-ráðherra sagði á Alþingi að vonandi gætu heyrnar-lausir núna fengið hjálp táknmáls-túlka í daglegu lífi. Margir þingmenn héldu ræður og sögðust vera ánægðir með þetta. Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmda-stjóri Félags heyrnarlausra, sagði líka að þetta væru mjög góðar fréttir. „Þetta er mjög mikilvægt skref í réttinda-baráttu heyrnar-lausra,“ sagði hún. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ætlar að athuga hvað það kostar að túlka umræður á Alþingi fyrir heyrnar-lausa. Á Íslandi eru 250 til 300 heyrnarlausir. Táknmál er móðurmál þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Túlkað fyrir heyrnar-lausa sem fylgdust með umræðum á Alþingi í vikunni. Auka á fjár-framlög til túlka-þjónustu. Heyrnar- lausir fá túlka í daglegu lífi Vænlegar eldistegundir í íslensku fiskeldi: Staða einstakra eldistegunda og þörf á rannsókna- og þróunarvinnu Ráðstefna haldin af Fiskeldishópi AVS og Landssambandi fiskeldisstöðva, Hótel Loftleiðum 22. október 2004, frá kl. 9–18. Markmið með ráðstefnunni er að gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda, meta samkeppnis- hæfni í alþjóðlegu samhengi og koma með tillögur að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum. Dagskrá · Ávarp sjávarútvegsráðherra. · Yfirlit yfir fiskeldi og fundarsköp, Guðbrandur Sigurðsson, Fiskeldishópur AVS. · Laxeldi, Jón Kjartan Jónsson, Samherji hf. · Bleikju- og regnbogasilungseldi, Jónatan Þórðarson, Silungur hf. · Þorskeldi, Kristján G. Jóakimsson, Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. · Lúðueldi, Arnar Jónsson, Fiskey ehf. · Hlýraeldi, Sindri Sigurðsson, Hlýri ehf. · Sandhverfueldi, Benedikt Kristjánsson, Silfurstjarnan hf. · Ýsueldi, Óttar Már Ingvason, Brim fiskeldi ehf. · Eldi á sæeyra, Þorsteinn Magnússon, Sæbýli hf. · Ræktun kræklings, Magnús Gehringer, Samtök íslenskra kræklingaræktenda. · Aðrar eldistegundir, Valdimar Ingi Gunnarsson, Fiskeldishópur AVS. · Samantekt, Finnbogi Jónsson, Landssamband fiskeldisstöðva og Fiskeldishópur AVS. Þátttökugjald er kr. 7.000 og nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu er að finna á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva (www.lf.is) og Fiskeldishóps AVS (www.fiskeldi.is).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.