Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 49

Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 49 Austurströnd 8 · 511 1200 www.ljosmyndastudio.is L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N Ný námskeið hefjast 25. okt. Afró Salsa Flamenco Magadans Tangó Stott Pilates FJÓRÐA nóvember næstkomandi verður frumsýnd ný íslensk heimild- armynd í fullri lengd sem ber titilinn Pönkið og Fræbbblarnir. Höfundar myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Sigurður Harð- arson sem saman reka framleiðslu- fyrirtækið Markell. Þeir eiga að baki stuttmyndir eins og Fullt hús og Vín hússins og leikstýrðu heimild- armyndinni um Ham, Ham - Lifandi dauðir ásamt Þorgeiri Guðmunds- syni. „Þetta er heimildarmynd um pönktímann og Fræbbblana,“ út- skýrir Þorkell. „Fræbbblarnir eru taldir vera fyrsta pönkhljómsveitin og myndinni vindur fram frá sjón- arhóli hennar. Við byrjum 1978 og skoðum tíðarandann á þessum ár- um. Í myndinni eru viðtöl við þá sem lifðu pönkið af og við spjöllum við rokkfræðinga og tónlistarmenn sem þátt tóku í íslensku pönksenunni Myndin er dálítið hrá og pönkuð svona svipað og viðfangsefnið. Segja má að efnistökin hæfi innihaldinu.“ Þeir félagar segja ástæðuna fyrir því að þeir hafi ráðist í þetta verk- efni m.a. liggja í því að þeir séu báðir forfallnir Fræbbblaaðdáendur og þeir geti vart hugsað sér teiti án tón- listar Fræbbblanna. Þorkell segir að myndefnið sé m.a. fengið frá Friðriki Þór, myndskeið sem ekki voru nýtt í sígilda heimild- armynd hans um íslenska pönkið, Rokk í Reykjavík. Leitin að mynd- efni var algjör „Sherlock Holmes“ leikur að sögn þeirra félaga og með- al annars fannst fyrir stuttu upptaka frá fyrstu tónleikum Fræbbblanna sem mörkuðu tímamót í íslenskri dægurlagasögu. Eftir það opnaðist flóðgátt en Bubbi Morthens hefur lýst því þannig að í pönkmenning- arlegu tilliti hafi Fræbbblarnir opn- að dyrnar en Utangarðsmenn labb- að inn. Grundvallarmunur Það er óhjákvæmilegt annað en að bera þessa nýju mynd við Rokk í Reykjavík enda báðar heimild- armyndir um íslenska pönkið. En á þeim er þó grundvallarmunur. „Rokkið er samtímamynd, heimild um það sem var að gerast á þeim tíma,“ segir Örn. „Pönkið og Fræbbblarnir er gerð í sögulegri fjarlægð og tíminn upp að Rokk í Reykjavík, frá ’79 til ’82, er m.a. skoðaður. Í dag eru menn komnir með ákveðna sýn á þennan tíma og geta metið hann yfirvegað og sjá betur hvað var virkilega að gerast. Sumir sem við töluðum við eru með allt aðra sýn á hlutina nú en þá.“ Fyrir nokkrum árum voru Fræbbblarnir endurreistir og hafa þeir spilað reglulega á hljómleikum síðan. Hljómsveitin gefur út nýja hljóðversplötu, Dót, í næstu viku, sú fyrsta síðan fjögurra laga platan Warkweld in the West kom út í des- ember 1982. Árið 2000 kom reyndar út ný plata, Dásamleg sönnun um framhaldslíf. Hún er tekin upp á tón- leikum en innihélt þó að megninu til nýtt efni. Heimildarmyndin um Bubba Morthens, Blindsker, er í gangi í kvikmyndahúsum núna og þar er íslenska pönksprengjan áber- andi. Hvað er það við þennan tíma sem heillar? „Það breyttist bara svo mikið í kjölfarið og þá ekki bara í tónlist heldur sköpun almennt,“ segir Þor- kell. „Þetta var alveg einstaklega spennandi tími en ládeyðan á undan var næstum alger. Viðmiðum og gildum var skakað grimmilega og það var ótrúlegt að upplifa þetta.“ Kvikmyndir | Heimildarmyndin Pönkið og Fræbbblarnir Fræbbblarnir: Að mörgu leyti hin algjöra íslenska pönksveit. Pönk fyrir byrjendur Morgunblaðið/Eggert Þorkell og Örn Marinó. Pönkið og Fræbbblarnir verður frumsýnd 4. nóvember. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.