Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 49 Austurströnd 8 · 511 1200 www.ljosmyndastudio.is L J Ó S M Y N D A S T Ú D Í Ó P É T U R P É T U R S S O N Ný námskeið hefjast 25. okt. Afró Salsa Flamenco Magadans Tangó Stott Pilates FJÓRÐA nóvember næstkomandi verður frumsýnd ný íslensk heimild- armynd í fullri lengd sem ber titilinn Pönkið og Fræbbblarnir. Höfundar myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Sigurður Harð- arson sem saman reka framleiðslu- fyrirtækið Markell. Þeir eiga að baki stuttmyndir eins og Fullt hús og Vín hússins og leikstýrðu heimild- armyndinni um Ham, Ham - Lifandi dauðir ásamt Þorgeiri Guðmunds- syni. „Þetta er heimildarmynd um pönktímann og Fræbbblana,“ út- skýrir Þorkell. „Fræbbblarnir eru taldir vera fyrsta pönkhljómsveitin og myndinni vindur fram frá sjón- arhóli hennar. Við byrjum 1978 og skoðum tíðarandann á þessum ár- um. Í myndinni eru viðtöl við þá sem lifðu pönkið af og við spjöllum við rokkfræðinga og tónlistarmenn sem þátt tóku í íslensku pönksenunni Myndin er dálítið hrá og pönkuð svona svipað og viðfangsefnið. Segja má að efnistökin hæfi innihaldinu.“ Þeir félagar segja ástæðuna fyrir því að þeir hafi ráðist í þetta verk- efni m.a. liggja í því að þeir séu báðir forfallnir Fræbbblaaðdáendur og þeir geti vart hugsað sér teiti án tón- listar Fræbbblanna. Þorkell segir að myndefnið sé m.a. fengið frá Friðriki Þór, myndskeið sem ekki voru nýtt í sígilda heimild- armynd hans um íslenska pönkið, Rokk í Reykjavík. Leitin að mynd- efni var algjör „Sherlock Holmes“ leikur að sögn þeirra félaga og með- al annars fannst fyrir stuttu upptaka frá fyrstu tónleikum Fræbbblanna sem mörkuðu tímamót í íslenskri dægurlagasögu. Eftir það opnaðist flóðgátt en Bubbi Morthens hefur lýst því þannig að í pönkmenning- arlegu tilliti hafi Fræbbblarnir opn- að dyrnar en Utangarðsmenn labb- að inn. Grundvallarmunur Það er óhjákvæmilegt annað en að bera þessa nýju mynd við Rokk í Reykjavík enda báðar heimild- armyndir um íslenska pönkið. En á þeim er þó grundvallarmunur. „Rokkið er samtímamynd, heimild um það sem var að gerast á þeim tíma,“ segir Örn. „Pönkið og Fræbbblarnir er gerð í sögulegri fjarlægð og tíminn upp að Rokk í Reykjavík, frá ’79 til ’82, er m.a. skoðaður. Í dag eru menn komnir með ákveðna sýn á þennan tíma og geta metið hann yfirvegað og sjá betur hvað var virkilega að gerast. Sumir sem við töluðum við eru með allt aðra sýn á hlutina nú en þá.“ Fyrir nokkrum árum voru Fræbbblarnir endurreistir og hafa þeir spilað reglulega á hljómleikum síðan. Hljómsveitin gefur út nýja hljóðversplötu, Dót, í næstu viku, sú fyrsta síðan fjögurra laga platan Warkweld in the West kom út í des- ember 1982. Árið 2000 kom reyndar út ný plata, Dásamleg sönnun um framhaldslíf. Hún er tekin upp á tón- leikum en innihélt þó að megninu til nýtt efni. Heimildarmyndin um Bubba Morthens, Blindsker, er í gangi í kvikmyndahúsum núna og þar er íslenska pönksprengjan áber- andi. Hvað er það við þennan tíma sem heillar? „Það breyttist bara svo mikið í kjölfarið og þá ekki bara í tónlist heldur sköpun almennt,“ segir Þor- kell. „Þetta var alveg einstaklega spennandi tími en ládeyðan á undan var næstum alger. Viðmiðum og gildum var skakað grimmilega og það var ótrúlegt að upplifa þetta.“ Kvikmyndir | Heimildarmyndin Pönkið og Fræbbblarnir Fræbbblarnir: Að mörgu leyti hin algjöra íslenska pönksveit. Pönk fyrir byrjendur Morgunblaðið/Eggert Þorkell og Örn Marinó. Pönkið og Fræbbblarnir verður frumsýnd 4. nóvember. arnart@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.