Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 10

Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 10
10 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ T eresa vill ekki segja til hvaða grafhýsis hún er að fara. En hún ætlar að eyða sunnudagskvöldinu í „The Tomb“ [Grafhýsinu], einni af dularfullu byggingunum í Yale, þar sem bara nokkr- ir innvígðir fá aðgang. Á framhlið bygginganna er gríðarstór hurð fyrir innganginum. En hún er sjaldan notuð af öðrum en ræstingafólki dag- inn eftir fundina. Félagarnir fara inn bakdyra- megin, nokkrir fundarstaðanna hafa leyniinn- gang og neðanjarðargöng. Í Yale eru tíu leynifélög með fimmtán félaga hvert. Aðeins lokaársnemar fá heiðurinn – þá eru þeir fé- lagar það sem þeir eiga ólifað. Hér eru mynd- uð tengsl og bundin vinabönd þannig að metn- aðarfullir stúdentarnir geti hjálpað hver öðrum einu skrefi lengra. Daginn eftir. Kvöldið áður sýndi Teresa okkur næturlíf Yale; bari, kaffihús, næt- urklúbba og litla veitingastaði þar sem maður verður að hafa kort til að komast inn. – Þarna er ég félagi, og þarna er ég félagi og þarna er ég félagi, benti Teresa. Meðal stúdentanna í Yale, einum frægasta háskóla Bandaríkjanna, ríkir strangt valda- kerfi. Teresa tilheyrir efsta laginu. Á klúbbn- um Mory’s gengur stór silfurskál í kringum borðið. Einhverjir syngja: Fyrir Guð, fyrir föð- urlandið og fyrir Yale! Björtu ár, svo full af gleði, stystu, gleðiríkustu ár lífsins, svo hratt þau liðu, hve fljótt þau flugu… Fyrir Guð, fyrir föðurlandið, fyrir Yale! Sá sem borgar, ákveður litinn á drykknum í silfurskálinni. Teresa kýs appelsínugulan, það er kampavín og appelsínusafi. Svart er fyrir Guinness og kók, það er sá versti. Grænn er með piparmintusírópi, glær fyrir vodka. Teresa er aðeins fínni en hinn almenni Yale- stúdent. Maður tekur strax eftir þykkri perlu- hálsfesti sem fellur á nosturslegan svartan kjól með pólókraga. Uppáhaldshönnuðurinn er Ralph Lauren. Fyrir utan aðskorinn kjólinn, tekur maður eftir fáguðum skónum. Andlitið er slétt og fallegt. Hárið glansar. En það var í gær. – Þú færð hálftíma, segir hún á bókakaffi- húsinu Atticus. Í dag er hún í flauelsdragt og háhæluðum opnum skóm. Rithöfundurinn Katherine Weber sem kennir „skapandi skrif“ mælti með því að ég talaði við Teresu Kwon. – Framtíðarleiðtogi. Allt sem hún ákveður að gera, gerir hún með glans. Hún vinnur hratt og sýnir árangur, er mjög greind, sam- viskusöm, metnaðarfull, kappsfull, hún vill ná langt. Það telst heldur ekki til ókosta um þess- ar mundir að vera kona og af asískum upp- runa. Hún er mjög Yale-leg. Einn daginn muntu lesa um hana í blöðunum, sagði Kather- ine Weber við mig. Það er mikið að gera í dag, útskýrir Teresa tímamörkin á viðtalinu. – Ég ætla að læra, svo ætla ég að búa til mat fyrir „Grafhýsið“. – Hvað ætlarðu að elda? – Æ, bara eitthvað venjulegt. – Hvað eruð þið vön að borða? – Æ, bara eitthvað venjulegt. Ég get eig- inlega ekki sagt það. Teresa getur ekki sagt mikið um leyni- félagið sitt. Þau gera venjulega hluti, segir hún. Tala, borða, skemmta sér. Orðrómurinn segir eitthvað annað; hryllilegir helgisiðir, strangar reglur, niðurlægjandi frásagnir. Frægasta leynifélagið er „Skulls and Bones“ – Kúpur og bein. Þar var Bush afi félagi, síðan Bush eldri, svo Bush yngri. John Kerry var líka einn útvalinna. Sitjandi forseti hefur valið marga af sínum nánustu samstarfsmönnum úr hópi Bones-manna. Þá fengu bara karlar að- gang, árið 1991 voru fyrstu konurnar útvaldar. Konur fengu ekki inngöngu í Yale fyrr en 1969. Í maí eru þriðja árs nemar alltaf spenntir. Þá er „tap-night“. Skyldu þau verða meðal hinna útvöldu? Félagar sem útskrifast verða að finna félaga í sinn stað. Teresa fékk skila- boð um að mæta á leynilegan stað þessa nótt. – Ég varð mjög glöð. Leynifélagið krefst fölskvalausrar hrein- skilni. Allir í hringnum eiga að opinbera sín innstu leyndarmál. Sagan segir að í Skulls and Bones eigi allir að liggja naktir í kistu á meðan á athöfninni stendur. – Við getum verið viss um að ekkert spyrjist út þar sem við þurfum öll að ganga í gegnum það sama. Við tökum öll sömu áhættu, þess vegna verjum við hvert annað. Enginn kjaftar. Í leynifélaginu mínu hef ég talað um hluti sem ég hef aldrei talað um við vini mína. Vinir koma og fara. Maður hefur ekki svarið þeim þagnareið, útskýrir Teresa. Þegar hún er spurð hvort það séu „Höfuðkúpur og bein“ sem hún ætlar að eyða sunnudagskvöldinu með, svarar hún : Nei, en þó svo væri, myndi ég ekki segja það. Rétt Skulls and Bones svar. Þeim er skipað að neita ávallt aðild. Teresa Kwon er ein af mörgum ofur- samviskusömum Yale-stúdendum sem sinna félagslífinu af ekki minni áhuga en náminu til að ná sér í stig á öllum réttum stöðum. Hún er 22 ára og fær A í öllum prófum. Hún er með opið atvinnutilboð frá ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey en hefur afþakkað starf hjá fjárfest- ingarbankanum Goldman & Sachs. Hún talar frönsku og spænsku reiprennandi, auk kór- esku og ensku. Fimmtudags- og sunnudags- kvöld er hún í „Grafhýsinu“. Seinnipartinn á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum spilar hún póló og ríður út. Tvo aðra virka daga er hún forseti í sínu systrafélagi, einu af mörgum systrafélögum. Á laugardögum er fundur í vínklúbbnum. Að auki situr hún í stjórnum og nefndum. Mínúturnar líða. Sunnudagssamtalið gengur treglega. Teresu finnst hún hafa sagt of mikið. – Ég þarf að fara, segir hún. Þarf að læra. Gaman að hitta þig. – Hún hefur reyndar ritunarhæfileika, segir Katherine Weber um stjörnunemandann. – Hún er athugul, tekur eftir smáatriðum, lýsir því stóra með því smáa, hefur kröftugan stíl. En ef ég á að vera alveg heiðarleg við þig, þá held ég að hún taki ritunarnámskeið til að dekka allt. Skilurðu? Mjög Yale-legt. Katherine Weber hefur skrifað þrjár skáld- sögur og þar af hefur ein verið þýdd á fjölda tungumála. Hún hefur kennt við Yale í sjö ár. En ekki í ár. – Við sem ekki erum fastráðin höfum álíka ör- yggi og þeir sem tína ávexti. Við vitum að haust- ið kemur, en við vitum ekki hvort það erum við sem eigum að tína eplin. Yale fann annan í minn stað í ár, þrátt fyrir að ég hafi fengið góðan vitn- isburð frá nemendum. Við erum metin af störf- um okkar, en inn í ákvörðun um ráðningu kem- ur líka pólitík og sambönd. Ég er heppin að þurfa ekki á tekjunum að halda, ég fæ sjúkra- tryggingu í gegnum manninn minn. Samband mitt við Yale er ástar-haturssamband. Ég elska þessa stofnun en ekki hvernig hún fer með manneskjur. Weber er komin yfir biturleikann og hefur þegar kynnt hugmynd að nýju ritunarnám- skeiði fyrir skólameistaranum Peter Salovey. Salovey skólameistari er prófessor í sálfræði og ber ábyrgð á nemendum og kennurum. Hann er með vel snyrt skegg, í gráum jakkaföt- um og talar ákafur um inntökuskilyrðin við há- skólann. – Það er ekki nóg að hafa góðar einkunnir til að komast inn. Maður þarf að sýna metnað. „Hin skólastofan“ okkar er jafnmikilvæg – það sem gerist fyrir utan fyrirlestrarsalina og lestr- arherbergin – kórarnir, blakmótin, bræðra- og systrafélögin, mannlegu þættirnir. Nemendur okkar eru mjög virkir, hingað koma leiðtogarnir úr menntaskólunum. Við viljum ástríðufulla nemendur! – Hvað með þá sem ekki ná að fylgja hópn- um? –Það er meðal annars þess vegna sem við er- um lengi að velja nemendur inn í skólann. Auk góðra einkunna, skoðum við hvað umsækjendur hafa gert á menntaskólaárunum. Auðvitað vit- um við af þrýstingnum sem allir okkar ellefu þúsund stúdentar eru undir. Hvorki átraskanir Hér lærði Bush, hér mótmælti Kerry. Hér hitt- ust Hillary og Bill Clinton. Nú eru leiðtogar framtíðarinnar lagaðir í Yale-háskólanum. Skólameistari lýsir eftir ástríðu. Horft yfir matsal í Yale-háskóla. Stúdentarnir ellefu þúsund, sem þar stunda nám, eru undir gífurlegum þrýstingi um að standa sig. Teresa Kwon er einn hinna ofursamviskusömu Yale-nema sem sinna félagslı́finu af ekki minna kappi til að ná sér í stig á réttum stöðum. Herbergi á einni af heimavistum skólans. Metnaður og dauðleiki Yale, Connecticut, Bandaríkjunum Lífið í Yale-háskólanum er uppfullt af fé- lagslífi og leynifundum fyrir suma nem- endur á meðan að öðrum dugar ekki sólarhringurinn til að sinna öllum náms- bókunum. Norski blaðamaðurinn Åsne Seierstad og ljósmyndarinn Paal Audestad halda, í þessari sjöttu grein af átta, áfram ferð sinni um Bandaríkin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.