Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 22
22 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á fallegu tehúsi við aðaltorgið í Gdansk sátum við vinkonurnar, hin pólska Alicja Drewnowska, virtur klínískur sálfræðingur í London með sérhæfingu í geðklofa, og ég, Jónína Benediktsdóttir frá Ís- landi, áhugakona um áhrif alþjóða- væðingar á íslenskt hagkerfi. Við vorum spenntar því við höfðum fengið grænt ljós á langþráðan fund með frelsishetjunni og nóbelsverð- launahafanum Lech Walesa og ætl- uðum að ræða við hann um alþjóða- væðinguna og Pólland á 21. öldinni. Á næsta borði sátu þrír Frakkar með landakort af Póllandi. Þeir hringuðu fingur utan um landsvæðin sem þeir voru að kaupa og ræddu um mikilvægi þess að láta líta svo út sem um pólska fjárfesta væri að ræða. Þeir hlógu kaldhæðnislega og skipti þá ugglaust engu að Alicja sat sem lömuð og sannfærðist aftur og enn um að Pólland hefur enn eina ferðina verið hernumið. Nú af kapít- alistum vestrænna ríkja sem ráða yfir um 90% af fjármagni landsins, án þess að stjórnvöld fái rönd við reist. „Ég flyt heim til Póllands aftur og reyni að berjast gegn ofríki auð- hringa,“ sagði Alicja. Við stóðum upp og hún þurrkaði tár en Íslend- ingurinn reyndi að setja sig í hennar spor, að sitja t.d. á Kaffi París og sjá erlenda fjárfesta setja hringi utan um Ásbyrgi, Þingvelli og Vatnajök- ul. Eftir 300 ára brotthvarf Póllands af landakortinu og 50 ár í viðjum kommúnismans og kalda stríðsins, eftir loforð vestrænna ríkisstjórna um aðstoð í kjölfar Samstöðu og hetjudáðir Lech Walesa, hafa nýrík- ir drengir með aðstoð stjórnvalda búið til nýjan her. Sá vinnur í skjóli alþjóðavæðingarinnar og lyga kapít- alismans. Þessu stríði um hernám Póllands er reyndar ekki sjónvarpað því að auðhringarnir sjálfir eiga fjöl- miðlana. Á meðan neyðast pólskir fjölskyldufeður enn, 23 árum eftir frelsunina, til þess að fara til Kól- umbíu til þess að vinna og senda peninga heim. Það skyldi þó ekki vera að Pólland hefði verið betur statt undir hand- arkrika kommúnista? Kapítalistarn- ir eru eins og hrægammar sem ráð- ast að þeim sem geta ekki varið sig. Siðleysingjar græðginnar hafa lögin sín megin. Kapítalistar nútímans geta eignast fátæk lönd í skjóli laga. Fundurinn og barnfóstran Þegar vinur Walesa, presturinn Jerzy Popieluszko, var drepinn af rússnesku mafíunni ákvað Walesa að ættleiða syni hans fjóra. Hann réð til sín ráðskonuna Caluje sem hefur haft mikil áhrif á Walesa og hugsjónir hans í 23 ár. Hún hefur barist fyrir réttindum Pólverja gegn erlendum fjárfestum og reynt af veikum mætti að stöðva innrás auð- hringa inn í landið. Caluje hefur ver- ið heiðruð og virt en það hefur ekki dregið úr henni baráttuandann. Hún býr í smáholu uppi á fimmtu hæð og upp stigana hljóp hún 77 ára gömul. „Þið verðið að hjálpa mér, Þjóð- verjar hafa keypt bankalánin í sjúkrahúsinu, þeir eru að eignast sjúkrahúsið þar sem hermönnum okkar var hjúkrað í stríðinu.“ Við horfðum á þessa konu og sáum að henni var alvara, hún hélt að við gætum komið í veg fyrir að Þjóð- verjar eignuðust sjúkrahúsið. Svo kom fyrirlesturinn um hvernig verið væri að stela öllu steini léttara af eigum landsins. Það var langt síðan við höfðum upplifað slíkan eldmóð, enda eru flest samfélög í dag hug- sjónageld. Caluje hafði eiginlega skipað Lech Walesa að hitta mig og hann neitaði henni aldrei um greiða. Ég yfirgaf hana án loforða um að finna fjárfesta fyrir sjúkrahúsið en lagði 200 slotí á borðið og sagði henni að kaupa sér eitthvað fyrir veturinn. Hún reyndi að skila peningunum en ég lét mig ekki. Hún faðmaði mig og sýndi mér myndir af Walesa við ým- is tækifæri. Hann mat hana greini- lega mikils og mér fannst það þægi- leg tilhugsun að maðurinn sem ég átti fundinn með bar virðingu fyrir konum með hugsjónir. Alicja var auðvitað spennt, Walesa var fyrir- mynd hennar í lífinu og nú átti hún að túlka fyrir mig og um leið að fá að kynnast honum persónulega. Við komum með Caluje að skrif- stofubyggingunni og greinilegt að Walesa lætur ekki lítið fyrir sér fara á alþjóðavettvangi. Hann er heiðurs- doktor í mörgum háskólum og hefur í kringum sig marga vopnaða líf- verði. Við gengum inn á stóra skrifstofu. Þar sat hann en leit ekki upp strax. Við settumst í sófa úti í horni. Og svo stóð hann upp og gekk til okkar. Ég leit á Alicju og sá hvernig hún ljómaði þegar hann heilsaði okkur. Ég þakkaði honum fyrir að vilja svara spurningum mínum og sagðist vilja ræða við hann um alþjóðavæð- ingu og Pólland á 21. öldinni. Hann horfði á mig undrandi, en ég fann að hann var þakklátur áhuga mínum á Póllandi. En Pólland er í mínum huga skólabókardæmi um lygar alþjóðasamfélagsins, líkt og við erum að sjá glitta í á Íslandi í dag. Þurfum nýjar aðferðir til að tala saman á nýrri öld „Það eru engar slæmar spurning- ar til, þú getur spurt mig um allt sem þú vilt. Ekkert sem þú skrifar um mig mun hjálpa mér og ekkert mun skaða mig. Ég berst ekki fyrir orðspori mínu eins og margir stjórn- málamenn.“ – Mig langar að ræða við þig um hnattvæðingu og kapítalismann, um Pólland og hvernig Vesturlöndum tókst að standa við loforð sín um að- stoð við landið eftir Samstöðu. Hann hóf að tala. Þetta var löng ræða manns sem lagði allt í sölurnar til þess að frelsa þjóð sína frá kúgun og niðurlægingu kommúnista, þjóð sem fékk aðeins hluta af landi sínu til baka eftir heimsstyrjöldina. Þjóð sem hefur frá fyrsta degi verið svik- in af öllum sem þess áttu kost. En þjóð sem býr yfir auðlindum og fjár- sjóði í landinu og fólkinu. Fólk sem á allt betra skilið en þetta. Ég rifjaði upp í huganum greind og dugnað þeirra Pólverja sem ég hafði kynnst – krufningarlækna í Kanada, fjölskylduvina í Svíþjóð og nuddara á Íslandi. Ég vissi hins veg- ar ekki að í Gdansk gat ég fundið samnefnara þeirra allra. Manninn sem frelsaði þá og trúði loforðum vestrænna stjórnvalda um aðstoð eftir lífshættulega baráttu um frelsi. Maðurinn sem einn stóð upp og mót- mælti, fékk svo aðra með sér úr öll- um stéttum, fékk kirkjuna til þess að sýna samfélagsábyrgð, hann braut upp valdablokkir austurs og vesturs. Einn rafvirki frá Gdansk sem, þrátt fyrir Nóbelsverðlaun, eyðir ekki lífinu í kauphöllum við gullsöfnun sjálfum sér til handa. En hann var svikinn. Hjálpin var verri en engin. Nú eiga Pólverjar svo til ekkert í Póllandi en Vest- urlönd raka þar saman auðæfum landsins og byggja og brenna líkt og ekkert sé sjálfsagðara. Eftir stendur Pólland með vestræn fyrirtæki en glataða sjálfsmynd. Þetta auðuga land er hernumið, símafyrirtæki, flutningsfyrirtæki, ferðaþjónusta, heilsugæslan, leigumarkaðurinn, tryggingafélög, olíufélög. Allt í eigu erlendra auðhringa. „Pólskir“ bændur heita Hollendingar. Þeir ráða yfir svo til öllum landbúnaði og hafa lokað óarðbærum jörðum, þannig að fólkið situr eftir atvinnu- laust og gjaldþrota. Það trúði lof- orðum um betra líf, en upplogin hag- sæld er verri en vosbúð. Það var eins og hann sæi hvað ég var að hugsa: „Það er skylda okkar að fylgja sannfæringu okkar og lifa í samræmi við siðferðisvitund okkar.“ Hann horfði fast á mig og sagði svo: „Það er þörf á hnattvæðingu og með tilkomu Netsins og upplýsinga- öflunar á ljóshraða hefur viðskipta- umhverfið breyst. Bráðum verða flugvélar svo stórar að þær geta ekki stoppað í litlum löndum.“ Hann glotti: „Ef andstæðingur hnattvæð- ingar eins og þú,“ ég hló enda hafði ég ekki kynnt mig sem andstæðing eins eða neins, „kemur til Gdansk og verður með mótmæli virkar það ekki, fólk skilur ekki málið. Upplýs- ingarnar eru almenningi ekki í hag, en það gleymist að fólk lifir lífi sem því annaðhvort líkar eða líkar ekki. Við þurfum nýjar aðferðir við að tala saman á nýrri öld. 21. öldin er öldin þegar við útrým- um kapítalismanum því hann er hættulegur lýðræðinu.“ Ég sat agndofa, hvernig þorði hann að segja þetta? Ég var ekki vön því að forsetar segðu eitthvað sem máli skipti. Nú er barist um upplýsingar og tækni „Þetta snýst um hið gamla og hið nýja. Áður fyrr börðumst við um landareignir en nú berjast menn um upplýsingar og tækni, sem og að- gengi að almenningi, fólkinu sem eyðir peningunum sínum í neyslu. Nú þarf ekki landareignir heldur neytendur. Samkeppnin er mikil og grimm. Þetta eru úlfar! En við þurf- um samskipti og upplýsingar á heimsgrundvelli. Tsjernóbíl var við- vörun um mikilvægi upplýsinga. Og við verðum að fylgjast með þróun- inni í Norður-Kóreu. Heimsþróun- inni er hins vegar ekki stjórnað af alþjóðaráðum eða Sameinuðu þjóð- unum, heldur af úlfum, gráðugum úlfum sem vilja alltaf meira og meira. En hvernig getum við gagnrýnt kapítalismann, hann er að upplifa sína eigin draumsýn og er það ekki einmitt það sem stjórnvöld lýðræð- isríkjanna hafa viljað og boðað? Það stjórnar enginn úlfum, þeir ná bráð sinni með öllum tiltækum ráðum, en þeir eru of fáir í dag. Ef kapítalist- arnir væru fleiri væri þetta í lagi, því þá dræpu þeir hver annan, en nú eru þeir svo fáir að um algjört samráð er að ræða. Þeir velja sér fórnarlömb í sameiningu. Þannig vinna þeir í dag.“ – En er of seint að bregðast við? „Það er skylda okkar að leita sannleikans og finna hann, annars eigum við ekkert erindi hér. Í Póllandi hér áður fyrr höfðum við bara eitt dagblað og einungis presturinn las það og hann upplýsti fólkið um hvað í því stóð. Nú höfum við mörg blöð, fólk fær að tjá sig og það er erfiðara að fela spillinguna fyrir okkur til lengdar. En það er ekki alltaf sannleikurinn sem í fjöl- miðlum stendur, reyndar sjaldnast. Túlkun fjölmiðla tekur mið af þeirra eigin hagsmunum. Þess vegna er betra að hafa fleiri hagsmunahópa en færri. Presturinn gat túlkað hvað í fjölmiðlum stóð og sagt söfnuðin- um hverju bæri að trúa og hverju ekki. En í dag eru það ekki margir sem lesa eða leggja eyrun við því sem máli skiptir, þvert á móti.“ Ég spyr hvernig við gátum mis- reiknað manninn svona gjörsam- lega. „Þjóðareinkenni eru að breytast og sjóndeildarhringurinn að víkka, en samt skortir okkur nýtt kerfi sem tekur mið af hinum alþjóðlegu stór- fyrirtækjum. Meðan við höfum ekki þriðju lausnina komumst við ekkert áfram í baráttunni gegn auðhring- unum. Gullið gerir menn galna og þeir sem þjóðum ráða hafa ekki sett lög og reglur til að hafa taumhald á galskapnum. Meðan slík lög eru ekki fyrir hendi erum við varnar- laus. Stjórnvöld eyða 90% af tíma sín- um í að hanna starfsumhverfi sem hentar stórfyrirtækjunum, en alls ekki starfsmönnum og almenningi. Stjórnvöld eru ráðþrota og vilja ekki ganga gegn kröfum viðskipta- lífsins, því það gæti kostað þau at- kvæði og fjárhagslegan stuðning. Spilling í stjórnmálum er oft ekkert minni en í viðskiptalífinu. Við þurf- um fólk sem hefur engu að tapa til að skapa mótvægi við kapítalistana. En ég hef engar áhyggjur af þessu því ég veit að almenningur mun einn daginn rísa upp og mótmæla kúgun kapítalismans, því hún er ekkert betri en kúgun kommúnismans. Hún er sjúkleg. Þetta eru sjúkir menn! Trú þeirra er engin og þeir fela trú- leysi sitt á bak við bankainnstæður.“ Walesa hristir höfuðið og horfir lengi út í loftið. „Þetta er óskiljan- legt með öllu, þessir úlfar sem aldrei fá nóg og hafa selt sálu sína. Lýð- ræðislega kjörnar ríkisstjórnir styðja frelsi einstaklinga til aðgerða, en nýtt lýðræði þarf nýjar reglur og aðferðir sem fela í sér siðferðilegar skyldur. Standi menn í viðskiptalíf- Alþjóðleg Samstaða á Lech Walesa komst á spjöld sögunnar þegar hann leiddi Samstöðu gegn stjórn kommúnista í Póllandi og átti sinn þátt í því að rífa niður járntjaldið. Í kjölfarið varð hann for- seti Póllands. Nú hampar hann engum embættum, en hann talar enga tæpitungu um stöðu heimsmálanna. Í við- tali við Jónínu Benediktsdóttur ræðir hann ógnarítök kap- ítalismans og lýðræði á fallanda fæti í heiminum. „Stjórnmálamenn eyða öllum tíma sínum í að skapa þægilegar aðstæður fyrir viðskiptalífið en gleyma öðrum þegnum sínum,“ segir Lech Walesa og kveður þörf á lýðræði í nýrri mynd á 21. öldinni. Lech Walesa og Jónína Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.