Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 27
Heilsu- og hvatningar-
dagarnir Ísland á iði halda
áfram í Smáralind í dag.
Dagskráin er á www.isi.is
Komdu og taktu þátt!
Hvort sem um er að ræða gamla vináttu eða nýja erætíð áfall að standa frammi fyrir vinarmissi, ekkivegna misgjörða eða misskilnings, heldur af ástæð-um sem ekki verður með nokkru móti við ráðið.Þetta var ég að hugsa þar sem ég sat í bjartri
haustsól og drakk latte á gamalkunnum nyrðri bakka Sortedam-
tjarnar í Kaupmannahöfn, í þann mund að heimsækja vin minn,
hugsanlega í síðasta sinn.
Sólskinið glitraði á gáruðu yfirborði tjarnarinnar og vegna gjól-
unnar minnti það fremur á djúpt og breitt fljót en grunna tjörn
og leiddi hugann að eilífri framrás tímans og óafturkvæmni
stundanna. Fólk skokkaði framhjá sér til heilsubótar, eða gekk
og spjallaði. Við næsta borð sat ungt par með sofandi barn í
vagni.
Hvað segir maður við vin sinn á slíkri stund, – þegar allsendis
óvíst er að endurfundir eigi sér stað hérna megin grafar? Er
kjánalegt að ræða sameiginleg áhugamál og
hugðarefni eins og venja okkar er? Felst í
því vanvirðing við þær aðstæður sem upp
eru komnar, afneitun þeirra eða flótti frá
þeim tilfinningum sem hljóta að krauma
undir yfirborðinu? Laufin á trjánum voru
farin að fölna og það skrjáfaði í visnum
systkinum þeirra þegar þau fuku eftir gangstígnum. Ég heyrði að
unga parið var að ræða um að flytja til útlanda um sinn vegna
náms eða vinnu og taldi á margan hátt heppilegt að fara núna,
meðan barnið væri ungt. Því myndi til dæmis ganga vel að læra
annað tungumál. Eins og okkur öllum er tamt voru þau að gera
áætlanir og láta í ljósi væntingar um framtíðina, líkt og ekkert
væri sjálfsagðara.
Þegar baráttu læknisfræðinnar við sjúkdóm lýkur með ósigri
er það framtíðin sem glatast. Hinni ávallt ótryggu og aldrei áreið-
anlegu framtíð þess sem í hlut á eru allt í einu settar skorður.
Allar áætlanir um hana verða marklítið hjal.
Snögglega er dauðans óvissi tími ekki lengur jafn óviss. Er
maður ef til vill með örlítið samviskubit yfir því að njóta enn um
sinn óvissunnar sem vinurinn hefur nú verið rændur? Þetta var
meginmunurinn á aðstæðum vinar míns og unga parsins með
barnavagninn. Og ég vissi ekki hvert mitt hlutverk var í þeim
harmleik sem líf hans var snögglega orðið. Hvernig talar maður
við mann án framtíðar? Þegar til kom ræddum við vinirnir sam-
an, bæði eins og ekkert hefði breyst og eins og ekkert væri leng-
ur samt. Við ræddum meðal annars um framtíðina. Setningar
hans voru kannski fremur mótaðar af ósk en væntingum. En þær
hljómuðu eins og áður. Við kvöddumst með einu orði. Þegar hann
sagði það í þetta sinn var það kannski fremur sett fram sem ósk
en yfirlýsing, en einnig það hljómaði eins og áður. Ég svaraði því
sama.
Undir kvöld gekk ég aftur meðfram Sortedam-tjörn. Kveðja
vinarins hljómaði enn í huganum: „Sjáumst.“ Sólin var horfin bak
við ský og logn dottið á. Vatnið kyrrt og ekki á leiðinni neitt.
Hvernig kveður
maður vin sinn?
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
FRÉTTIR
NÝR samningur um þróunarsamvinnu
Íslands og Namibíu var nýlega undirrit-
aður í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Í
samningnum er kveðið á um vilja þjóð-
anna til að vinna sameiginlega að auk-
inni hagsæld og eflingu félagslegrar
þróunar í Namibíu. Um er að ræða al-
mennan rammasamning um verklags-
reglur og aðferðafræði í því sambandi.
Samninginn undirrituðu ráðuneyt-
isstjórarnir Gunnar Snorri Gunnarsson,
fyrir hönd Íslands, og Samuel Gôag-
oseb, af hálfu Namibíu. Samningurinn
er gerður til þriggja ára og gildir til
ársloka 2007.
Samningur um þróunarsamvinnu