Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 43 DAGBÓK Sjálfstæðismenn í Grafarholti Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stofnfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarholti verður haldinn mánudaginn 18. október kl. 20.00 á Holtakránni, verslunar- og þjónustumiðstöð Grafarholts, Kirkjustétt 2-6. Fundarstjóri verður Margeir Pétursson, formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Gestir fundarins verða Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Jens Ingólfsson, rekstrarhagfræðingur, Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is eða robert@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni.  Iðnfyrirtæki með 280 m. kr. ársveltu. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með gjafavörur. Ársvelta 30 m. kr.  Lítil sápugerð með góðar vörur. Hentugt fyrirtæki til flutnings.  Ein þekktasta barnafataverslun landsins. Ársvelta 85 m. kr.  Veitingahús í miðbæ Hafnarfjarðar. 60 sæti. Sömu eigendur í 13 ár.  Gullöldin. Rótgróinn hverfisbar - skemmtistaður í Grafarvogi.  Þekkt sportvöruverslun í miðbænum. Mjög góður rekstur. Mikill sölutími framundan.  Söluturninn Miðvangi. Gott tækifæri fyrir einstakling sem vill hefja eigin atvinnurekstur.  Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr.  Þekkt sérverslun með 200 m. kr. ársveltu. Eigin innflutningur. Góður hagnaður um árabil.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Reyndur rekstrarmaður óskar eftir fjárfesti-meðeiganda til að kaupa með sér gott fyrirtæki.  Rótgróin sérverslun-heildverslun með fallegar vörur. Ársvelta 40 m. kr. Góð EBIDTA og miklir möguleikar.  Rótgróinn veitingastaður, söluturn og ísbúð. Ársvelta 36 m. kr. Góður rekstur.  Tveir söluturnar í 101 Reykjavík. Hentugur rekstur fyrir hjón eða fjöl- skyldu.  Þekkt snyrtistofa við Laugaveg.  Húsgagnaverslun í góðum rekstri.  Skemmtileg gjafavöruverslun í Kringlunni.  Rótgróin brauðstofa í eigin húsnæði. Vel tækjum búin - gott veislueld- hús. Mikil föst viðskipti.  Bílasprautun og réttingaverkstæði. Vel tækjum búið. 3-4 starfsmenn.  Stór og þekktur bar í eigin húsnæði. Mikil velta, spilakassar og pool.  Glæsileg ísbúð, myndbandaleiga og grill á einstaklega góðum stað í austurbænum. Mikil veitingasala og góð framlegð.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Big Ben Sportbar. Flottur bar í Seljahverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Lítill söluturn í Háaleitishverfi. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk sem vill komast í eigin rekstur. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658 (Jens) og 663 8478 (Róbert). Námskeið í indverskri grænmetismatargerð Fæða fyrir sál og líkama Afsláttur fyrir 8-10 manna hópa Skemmtilegt eitt kvöld - grunnnámskeið 25. okt. og 27. okt. og 1. nóv. og 3. nóv. frá kl. 18.00–22.30 með Shabönu, símar 581 1465 og 659 3045. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Ef þú vilt halda veislu, þá kem ég á staðinn og sé um matinn. Skemmtileg gjafabréf fyrir þá sem ætla að gefa skemmtilega gjöf. Áfyrsta fræðslufundi Foreldrafélagsbarna með athyglisbrest og ofvirkni(AD/HD) næstkomandi þriðjudags-kvöld munu Rósa Steinsdóttir list- meðferðarfræðingur og Sólveig Guðlaugsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og fjölskylduráðgjafi, fjalla um félagsleg samskipti barna með AD/ HD. Þær Sólveig og Rósa hafa sl. tvö ár staðið fyrir námskeiðum þar sem unnið er markvisst með félagsleg samskipti í náinni samvinnu við foreldra. Sérstaða námskeiðsins felst í kennslu- aðferðum, smæð hópa, mikilli stýringu og þéttri samvinnu við foreldra, sem tryggir yf- irfærslu færni yfir í heimaumhverfi. Rósa segir tölur frá BNA sýna að 10% barna eigi við námsörðugleika af einhverjum toga að stríða. „Þar er unnið að og víða búið að flytja nemendur með sérþarfir inn í almennan bekk að minnsta kosti 60% af skóladeginum,“ segir Rósa og bætir við að hér á landi sé verið að breyta skólakerfinu í sömu átt. „Reynsla Bandaríkjamanna er sú að þetta fyrirkomulag virðist ganga upp hvað námið varðar varðar en félagslega eigi börnin oft í verulegum erfið- leikum. Mörg börn með AD/HD eiga við náms- erfiðleika að stríða og býsna mörg glíma við vanlíðan vegna félagslegrar einangrunar. Það er erfitt fyrir barn með AD/HD að lesa rétt í innihald samskipta en einnig virðist því erfitt að meta hvernig hegðun þess virkar á aðra. Í stað þess að læra af félögum sínum endurtekur barnið sömu mistökin í félagslegum sam- skiptum sem leiðir til þess að því er strítt, hafnað eða hreinlega látið afskiptalaust af öðr- um börnum. Þessi mistök geta haft afar nei- kvæð áhrif á sjálfsmatið og leitt til þunglyndis eða ögrandi hegðunar í athyglileit. Þegar barn- ið finnur að því tekst ekki það sama og öðrum börnum verður það ögrandi og sýnir erfiða hegðun. Félagsleg höfnun leiðir svo til enn fjandsamlegri hegðunar.“ Rósa segir góðan ár- angur geta náðst með því að vinna með fé- lagslega þáttinn. Hversu alvarleg er þessi röskun? „Mörg börn með AD/HD eiga við námsörð- ugleika að stríða og býsna mörg glíma við van- líðan vegna félagslegrar einangrunar. Nýlegar bandarískar rannsóknir hafa sýnt að 35% nem- enda með námserfiðleika hætta námi á gagn- fræðastigi og 31% unglinga með námserfiðleika kemst á sakaskrá 3–5 árum eftir að gagn- fræðastigi lýkur. Allt að 60% nemenda sem komið hafa til meðferðar í BNA vegna fíkni- efnamisnotkunar hafa átt við námserfiðleika að stríða. Þessi hópur er í aukinni hættu vegna vanlíðunar og fjandsamlegra viðhorfa, þá er aukin hætta á að þau detti út úr skólakerfinu og leiðist út í misnotkun fíkniefna eða áfengis. Það er því afar mikilvægt að styrkja félagslega færni barna með AD/HD og hjálpa þeim að fullorðnast í sátt við sig og aðra. Til þess hafa þau alla möguleika.“ Börn | Fyrsti fræðslufundur Foreldrafélags barna með AD/HD  Rósa Steinsdóttir fæddist í Reykjavík 1952. Hún lauk BA- prófi í sálarfræði frá HÍ 1978 og lauk mast- ersnámi í listmeðferð 1980 frá Hertfordshire college of Art and Design á Englandi. Rósa hóf störf við list- meðferð á barna- og unglingageðdeild LSH árið 1980 og hefur frá árinu 1991 sérhæft sig í vinnu með börn og unglinga með greininguna athyglisbrest með eða án ofvirkni. Rósa er gift Agnari H. Kristinssyni og eiga þau fimm börn. Mikilvægt að styrkja félagslega færni Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er lík- lega ættað úr Dalasýslu eða Snæfells- nesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í s. 557 4302. Þjóðminjasafn ÞAÐ hefir verið sagt slæmt þegar vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri er að gera. Nú er verið að flytja Hringbrautina til að greiða fyrir um- ferð niður í miðbæ. Hægri mennirnir eru í miklum framkvæmdum á norð- urströnd borgarinnar, m.a. búið að byggja nokkur háhýsi á Móakotslóð- inni við Skúlagötu. Þar verða íbúðir fyrir um 700 manns. Innar með ströndinni er risið skrifstofuhverfi sem leysir af gamla miðbæinn. Nú hefir Þjóðminjasafnið verið opnað eftir mikla viðgerð, samkvæmt frétt- um gleymdist að setja járnabindingu í aðra hæðina og hin var steypt í frosti. Nú hefir þessi ónýta steypa ekki verið fjarlægð svo að í framtíð- inni gæti orðið önnur stórviðgerð á þessu mikla húsi og er það hið besta mál. Það virðast nefnilega fara saman framkvæmdir við Hringbraut og Þjóðminjasafn. Þegar safnhúsið var byggt, var hringtorgið gert og gengið frá götunni, nú er safnhúsið endur- byggt og Hringbrautin færð. Þegar skipt verður um ónýtu steypuna verð- ur gatan færð í upprunalegt horf enda þá orðin þjóðminjar. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Persneskur kisi týndur íVesturbæ LJÓSBRÚNN stór og loðinn pers- neskur köttur með flatt nef týndist við Melhaga sl. föstudagsmorgun. Þeir sem vita um kisa eru beðnir að hafa samband í s. 552 2174 og 663 2174. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 2. októ- ber síðastliðinn í Ullern Kirke í Osló þau Þórdís Birna Arnardóttir og Håvard Grimsmo. Heimili þeirra er í Osló. Árnaðheilla dagbók@mbl.is arra rita s.s skáldsögu, smá- sagna og ævisagna. Í Söng í mannhafinu nálg- ast höfundur jafnframt við- fangsefni sín á heimspeki- legum nótum ásamt því að beita kímninni. Bókin inniheld- ur bæði stök ljóð og ljóða- flokka og er efni bókarinnar ýmist rímað eða órímað. Ljóð LJÓÐABÓKIN Söngur í mann- hafinu eftir Jón frá Pálmholti er komin út í útgáfu Valdi- mars Tómassonar. Hér er um að ræða fjórtándu frumortu ljóðabók höfundar, sem auk þess hefur þýtt ljóð eftir kúrd- íska skáldið Goran auk ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.