Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 48

Morgunblaðið - 17.10.2004, Side 48
Það hefur varla farið fram hjá neinumað bandaríska hljómsveitin TheBeach Boys er væntanleg hingað tillands og heldur tónleika í Laug- ardalshöll 21. nóvember næstkomandi. Þegar best gekk naut Beach Boys ekki bara gríð- arlegra vinsælda heldur var hljómsveitin ein áhrifamesta hljómsveit poppsins um tíma og nægir að vísa til þess hve mikil áhrif hún hafði á Bítlana. Ólíkindalegar poppstjörnur Það er merkilegt í sjálfu sér hvað Beach Boys voru í raun ólíkindalegar poppstjörnur, ofurvenjulegir Kaliforníustrákar, uppfullir með bjartsýni á lífið og framtíðina, dæmigerð amrísk miðstéttarungmenni. Sá eini sem skar sig úr var Dennis Wilson, eini brimbretta- strákurinn í hópnum, en hinir hefðu eins getað orðið ósköp venjulegir kaupsýslumenn eða kennarar frekar en poppstjörnur. Brian Wilson átti frumkvæðið að því að þeir stofnuðu hljómsveit árið 1961, hann og bræður hans Carl og Dennis. Þeir kölluðu til liðs við sig frænda sinn Mike Love og skólafélaga Brians, Alan Jardine. Fyrsta smáskífan, Surfin’, kom út á vegum smáfyrirtækis og vakti það mikla athygli að þeim bauðst samningur hjá Capitol Records. Þegar þar var komið sögu þurftu þeir að standa sig sem hljómsveit, Brian, sem lék á hljómborð á smáskífunni, tók upp bassann, Dennis spilaðir á trommur, Carl á gítar, Mike Love söng og Al Jardine lék á gítar. Snillingur Brian Wilson var snillingurinn í sveitinni, óhemju frjór og fær lagasmiður og kemur ekki á óvart að hann átti lungann af þeim lögum sem sveitin gaf út fyrstu árin. Carl Wilson samdi líka lög og Mike Love sömuleiðis, þó þeir hafi ekki haft roð við Brian – fyrstu rúmu tvö árin gaf hljómsveitin út átta plötur og á þeim átti hann 63 lög af 84. Hljómsveitin varð til í kringum þá Wilson- bræður, Brian, Carl og Dennis, en höfuðpaur- inn í öllu saman var samt faðir þeirra, Murry Wilson, fyrrverandi tónlistarmaður, harðstjóri og hreinræktaður óþokki. Hann kúgaði syni sína, beitti þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Dennis fékk að kenna á því líkamlega, enda var hann óstýrilátur, og Brian á því andlega, enda var hann hæfileikaríkastur. Murry vildi sífellt skipta sér af því sem Brian var að gera, „laga“ lögin og segja honum fyrir verkum og svo langt gekk afskiptasemi hans að hann krafðist þess að fá að vera við takkana í hljóðverinu þegar sveitin tók upp. Menn sáu þó fljótt við honum með það, settu upp sérstakt takkaborð fyrir hann, en gættu að því að hafa það ekki tengt. Misjafnar skífur Á fyrstu plötunum spiluð bræðurnir og fé- lagar þeirra sjálfir, þó þeir hafi varla verið fær- ir um það, og þó að lögin hafi mörg verið eftir Brian Wilson, flest reyndar á fyrstu plötunni, Surfin’ Safari, frá 1962, þá var spilamennskan svo léleg að það er lítið gaman að hlusta á plöt- urnar í dag. 1963 komu út þrjár breiðskífur, Surfin’ USA, Surfer Girl og Little Deuce Coupe. Enn fleiri plötur komu út 1964, Shut Down, Volume 2, All Summer Long, Beach Boys Concert og Christmas Album. Lagasafn- ið á þessum átta plötum, sem hljómsveitin sendi frá sér á rúmum tveimur árum, er eðli- lega misjafnt, innan um perlur er afskaplega mikið af lélegum lögum, uppfyllingarefni. Fyrsta platan af þrem sem komu út 1965 var aftur á móti afbragðsplata, Today, en hinar síð- ari, Summer Days (And Summer Nights) og Party. 1965 var Brian Wilson búinn að fá nóg af því að spila á tónleikum, kunni alls ekki við að vera í sviðsljósinu; hann vildi vera í hljóðverinu að taka upp táningasinfóníur frá guði eins og hann lýsti tónlist sinni eitt sinn. Hann hætti því í tón- leikahluta Beach Boys og í hans stað kom fyrst Glen Campbell og svo Bruce Johnston, en Carl Wilson varð tónlistarstjórinn á tónleikaferðum sveitarinnar. Rómantísk hetja Brian Wilson er rómantísk hetja, snilling- urinn sem innblásturinn bugaði – menn brosa góðlátlega að því hvernig hann varð alltaf sér- kennilegri og margir gera því skóna að hann hafi einfaldlega þurft að vera ofurlítið geðbil- aður til að gera verið svona mikill snillingur. Þegar hann var hvað veikastur tók hann lít- inn þátt í eiginlegum upptökum, lá í rúminu og skiptir sér ekkert af því sem fram fór, en öðru hvoru reis hann upp, tautaði einhverjar fyr- irskipanir, spilaði kannski smávegis á píanóið eða raulaði laglínubút. Svo fór, sem vonlegt er, að eftir því sem hann var veikari minnkaði snilldin; í raun má segja að meistaraverk eins og Pet Sounds Good Vibrations hafi orðið til þrátt fyrir veikindin, en ekki vegna þeirra. 1966 kom svo út meistaraverk Beach Boys, Pet Sounds, sem er með helstu verkum rokk- sögunnar. Önnur Beach Boys plata kom ekki út það ár, en Brian Wilson eyddi gríðarlegum tíma í hljóðverinu að taka upp lög á nýja plötu sem átti að vera enn betri en Pet Sounds (og slá út Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band Bítlanna). Platan átti að heita Smile en þó Brian hafi eytt gríðarlegum tíma í hljóðverinu árin 1966 til 1967 gat hann ekki lokið við plötuna, var orð- inn of veikur til þess. (Smile kom svo loks út fyrir stuttu, endurupptekin að mestu, og menn ekki á eitt sáttir um gæðin.) Ekki var þó bara veikindum Brians um að kenna, hljómsveitin stóð í málaferlum við Capitol þannig að óljóst var hver myndi gefa plötuna út, og svo gafst Van Dyke Parks, helsti samstarfsmaður Bri- ans á þessum tíma, upp á öllum upptökunum; hann vildi sinna eigin sólóferli. Upplausn Ofan á allt saman bættist togstreita milli Mike Love og Brians Wilsons, því Love var ekki sáttur við að sveitin hyrfi inn í hausinn á Brian, hann skildi ekki tónlistina sem Brian var að taka upp, það var ekki hægt að spila hana á tónleikum svo vel væri og ekki hægt að selja hana af neinu viti. Það voru þó fleiri en Brian Wilson farnir að haga sér sérkennilega, Love orðinn áhangandi Maharishi Mahesh Yogi og Dennis Wilson í slagtogi með Charles Manson og „fjölskyldu“ hans (gekk svo langt reyndar að þeir Dennis og Manson sömdu saman nokkur lög og Beach Boys tóku upp eitt þeirra laga og komu á lista vestanhafs). Félagar Brians í hljómsveitinni gáfust ekki upp þó ljóst væri að hann myndi aldrei ljúka við Smile, heldur nýttu þeir það af henni sem þeim leist best á, tóku nokkur lög upp aftur og bættu inn uppfyllingarlögum fyrir önnur. Hápunkturinn á lagasmíðum og upptöku- vinnu Brians, Good Vibrations, er á þeirri plötu sem gerir hana að klassík þó annað á henni standi illa eða ekki undir því. Eftir þetta fækkaði þeim lögum sem Brian Wilson átti á Beach Boys plötum og það var ekki fyrr en 1976 sem hann átti aftur meirihlut- ann af nýjum lögum á Beach Boys plötu. Það sem sveitin gaf út frá 1967 er ekki spennandi, í það minnsta ekki það sem ég hef heyrt, en Hol- land hljómaði þó vel á sínum tíma, 1973, eina Beach Boys platan án Brian Wilson sem eitt- hvað er spunnið í. Brian snýr aftur Eins og getið er sneri Brian Wilson aftur sem lagasmiður fyrir Beach Boys 1976, á plöt- unni 15 Big Ones, og hann var einnig með á Love You sem kom út 1977. Það ár kom einnig út eina sólóskífa Dennis Wilson, Pacific Ocean Blue, sem ég rakst á á Netinu fyrir tveimur ár- um og kom skemmtilega á óvart; fínasta plata. Aðrar sólóskífur Beach Boys-manna eru ekki beysnar, en þeir gáfu líka út plötur Carl Wilson og Mike Love. Vendipunktur í sögu Beach Boys var platan Endless Summer sem kom út 1974, en á henni var safn helstu laga sveitarinnar sem Mike Love valdi. Smám saman hafði fjarað undan sveitinni fram að því, vinsældirnar dvínuðu jafnt og þétt, og því átti enginn von á að plata myndi ganga nema miðlungi vel. Annað kom á daginn, því platan fór nánast beina leið á topp- inn á bandaríska breiðskífulistanum og sat síð- an á listanum í hálft annað ár, 71 viku, datt svo út í tæpt ár en birtist svo aftur og var 78 vikur til viðbótar á lista yfir mest seldu skífur Banda- ríkjanna. Þar með sannaðist að Mike Love vissi hvað hann söng, það var til fullt af fólki sem vildi heyra Beach Boys syngja létt og grípandi popp, þó fáir vildu heyra tilraunakennda snilld. Upp frá þessu má segja að sveitin hafi verið á tónleikaferðalagi og hvarvetna vel tekið, en hún hefur líka átt lög á vinsældalistum. Mike Love lýsir því svo að Beach Boys hafi orðið hljómsveit Bandaríkjanna, og má til sanns veg- ar færa: Beach Boys varð hljómsveit meirihlut- ans sem var ekki að leita að einhverju ögrandi eða fræðandi, sem vildi láta skemmta sér og það gerðu þeir félagar betur en flestir. 1977 skipti sveitin um útgáfu, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en þótti merkilegt að í samningnum, sem hljóðaði upp á átta millj- ón dala fyrirframgreiðslu, var klásúla um að Brian Wilson myndi semja að minnsta kosti fjögur ný lög fyrir hverja plötu, en einnig mátti endurvinna gömul lög svo að ekki væri minna er 70% plötunnar eftir hann. Dennis og Carl kveðja Dennis Wilson var alltaf óstýrilátur og ekki bætti úr skák þegar hann fór að úthúða fé- lögum sínum í viðtölum. Svo fór og að hann hætti í sveitinni og hóf sólóferil 1980, en fyrsta sólóplata hans, Pacific Ocean Blue, kom út 1981. Þeir voru þá einir eftir í tónleikadeild Beach Boys Mike Love og Al Jardine því Carl Wilson var rekinn úr sveitinni fyrir sukk og svínarí. Carl Wilson sendi frá sér tvær sólóskífur sem seldust lítið og sneri svo aftur í sveitina en í millitíðinni hafði Brian Wilson verið rekinn úr hljómsveitinni sem hann stofnaði. Dennis Wil- son drukknaði svo í desember 1983. Undir stjórn Mikes Loves hefur Beach Boys haldið velli, en hann er reyndar einn eftir af upprunalegum hljómsveitarmeðlimum, Al Jar- dine var rekinn úr sveitinni, Carl Wilson lést úr krabbameini fyrir fáum árum og Brian Wilson, sem var í og úr sveitinni á níunda og tíunda áratugnum, fer nú um heiminn með eigin hljómsveit og spilar Smile. Það eru reyndar tvær Beach Boys-sveitir sem ferðast um heim- inn til viðbótar við sólótónleika Brians Wilsons, sú upprunalega sem Mike Love leiðir með Bruce Johnston, og svo hljómsveit Als Jardin- es sem heitir víst Beach Boys, Family And Fri- ends, en í henni eru meðal annarra Wendy og Carnie, dætur Brians Wilsons. Eilífðarvélin Beach Boys Brosað gegnum skeggið: Sveitin á erfiðum tímum. Uppi: Brian, Al og Dennis. Niðri: Mike og Carl. Bandaríska hljómsveitin Beach Boys, sem starfað hefur óslitið í á fimmta áratug, er væntanleg hingað til lands. Árni Matthíasson stiklar á stóru um skrautlega og viðburðaríka sögu þessarar merku sveitar. Miðasala á tónleika Beach Boys í Laugardals- höll 21. nóvember hefst á morgun, mánudag. Miðaverð er 3.900 kr. í stæði og 5.400 í stúku. Miðasala fer fram á helstu Esso- stöðvum. Hljómar hita upp. arnim@mbl.is 48 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BEACH Boys sendu frá sér slík ókjör af tónlist að það er erfitt að benda á tvær til þrjár plötur sem ómissandi. Ekki má svo gleyma því að hljómsveitin var sér- kennilega klofin, annars vegar frábær poppsveit og svo framúrstefnulegur brautryðjandi. Það er ótrú- legt til þess að hugsa að Today (1965) var níunda plata Beach Boys á rúmum þremur árum. Brian er enn að ná tökum á hljóðverinu en snilligáfan leynir sér ekki. Helstu lög: „Dance, Dance, Dance“, „Please Let Me Wonder“ og „In The Back Of My Mind“. Allir eru væntanlega sammála um að Pet Sounds (1966) sé sígilt verk, blanda af grípandi snilldarpoppi og miklum pælingum. Bestu lög „Caroline No“, „Sloop John B“ og „God Only Knows“. „Good Vibra- tions“ er eitt af þessum lögum sem allir grípa und- ireins, en svo er hægt að eyða óratíma í að grúska í laginu, reyna að skilja hvernig Brian Wilson fór eiginlega af þessu. Fyrir það eitt er Smiley Smile (1967) klassísk plata. Það er varla að Holland (1973) eigi heima hér nema sem síðasta Beach Boys- platan sem eitthvað var varið í. Kom mér mjög á óvart á sínum tíma og hef- ur elst býsna vel. Á henni er lagið „Sail On Sailor“ sem varð mjög vinsælt. Af safnplötunum er vert að nefna Good Vibrations: Thirty Years of the Beach Boys, sem er fimm diska kassi með 142 lögum. Kannski fullstór skammtur en eina safnið sem gefur almennilega yfirsýn. Fimm ómissandi plötur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.