Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 34
34 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrúðvangi 18, 850 Hellu, s. 487 5028, 487 5228. Landspilda í Rangárvallasýslu Til sölu 24 hektara landspilda, allt gróið land. Stutt er í rafmagn og vatnsveitu. Möguleiki á stækkun. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Fannbergs ehf. Lágmúla 9, 6. hæð • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Til sölu eða leigu, Iiðnaðarhúsnæði sem gæti nýst t.d. fyrir framleiðslu, verktakafyrirtæki eða jafnvel sem lager. Hægt er að fá leigðan hluta húsnæðisins, t.d. allt frá 200 m², samkvæmt nánara samkomulagi. Fermetraverð í leigu er 800 kr. á mánuði. Húsnæðið í heild er með 6 innkeyrsludyrum sem eru um 4 metrar á hæð. Húsnæðið liggur rétt við Vesturlandsveginn, alls 1.765 m², að mestu stór salur þar sem lofthæð er frá 5,20 upp í 7,50 metrar við mæni. Að framanverðu er inngangur í afgreiðslu eða verslun (120 m²) og þaðan er stigi upp í 120 m² skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið er í einkasölu hjá Austurbæ fasteignasölu. Hafið samband á skrifstofu eða í síma 861 0511 utan skrifstofutíma til að fá nánari upplýsingar. Viðarhöfði 1 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15 ENGJASEL 70 - MEÐ BÍLSKÝLI Mjög góð og vel skipulögð 102 fm 3ja herb. útsýnisíbúð ásamt 30,7 fm stæði í bílskýli. Eignin var nýlega tekin í gegn að innan og einnig er búið að endurnýja gler. Komið er inn í anddyri/- hol, 2 herb., stór stofa, gott eldhús, baðherbergi með þvottaherb. inn af. Parket og flísar á gólfum. Mikið útsýni af svölum og úr stofu. Stutt er í alla þjónustu, s.s. skóla, leikskóla og versl. Verð 14,6 millj. Friðrik og Þórdís taka á móti gestum milli kl.13-15 í dag Ertu í söluhugleiðingum? Þar sem fasteignakaup og sala hefur verið mjög lífleg upp á síðkastið er svo komið að okkur vantar allar stærðir eigna á söluskrá. Við erum reiðubúin að vinna fyrir þig og fjölskyldu þína að farsælum fasteignaviðskiptum. Ykkar sérfræðingar í fasteignaviðskiptum Páll Höskuldsson Gsm 864 0500 Erna Valsdóttir lögg. fasteignasali Guðmundur Valtýsson Gsm 865 3022 TBM-risaborarnir þrír við Kára- hnjúka eru nú allir á „beinu braut- inni“ í verkum sínum á virkjunar- svæðinu. Þeir eru komnir inn úr aðgöngum á öllum stöðum og bora sjálf aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar sem vatn mun renna eftir úr Hálslóni að stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Frá þessu greinir á vefn- um karahnjukar.is. Aðkomugöngin munu liggja á um 150 m dýpi í Fljótsdalsheiðinni, frá Hálslóni yfir í Fljótsdal og verða göngin á bilinu 7 til 7,5 metrar í þvermál. Hver bor um sig tekur um 3 MW af rafmagni. Með færiböndum og öðrum búnaði eru það um 10 MW sem borarnir nota til samans af raf- magni. Því er tappað af byggðalín- unni í Fljótsdal, en þar er stórt spennivirki fyrir framan bæinn á Bessastöðum. Þaðan er og tekið rafmagn fyrir allt vinnusvæði virkj- unarinnar. Vinnurafmagn fyrir Kárahnjúkavirkjun í heild er hann- að til að geta mætt álagi upp á 30 MW. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Orkufrekur risi. TBM-risabor er um 600 tonn og 120 metra langur. Risaborar nota mikla orku Egilsstöðum. Morgunblaðið. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur skipað framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Framkvæmdanefndin starfar í umboði sérstakrar ráð- herranefndar sem í eiga sæti for- sætisráðherra, fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og menntamálaráðherra. Framkvæmdanefndinni er ætlað að gera tillögur til ráðherranefnd- arinnar um hugsanlegar breyting- ar á fyrirkomulagi þeirra verkefna og þjónustu sem ríkið stendur að og um endurskoðun á stofnana- kerfi ríkisins út frá markmiðum um aukna skilvirkni og hag- kvæmni og betri þjónustu við borgarana, sem og að hafa umsjón með framkvæmd breytinga sem ákveðið verður að gera. Í framkvæmdanefndinni eiga sæti: Baldur Guðlaugsson, ráðu- neytisstjóri, tilnefndur af fjár- málaráðherra, og er hann jafn- framt formaður framkvæmda- nefndarinnar, Halldór Árnason, skrifstofustjóri, tilnefndur af for- sætisráðherra, Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri, tilnefndur af heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og Gísli Þ. Magnússon, deildar- stjóri, tilnefndur af menntamála- ráðherra. Starfsmaður nefndarinn- ar verður Arnar Þór Másson, stjórnmálafræðingur. Nefnd fjallar um stofnanakerfi ríkisins FORSENDUR fyrir áframhaldandi greiðslum Mannréttindaskrifstofu Ís- lands (MRSÍ) til Mannréttindastofn- unar Háskóla Íslands (MHÍ) brustu þar sem ríkið stóð ekki við samkomu- lag um greiðslur til skrifstofunnar. Þá hafði Mannréttindastofnun HÍ hvorki sent skrifstofunni tillögur að verkefn- um né verkefnaáætlun eins og kveðið var á um í samningi. Samningunum hafi því verið sagt upp á grundvelli brostinna forsendna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn MRSÍ sem send hefur verið fjölmiðl- um. Eins og fram hefur komið ákvað dómsmálaráðuneytið að breyta orða- lagi í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005 þannig að fjögurra milljóna króna framlag til mannréttindamála er ekki lengur sérstaklega ætlað Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í tilkynningu segir að MRSÍ séu samtök tólf frjálsra félagasamtaka og stofnana sem öll vinni á einhvern hátt að mannréttindum. Hún hafi engin tengsl við stjórnmálaflokka og taki ekki afstöðu til einstakra mála nema þau snerti mannréttindi sérstaklega. Tillögum ekki skilað Fyrir um sex árum hafi MRSÍ gert samkomulag við þáverandi utanríkis- ráðherra með fulltingi þáverandi dómsmálaráðherra að ráðuneyti þeirra myndu veita skrifstofunni fast- an rekstrarstyrk. Fyrsta árið skyldi styrkurinn vera sex milljónir og síðan hækka jafnt og þétt upp í a.m.k. 12 milljónir. Þá hefði MRSÍ og MHÍ gert samning sem m.a. kvað á um að MHÍ skyldi gera tillögu til MRSÍ um fjárveitingar til fræðilegra verkefna. Var miðað við að fjárveitingar til fræðilegra rannsókna næmu 15% af almennum fjárveitingum hins opin- bera til MRSÍ. „Því miður varð raunin sú, að hið opinbera sá sér ekki fært að standa við fyrrgreint samkomulag og MRSÍ fékk aldrei meira en 8 milljóna rekstrarstyrk á ári. Þar með voru vitaskuld brostnar forsendur fyrir áframhaldandi greiðslum til MHÍ. Ennfremur varð ekki fram hjá því lit- ið að MHÍ hafði hvorki sent MRSÍ til- lögur að verkefnum né verkefnaáætl- un svo sem samningurinn kvað á um. Stjórn MRSÍ taldi sér því ekki stætt á því að halda áfram að greiða af op- inberu fé til MHÍ án þess að samning- urinn væri að öðru leyti uppfylltur, jafnvel þótt til þess hefði verið nægi- legt fé. Því ákvað stjórn MRSÍ að segja upp samningnum á grundvelli brostinna forsendna, enda kvað samningurinn á um að hvor samn- ingsaðila um sig gæti sagt honum ein- hliða upp. Framkvæmdastjórn MRSÍ vill taka fram að hún hefur staðið í viðræðum við hina nýju stjórn MHÍ um samstarf og það er ósk hennar að eiga sem mest og best samstarf við MHÍ í framtíðinni,“ segir í tilkynn- ingunni. Stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands Ríkið stóð ekki við sam- komulag um greiðslurÞORGERÐUR Katrín Gunnars-dóttir menntamálaráðherra hefur skipað nýja útvarpsréttarnefnd til fjögurra ára. Formaður nefndarinn- ar er Benedikt Bogason, héraðs- dómari og dómstjóri héraðsdóms Vesturlands. Í nefndinni sitja, auk Benedikts, Ásdís Rafnar, hrl. og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. Varamenn í nefndinni eru Jakob R. Möller, hrl., Þorgerður Erlendsdóttir, hér- aðsdómari og dómstjóri héraðsdóms Austurlands, og Lárentsínus Krist- jánsson, hrl., sem jafnframt er varaformaður nefndarinnar. Í nefndinni voru áður sjö aðal- menn, en með breytingu á útvarps- lögum sem gerð var í sumar var þeim fækkað niður í þrjá. Í nefnd- inni sátu áður Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri, Árni Gunnars- son framkvæmdastjóri, Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður, Bessí Jóhannsdóttir sagnfræðingur, Björn Ingi Hrafnsson, núverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, Kristín Pétursdóttir lögfræðingur og Lára V. Júlíusdóttir hæstarétt- arlögmaður. Ný útvarpsrétt- arnefnd skipuð Fengu tækniverð- laun í Frakklandi FYRIRTÆKIÐ 3-PLUS fékk verðlaun á viðamikilli sölusýningu á myndefni fyrir sjónvarp í Cann- es í Frakklandi á dögunum fyrir nýja tækni en fyrirtækið framleið- ir vörurnar dvd-kids og InteracTV sem breyta venjulegum DVD-spil- ara í leikjatölvu. Tækin eru seld bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og eru væntanleg á markað hér á landi innan skamms. Í fréttatilkynningu frá 3-PLUS kemur fram að sýningin sem um ræðir er ein sú öflugasta í heimi í sölu á myndefni fyrir sjónvarp. Í ár voru veitt verðlaun fyrir bestu DVD-titla í sjö mismunandi flokk- um og þar af voru veitt sérstök verðlaun fyrir nýja tækni sem féll í skaut tækni frá 3-PLUS. Í tilkynningunni kemur fram að verðlaunin séu mjög góð viður- kenning á þróunarvinnu fyrirtæk- isins undanfarin fimm ár sem og auðvelda þau markaðssetningu tækninnar um allan heim. Þátttak- endur í sýningunni voru 132 frá 58 fyrirtækjum í 16 löndum og voru veitt verðlaun fyrir hina ýmsu möguleika sem DVD-tæknin býður upp á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.