Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.2004, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÚIST VIÐ ÁRÁS Gert var ráð fyrir því í gær að bandarískir og íraskir stjórnar- hermenn myndu senn ráðast inn í borgina Fallujah. Voru gerðar harð- ar loftárásir á stöðvar uppreisnar- manna í borginni í gærmorgun. Íraksstjórn krefst þess að borgar- búar framselji uppreisnarmennina og erlenda hryðjuverkamenn sem einnig eru taldir hafast þar við. Gífurleg fólksfækkun Íbúum á Vestfjörðum og Norður- landi vestra fækkaði um ríflega 3.200 á árunum 1990–2003. Það jafn- gildir því að allir Ísfirðingar og Skagstrendingar til samans hafi flutt burt af svæðinu. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í byggðamálum á þessum svæðum. Týr sigldi 830 sjómílur Einum lengsta björgunarleiðangri Landhelgisgæslunnar lauk í gær- morgun þegar varðskipið Týr lagði að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn ásamt norska togaranum Ingar Iversen. Ingar varð vélarvana 760 sjómílum suðvestur af Reykjanesi og sigldi Týr 830 sjómílur eftir norska togaranum. Ferðin til baka með Ingar í togi tók 4 sólarhringa. Að sögn var mikill vindur á köflum en ekki ýkja mikill sjógangur. Arafat sagður hafa vaknað Enn berast misvísandi fregnir af líðan Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, sem er á sjúkrahúsi í Frakklandi. Franskir heimildar- menn segja að hann sé heiladauður og haldið á lífi í öndunarvél. Palest- ínumenn fullyrða að hann hafi vakn- að aðfaranótt laugardags. Lögreglan á varðbergi Lögreglan á Keflavíkurflugvelli verður á varðbergi næstu daga gegn frekari heimsóknum mótorhjóla- klúbba til landsins. Þetta gerist í kjölfar þess að ellefu félagar úr danska mótorhjólaklúbbnum Hog- riders voru stöðvaðir í Leifsstöð á föstudag og í framhaldinu sendir heim aftur. Sýslumaðurinn á Kefla- víkurflugvelli sagði hópinn hafa komið til landsins til að vígja ís- lenska mótorhjólaklúbbinn Hroll inn í samtökin. Farþegar of feitir Hagnaður bandarískra flugfélaga hefur minnkað síðustu árin vegna aukins eldsneytiskostnaðar á hvern farþega. Er ástæðan sögð vera að farþegar verði stöðugt þyngri. Offita er mikið vandamál vestra eins og í fleiri vestrænum löndum. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl MIKILL kraftur er í allri uppbygg- ingu í Fjarðabyggð í tengslum við ál- verið í Reyðarfirði og rísa húsin hratt. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri áætlar að á milli 70 og 80 íbúð- ir séu í byggingu í augnablikinu á Reyðarfirði. „Hins vegar er búið að úthluta mun fleiri lóðum þar sem byggt verður á næstu árum. Fram til ársins 2007 er gert ráð fyrir að byggja í Fjarðabyggð, þ.e. í öllu sveitarfélaginu, eitthvað í kringum 400–500 nýjar íbúðir. Þessari fjölgun íbúa fylgir náttúrlega mikil upp- bygging hjá sveitarfélaginu hvað t.d. opinberar byggingar varðar. Þannig má nefna að um þessar mundir eru að rísa bæði nýr grunnskóli og nýr leikskóli inni á Reyðarfirði. Auk þessa eru fyrirtæki að byggja, má þar nefna nýja verslunarmiðstöð sem mun rísa auk fleiri verslana.“ Aldrei annar eins uppgangur Aðspurður segist Guðmundur ekki muna eftir öðrum eins upp- gangi þar eystra. „Raunar held ég að það hafi aldrei orðið annar eins uppgangur utan höfuðborgarsvæð- isins líkt og er hér nú. Þannig má nefna að hér í Fjarðabyggð er, fram til ársins 2007, verið að fjárfesta fyr- ir 90 milljarða, þar af er ALCOA að fjárfesta fyrir 80 milljarða á meðan sveitarfélagið, ríkið og einkaaðilar eru að fjárfesta fyrir samtals um 10 milljarða,“ segir Guðmundur og nefnir að undirbúningsvinna vegna álversins í Reyðarfirði er í fullum gangi. „Þar fer fram jarðvegsvinna auk þess sem framkvæmdir við höfnina standa yfir, en ráðgert er að byggja þar 380 metra stálþil eða hafnarbryggju. Síðan má nefna að Bechtel, bandaríska verktakafyrir- tækið sem kemur til með að byggja álverið fyrir ALCOA, er að reisa starfsmannaþorp í tæplega kíló- metra fjarlægð frá Reyðarfirði og þar munu búa 1.500–1.800 manns í þorpinu þegar mest verður. Nú þeg- ar búa þar eitthvað í kringum 90 manns.“ Í forgrunni má á myndinni sjá hluta af starfsmannaþorpinu í Reyðarfirði, en í baksýn má sjá Grænafell og Áreyjartind. Húsin rísa hratt í Fjarðabyggð Morgunblaðið/Helgi Garðarsson LAUN 26 ára umsjónarkennara með þrjá flokka úr potti hækka um 28,4% eða um 618 þúsund krónur á árs- grundvelli miðað við miðlunartillögu ríkissáttasemjara og laun 41 árs um- sjónarkennara með þrjá flokka úr potti hækka um 20,3% eða um 554 þúsund krónur, að því er kemur fram í frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í henni segir að sambandið telji að nokkuð hafi borið á misvísandi upp- lýsingum í þeirri umræðu sem nú fari fram um þær launahækkanir sem miðlunartillaga ríkissáttasemj- ara í kjaradeilu launanefndar sveit- arfélaganna og Kennarasambands Íslands feli í sér. „Skólastjóri eins grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur í ljósi þessa reiknað út laun allra kennara við sinn skóla samkvæmt tillögunni og sent kjarasviði dæmi úr þeim út- reikningum sem hér fylgir. Í þessum útreikningum er ekki gert ráð fyrir kostnaði sveitarfélaga við 2% mót- framlag vegna séreignalífeyris- sparnaðar sem miðlunartillagan ger- ir ráð fyrir að tekið verði upp 1. janúar 2005,“ segir í fréttinni.                          ! "#$  %&    % #'   () !$  (   *     +) !$  (& #'   () !$  +  ) ,  + () !$  +-  #'   () !$  ( #'   +) !$  %./&(& %& /+/+ %/&/%/ (-/%/ (%&+ & (++ - -&- +-.+%  .&./ -&-& ++ +/++.&             %-.&.& %(/% .+ %+-  %./+.& %.( /+% %/+%%                       Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni Misvísandi upplýsingar í um- ræðunni um launahækkanir EKKERT nýtt tilboð liggur fyrir af hálfu samninganefndar Launanefnd- ar sveitarfélaganna verði miðlunar- tillaga ríkissáttasemjara felld en nið- urstöðu í atkvæðagreiðslu um hana er að vænta á mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þó von á útspili frá nefnd- inni verði sú raunin en ekki fæst uppgefið hvað í því felst. Verði til- lagan felld fara kennarar aftur í verkfall frá og með þriðjudegi. Að sögn Birgis Björns Sigurjóns- sonar, formanns samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna, yrði það grafalvarlegt mál ef tillagan yrði felld og öruggt að allra leiða yrði leit- að til að finna lausn á deilunni sem fyrst. Ekkert slíkt tilboð sé hins veg- ar á borðinu í dag og það sé Launa- nefndarinnar einnar, sem fer með samningsumboð, að leggja fram slíka tillögu. „Við í samninganefndinni og Launanefndinni erum bara í bið- stöðu eins og okkur ber lögum sam- kvæmt,“ segir Birgir Björn. „Við eigum að mæta á mánudag- inn hjá sáttasemjara og greiða at- kvæði um hans tillögu og eigum að vera búin að ljúka því klukkan 13.“ Þá hefst talning atkvæða kennara og skólastjórnenda og er niðurstöðu að vænta um kvöldið. Birgir Björn segir það ekki sitt að meta hvort tillagan verði samþykkt eða felld. Menn verði einfaldlega að bíða og sjá. Tillagan mjög kostnaðarsöm fyrir sveitarfélögin Hann segir að fyrir liggi að tillag- an sé mjög kostnaðarsöm fyrir sveit- arfélögin og „miklu dýrari“ en hann hafi hingað til haft umboð til að bjóða. Sveitarfélögin séu hins vegar í erfiðri stöðu að hafna henni og þar hljóti að takast á ýmis sjónarmið. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segist engar spurnir hafa haft af því að sveitar- félögin séu með annað tilboð í hand- raðanum verði miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara felld. Hann vill ekki tjá sig hvort meiri eða minni líkur séu á að tillagan verði felld innan raða kennara. Frá því hún hafi verið kynnt hafi hann gætt hlutleysis og treysti á að fé- lagsmenn taki sína afstöðu sem síðan verði unnið út frá. Sveitarfélögin í erfiðri stöðu verði tillaga felld Ekkert nýtt tilboð liggur fyrir en búist við útspili frá sveitarfélögunum LÖGREGLAN á Selfossi handtók sex manns í fyrrinótt vegna tveggja fíkniefnamála sem upp komu og leitaði á heimilum nokk- urra grunaðra þar sem fíkniefni fundust. Aðdragandi málanna var sá að ökumaður á bíl var tekinn grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á honum fund- ust kannabisefni og var hann færður í fangageymslu. Í fram- haldi þess var leitað í húsi á Sel- fossi snemma í gærmorgun og fannst þar talsvert magn af kannabisefnum. Tveir voru hand- teknir til viðbótar. Önnur húsleit var gerð í bænum upp úr klukkan sjö og komu þar einnig fíkniefni í ljós og þrír voru færðir í fangageymslu. Allir voru mennirnir látnir bíða skýrslutöku síðar um daginn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að fíkniefnin hafi í báðum tilfellum verið ætluð til neyslu fremur en sölu. Leit stóð yfir að fíkniefnum fram eftir degi í gær og fundust þá hvít efni sem talið var vera amfetamín. Sex teknir fyrir fíkniefnaeign Í dag Sigmund 8 Dagbók 54/57 Hugsað upphátt 23 Krossgáta 56 Forystugrein 34 Leikhús 58 Reykjavíkurbréf 34 Listir 58/59 Umræðan 44/46 Af listum 59 Bréf 47 Fólk 60/65 Hugvekja 47 Bíó 60/65 Minningar 48/50 Sjónvarp 66/67 Myndasögur 54 Veður 67 Víkverji 54 Staksteinar 67 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.